Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Page 34
6 Heilsa 6.–8. janúar 2012 Helgarblað
n Voru áramótaheitin of háleit? n Sérðu fram á að geta ekki staðið við þau? n Einföld ráð í átt að heilbrigðara lífi
Vendu þig af þessu
Þú gleymir að
nota tannþráð
n Þú getur burstað í þér tennurnar þar til þær glansa en sleppir þú því að
nota tannþráð ná bakteríur og matarleifar að festast á milli skjannahvítu
tannanna þinna. Flúor í tannkremi hreinsar einungis yfirborð tannanna
og bakteríur og matarleifar getað orsakað tannskemmdir og tannholds-
sjúkdóma. Það er ekki einungis tannheilsan sem bíður hnekki. Rannsókn sem
American Heart Association kynnti í fyrra sýnir fram á að tannskemmdir og
sjúkdómar í tannholdi geta orsakað hjartaáfall, heilablóðfall og aukna hættu
á hjartabilun.
Ráðlegging: Ákveddu að nota tannþráðinn einu sinni á dag. Hvort sem það er
kvölds eða morgna skiptir ekki öllu máli. Notaðu þráðinn varlega. Til þess að
ná sem bestum árangri er best að gera þetta áður en þú burstar tennur svo þú
burstir í burtu það sem þú náðir á milli tannanna. Það er í lagi þótt það blæði
örlítið í byrjun en ef það heldur áfram skaltu hafa samband við tannlækni.
Að segja lækninum
litlar hvítar lygar
n Fólki getur þótt vandræðalegt að segja einhverjum sem það hittir í örfá
skipti á ári frá öllum eymslum, verkjum og slæmum ávönum. Það getur þó
verið skaðlegt heilsunni að ljúga að lækninum sínum. Fólk á það þó til að
draga úr eða segja ósatt um mataræði sitt, hvaða lyf það tekur, hreyfingu,
álag og svefnvenjur þegar það ræðir við lækninn sem getur leitt til að það
fær ekki rétta meðferð.
Ráðlegging: Áður en þú ferð til læknisins er gott að taka saman upplýsingar
um þau lyf sem þú hefur tekið, aðra lækna sem þú hefur farið til, notkun
á áfengi og lyfjum, upplýsingar um hvort þú hafir stundað óábyrgt kynlíf,
skapgerð, svefnvenjur, mataræði og hreyfingu. Skipulagning upplýsinganna
gerir þér auðveldara að koma þeim frá þér. Það er þó mikilvægast að þú sért
hjá lækni sem þú treystir og mundu að starf læknisins er að hjálpa þér.
Þú ert þræll
vanans í ræktinni
n Hleypur þú á brettinu í hálftíma, lyftir nokkrum lóðum og teygir á sama
hátt í hverri viku? Sérðu engan árangur? Ef þú gerir sömu æfingarnar yfir
ákveðinn tíma fer líkaminn að venjast þeim. Þegar þú lærir nýjar æfingar
brennir þú fleiri hitaeiningum en eftir því sem á líður eyðum við æ minni orku.
Það er því góð hugmynd að bæta við og breyta æfingum.
Ráðlegging: Gott ráð er að breyta um stefnu í þeim æfingum sem þú gerir.
Ef þú ert hlaupari og æfingin þín gengur út á að hlaupa áfram er tilvalið
að reyna æfingar þar sem þú hreyfir til hliðar, til dæmis tennis eða skvass.
Það að breyta örlitlu í æfingunni getur breytt heilmiklu fyrir árangur þinn.
Ögraðu sjálfum/sjálfri þér í líkamsræktinni; ef þú heldur að þú getir ekki
dansað eða stundað jóga er kominn tími til að prófa.
Næturferðir í ísskápinn
n Þú fitnar kannski ekki af því að borða seint á kvöldin en ef þú færð þér til
dæmis rjómaís klukkan 23.00 á kvöldin ertu líklega búinn að fá dagskammt-
inn af hitaeiningum. Það eru meiri líkur á að þig langi í sætan eftirrétt en
hitaeiningasnauðan þegar þú ert þreyttur. Þó við fitnum kannski ekki af
kvöldsnarlinu þá hefur það slæm áhrif á tennurnar en rannsókn frá árinu
2010 sýnir að þeir sem borða seint á kvöldin eða næturnar eru í meiri hættu
á tannskemmdum. Það orsakast af því að þá framleiðir munnurinn minna af
munnvatni sem leiðir til hægari niðurbrots á matnum.
Ráðlegging: Ein helsta ástæða þess að við fáum okkur mat fyrir svefninn er
sú að okkur leiðist. Önnur ástæða er að það er orðinn vani hjá okkur að narta
í eitthvað á kvöldin á meðan horft er á sjónvarpið. Þá er gott ráð að fá sér
vatnsglas áður en haldið er í háttinn. Annað ráð er að sitja á öðrum stað fyrir
framan sjónvarpið en þú ert vanur. Það getur haft jákvæð áhrif á slæman
vana.
Að svindla á svefni
n Ef þú hefur vanið þig á að vaka lengi yfir sjónvarpi eða ókláruðum
verkefnum færðu það í hausinn daginn. Það orsakar ekki einungis að þú
geispar út í eitt heldur hefur það verri áhrif, veldur einbeitingarleysi, hefur
slæm áhrif á ónæmiskerfið og framleiðslu hormóna sem stjórna matarlyst.
Ein andvökunótt ruglar allt kerfið en sem dæmi má nefna að rannsókn frá
árinu 2010, sem birtist í Journal of Endocrinology and Metabolism, sýnir að
þeir sem sofa í fjóra tíma á nóttu hafa meira þol gagnvart insúlíni en þeir
sem sofa átta og hálfan tíma. Þetta eru slæmar fréttir fyrir sykursjúka.
Ráðlegging: Búðu til þín eigin venjur sem hjálpa líkamanum að vita hvenær
kominn sé tími til að fara að sofa. Þú getur lesið, farið í heitt bað eða gert
aðra afslappandi hluti. Það er ekki ráðlagt að eyða síðasta vökutímanum
fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna. Fjölmargir taka fartölvuna eða síma
með sér í rúmið en þessi tæki eru afar örvandi og streituvaldandi. Alveg eins
og fólk breytir venjum í sambandi við heilsurækt og mataræði til að öðlast
heilbrigðara líf ætti það að breyta svefnvenjum.
Þú situr á rassinum
allan daginn
n Fjölmargir sitja við skrifborð frá níu til fimm alla virka daga. Jafnvel þó
þú æfir fyrir maraþon þess á milli vinnur það ekki upp á móti þeim skaða
sem kyrrstaðan veldur. Rannsókn Medicine & Science in Sports & Exercise
frá árinu 2009, sem náði til 17.000 manns á aldrinum 18 til 90 ára, sýnir
að dánartíðni þeirra sem eyða mestum hluta vinnudagsins við skrifborð
er hærri, burtséð frá hvers konar líkamsrækt þeir stunda. Ein tilgáta er sú
að líkami okkar framleiði ekki eins mikið af fitubrennandi ensími þegar við
sitjum allan daginn. Önnur er sú að líkaminn venjist þessari líkamsstöðu og
vöðvarnir hætti að virka eins vel þegar við hreyfum okkur.
Ráðlegging: Stattu upp við hvert tækifæri sem gefst. Drekktu mikið af vatni
svo þú neyðist til að standa upp reglulega og fara á klósettið. Stattu á meðan
þú talar í síma eða taktu þér pásu, stattu upp og talaðu við samstarfsmenn.
Aldrei sleppa reglulegu líkamsræktinni þinni. Líkamsræktin er ávallt af hinu
góða þó hún nái ekki að vega á móti skaðanum sem kyrrsetan veldur.