Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2012, Blaðsíða 12
T
ekjur af starfsemi spilavíta í
borginni Makaó í Kína juku-
st um 7,9 prósent í nóvem-
ber miðað við sama mánuð
á síðasta ári. Í umfjöllun Reuters
kemur fram að aukinn áhugi kín-
versku millistéttarinnar á spilavít-
um hafi aukið tekjurnar til mikilla
muna. Makaó er sérstjórnarhérað
í Kína á svipaðan máta og Hong
Kong og er gríðarlega vinsæll án-
ingarstaður ferðamanna, ekki síst
vegna spilavítanna. Makaó er eini
staðurinn í Kína þar sem fólk getur
stundað spilavíti löglega.
Samkvæmt tölum sem samtök
spilavíta í Makaó birtu í vikunni
námu tekjur af rekstrinum 3,12
milljörðum dala, eða tæpum 390
milljörðum króna, í nóvember.
Aukningin var í takt við það sem
spáð hafði verið.
Þrátt fyrir þessa tæplega átta
prósenta tekjuaukningu virðast
mjög fjársterkir aðilar vera farnir
að halda að sér höndum. Þannig
hafði vöxturinn lengi framan af ár-
inu verið í tveggja stafa tölu. Sem
fyrr segir er það aukinn kaup-
máttur millistéttarinnar í Kína
sem talin er vera drifkrafturinn á
bak við aukinn hagnað spilavít-
anna.
Talið er að hagnaður af starf-
semi spilavíta í borginni á þessu
ári verði 38 milljarðar dala, eða
rúmir 4.700 milljarðar króna.
Til marks um stærð þessa geira í
Makaó veltir samsvarandi geiri í
Las Vegas sex sinnum minni upp-
hæð.
einar@dv.is
12 Erlent 10. desember 2012 Mánudagur
Flykkjast í spilavíti
n Velta spilavíta í Makaó nam 390 milljörðum króna
Markaðurinn fyrir spilavíti
Tekjur af spilavítum — Tölur í milljörðum dala
200
150
100
50
0
2007 '08' 09 '10' 11 '12' 13
Áætlun / spá
'14 '15
Makaó Asía (Fyrir utan Makaó)Á heimsvísu
Kom með
handsprengju
í skólann
Rýma þurfti skóla í bænum
Newcastle í Nýja Suður-Wales í
Ástralíu á dögunum eftir að ell-
efu ára stúlku mætti með hand-
sprengju í skólann. Nemendur
áttu að mæta með einn hlut í
skólann, sýna samnemendum
og kennara og halda stutta tölu
um hlutinn. Ástralskir fjölmiðlar
greindu frá því um helgina að for-
eldrar stúlkunnar hefðu talið að
um gervisprengju væri að ræða.
Síðar kom í ljós að handsprengjan
var í raun og veru frá tímum fyrri
heimsstyrjaldarinnar. Boyd Allen,
skólastjóri skólans, sagði að hann
hefði alla samúð með stúlkunni og
hún hefði ekki vitað betur.
Má ekki
fjölga sér
Dómari í Bandaríkjunum fór þá
óvenjulegu leið á dögunum að
banna 44 ára karlmanni að eignast
fleiri börn. Maðurinn, Corey Curtis
frá Racine í Wisconsin, á níu börn
með sex konum. Eins og gefur að
skilja hefur Curtis þurft að greiða
meðlag með þessum börnum en
ekki getað það vegna fjárhags-
erfiðleika.
Curtis skuldar 50 þúsund dali
í meðlag, eða 6,3 milljónir króna.
Dómarinn í málinu, Tim Boyle,
dæmdi Curtis í þriggja ára skil-
orðsbundið fangelsi. „Heilbrigð
skynsemi segir manni að þú ættir
ekki að eignast börn ef þú hefur
ekki efni á að framfleyta þeim. Ég
mun gera það að skilyrði í þessum
skilorðsdómi,“ sagði dómarinn.
Þetta þýðir að Curtis má ekki eign-
ast barn næstu þrjú árin. Ef hann
gerir það gæti hann átt von á að
fara í fangelsi.
Ekki laus við
krabbameinið
Hugo Chavez, forseti Venesúela,
þarf að gangast undir aðgerð að
nýju vegna krabbameins. Þetta til-
kynnti forsetinn í ávarpi til þjóðar
sinnar á laugardag. Mun hann fara
til Kúbu á næstu dögum þar sem
hann mun gangast undir aðgerð.
Chavez greindist með krabbamein
fyrir nokkrum misserum og
gekkst hann undir vel heppnaða
aðgerð í kjölfarið. Hann losnaði
við krabbameinið en það hefur nú
tekið sig upp að nýju.
Í ávarpinu sagði hann að að-
gerðin væri áhættusöm og ef
heilsu hans myndi hraka enn
frekar myndi varaforseti landsins,
Nicolas Maduro, taka við stjórnar-
taumunum.
J
acintha var mjög góð og
hjartahlý kona, segir Carmine
Barboza, tengdamóðir
hjúkrunarkonunnar Jacint-
hu Saldanha sem talin er
hafa svipt sig lífi á dögunum.
Jacintha var meðal þeirra sem
önnuðust Katrínu, hertogaynju
af Cambridge, í veikindum henn-
ar en hún hefur legið á spítala í
Lundúnum vegna mikillar ógleði
sem tengd er meðgöngu henn-
ar. Mál Jacinthu hefur vakið mikla
athygli í fjölmiðlum í Bretlandi en
hún var fórnarlamb símahrekks
ástralskra útvarpsmanna á dögun-
um. Útvarpsmennirnir þóttust
vera Karl Bretaprins og Elísabet
Bretlandsdrottning og spurðu
þeir Jacinthu hvernig Katrín hefði
það. Hefur því verið haldið fram
að Jacintha hafi svipt sig lífi þegar
hún komst að því að um gabb hafi
verið að ræða.
Ekkert óeðlilegt
Ættingjar Jacinthu tjáðu sig um
málið um helgina í fyrsta sinn frá
dauða hennar. Fjölskyldan kom
saman á heimili tengdamóður
hennar á Suður-Indlandi og kom
fram í máli þeirra að Jacintha hafi
ekki sagt neinum úr fjölskyldu
sinni frá símahrekknum. Þá hefði
eiginmaður hennar, Benedict, ekki
tekið eftir neinu undarlegu síðustu
dagana í lífi eiginkonu sinnar. „Það
var Benedict sem hringdi í okkur
grátandi og sagði að Jacintha væri
dáin. Hann grét svo mikið. Við vilj-
um fá að flytja líkið til Indlands,“
hefur breska blaðið Guardian eft-
ir Carmine.
Dugleg og gáfuð
Jacintha og eiginmaður henn-
ar gengu í hjónaband árið 1993
og fluttu til borgarinnar Muscat í
Óman áður en þau fluttu til Bret-
lands fyrir níu árum. Þau höfðu
þegar skipulagt ferð til Indlands
um jólin og voru aðeins örfáir
dagar til brottfarar þegar Jacintha
fannst látin. Allt útlit er fyrir að
hún hafi svipt sig lífi en tekið skal
fram að það hefur ekki verið stað-
fest.
Starfsfólk á sjúkrahúsinu í
Mangalore á Indlandi, þar sem
Jacintha lærði hjúkrun, sagði við
Guardian að hún hafi verið góð
og lífleg kona. „Hún var dugleg,
fluggáfuð og hafði mjög skemmti-
legan persónuleika,“ sagði Ailen
Mathias, yfirhjúkrunarfræðingur á
sjúkrahúsinu.
Kunna að verða ákærð
Forsvarsmenn sjúkrahússins þar
sem Jacintha vann hafa gagn-
rýnt útvarpsstöðina, 2Day FM,
og útvarpsmennina, Mel Greig
og Michael Christian, harðlega
fyrir símahrekkinn. Breska blaðið
The Sun greindi frá því á sunnu-
dag að Scotland Yard hafi verið
í sambandi við lögregluyfirvöld
í Ástralíu vegna málsins. Bæði
Greig og Christian eru sögð vera
miður sín vegna málsins og sam-
kvæmt frétt The Sun gæti farið svo
að þau verði framseld til Bretlands
ef ákveðið verður að gefa út ákæru
á hendur þeim. Þykir ekki útilok-
að að þau verði ákærð fyrir mann-
dráp. Jacintha, sem var 46 ára
þegar hún lést, lætur eftir sig tvö
börn, 14 og 16 ára. n
„Hjartahlý og
dugleg kona“
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
n Áströlsku útvarpsmennirnir gætu verið framseldir til Bretlands
Framsal Ekki er
útilokað að útvarps-
mennirnir, Mel Greig og
Michael Christian, verði
framseldir til Bretlands.
Tveggja barna móðir Jacintha Saldanha
var 46 ára þegar hún lést. Hún lætur eftir
sig tvö börn.