Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Síða 19
Fréttir 19Helgarblað 6.–8. janúar 2012
ENGLAND • ÍTALÍA • KANADA • SKOTLAND • SPÁNN
Með samstarfi við alþjóðlega fag-
háskóla í fimm löndum getum við
boðið mikið úrval námsleiða.
Nemendur koma víða að úr
heiminum og þannig skapast
alþjóðlegt umhverfi sem gerir
dvölina að ógleymanlega.
Auk þess eiga nemar góða
möguleika á að hitta „rétta“ fólkið
og komast áfram á alþjóðlegum
markaði.
Dæmi um nám í boði:
Fatahönnun • Textíl- og tíska •
Skartgripahönnun • Auglýsinga-
stjórn • Grafísk hönnun • Marg-
miðlun • Vöruhönnun • Markaðs-
fræði • Ljósmyndun • Kvikmynda-
gerð • Leikmyndagerð • Marg-
miðlun • Arkitektúr • Innanhúss-
hönnun • Iðnhönnun • Ljósahönn-
un • Blaðamennska • Sýninga-
hönnun • Viðburðastjórnun.
Siðbót klýfur Samfylkinguna
n Árni Páll í uppreisn n Stjórnmálum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafnað n Ráðherrakapall Jóhönnu og Steingríms ögrun við frjálslynda arm flokksins
illa skipulagðri uppreisn gegn for-
manni flokksins.“
Vandinn við þessa greiningu er
að Árni Páll hefur að baki sér mæl-
anlegan styrk. Hann leiðir öflug-
asta kjördæmi Samfylkingarinnar
en enginn þingmaður flokksins hef-
ur fleiri atkvæði að baki sér. Kjör-
fylgi Árna nær út fyrir raðir Samfylk-
ingarinnar og hans áherslur virðast
höfða vel til kjósenda sem skilgreina
sig hægra megin við miðju þar sem
margir kjósendur staðsetja sjálfa sig.
Hvort sá stuðningur nýtist honum á
leiðinni til valda innan flokksins er
óráðið.
Pólitískir andstæðingar
strjúka Árna
Óneitanlega vekur athygli hve mik-
inn stuðning Árni Páll hefur meðal
andstæðinga Samfylkingarinnar. „Af
fenginni reynslu sjáum við að aðrir
ráðherrar hafa ekki farið hönduglega
með forræði Icesave-málsins. Við
treystum því að þau vinnubrögð,
sem efnahags- og viðskiptaráðherra
hefur sýnt, verði viðhöfð,“ sagði Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir í ræðu í
þinginu um miðjan desember. Þor-
gerður hrósaði vinnubrögðum Árna í
Icesave-deilunni og var meðal þeirra
þingmanna sem börðust fyrir því að
málið yrði enn á hans forræði en ekki
utanríkisráðherra eins og ákveðið
var.
Ákveðnir þingmenn Samfylking-
arinnar sem og hópur þingmanna
í VG sem starfar með Samfylking-
unni í ríkisstjórn eru sagðir afar pirr-
aðir á lofi Sjálfstæðismanna í garð
Árna Páls. Við bætist kunningsskap-
ur hans og Þorgerðar Katrínar, en
þau eru sögð heilsast með faðmlagi
á göngum þingsins. „Það er hrein og
klár ögrun við okkur, samstarfsmenn
hans,“ sagði þingmaður um málið.
Að búa til klofning
Það er þekkt aðferð til að kljúfa
raðir pólitískra andstæðinga að
strjúka og styrkja einstaklinga sem
standa fyrir umdeildum hlutum. Í
því samhengi má til dæmis nefna
að fyrrverandi landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarna-
son, sem var gríðarlega umdeild-
ur meðal flokksfélaga VG, var oftar
en ekki hrósað fyrir skelegga fram-
göngu af andstæðingum flokks-
ins. Erfitt er að meta hvort kenn-
ingar þeirra flokkstjórnarfulltrúa
um að pólitískir andstæðingar
Samfylkingarinnar séu að gera til-
raun til að mynda klofninga innan
raða flokksins eru á rökum byggð-
ar. Aðferðin er sannarlega þekkt úr
stjórnmálasögunni. Veikur meiri-
hluti ríkisstjórnarinnar og undir-
liggjandi gremja innan Samfylk-
ingarinnar um hvert skal stefna eru
kjöraðstæður fyrir vænisýki og tor-
tryggni.
Flokkstjórnarfundinum er raun-
ar lýst sem fullkominni hysteríu af
einum fundargesta.
Jóhanna sterk eftir fundinn
Átökin á flokkstjórnarfundinum
leiða einnig í ljós hversu mikið Jó-
hanna Sigurðardóttir getur leyft sér í
skjóli þess að þeir eru teljandi á fingr-
um annarrar handar, flokksfélag-
ar Samfylkingarinnar sem vilja láta
bendla sig við að hafa sprengt fyrstu
„hreinu vinstristjórn“ sögunnar.
Fyrst og fremst virðist þar vera ótt-
inn við að fá nafn sitt skráð í söguna
sem áhrifavalds í að fella sögulega
ríkisstjórn og um leið langþráð tæki-
færi vinstriflokkanna til að láta að sér
kveða við stjórn landsins.
Eins og áður segir er niðurstaða
nefndarinnar álitin samfelldur áfell-
isdómur yfir ákvörðunum flokks-
forystunnar fyrir hrun. Í stuttu máli
má segja að skýrslan hafni með öllu,
þeim stjórnmálum sem Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir fyrrverandi for-
maður flokksins stóð fyrir. Það hefur
hleypt illu blóði í þá sem henni stóðu
næst.
Umbótaskýrslan gagnrýnd
með hjáleiðum
Opinberlega er gagnrýni á niður-
stöður umbótaskýrslu Samfylking-
arinnar ekki mikil innan flokksins.
Almennt er umbótastarfi flokks-
ins lýst sem „viðamesta umbóta-
starfi sem íslenskur flokkur hefur
farið í“ og gagnrýni á starfið er ekki
vel tekið innan flokksins. Ýmsir
hafa þó leyft sér að gagnrýna inni-
hald og niðurstöður skýrslunnar
án þess að nefna skýrsluna sjálfa.
Þar má nefna skrif Árna Páls nokkr-
um dögum fyrir landsfund þar sem
fjalla átti um þær tillögur sem unn-
ar voru í umbótastarfi flokksins. „Í
fyrsta lagi er það útbreiddur mis-
skilningur að lýðræðislegt umboð
aukist með því að flokksstofnanir
taki fleiri og fleiri ákvarðanir um
alla þætti stefnu flokka. Fólk sem
mætir á fundi endurspeglar ekki
kjósendahóp Samfylkingarinn-
ar, frekar en flokksmenn annarra
flokka endurspegla kjósendahóp
þeirra. Fólk vill sinna sínu. Ef fólk-
ið sem mætir á fundi myndi endur-
spegla kjósendahópinn væri það
ekki á fundi, heldur heima hjá sér
að tala við börnin sín, lesa eitthvað
skemmtilegt eða horfa á sjónvarp-
ið. Þar er jú kjósendahópurinn.
Kjósendahópurinn á ekkert síðri
rétt en flokksbundið fólk,“ skrif-
aði Árni Páll Árnason, fyrrverandi
ráðherra, á bloggi sínu stuttu fyr-
ir landsfund. Þótt Árni Páll nefni
umbótaskýrsluna aldrei í færslunni
þarf ekki mikið innsæi til að lesa
gagnrýni á niðurstöðu skýrslunn-
ar úr skrifunum. Helstu niðurstöð-
ur skýrslunnar eru að styrkja verði
stofnanir flokksins auk þess sem
opnum prófkjörum er hafnað sem
aðferð við val á framboðslista.
Opinn eða lokaður flokkur
Margir sem teljast til hægri í
flokknum telja að umbótaskýrslan
kalli eftir því að Samfylkingin verði
lokaðri flokkur. Erfitt er að halda
fram að það sé efnislega röng túlk-
un. Í skýrslunni segir meðal ann-
ars að til greina komi að settar
verði reglur um lágmarkstíma sem
flokksfélagar verði að hafa verið
skráðir í flokkinn, áður en þeir gefa
kost á sér í embætti á hans vegum.
Á móti segja þeir sem taka undir
tillögur umbótanefndarinnar að
í rauninni sé verið að opna flokk-
inn með því að skýra uppbyggingu
flokksins, reglur og valdakeðju.
Deilurnar innan Samfylkingar-
innar sem birtust svo vel á flokks-
tjórnarfundinum eru því sam-
bland af persónulegum metnaði
einstaka aðila, hugmyndafræði-
legum deilum og raunar ósætti um
hvers konar flokkur Samfylkingin á
að vera.
sögð gagnrýnin á stjórnarsamstarfið við VG
en ekki afhuga því.
Margrét K. Sverrisdóttir
Aðalfulltrúi Reykjavík
Ekki náðist í Margréti Sverrisdóttur
við vinnslu fréttarinnar. Hún hefur þó
verið staðsett til hægri í flokknum og gæti
hugsanlega greitt atkvæði með hug-
myndum um landsfund í vor.
Bergvin Oddsson
Aðalfulltrúi Akureyri
Frambjóðandi til stjórnlagaráðs og bauð sig
fram til ritara Samfylkingarinnar á síðasta
landsfundi. Hann sat flokkstjórnarfundi
Samfylkingarinnar og er sagður frekar hafa
talað með tillögu forsætisráðherra um upp-
stokkun í ríkisstjórn. Ekki er talið líklegt að
hann styðji hugmyndir um landsfund í vor.
Kristín Sævarsdóttir
Aðalfulltrúi Kópavogi
Kristín er sögð vilja sjá breytingu í æðstu
stjórn flokksins. Mun líklega styðja hug-
myndir um landsfund í vor.
Ásgeir Beinteinsson
Aðalfulltrúi Reykjavík
Var formaður SffR árið 2009, þegar frægur
Þjóðleikhúsfundur var haldinn og félagið
ályktaði að slíta skyldi ríkisstjórnar-
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Vill
sjá umbætur í flokknum og deilir ekki
hugmyndum stuðningsfólks Árna Páls
um eðli þeirra umbóta. Mun ekki greiða
atkvæði með tillögu um landsfund í vor. Þó
er ekki ólíklegt að Ásgeir telji skynsamlegt
að halda skuli landsfund seinna á árinu
svo endurnýja megi forystu flokksins fyrir
næstu kosningar.
Valdimar Guðmannsson
Aðalfulltrúi Blönduósi
Formaður Samfylkingarfélagsins í Austur-
Húnavatnssýslu. Valdimar sat flokks-
tjórnarfundinn um áramótin en tjáði sig ekki
á þeim fundi. Hann er þó sagður líklegur til
þess að hafna hugmyndum um landsfund
í vor.
Hrafnhildur Ragnarsdóttir
Fyrsti varafulltrúi
Afar ólíklegt verður að teljast að hún styðji
tillögu um breyttan tíma fyrir landsfund.
Fyrsti varamaður framkvæmdastjórnar
og því óvíst hvort hún situr fundinn.
Fyrrverandi starfsmaður Ungra jafnaðar-
manna.
Þau taka ákvörðun um landsfund
„Ákvörðun Jóhönnu
um uppstokkun
í ríkisstjórninni sýnir að
hún er tilbúin að gefa skít
í frjálslynda arm flokksins
ef svo ber undir.