Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 10. desember 2012 Mánudagur n Eftir hrun misstu of þungar konur frekar vinnuna en konur í kjörþyngd n Vilja vernd gegn mismunun vegna holdafars í stjórnarskrána n Fitufordómar aukast Feitum konum Frekar sagt upp Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Vegnar verr á vinnumarkaði Samkvæmt íslenskri rannsókn áttu feitar konur erfiðara með að fá vinnu en konur í kjör- þyngd fyrir þensluna og í hruninu var þeim frekar sagt upp. F eitar konur voru líklegri en konur í kjörþyngd til þess að missa vinnuna í kjölfar krepp­ unnar. Sami munur kom ekki fram hjá körlum. Þetta kom fram í meistaraprófsritgerð Hörpu Hrundar Berndsen í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsókna á áhrifum offitu á vinnumarkað hafa gefið til kynna marktækan mun á atvinnustigi kvenna eftir líkamsþyngdarstuðli. Munurinn birtist í því að konur sem glíma við offitu eru líklegri en hinar til að vera án vinnu. Því ákvað Harpa Hrund að kanna hvort tengsl væri að finna á milli líkamsþyngdarstuðuls og líka á atvinnumissi, í kjölfar krepp­ unnar, og launa. Niðurstöðurnar voru, sem fyrr segir, þær að konur sem þjást af offitu hafi frekar misst vinnuna í kjölfar kreppunnar en konur í kjör­ þyngd. Offita hefur því neikvæð áhrif á atvinnustig og erlendar rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á slíkt sam­ band þegar kemur að launum kvenna. Viðkvæmari fyrir útlit kvenna Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður meistaranáms í heilsuhagfræði, var leiðbeinandi Hörpu Hrundar en hún hefur einnig skoðað þennan mun sjálf. „Þessi óút­ skýrði munur var til staðar í gögn­ um frá árinu 2002, þá var óútskýrður munur á atvinnuþátttöku kvenna sem voru of þungar og annarra sem voru í kjörþyngd. Of þungar konur voru frekar heimavinnandi eða at­ vinnulausar en léttari konur. Síðan kom á óvart að í aðalþenslunni árið 2007 kom þessi munur ekki fram í gögnum. Þótt maður viti ekki hvers vegna þá gæti verið að ef munur­ inn liggur í mismunun þá hafi verið svo mikil eftirspurn eftir vinnuafli að vinnumarkaðurinn hafi hrein­ lega haft þörf fyrir allar þær vinnandi hendur sem í boði voru. Svo gerð­ ist það í hruninu að þær konur sem voru of þungar árið 2007 voru líklegri til þess að missa vinnuna en konur í kjörþyngd. Við vitum ekki af hverju, það var ekki skoðað í þessari rann­ sókn, en það sem kemur upp í huga fólks er að þarna eigi sér stað ein­ hvers konar mismunun. Sömu áhrif fundust ekki hjá körl­ um. Það fannst enginn munur á því hvort of þungir menn væru jafn virk­ ir í atvinnulífinu og karlar í kjörþyngd og það fannst enginn munur á því hvort of þungir menn misstu frekar vinnuna í hruninu en karlar í kjör­ þyngd. Þessi munur á kynjunum ýtir undir þær hugmyndir að þetta geti verið tengt fordómum og það má kannski álykta sem svo út frá öðrum rannsóknum. Af því að ef það væri vegna heilsufars þá er vit­ að að ofþyngd skapar jafnvel meiri heilsufarsvanda hjá körlum en kon­ um vegna þess að fitan sest á aðra staði hjá þeim og er hættulegri. Hjá konum sest fitan frekar undir húð­ ina en hjá körlum er fitan frekar á kviðnum og nær innyflunum, sem er hættulegri tegund offitu. Samt finn­ ast þessi tengsl við stöðu á vinnu­ markaði síður hjá þeim.“ Tinna Laufey bendir einnig á að erlendar rannsóknir sýni að fólk sé mikið næmara fyrir útliti kvenna. „Útlit kvenna hefur miklu meiri áhrif á tilfinningar fólks, sama hvort sem sá sem horfir er karl eða kona. Þannig að það er hægt að rökstyðja þá álykt­ un að um mismunun sé að ræða en það er í sjálfu sér kenning út frá þess­ um niðurstöðum. Niðurstöðurn­ ar sýna bara að þessi munur er til staðar.“ Meiri áhrif meðal hvítra Þessi munur hefur einnig verið rannsakaður erlendis. „Þar er þetta þekkt,“ segir Tinna Laufey. „Þetta virðist vera gegnumgang­ andi mynstur sem hefur helst áhrif hjá konum. Erlendis þar sem sam­ félögin eru blönduð, líkt og í Banda­ ríkjunum, þá er helst munur á því hjá hvítum konum hvernig þeim vegnar miðað við þyngd. Holdafar skiptir ekki eins miklu máli hjá öðr­ um kynþáttum. Í menningu annarra hópa er ekki sama áhersla á holda­ far, það er ekki jafn ofarlega í hugum fólks og aðrir þættir hafa meiri áhrif á það hvernig þeir skilgreina sig. Á meðal blökkumanna í Bandaríkjun­ um er hárið til dæmis mjög stórt mál. Staðan hér virðist því vera svipuð og hjá hvítum í Bandaríkjunum og öðr­ um samfélögum.“ Aðspurð hvort hún þekki ein­ hverjar rannsóknir sem sýna bein­ línis fram á fordóma gagnvart feit­ um svarar Tinna Laufey neitandi og segir að það væri mjög erfitt að gera slíka rannsókn. „Hins vegar liggur fyrir að það er munur á því hvern­ ig fólki vegnar miðað við þyngd. Margir gætu spurt hvort það sé vegna heilsufars eða hvort eitthvað innra með fólki geri það að verkum að það verður of þungt og helst illa í vinnu. Menn hafa látið sér detta í hug að þyngd gæti tengst frestunar­ áráttu eða einhverju slíku. Það er hægt að ímynda sér að það séu ein­ hver persónueinkenni sem gera það að verkum að fólk er ekki í vinnu og ekki í kjörþyngd. En það er ansi erfitt að sortera þessi orsakatengsl og átta sig á því hver upprunalega orsökin er. Ein kenningin er sú að þetta sé mis­ munun og ég skil vel að fólk hafi þá sannfæringu. En það getur líka ver­ ið að þungir séu öðruvísi fólk og með aðra eiginleika.“ Ekki sami munur meðal áfengissjúkra Í rannsókn sem Tinna Laufey gerði árið 2004 kom fram að því þyngri sem konur eru því óvirkari eru þær í at­ vinnulífinu. Þar kom einnig fram að þegar kona sem er 167 sentimetrar á hæð léttist um 1,5 kíló er munurinn á atvinnuþátttöku hennar sá sami og hafi hún verið með BS­gráðu og bætt við sig MS­gráðu. „Það má alveg halda því til haga að munurinn á því að vera með BS­gráðu og MS­gráðu er ekkert mjög mikill. Það hefur mun meiri áhrif að fara frá stúdentsprófi og upp í BS­próf. En það er rétt að þessar tölur voru þær sömu. Það er líka annað sem er mjög áhugavert í þessu. Í rannsókn okk­ ar Hörpu ákváðum við, í samvinnu við aðra nemendur, að skoða aðra þætti og þá kom í ljós að þrátt fyrir að þungar konur missi frekar vinnuna en grennri konur var ekki sami munur á því hvort fólk missti frekar vinnuna ef það átti við áfengisvandamál að stríða, eða reykti, eða ekki. Við ákváð­ um að skoða það til samanburðar út frá þeirri hugmynd að fólk sé frekar að missa vinnuna ef það er eitthvað sem það hefur sem er óhagstætt og gæti unnið gegn því. En við sáum ekki sama mun hjá þessum hópum.“ Vilja vernd í stjórnarskrá Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og formaður Samtaka um líkams­ virðingu, segir að þetta sé grafalvar­ leg staða. Mismunun vegna holdafars sé staðreynd í íslensku samfélagi og það þurfi að bregðast við því. Því hef­ ur hún fyrir hönd samtakanna sent erindi til stjórnskipunar­ og eftir­ litsnefndar Alþingis um að holdafar verði eitt af þeim atriðum sem talin eru upp í jafnræðisákvæði nýrrar stjórnarskrár, og óskað eftir áheyrn. Í núverandi stjórnarskrá er ákvæð­ ið svohljóðandi: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mann­ réttinda án tillits til kynferðis, trúar­ bragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætt­ ernis og stöðu að öðru leyti.“ „Það er búið að sýna fram mis­ munun vegna holdafars,“ segir Sig­ rún og bendir á að fordómar vegna holdafars séu á meðal algengustu fordóma í vestrænum samfélögum og að mismunun vegna holdafars á margvíslegum sviðum lífsins sé raun­ verulegt vandamál sem hefur verið staðfest með fjölda rannsókna. „Sam­ antekt tæplega þrjátíu rannsókna á fitufordómum í atvinnulífi sýndi að mismunun vegna holdafars átti sér stað á öllum starfsstig­ um – við ráðningu, möguleika á stöðuhækkun, launagreiðslur og brottrekstur. Feitt fólk fær lægri laun fyrir sömu vinnu, er síður ráðið í valda­ stöður og hlýtur sjaldn­ ar stöðuhækkun en þeir sem eru grannir. Sér­ staklega á þetta við um feitar konur, sem þéna talsvert minna en grennri kynsystur þeirra. Holdafar hef­ ur minni áhrif á laun karla en feitir karlar lenda þó frekar í lægri stöðum en grennri kynbræður þeirra.“ Meinað að ættleiða Undanfarin ár hefur Sig­ rún verið öflugur tals­ maður líkamsvirðingar og bent á fitufordóma í ræðu og riti. Í kjölfarið hefur hún reglulega hitt fólk sem hefur deilt reynslu sinni með henni og greint frá mismunun sem það hefur orðið fyrir á atvinnumarkaði, heil­ brigðisþjónustunni og öðrum vettvangi. „Samt er það þannig með mismunun að þú sem einstaklingur veist ekki alltaf af henni. Þú sækir um starf og færð það ekki en veist ekki af hverju. Síðan þegar þetta er skoðað nánar í rannsóknum þá kemur í ljós kerfisbundin til­ hneiging til þess að ráða síður feitt fólk.“ Hún nefnir einnig annað mál, sem hef­ ur vakið hvað mesta athygli í þessum málaflokki á síðustu árum, en konu var árið 2005 meinað að ættleiða barn á þeim forendum að hún væri of feit. „Þrátt fyrir að hún væri með heil­ brigðisvottorð frá hjartalækni og væri metin hæfur umsækjandi að öðru leyti. Hún þurfti að sækja málið fyr­ ir rétti og vann en henni hefði líklega ekki verið mismunað með þessum hætti ef réttur hennar hefði verið var­ inn með lögum,“ segir Sigrún. „Fordómarnir koma fram víða. Samkvæmt erlendum rannsóknum birtast þeir í skólakerfinu, heilbrigð­ isþjónustu, í afgreiðslu í verslunum og víðar. Í raun hefur ekki fundist sá staður sem er laus við þessa for­ dóma. Fitufordómar eru til dæmis mjög áberandi í fjölmiðlum. Þar er fjallað um feitt fólk á mjög neikvæð­ an hátt auk þess sem feitir eru minna sýnilegir í sjónvarpsþáttum og bíó­ myndum. Þegar feitt fólk birtist í af­ þreyingarmiðlum þá eru neikvæð­ ar staðalmyndir mjög ríkjandi, sem halda á lofti hug­ myndum um að feitt fólk sé latt, gráðugt og heimskt,“ segir Sig­ rún og tek­ ur dæmi. „Rann­ sóknir hafa til dæm­ is sýnt fram á já­ kvætt sam­ band á milli holdafars kvenna og neikvæðra athugasemda frá karl­ kyns mótleikurum þeirra. Slík­ um athugasemdum fylgja gjarna hlátrasköll úr sal. Skilaboðin eru ekki bara þau að það sé sjálfsagt að gagn­ rýna holdafar feitra kvenna heldur að slíkar athugasemdir njóti félagslegs samþykkis,“ segir Sigrún. Mannréttindi ekki heilbrigðismál Sigrún undirstrikar að þetta sé mannréttindamál og varar við því að því sé ruglað saman við heilbrigðis­ mál. „Heilbrigðisástand má aldrei vera forsenda fyrir mannréttindum. Enda væri það fáránleg forsenda fyrir mannréttindum að þú sért dug­ leg að mæta í ræktina eða að blóð­ þrýstingurinn sé í lagi. Við gerum „Við stöndum frammi fyrir þeirri spurningu hvort feitir eigi að fá vernd gegn órétt- mætri framkomu lög- um samkvæmt og hvort við ætlum að veita þeim hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.