Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 16
16 Neytendur 10. desember 2012 Mánudagur Algengt verð 246,8 kr. 256,6 kr. Algengt verð 246,6 kr. 256,4 kr. Höfuðborgarsvæðið 246,5 kr. 256,3 kr. Algengt verð 246,8 kr. 256,6 kr. Algengt verð 249,6 kr. 256,6 kr. Melabraut 246,6 kr. 256,4 kr. Eldsneytisverð dd. mmm Bensín Dísilolía Frábær þjónusta n Starfsfólk Toys‘R‘Us fær lofið fyrir frábæra þjónustu og samstarfsvilja. „Ég fór í búðina á Smáratorgi til að finna jólagjafir fyrir drengi sem Mæðrastyrksnefnd myndi út- deila. Starfsfólkið hjálpaði mér að velja gjafirnar, pakka þeim inn og notuðu starfsmannaafslátt sinn svo að meira fengist fyrir peninginn sem var ætlaður í þetta. Starfs- fólkið var hjálpsemin uppmáluð og svo- leiðis framkomu ber að fagna og hrósa,“ segir mjög sáttur við- skiptavinur. Álagið of mikið n Lastið fær Domino‘s en við- skiptavinur sendi eftirfarandi: „Ég ætlaði að panta pítsu hjá Dom- ino‘s á fimmdaginn en þá var 50 prósenta afsláttur á þeim. Það var bara hægt að panta á netinu en það var hins vegar ógjörningur því álagið var greinilega of mikið. Ég reyndi nokkrum sinnum en eftir töluverða bið fékk ég þau skilaboð að heimasíðan virkaði ekki. Ég brá því á það ráð að hringja og spurði hvort ég gæti ekki pantað í gegnum síma þar sem netið annaði ekki álaginu. Starfsmaður sagði fyrst nei en spurði svo yfirmann. Það voru þó enn sömu svörin, einungis var hægt að panta á netinu. Ég þakkaði pent fyrir og sagðist myndu panta mér pítsu hjá öðru fyrirtæki. Þegar svona vinsælt fyrirtæki býður upp á tilboð sem vitað er að margir munu nýta sér þá finnst mér að það þurfi að standa betur að þessu og gera aðrar ráðstafanir.“ Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Domino‘s varð fyrir svörum: „Okkur þykir mjög mið- ur að heyra að þetta hafi valdið óþægindum fyrir okkar viðskipta- vini. Viðbrögðin við tilboðinu voru slík að vefurinn okkar réð ekki við álagið. Því miður tók það okkur nokkrar mínútur að átta okkur á vandamálinu og koma þeim skila- boðum til okkar starfsmanna í þjónustuveri að veita ætti sama afslátt í gegnum síma á meðan ástandið varði. Þetta olli því að röng svör voru gefin fyrst um sinn en í framhaldinu afgreiddum við fjöld- ann allan af pöntun- um með afslætti í gegnum síma eins og kemur fram á Facebook-síðu okkar. Hvetjum við alla þá sem lentu í sambærilegu að hafa samband við okk- ur í síma 58-12345 en við viljum endilega bæta við- skiptavinum þetta upp.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is Iceland er best n Fékk 8,7 af 10 mögulegum n Húsavíkurhangikjötið í öðru sæti D ómnefnd valdi nýliðann sem besta hangikjötið fyrir þessi jól en verslunin Iceland sel- ur nú hangikjöt undir sínu merki. Iceland-hangikjötið, sem er framleitt af Kjarnafæði, fékk 8,7 í meðaleinkunn en í öðru sæti varð Tvíreykt Húsavíkurhangikjöt með 8,25 í einkunn. Fjallalambið frá Hólsfjalla hreppti þriðja sætið. Dómnefnd Fenginn var góður hópur af mat- reiðslumönnum til að smakka og meta hangikjötið í ár. Í dómnefndinni sátu Björgvin Mýrdal, yfirmatreiðslu- maður á Hótel Búðum, Eiríkur Ingi Friðgeirsson, Gallery Restaurant, Hótel Holti, Gissur Guðmundsson, forseti Heimssamtaka matreiðslu- manna, Jakob H. Magnússon, mat- reiðslumeistari á veitingahúsinu Horninu, Hrefna Rósa Sætran, mat- reiðslumaður og veitingahúseig- andi, og Þráinn Freyr Vigfússon, yfir- matreiðslumaður á Kolabrautinni í Hörpu. Gáfu einkunn frá 0 til 10 Bragðkönnunin fór fram með þeim hætti að DV fór í verslanir á höfuð- borgarsvæðinu og keypti 13 tegundir af hangikjöti. Kjötið var eldað daginn fyrir smökkunina og borið fram kalt á númeruðum bökkum þannig að dóm- nefnd vissi ekki um hvaða framleið- anda var að ræða. Með þessu fengu dómararnir laufabrauð, malt og app- elsín, auk þess sem vatn var á boðstól- um. Dómararnir gáfu hverri tegund einkunn á bilinu 0 til 10. Ákvörðun var tekin um að setja ekki fram þyngd á kjöti fyrir og eftir eldun þar sem um óverulega rýrnun var að ræða. Munurinn liggur í reykbragðinu Meðlimir dómnefndar höfðu á orð á því, líkt og hvað varðaði ham- borgarhrygginn, að kjötið væri á heildina litið mjög gott og kæmi vel út. Þá væru gæði kjötsins mjög svipuð en mesti munurinn lægi þó í reykbragð- inu. Þau voru sammála um að yfir heildina þá vantaði meira reykbragð í kjötið. Aðspurð hvað fólk þyrfti að hafa í huga sögðu þau að betra væri að velja fitusprengt kjöt heldur en margurt og að eldunin skipti alltaf miklu máli. n 1 Iceland hangikjöt Meðaleinkunn: 8,7 Björgvin Mýrdal: „Fínt reykbragð. Mikil fita. Mjög gott.“ eiríkur: „Ágætisbragð. Áferð góð. Milt reykbragð.“ Gissur: „Vel af fitu í kjöti. Gott reykbragð.“ Jakob: „Gott reykbragð. Gott útlit. Mátuleg fita. Mátulegt salt.“ Hrefna: „Gott reykbragð og frekar feitt kjöt. Þetta mundi ég vilja í tartaletturnar mínar sem er uppáhaldsjólamaturinn minn.“ Þráinn: „Vel af góðri fitu sem gefur gott bragð.“ 2 Tvíreykt Húsavíkurhangikjöt Meðaleinkunn: 8,25 Björgvin Mýrdal: „Mjög gott.“ eiríkur: „Gott bragð. Safaríkt. Fínt reyk- bragð. Mátulega salt.“ Gissur: „Mjög gott reykjarbragð. Góð fitu- samsetning. Gott útlit.“ Jakob: „Ágætt reykbragð. Mátulega salt. Útlit í lagi. Smá fita.“ Hrefna: „Fitulítið og alveg ágætiskjöt. Held að þetta geti virkað ofan í stóra fjölskyldu með mismunandi skoðanir.“ Þráinn: „Gott reykt bragð.“ 3-4 Hólsfjalla - Fjallalamb Meðaleinkunn: 7,7 Björgvin Mýrdal: „Milt og gott bragð. Fínn en sérstakur reykur. Djúsí.“ eiríkur: „Fínt bragð. Ekki of þurrt. Gott samhengi á milli reyks og salts.“ Gissur: „Fallegt. Gott bragð. Gott hlutfall fitu.“ Jakob: „Vantar reykbragð. Mátulega salt. Frekar þurrt.“ Hrefna: „Góð lyktin af þessu. Kjötið fallegt. Mjög salt sem mér finnst ókostur.“ Þráinn: „Bragðgott.“ 3-4 Kofareykt frá Kjarnafæði Meðaleinkunn: 7,7 Björgvin Mýrdal: „Reykbragð. Fitulítið. Gúmmí. Flottur litur.“ eiríkur: „Mjög gott bragð. Safaríkt. Fínn reykur og mátulegt salt.“ Gissur: „Mjög gott hangibragð en of lítil fita.“ Jakob: „Ágætt bragð. Útlit sæmilegt. Mátulega saltað.“ Hrefna: „Saltmikið. Kjötið sjálft fannst mér ekki líta nógu vel út en bragðið var betra.“ Þráinn: „Bragðgott. Fínt saltmagn.“ 5 Sambands- hangikjöt Meðaleinkunn: 7,5 Björgvin Mýrdal: „Reykt og salt. Mjög bragðgott og djúsí.“ eiríkur: „Fínt bragð. Safaríkt. Fín áferð.“ Gissur: „Gott bragð en of mikil gúmmíáferð af kjöti og engin fita.“ Jakob: „Frekar gott reykbragð. Mátulega salt. Útlit ágætt. Ekki þurrt.“ Hrefna: „Fitulítið og alveg ágætis kjöt. Held að þetta gæti virkað ofan í stóra fjölskyldu með mismunandi skoðanir.“ Þráinn: „Fínt. Flottur vöðvi.“ 6-8 Fjarðarkaup Meðaleinkunn: 7 Björgvin Mýrdal: „Frábært bragð. Djúsí. Ágætur litur. Áleggslegt.“ eiríkur: „Bragðgott. Fínt reykbragð. Flott áferð.“ Gissur: „Of saltað.“ Jakob: „Bragðlítið. Vantar alveg hangikjöts- fíling. Smá eftirbragð samt.“ Hrefna: „Bragðmikið kjöt og frekar þungt. Samt ágætt.“ Þráinn: „Mjúkt og bragðsterkt.“ 6-8 KEA Meðaleinkunn: 7 Björgvin Mýrdal: „Lítið reykbragð. Karakt- erlaust. Fallegt.“ eiríkur: „Milt og fínt bragð. Mátulega salt og reykt.“ Gissur: „Gott.“ Jakob: „Þurrt. Sæmilegt bragð en samt dauft.“ Hrefna: „Mjög gott kjöt. Finnst það svona eins og í gamla daga. Áferð og bragð flott.“ Þráinn: „Gott.“ 6-8 SS Fjarðarkostur Meðaleinkunn: 7 Björgvin Mýrdal: „Þurrt og leiðinlegt. Lítill karakter. Lítill reykur.“ eiríkur: „Milt og gott bragð. Áferð ágæt.“ Gissur: „Bragðgott. Vantar salt.“ Jakob: „Þurrt. Þokkalegt reykbragð. Mátu- lega salt.“ Hrefna: „Mjög gott. Þetta er mitt uppáhalds sem máltíð. Fallegt kjöt og gott jafnvægi.“ Þráinn: „Þurrt en bragðið í lagi.“ 9 Birkireykt hangikjöt frá SS Meðaleinkunn: 6,8 Björgvin Mýrdal: „Lítið reykbragð. Líti fita. Flottur litur.“ eiríkur: „Bragðgott. Mátulega reykt. Góð áferð.“ Gissur: „Lítið reykjarbragð. Svolítið gúmmí- legt kjöt.“ Jakob: „Vantar meira reykbragð. Sæmilegt eftirbragð. Nokkuð gott.“ Hrefna: „Salt í meira lagi.“ Þráinn: „Bragðmikið. Svolítið í saltari kantinum.“ 10 Húsavíkur hangikjöt Meðaleinkunn: 6,5 Björgvin Mýrdal: „Þurrt og leiðinlegt. Lítill karakter. Lítill reykur. Smá sæta.“ eiríkur: „Milt og gott. Aðeins of þurrt. Gott bragð.“ Gissur: „Fallegt. Bragðlítið.“ Jakob: „Dauft. Frekar þurrt. Sæmilegt bragð.“ Hrefna: „Ágætis hangikjöt. Mikið reyk- bragð.“ Þráinn: „Fínt reykbragð.“ 11 Tað- og birkireykt Íslandslamb Meðaleinkunn: 6 Björgvin Mýrdal: „Spaðkjöt? Þurrt og leiðinlegt. Lítill reykur.“ eiríkur: „Gott bragð. Ágæt áferð. Fínt reykbragð.“ Gissur: „Bragðgott. Vantar örlítið salt. Góð fitusamsetning.“ Jakob: „Þurrt. Vantar reykbragð. Vantar salt.“ Hrefna: „Þurrt og frekar óspennandi kjöt.“ Þráinn: „Þurrt og bragðlítið.“ 12 Kjötbúðin Meðaleinkunn: 5,5 Björgvin Mýrdal: „Enginn karakter. Þurrt.“ eiríkur: „Ekki gott bragð.“ Gissur: „Skrítið bragð. Eins og það sé farið að súrna.“ Jakob: „Vantar reykbragð en sæmilegt þó.“ Hrefna: „Lítið salt en mikið reykbragð.“ Þráinn: „Gróft. Eftirbragð sem er rammt.“ 13 Taðreykt frá Kjarnafæði Meðaleinkunn: 5,2 Björgvin Mýrdal: „Sérstakt reykbragð. Ekki gott.“ eiríkur: „Bragðmikið. Ekki að mínu skapi.“ Gissur: „Skrítið bragð. Eins og það sé farið að súrna.“ Jakob: „Ekki gott bragð. Vantar alveg hangi- kjötsbragð.“ Hrefna: „Það er eitthvað sem mér mislíkar við þetta. Of sterkt bragð.“ Þráinn: „Ekki góð áferð á kjötinu.“ Hangikjötið frá Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Hangikjötið Kjötið frá Iceland fékk hæstu meðaleinkunn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.