Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2011, Qupperneq 45
Bækur 45Helgarblað 2.–4. desember 2011 8.990,- 8.990,- 8.990,- fyrstu hæð Sími 511 2020 Vertu vinur á 6.990,- 8.990,- Við erum komin í jólaskap velgengni Björgólfsfeðga í Rúss- landi. Hér erum við einnig komin að öðr- um galla á bókinni því að á sama tíma og Ingimar sýnir æðruleysi og þroska á ýmsum stöðum í bókinni er hann einnig mjög upptekinn af sjálfum sér. Þannig eru í bókinni margar tilvitn- anir þar sem Ingimar talar fullfjálglega um eigin velgengni og verður þetta nokkuð þreytandi við lesturinn – fátt er leiðinlegra í fari manna en karlagrobb. Hann talar til dæmis um það að í störfum sínum sem arkitekt á Ís- landi, eftir að hafa lært í Þýskalandi, hafi hann verið sá fyrsti í þeirri grein hérlendis sem byrjaði að notast við tölvur á níunda áratugnum. „Ég var langfyrsti arkitektinn til að nota tölvur og því varð ég fljótlega ljósár- um á undan öðrum í bransanum. Ég var ekki bara fyrstur á Íslandi, held- ur einn sá fyrsti á Norðurlöndum og með þeim fyrstu í Evrópu. […] Eftir þetta valtaði ég yfir allt og alla, var með langafkastamestu stofuna á landinu.“ Eftir að hafa starfað sem arkitekt á Íslandi fór Ingimar í aukn- um mæli að stunda viðskipti erlend- is, meðal annars að hanna flugvéla- eldhús. Um þetta segir hann: „Enn í dag er það þannig að maður flýgur varla í farþegaflugvél í Evrópu sem býður ekki upp á mat úr eldhúsi sem ég hef tekið þátt í að hanna.“ Inntakið í þessu einkenni á sýn Ingi- mars er það að hann hafi verið fyrst- ur til að gera eitthvað, verið á undan sinni samtíð. Þannig segir hann til dæmis um viðskipti sín í Austur- Evrópu: „Ég var því byrjaður í útrás svona áratug áður en útrásarvíking- arnir komu óorði á slíka atvinnu- starfsemi.“ Dæmin eru miklu fleiri en þetta og hefði verið smekklegt að tóna þetta sjálfshól niður. Enginn engill Af þessu sést að lesandi bókarinnar fær ágætis yfirsýn yfir lífshlaup Ingi- mars í bókinni, Björgólfsfeðga-vink- illinn er bara einn þáttur af mörgum þó mikilvægastur sé. Líf Ingimars hefur verið tíðindamikið og litríkt, eins og frásagnir hans af viðskipt- um í Búlgaríu, Ítalíu, Berlín og víðar benda til. Ingimar er bæði ósympatískur og sympatískur í bókinni. Sjálfshól hans og sögur af mútugreiðslum og einkennilegri fyrirgreiðslu á Ís- landi og í Rússlandi til að fá sínu framgengt gera lesandann frá- hverfan honum og láta hann halda að honum sjálfum sé nú trúandi til ýmissa verka sem varla myndu þola dagsljósið – hann borgar fyrir lúxusferð til London handa borgar- stjóra Pétursborgar til að koma sér í mjúkinn hjá honum og efla tengslin og lætur tvær vískíflöskur fylgja með þegar hann sækir um byggingarleyfi á Íslandi. Ástamál Ingimars vekja sömuleiðis spurningar sem ekki er svarað í bókinni. Í bókinni sést að Ingimar virðist vera maður sem trúir því að til- gangurinn geti oft á tíðum helgað meðalið. Út af þessu er lesandinn einnig viss um að minni hans sé valkvætt, hann sleppi örugglega mörgu úr frásögninni sem sé vafa- samt fyrir hann og gæti kastað rýrð á trúverðugleika hans. Ingimar er því alls enginn engill. Kannski hitti skrattinn fyrir ömmu sína í við- skiptasambandi Ingimars og Björg- ólfsfeðga. Óþægileg frásögn um bernskuna Óþægilegasta augnablik bókarinn- ar snýst þó ekki um umdeilda eða vafasama viðskiptahætti heldur um bernsku Ingimars. Hann ólst upp í Reykjavík, í miðbænum og í Laug- arneshverfinu, en kynntist aldrei móðurforeldum sínum – eða það hélt hann. Móðir hans vildi ekki eiga í neinum samskiptum við foreldra sína sem voru bláfátækir bændur á Suðurlandi sem sendu hana í fóstur á unglingsaldri. Þegar hann var lítill strákur kynntist hann gömlum, fátækum manni sem bjó í bragga rétt hjá heimili hans í miðbænum. Gamli maðurinn var afskaplega góður við Ingimar sem heimsótti hann í braggann. Foreldrar Ingimars sáu gamla manninn þegar hann kom heim til hans einn daginn til að skila einhverju sem Ingimar hafði gleymt í bragganum. Eftir þetta glataði Ingimar sambandi við manninn. Löngu síðar, eftir að Ingimar var kominn í mennta- skóla, sá hann manninum bregða fyrir á læknabiðstofu. Um ári síðar komst hann að því að þessi gamli maður væri dáinn og að hann hefði verið afi hans en að móðir hans hefði ekki látið hann vita af því. Svipuð saga er sögð af móður- ömmu Ingimars. Hann komst hins vegar aldrei að því hvað það var í fortíð móður sinnar sem olli þessum erfiðleikum í samskiptum við foreldra hennar. Eiginlega eru þessir kaflar um bernsku Ingimars þeir bestu í bókinni. Í þeim er hann afar einlægur og berskjald- aður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.