Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2011, Síða 19
Þ au okkar sem ólust upp í kalda stríðinu muna hvernig það var að eiga von á því að heimur- inn gæti farist hvenær sem var. Átök í Miðausturlöndum eða jafnvel mannleg mistök gátu leitt til þess að þrýst var á hnappinn og heimurinn þurrkaðist út. Í dag þurfum við að búa við ógn sem er ekki mikið skárri. Afleiðing- arnar eru kannski ekki jafn hrikaleg- ar, en það kemur á móti að hamfar- irnar eru mun líklegri til að eiga sér stað. Fyrir rétt rúmum tveimur árum sat maður með öndina í hálsinum á meðan hlutabréfamarkaðir hækk- uðu og lækkuðu á víxl. Ef þeir færu í fýlu væri voðinn vís fyrir okkur öll. Spilavíti eða fjárkúgun? Hagfræðingurnn John Maynard Keynes, sem var að mörgu leyti hug- myndafræðingur uppgangstíma eft- irstríðsáranna, sagði að hlutabréfa- markaðir væru eins og spilavíti. Þetta má til sanns vegar færa þessa dagana, og líklega þurrka orðin „eins og“ út. Jafnvel má segja að þeir hafi tekið næsta skref, og að nú sé um hreina fjárkúgun að ræða. Margir horfðu reiðir á þegar ótöldum fjár- munum var dælt inn í bankakerfi heimsins haustið 2008. Almenning- ur þurfti að borga fyrir spilamennsku fjárglæframanna, en enginn sá neina aðra lausn. Enn verr færi ef banka- mennirnir fengju ekki fjármunina og hlutabréfakúrfurnar í enn meiri fýlu. Á fundi haustið 2010 lögðu leið- togar Frakklands og Þýskalands fram tillögu um framtíðarlausnir fjárhags- vanda sem þessa. Almenningur ætti hér eftir ekki að þurfa að borga allan reikninginn, heldur þyrftu banka- mennirnir að vera reiðubúnir til að taka á sig eitthvert tap líka. Fjármála- menn og -skýrendur náðu ekki upp í nef sér af reiði. Slíkar yfirlýsingar eru jú til þess fallnar að gera fjár- festa áhyggjufulla, og gætu leitt til nýs hruns! Endalaus vitleysa Enn virðist því engin leið til að koma í veg fyrir að almenningur borgi brúsann þegar illa fer á fjármála- mörkuðum, því enginn vill jú að þeir hrynji alveg og leiði af sér verri kreppu. Vandamálið er þó að þeir geta hrunið nánast hvenær sem er, þar sem þeir byggja ekki á raunveru- legum verðmætum, heldur áætl- uðum. Ekkert breyttist í raun þegar Bandaríkin voru færð niður um flokk hjá þekktu matsfyrirtæki, en álitið á þeim breyttist, sem var nóg til þess að leiða af sér ótta á verðbréfamörk- uðum. Frá því ég fæddist hefur orð- ið verðbréfahrun á Wall Street árin 1979, 1982, 1987 og 1992. Næstu hrun urðu í Asíu (1997) og Rússlandi (1998), áður en að internetbólan svokallaða sprakk árið 2000. Næsta meiriháttar hrun varð árið 2007–08, og ef til vill er annað í vændum. Því lengri sem uppgangurinn er á milli, því meira verður hrunið þegar það loks kemur. Kauphöll Íslands rís og dalar Á meðan hlutabréfamarkaðir eru við lýði er líklega engin leið til að koma í veg fyrir slík hrun. Þegar verðbréf hækka borgar sig jú að kaupa þau, og fólk keppist um að gera það þar til bólur myndast og springa og allt hrynur á ný. Sala á hlutabréfum hófst fyrst á Íslandi árið 1990, en fór hægt af stað. Fólk fékk jafnvel skattaafslátt til hlutabréfakaupa til að hvetja það til dáða. Eftir hrunið 2008 voru aðeins um tvö fyrirtæki skráð í Kauphöll Ís- lands, en þeim hefur hægt og rólega fjölgað aftur, þó ekki séu þau enn orðin jafn mörg og áður. Ef til vill var þó ágætt að vera laus við þetta fyrir- bæri, því erfitt er að sjá að það hafi verið þjóðinni til bóta að opna álíka spilavíti hér. Umræða | 19Miðvikudagur 17. ágúst 2011 Styður þú kröfur leikskólakennara? „Ég er ekki búin að kynna mér kröfur leik- skólakennara en mér finnst það líklegt því laun þeirra eru fáránleg.“ María Pétursdóttir 37 ára framhaldsskólakennari „Frekar geri ég það, já.“ Halldór Halldórs 76 ára ellilífeyrisþegi „Ég þarf að kynna mér það betur en mér finnst krafan eðlileg.“ Sigríður Valgeirsdóttir 91 árs eftirlaunaþegi „Já.“ Stefán Sigurjónsson 28 ára nemi „Já.“ Valdimar Valdimarsson 37 ára bakari 1 Baðfatamódel 12 ára – Ólétt 15 ára Móðir breskrar stúlku er mjög stolt af henni því nú fær fjölskyldan nýtt hús frá félagsmálayfirvöldum. 2 11 milljarða gjaldþrot Sigurðar Bollasonar Félög í eigu athafnamannsins Sigurðar Bollasonar úrskurðuð gjald- þrota. 3 Nafn mannsins sem léstFinnur Dór Þórðarson lést af slys- förum í Lúxemborg. 4 „Ég neitaði honum“Leikmaður Manchester United gúglaði sjálfan sig til að táldraga stúlku. 5 Misnotkun á stjúpdætrum: Gætu fengið þunga dóma Játaði fyrir lögrelgu að hafa misnotað stjúpdætur sínar. 6 Faðir afhöfðaði fatlaðan son sinn Þrítugur maður játaði að hafa myrt sjö ára fjölfatlaðan son sinn. 7 Harry prins er hættur með kærustunni Prinsinn umtalaði er hættur með Florence Brudenell-Bruce. Mest lesið á dv.is Myndin Nýrakaður Torfi Geirmundsson rakari sviptir hér hulunni af Óttari Proppé borgarfulltrúa nýrökuðum í biðskýlinu við Hlemm. Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, og Stefán Eiríkisson lögreglustjóri fylgjast grannt með því sem fram fer. Blaðamannafundur um komandi Menningarnótt fór fram á Hlemmi á þriðjudag. MyNd Sigtryggur Ari Maður dagsins Stefnir í úrslit á Ólympíu- leikunum Ásdís Hjálmsdóttir Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum og á heimsmeistaramótinu í frjálsum. Ásdís segir velgengnina byggja á mikilli vinnu og áhuga á íþróttinni. Hvar ertu alin upp? „Ég er alin upp í Reykjavík, í Fossvoginum nánar tiltekið.“ Hvað drífur þig áfram? „Metnaður til að bæta mig, gera betur í dag en í gær.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Já, eiga ekki allir sér fyrirmyndir? Það er til fullt af frábæru íþróttafólki sem ég lít upp til. Ólafur Stefánsson er ein mín stærsta fyrirmynd.“ Hvenær byrjaðir þú að æfa íþróttir? „Ég byrjaði að æfa fyrst þegar ég var tíu ára en fór að einbeita mér alfarið að spjótkasti þegar ég var að verða 16 ára.“ Áttu ráð handa krökkum sem vilja ná langt? „Númer eitt, tvö og þrjú er að finna sér íþrótt sem maður hefur gaman af. Spjótkastið er það skemmtilegasta sem ég geri. Ef manni þykir gaman þá er maður tilbúinn að leggja mikið á sig og það þarf. Þetta er mikil vinna en svo 150 prósent þess virði.“ Hvernig tilfinning var að tryggja sér þátttöku á Ólympíuleikunum og heimsmeistaramótinu? „Þetta var alveg frábært og mikill léttir. Ég hef oft kastað yfir þessa lengd en ekki innan þessara tímamarka. Léttirinn er því mikill og nú getur maður einbeitt sér að því að undir- búa sig fyrir þessi mót.“ Hvernig undirbýrðu þig fyrir mót? „Ég hreyfi mig um morguninn og kem þannig blóðinu aðeins af stað. Svo er mikilvægt að borða vel og drekka mikið vatn. Eins fer ég í gegnum köstin í huganum, horfi jafnvel á gömul myndbönd og set upp hvernig ég ætla að gera þetta. Svo er bara að slaka á fram að móti.“ Hvaða markmið seturðu þér á Ólympíuleikunum? „Ég ætla mér að minnsta kosti í úrslit en þangað komast tólf bestu. Mitt markmið er að vera á meðal þeirra. Ef það tekst endur- skoða ég hvaða markmið ég set mér. Maður tekur eitt skref í einu.“ Hvað er fram undan? „Ég keppi á demantamóti á föstudaginn og svo bikarkeppni hér heima helgina eftir það. Svo er bara að halda áfram undirbúningi fyrir HM. Eins er ég að vinna í masterverkefni mínu á milli keppnisferða og æfinga og ætla að klára það með krafti þegar tímabilinu lýkur í haust.“ Kjallari Valur gunnarsson Þegar heimurinn varð spilavíti Dómstóll götunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.