Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Qupperneq 2
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
TILBOÐ
Hugræn teygjuleikfimi
ásamt heilsumeðferð
Hópa- og einkatímar
• opnar orkuflæði
• slökun
• losar um spennu og kvíða
• dregur úr verkjum
• styrkir líkamann
• jafnvægi fyrir líkama og sál
• o.fl.
Leiðbeinandi: Qing
TAI CHI
INNIFALIÐ
Baráttan um
Bessastaði
Ljóst er að
baráttan
fyrir komandi
forsetakosningar
verður hörð en
Ólafur Ragnar
Grímsson til
kynnti í nýárs
ávarpi sínu að
hann hygðist ekki
bjóða sig fram að nýju. Fjölmargir
hafa verið nefndir til sögunnar sem
mögulegur arftaki en DV bað fólk
um að tilnefna þá sem helst koma til
greina. Meðal þeirra eru Davíð Odds
son, fyrrverandi forsætisráðherra og
ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Baldvin
Hannibalsson fyrrverandi ráðherra,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leik
kona og Jón Gnarr borgarstjóri. Afar
fáir voru hins vegar tilbúnir til að gefa
upp afstöðu sína.
Skaupið háð
án ádeilu
„Þetta var
háð án
ádeilu,“ sagði
Bjarni Benedikts
son, formaður
Sjálfstæðisflokks
ins, við DV á
miðvikudag. Um
fátt annað hefur
verið rætt undanfarna daga en ára
mótaskaup Sjónvarpsins. Þar fengu
sjálfstæðismenn sinn skerf af háði
og virðast margir þeirra vera súrir
yfir skaupinu í ár. „Það var margt
skemmtilegt í áramótaskaupinu en
annað ekki,“ sagði Tryggvi Þór Her
bertsson, þingmaður flokksins, á
Face booksíðu sinni. Sagði hann
meðal annars að það væri ekki í lagi
að staðhæfa að menn hefðu framið
stórfelld lögbrot án þess að fótur væri
fyrir því.
Fréttir vikunnar í DV
1 2
2 Fréttir 6.–8. janúar 2012 Helgarblað
Hættir að borða í
mótmælaskyni
Al
bert
Jensen
féll niður
af bygg
ingar
palli í tíu
metra
hæð fyrir 21 ári og lamaðist. Nú
er hann orðinn áttræður og leiður
á lífinu. Hann er ósjálfbjarga og
treystir alfarið á aðstoð annarra
en það er verið að skera niður þá
þjónustu sem gaf lífinu eitthvert
gildi í hans huga. Eftir stendur að
Albert upplifir sig einskis virði og
vill frekar deyja en að lifa lífi sem
hann vill ekki lifa. Hann hefur
því ákveðið að fara í hungurverk
fall og gerir ráð fyrir að það muni
aðeins taka hann um tvo daga að
fara.
3
Dópleit í skóla
var ólögmæt
Umboðsmaður Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að
fíkniefnaleit lögreglu í Tækni
skólanum í febrúar 2010 hafi
verið ólögmæt. Lögregla fór
með fíkniefnaleitarhunda inn
í skólann og lokaði samtímis
öllum útgönguleiðum þannig
að um þúsund nemendur, sem
voru í skólanum þegar leitin fór
fram, komust ekki út. Umboðs
maður Alþingis hóf athugun
á málinu að eigin frumkvæði
og komst að þeirri niðurstöðu
að leit lögreglu hafi ekki verið í
samræmi við gildandi lög. Leitin
var gerð að frumkvæði skólans
og sagði skólameistari hans í
viðtali við Fréttablaðið dag
inn eftir að enginn rökstuddur
grunur hefði verið uppi um að
fíkniefni væru í skólanum. Þá
sagði hann að leitin hefði ákveð
ið forvarnargildi. Engin fíkniefni
fundust í leitinni.
Borgin hirðir
ekki jólatrén
Borgarbúar þurfa sjálfir að fara
með jólatré sín á endurvinnslu
stöð eða kaupa þjónustu hjá
sorphirðufyrirtækjum og íþrótta
félögum. Þetta kemur fram á vef
Reykjavíkurborgar. Borgin hirðir
ekki jólatré.
Nokkur íþróttafélög í Reykja
vík munu á nýju ári bjóða borgar
búum upp á þá þjónustu að hirða
jólatré að hátíðunum loknum.
Íþróttafélögin kynna þessa þjón
ustu í sínum hverfum. Skógrækt
arfélag Reykjavíkur og Gámaþjón
ustan hafa samstarf um hirðingu
jólatrjáa. Allar upplýsingar er að
finna á heimasíðu skógræktar
félagsins en verkefnið nefnist Tré
fyrir tré.
Má ekki fara
út í Grímsey
n Hundahald stranglega bannað í Grímsey n Málinu ekki lokið, segir
óánægður hundaeigandi n Getur ekki heimsótt fjölskylduna vegna bannsins
Þ
etta bitnar á mér og minni fjöl
skyldu. Í mínum huga er þessu
máli ekki lokið,“ segir Einar
Guðmann, ósáttur hunda
eigandi á Akureyri, varðandi
bann sem hefur verið sett á hunda
hald í Grímsey, en hundahald er nú
óheimilt með öllu. Ekki er einu sinni
leyfilegt að fara með hunda þangað
í heimsókn. Einar segist ætla að fara
með málið til umboðsmanns Alþingis,
en hann telur að þarna séu meðalhófs
reglur og reglur um jafnræði brotnar.
Hundar stranglega bannaðir
Þegar Akureyrarbær og Grímseyjar
hreppur sameinuðust árið 2009 komu
upp spurningar um það hvort hunda
hald væri leyfilegt á eynni en þangað
til voru ekki til neinar skriflegar sam
þykktir um það. Þar sem hundahald
er leyfilegt á Akureyri gengu margir að
því vísu að hið sama gilti um Gríms
ey. Það virðist engu að síður hafa ver
ið svo að það væri almenn vitneskja
að hundahald væri bannað í Gríms
ey, þrátt fyrir skort á reglugerðum. Í
síðustu sveitarstjórnarkosningum var
kosið um málið og þá fór það svo að
fleiri kusu með því að hundahald yrði
bannað og hundum alfarið meinað
að vera á eynni. Umhverfisráðuneytið
samþykkti þetta.
Ósáttur Akureyringur kærir
Einar Guðmann kærði því málið. Þar
sem foreldrar eiginkonu hans, Gyðu
Henningsdóttur, búa í Grímsey auk
stórfjölskyldu hennar ferðast þau
hjónin oft þangað. En nú er svo kom
ið að það er ekki hægt þar sem hund
urinn má ekki svo mikið sem koma
og bíða í bílnum. Einar bendir á að
björgunarhundar megi ekki einu sinni
koma í eynna. Einar telur reglunar því
vera klárt brot á rétti hans, til dæmis til
að ferðast um landið. Þar sem Akur
eyri og Grímsey hafi sameinast eigi
sömu reglur að gilda á báðum stöðum.
Telur hann að með banninu séu með
alhófsreglur stjórnsýslulaga brotnar
sem og jafnræðisreglur, illa hafi verið
staðið að kosningunni um málið og
samþykktin sé gölluð. Einar bendir á
að það voru hundar í Grímsey þegar
kosningin fór fram og telur langsótt að
vísa til hefðar um hundabann. Hann
segir að tengdaforeldrar hans hafi átt
tvo hunda sem þeim var gert að losa
sig við. Hann kærði málið til úrskurð
arnefndar sem samkvæmt lögum um
hollustuhætti og mengunarvarnir tók
málið fyrir. Í úrskurði hennar er ekki
fallist á að brotið hafi verið gegn með
alhófsreglum stjórnsýslulaga. Nefndin
kvað því ekki vera forsendur til annars
en að staðfesta ákvörðun Akureyrar
bæjar um að banna alfarið hundahald
í Grímsey. „Þeir virðast vera sammála
mínum rökum að mestu leyti, en þeir
komast að þeirri niðurstöðu að Akur
eyrarbær hafi ekki haft rangt fyrir sér
með þessum lögum heldur hafi þeir
verið studdir af því að hundahald er
bannað í mörgum bæjarfélögum,“
segir Einar. Hann segist ekki hafa ver
ið neitt sérstaklega bjartsýnn á niður
stöðu nefndarinnar en það er engu að
síður baráttuhugur í honum. Næsta
skref hjá Einari er að kæra málið til
umboðsmanns Alþingis.
Geta ekki verið í Grímsey
Málið bitnar á fjölskyldu Einars þar
sem hún getur ekki ferðast án hunds
ins, Kúts. „Við höfum ekki getað verið í
Grímsey síðastliðin tvenn jól og höfum
snarlega dregið úr ferðum til Gríms
eyjar. Við vorum búin að fara þang
að mörg undanfarin ár með hundinn
vegna ljósmyndunar og til að fylgjast
með fjölskyldunni– mæta í fermingar
og fleira. En nú er svo komið að það
er ómögulegt að fara án þess að hafa
hundinn með sér.“
Hann segist ekki fara fram á að
lausaganga hunda verði leyfð í Gríms
ey, aðeins að honum verði leyft að
ferðast með hundinn til bæjarfélaga á
Íslandi. „Þetta er spurning um ferða
frelsi og jafnræði. Það er ekkert annað
bæjarfélag á Íslandi sem bannar þér
að ferðast með hundinn þinn í bíln
um. Þetta er fordæmalaust bann að
þessu leyti.“
Þurfti að gefa
hundinn sinn
Mayflor Perez
Cajes þurfti
að losa sig við
chiuahua-hund
sinn þegar
hún fluttist til
Grímseyjar árið
2009. Það var
áður en reglurnar
um hundahald voru formlega settar,
en hún segist ekki hafa viljað taka
áhættuna. Hún fann hundinum sínum
því nýtt heimili á Akureyri áður en hún
flutti. „Ég frétti það áður en ég flutti að
hundahald væri bannað. Það voru ekki
ákveðnar reglur komnar en ég vissi
það að hundar voru ekki velkomnir til
Grímseyjar. Ég tók því ekki áhættuna
á því að taka hann með mér,“ segir
Mayflor. „Það var auðvitað mjög erfitt
að láta hundinn frá sér. Ég var búin að
eiga hann í rúmt ár. Hann er æðislegur
og pínulítill.“ Ein af ástæðunum fyrir
hundabanninu í Grímsey er óttinn
við að hundarnir hafi neikvæð áhrif
á fuglalíf sem þar er. Mayflor segist
skilja það en segir að enginn sé að tala
um lausagöngu hunda í eynni, heldur
skynsamlegt hundahald. „Margir
halda að hundarnir verði lausir, en það
á auðvitað að vera með hundana í ól,“
segir hún og vill frekar að settar verði
skýrar reglur um hundahaldið.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is
Gefst ekki upp Einar ætlar að kæra málið til umboðsmanns Alþingis. Mynd GyðA / EinAr GuðMAnn
Baráttan um Kút Einar segist hafa gert
grín að málinu með því að senda mynd af
hundinum Kúti, enda er hann ekki stór og er
af tegundinni shitsu. Mynd EinAr GuðMAnn