Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Blaðsíða 10
10 Fréttir 2.–4. desember 2011 Helgarblað Smákaka ársins n Kitchen Aid-hrærivél í verðlaun fyrir þá bestu D V heldur nú í fyrsta skipti smá- kökukeppni þar sem smákaka ársins verður valin. Í verðlaun er nýjasta gerð af Kitchen Aid- hrærivél frá Einari Farestveit & Co hf. að verðmæti 82.990 krónur. Skilyrði sem sett eru fyrir þátt- töku eru eftirfarandi: Hver keppandi getur sent tvær sortir af smákökum í keppnina. Viðkomandi má ekki vera fagmaður og kökurnar þurfa að hafa verið bakaðar í heimahúsi. Með hverri tegund þarf að fylgja nafn þess sem bakar, símanúmer og netfang í lokuðu umslagi en auk þess þarf að fylgja nafn smákökusortarinnar og uppskrift hennar. Ef sortinni fylgir saga um uppruna hennar má sú saga gjarnan fylgja með. Þátttakendur þurfa að senda inn smákökurnar fyrir 12. desember en úrslit verða tilkynnt í blaðinu þann 16. desember þegar valin dómnefnd hefur lokið störfum sínum. Kökurnar skulu sendar á ritstjórn- arskrifstofur DV að Tryggvagötu 11, 101 Reykjavík. gunnhildur@dv.is Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 5. desember, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Jóhann Briem Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Jólauppboð í Galleríi Fold Uppboð nr. 70 Sendu DV smákökur Þú gætir unnið hrærivél af bestu gerð. É g svaf ekki í nótt út af þessu. Þetta er það ómerkilegasta sem hægt er að segja um nokkurn mann,“ segir söngv- arinn Geir Ólafsson sem var á myndbandasíðunni YouTube sak- aður um að vera barnaperri. Um- mælin voru skrifuð undir tónlist- armyndbandi Geirs við lagið Við hoppum af nýrri barnaplötu hans. Í myndbandinu er Geir umkringd- ur fjölda barna að syngja og hoppa, líkt og nafn lagsins gefur til kynna. Ummælin, sem skrifuð voru undir dulnefninu Kardokongurinn, hafa nú verið fjarlægð en Geir hefur kært málið til lögreglu. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði í morgun var að fara til lögreglunnar,“ segir Geir. Ummælin voru rituð á miðviku- dagskvöldið síðastliðið en virðast hafa verið fjarlægð á fimmtudagsmorgun. Lögregla hefur ummælin þó í hönd- unum eins og þau birtust. Vill sækja til saka „Þetta er mesti viðbjóður sem hægt er að gera af sér í hvaða formi sem er. Það má segja hvað sem er um mig og öll mín verk. Fólk má segja hvað því finnst, en þegar kemur að því að kalla mig barnaperra þá dreg ég mörkin. Það er alveg á hreinu,“ segir Geir ákveðinn en það er greinilegt að ummælin særðu hann. Hann hvet- ur þann sem skrifaði ummælin til að hafa samband við sig en ekki fela sig bak við dulnefni á netinu. Þá vill hann að umræddum aðila verði refs- að fyrir ásökunina. „Hann á bara að biðjast afsökunar á þessu og hann á að vera sóttur til saka fyrir þessi um- mæli.“ Dæmt fyrir meiðandi ummæli Fordæmi eru fyrir því að dæmt hafi ver- ið fyrir meiðandi ummæli á netinu. Á miðvikudaginn síðastliðinn féll dóm- ur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem bloggarinn Andrés Helgi Valgarðsson var dæmdur til að greiða samtals 950 þúsund krónur vegna skrifa á blogg- síðu sína um Aratúnsmálið svokall- aða. Ummælin sem dæmd voru dauð og ómerk voru einungis inni á síðunni í 12 til 20 klukkustundir og eru þau hvergi til í dag. Þrátt fyrir það var Andr- és Helgi dæmdur fyrir skrif sín. Tileinkar plötuna látnum bróðursyni Geir gaf nýlega út barnaplötuna Amma er best. Lagið Við hoppum má finna á henni ásamt fjölda annarra fjörugra barnalaga. Hann segir lögin hafa verið til og fannst tilvalið að setja þau á plötu og sinna þannig yngstu aðdáendum sínum. En hann hefur hingað til verið þekktari fyrir að syngja fyrir eldri kyn- slóðina. Plötuna tileinkar Geir bróður- syni sínum heitnum, Eyþóri Darra Róbertssyni. Eyþór Darri lést þann 14. ágúst síðastliðinn af áverkum sín- um eftir alvarlegt bílslys á Geirsgötu í Reykjavík. Geir Ólafsson kærir meiðandi ummæli n Kallaður barnaperri af nafnlausum aðila á YouTube n Vill afsökunarbeiðni vegna ummælanna n Bloggari var nýlega dæmdur fyrir meiðandi skrif á netinu„Fólk má segja hvað því finnst, en þegar kemur að því að kalla mig barnaperra þá dreg ég mörkin. Það er al- veg á hreinu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Lagði fram kæru Geir Ólafs- son var kallaður barnaperri af nafnlausum aðila á YouTube. Hann hefur kært málið. Hvetja til snjómoksturs Reykjavíkurborg hvetur borgar- búa til að moka frá sorpskýlum til að tryggja góða þjónustu. Í til- kynningu frá borginni segir að það geti tekið á fyrir sorphirðumenn Reykjavíkurborgar að draga fullar tunnur í þungri færð. Guðmundur B. Friðriksson hjá Umhverfis- og samgöngusviði segir veðrið geta sett strik í reikninginn og að sorp- hirðan taki lengri tíma í erfiðri færð. Starfsmenn leggi sig þó fram við að halda áætlun. Hann segir einnig að auðvelt sé að komast að því hvenær sorphirðumenn borg- arinnar komi til að sækja sorpið og því geti íbúar séð hvaða daga leiðin þurfi að vera greið að sorp- tunnunum. Það má sjá með því að slá inn götuheiti í sorphirðu- dagatali Reykjavíkurborgar á vef borgarinnar. Fréttatöku- menn í BÍ Félagsdómur hefur úrskurðað að fréttatökumenn á RÚV vinni störf sem eru jafngild þeim störfum sem blaðamenn vinna. Þetta þýðir að þeir eiga heima í Blaða- mannafélagi Íslands og eiga rétt á launum í samræmi við kjara- samninga félagsins. Deilt var um hvort fréttatökumennirnir ættu heima í stéttarfélaginu og fór því málið fyrir félagsdóm. Málið náði til sex nafngreindra tökumanna á Ríkissjónvarpinu. „Það er mikið fagnaðarefni að hafa fengið jafn afdráttarlausa viðurkenningu á af- stöðu Blaðamannafélagsins í mál- inu og skiptir þá félagsmenn í fé- laginu sem í hlut eiga miklu máli,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins í samtali við vefinn press.is. „Dómurinn skiptir ekki bara þessa starfsmenn RÚV máli heldur staðfestir í eitt skipti fyrir öll að þeir sem vinna fjöl- miðlastörf á fjölmiðlum og eru í Blaðamannafélaginu eiga kröfu til þess að um kjör þeirra fari eftir kjarasamningum BÍ.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.