Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 3
Hvaða máli skiptir milestone-lánið? Fréttir 3Mánudagur 10. desember 2012 n Skýrslutökurnar í Vafningsmálinu hafa að miklu leyti snúist um aukaatriði í febrúar 2008. Í ákærunni kemur fram að með lánveitingunni hafi Milestone farið út fyrir hámarkslán- veitingar sem Glitnir mátti veita til einstakra aðila, úr tæplega 14,4 pró- sentum af eigin fé bankans og upp í 18,8 prósent. Lárus og Guðmund- ur, sem voru í áhættunefnd Glitnis, höfðu hins vegar einungis heim- ild til að lána Milestone fjármuni sem námu 17 prósentum af eigin fé bankans. Með lánveitingunni til Milestone fóru lán félagsins hjá Glitni úr 32,4 milljörðum króna og upp í 42,4 milljarða króna. Á annarri blaðsíðu ákærunnar segir að Glitnir hafi ekki endur- heimt meira en 50 milljónir evra, meira en fimm milljarða króna af lánveitingunni til Milestone sem notuð var til að greiða upp lán- ið hjá Morgan Stanley. Þá seg- ir að þessari fjártjónsáhættu hafi ekki verið afstýrt með því að færa lánið yfir á Vafning þann 12. febrú- ar. „Þeirri stórfelldu fjártjónshættu sem ákærðu sköpuðu Glitni banka með lánveitingunni 8. febrúar var því ekki afstýrt með þeirri ráðstöf- un að færa skuldbindinguna yfir á Vafning ehf. 12. febrúar 2008.“ Í lok ákærunnar segir svo enn frekar að sú ákvörðun að lána Milestone þess- ar rúmlega 100 milljónir evra þann 8. hafi leitt til „gríðarlegs fjártjóns“ fyrir bankann. Aðalatriði málsins Ef marka má ákæruna, og þegar horft er á þær staðreyndir um gjald- þol Milestone sem ákærðu hlaut að vera kunnugt sem háttsettir stjórn- endur helsta viðskiptabanka þeirra, þá skiptir í raun litlu máli, eða jafn- vel engu, hvort tíu milljarða lánið hafi runnið beint til Milestone eða til Vafnings og þaðan til Morgan Stanley. Niðurstaðan hefði orðið sú sama þó að Vafningur hefði tekið við láninu á föstudeginum og miðlað því til Morgan Stanley til að bjarga Glitnisbréfum Þáttar International. Það er að segja, fjár- tjón Glitnis, sem er helsta röksemd- in fyrir ákærunni, hefði orðið það sama, meira en fimm milljarðar. Með því að skilgreina ákæru- efnið svona þröngt, það er að segja að einblína á Milestone-lán- veitinguna, snérust skýrslutökurnar í Vafningsmálinu að miklu leyti um aukaatriði málsins en ekki aðal- atriðið, það er segja fjártjónið sem Glitnir varð fyrir vegna uppgreiðslu lánsins hjá Morgan Stanley, sama hvort lánið fór í gegnum Mile stone eða Vafning, og þaðan til banda- ríska bankans. Ákæruvaldið getur hins vegar einblínt betur á þetta að- alatriði fyrir dómi nú á mánu- daginn þegar málflutningurinn fer fram í málinu. Hugsanlegt er, og kannski eðlilega, að verjend- ur þeirra Lárusar og Guðmund- ar muni vilja einblína á Milesto- ne-lánveitinguna og reyna að stýra umræðunum fyrir dómi í þá átt. Vitanlega er þetta ekki óeðli- legt þegar ákært er fyrir þessa til- teknu lánveitingu. Kannski mun þessi þrönga skilgreining á ákæru- atriðinu koma sér illa fyrir ákæru- valdið í málinu en vel fyrir hina ákærðu. Hingað til hefur það verið raunin að mínu mati. n n Saklaus bak við lás og slá n Dæmdur fyrir morð H æstiréttur hefur leiðrétt dóm yfir Sigurþóri Arnars- syni sem sat í fangelsi í eitt og hálft ár fyrir morð sem framið var á skemmtistaðn- um Vegas árið 1997. Sigurþór var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur á sínum tíma en sakfelldur í Hæsta- rétti árið 1998 án þess þó að vitni væru leidd fram eða skýrsla tekin af honum. Var hann dæmdur í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi og sat inni í átján mánuði. Sigurþór fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu árið 2003 að reglur um réttláta málsmeð- ferð hefðu verið brotnar. Á fimmtu- daginn síðastliðinn var dæmt í mál- inu í Hæstarétti sem kvað upp þann úrskurð að hinn upprunalegi dómur héraðsdóms skyldi standa óraskaður. Sigurþór hefur því verið lýstur sak- laus af morðinu og lögmaður hans telur líklegt að Sigurþór fari fram á bætur vegna fangelsisvistarinnar. Á rétt á bótum „Þetta er afskaplega einfalt mál. Ég tel að hann eigi rétt á bótum,“ sagði Sigurður Líndal lagaprófessor þegar blaðamaður ræddi við hann um mál Sigurþórs. „Þetta verður ekki aftur tekið. Hversu háar bæturnar verða, það er svo annað mál.“ Sigurður segir að ekki séu mörg fordæmi fyrir því á Íslandi að menn sitji saklausir í fangelsi fyrir jafn alvarlega glæpi og þennan. „ Dæmin eru ekki mörg en þau eru til. Og menn hafa auðvitað fengið bætur fyrir varðhaldsvist. Annars er megin- reglan sú að menn eigi rétt á bótum ef þeir sitja saklausir í gæsluvarð- haldi eða fangelsi.“ Sigurður segir að með úrskurði Mannréttindadóm- stólsins og sýknu Hæstaréttar hafi fengist staðfesting á því að gerð hafi verið mistök á sínum tíma. Ósamræmi í frásögnum Sem fyrr segir var málið fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 1997. Þá voru þeir Sigurþór Arnars- son og Sverrir Þór Gunnarsson ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás á Vegas sem leiddi til dauða. Sverri Þór var gefið að sök að hafa veitt manni þungt höfuðhögg sem olli því að hann féll meðvitundarlaus á gólfið og átti Sigurþór að hafa spark- að í höfuð hans. Í úrskurði héraðs- dóms kom fram að ekki hefði ver- ið sýnt fram á með óyggjandi hætti að Sigur þór bæri ábyrgð á dauða mannsins. Sverrir Þór bar vitni gegn Sigurþóri og sagði hann hafa spark- að fast í manninn þar sem hann var á fjórum fótum að reyna að rísa á fætur. Eitt vitni í málinu sagði Sverri hafa sparkað í höfuð mannsins en lýsti því þó með allt öðrum hætti en Sverrir. Taldi héraðsdómur að frá- sagnir mannanna stönguðust á og væru þar að auki ekki í samræmi við neitt annað sem fram hefði komið í málinu. Ítarleg rannsókn sem gerð var á skóm Sigurþórs studdi heldur ekki þær ásakanir sem bornar voru á hann. Niðurstaða héraðsdóms var sú að sýkna bæri Sigurþór en hins vegar taldist sannað að Sverrir hefði valdið dauða mannsins. Rangur dómur leiðréttur Þegar málið var tekið fyrir í Hæsta- rétti árið 1998 að ósk Sverris Þórs var alfarið stuðst við vitnisburð og skýrslur frá árinu áður. Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu en hér- aðsdómur og taldi sannað að bæði Sverrir Þór og Sigurþór hefðu veitt manninum áverka sem drógu hann til dauða. Í málinu dæmdu Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfa- son og Hrafn Bragason og vísuðu þeir meðal annars til þess í úrskurði sínum að Sigurþór hefði átt upptökin að átökunum. Þá kom fram að Sigur- þór hefði áður gerst sekur um lög- brot, meðal annars þjófnað, fjársvik og líkamsárásir. Skilaði Gunnlaugur sératkvæði en hann taldi að sýkna bæri Sigurþór. Málsmeðferð Hæstaréttar var gagnrýnd harðlega í úrskurði Mann- réttindadómstólsins árið 2003, en þar segir að vegna þess hversu flók- ið sakamálið er hafi Hæstarétti bor- ið skylda til að hlýða milliliðalaust á skýrslur málsaðila og vitna. Í dómsúrskurði Hæstaréttar frá því í síðustu viku er fullyrt að ákæru- valdið hafi ekki sýnt fram á sekt Sigur þórs með fullnægjandi hætti á sínum tíma og sýknudómurinn í héraði því staðfestur. Þannig er búið að „leiðrétta rangan dóm sem féll á sínum tíma“ eins og Bjarni Hauks- son, lögmaður Sigurþórs orðaði það í fréttatíma Stöðvar 2 á föstudaginn. „Hann er búinn að vera með þetta á bakinu allan þennan tíma,“ sagði hann en Sigurþór sjálfur hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Ekki einsdæmi Meira en 20 mál hafa verið höfðuð gegn íslenska ríkinu fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu og hafa mörg þeirra snúist um óréttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Dæmi um þetta er mál Súsönnu Rósar West- lund en hún hafði sigur í máli sínu gegn íslenska ríkinu árið 2007 eftir að henni hafði verið neitað um að flytja mál sitt munnlega eða skrif- lega í Hæstarétti. Sama ár dæmdi Mannréttindadómstóllinn í máli Söru Lindar Eggertsdóttur og komst einnig að þeirri niðurstöðu að Hæsti- réttur hefði brotið á rétti hennar til óvilhallrar og réttlátrar málsmeð- ferðar. Mál Sigurþórs fyrir Mann- réttindadómstólnum og lyktir þess eru því ekkert einsdæmi. n Dómsmorðið á Sigurþóri Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Leitar réttar síns Þessi mynd birtist í DV árið 2004 þegar greint var frá því að Sigurþór hefði áfrýjað máli sínu til Mannréttinda­ dómstóls Evrópu. Í héraðsdómi Myndin var tekin eftir að Sigurþór hafði verið sýknaður. „Hann er búinn að vera með þetta á bakinu allan þennan tíma. Sigurður Líndal Lagaprófessor telur fullvíst að Sigurþór eigi rétt á bótum. Stóra Vegasmálið Fluttar voru ótal fréttir af morðinu á Vegas við lok síðustu aldar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.