Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2012, Qupperneq 48
40 Tækni 6.–8. janúar 2012 Helgarblað Brjálaðir í Angry Birds n Nýtt niðurhalsmet hjá Rovio Þ að voru án efa margir sem fengu iPhone-snjallsíma í jólagjöf ef marka má vinsæl umræðuefni á Twitter í kringum hátíðarnar. Svo virðist vera sem stór hluti þessara nýju eigenda iPhone hafi farið bein- ustu leið inn í App Store-verslunina í símum sínum og halað niður snjall- símaleiknum Angry Birds. Vefsíðan All Things D, sem rekin er í samstarfi við Wall Street Journal, greindi frá því í vikunni að 6,5 millj- ónum eintaka af Angry Birds hafi verið halað niður í kringum jólahátíðina. Nú spyrja margir sig hvort símarnir eigi ekki að koma með fyrirfram uppsetta útgáfu af þessum sívinsæla leik sem slegið hefur öll sölu- og niðurhalsmet í App Store. Samkvæmt heimildum All Things D nemur fjöldi niðurhalaðra eintaka af Angry Birds um það bil jafn mörgum og nýskráðum iPhone-sím- um. „Við erum virkilega spennt yfir því að sjá svona háar tölur yfir nýtt fólk sem er að kynnast Angry Birds yfir jólahátíðina. Við erum með mikið af spennandi nýjum útgáfum sem við ætlum að senda frá okkur árið 2012 og við getum varla beðið með að kynna þær fyrir almenningi,“ segir Ville Heij- ari hjá Rovio, fyrirtækinu á bak við Angry Birds, í samtali við All Things D. Mikil aukning var frá jólunum 2010 en þá var leiknum halað niður í um tveimur milljónum eintaka. Niðurhal á leiknum hefur því í raun rúmlega þre- faldast á milli ára. Inni í þessum töl- um eru allar útgáfurnar af Angry Birds en nokkrar mismunandi útgáfur fást í App Store-versluninni. adalsteinn@dv.is B andaríska þingið hefur til umfjöllunar afar umdeild lagafrumvörp sem gætu haft áhrif á hvaða vefsíð- um þú hefur aðgang að á netinu. Nái frumvörpin fram að ganga fær bandaríska ríkið aðgang og leyfi til þess að loka á erlendar vefsíður á netinu með því að taka út DNS-skráningu þeirra og taka þær út úr niðurstöðum leitarvéla. Tilgangurinn með frumvörpun- um er að koma í veg fyrir höfund- arréttarbrot en aðeins á að loka á þær síður þar sem líklegt er að brotið sé gegn höfundarréttarlög- um í Bandaríkjunum. Leiðin að efninu eyðilögð Lagafrumvörpin eru tvö og ganga undir heitunum SOPA og PIPA en bæði frumvörpin hafa sama mark- mið: að loka á vefsíður sem dreifa höfundarréttarvörðu efni. Það er samt nákvæmlega það sem hef- ur verið hvað harðast gagnrýnt. Segja má að með þessu yrði ríkis- stjórninni gert kleift að brjóta allar brýrnar sem þarf að komast yfir til að hægt sé að sækja ólöglegt efni án þess þó að ráðast gegn þeim sem dreifa efninu sjálfu. Vefsíð- urnar eru enn til þó að leiðin að þeim hafi verið eyðilögð, efninu er sem sagt áfram dreift. Frumvörpin tvö snúa eingöngu að vefsíðum sem eru hýstar utan Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hafa þegar veitt sjálfum sér heim- ildir til að loka á vefsíður sem hýstar eru innanlands. Stuðnings- menn frumvarpanna segja það hins vegar ekki vera nóg að horfa í eigin barm heldur verði að bregð- ast við þjófnaði á höfundarréttar- vörðu bandarísku efni erlendis. Hætta á misnotkun Það sem andstæðingar frumvarp- anna óttast mest er að lögin verði misnotuð. Samkvæmt þeim nægir eiganda höfundarréttarvarins efn- is að senda bréf til vefþjónustuað- ila þar sem farið er fram á að DNS- upplýsingum verði eytt og að lokað sé á greiðsluþjónustuaðila sem vef- síðurnar nýta sér. Nokkrir dagar eru gefnir frá því að bréfið berst vef- þjónustufyrirtækinu þar sem for- svarsmönnum vefsíðunnar sem loka á fyrir gefst færi á að verja sig fyrir bandarískum dómstólum. Í Bandaríkjunum eru vefþjón- ustuaðilar oftar en ekki tengdir þeim sem eiga höfundarrétt á ýmsu efni. Sem dæmi má nefna Comcast sem á og rekur sjónvarpsstöðina NBC. Fyrirtækið getur sjálft lokað á erlendar síður telji það sig hafa rök- studdan grun að síðuna sé hægt að nota til að brjóta á höfundarrétti. Comcast er einmitt eitt þeirra fyrir- tækja sem styðja frumvarpið. n Bandaríska þingið hefur til umfjöllunar umdeild lagafrumvörp n Reyna að verja höfundarréttarhagsmuni í Bandaríkjunum n Gæti haft áhrif á hvað þú sérð á vefnum Vilja völd til að loka á erlendar vefsíður Vilja hafa mikil áhrif Bandarískir þingmenn vilja geta stjórnað því hvaða vefsíðum fólk hefur aðgang að. Bluetooth- armbandsúr Casio í Japan hefur lagt drög að markaðssetningu G-Shock-úrs sem tengist við snjallsíma. Úrið tengist í gegnum Bluetooth og getur til dæmis sýnt hver er að hringja án þess að þú þurfir að taka símann úr vasanum. Þá gefur úrið líka til kynna þegar þú færð tölvupóst eða smáskilaboð. Sam- kvæmt umfjöllun TechCrunch um úrið getur það aðeins tengst Andro- id-snjallsímanum Medias LTE N-04D frá NEC. Þetta er reynd- ar ekki fyrsta úrið sem getur tengst við farsíma en þetta er fyrsta úrið sem notar Bluetooth til þess. Úrið átti í fyrstu að fara á markað fyrir jól en vegna flóð- anna í Taílandi þurfti að fresta því fram í mars á þessu ári. 84 tommu 4K-sjónvarp Kóreska tæknifyrirtækið LG hefur tilkynnt um nýtt risasjónvarp sem sýnt verður á CES 2012 ráðstefn- unni í Las Vegas núna í byrjun janúar. Sjónvarpið er 84 tommur horn í horn, með þrívíddarmögu- leika og 4K-upplausn (sem er 3.840×2.160 pixlar). Til að setja þessa ofurupplausn í samhengi er hún fjórum sinnum betri en í bestu háskerpusjónvörpunum sem eru á markaði í dag. LG er ekki eina fyrirtækið sem hefur risastór 4K-sjónvörp í þróun hjá sér heldur hefur Toshiba kynnt til leiks 55 tommu þrívíddarsjón- varp þar sem ekki þarf sérstök gleraugu til að sjá myndina í þrívídd og Sharp hyggst setja 60 tommu 4K LCD-sjónvarp á mark- að í Japan á árinu. Tvær gerðir iPad í janúar Orðrómur er á kreiki um að bandaríska fyrirtækið Apple muni kynna til leiks tvær nýjar iPad- spjaldtölvur á ráðstefnunni iWorld sem verður haldin í lok janúar. Á sama tíma verður iPad-tölvan sem Apple er nú með í sölu lækka í verði. Samkvæmt heimildum Digitimes verða báðar nýju tölv- urnar með 9,7 tommu skjá með hærri upplausn en tölvan sem er á markaði í dag. Upplausnin í nýju útgáfunum verður 1.536×2.048 í stað 768×1.024. Slá í gegn Reiðu fuglarnir slógu vægast sagt í gegn um jólin en þeim var halað niður í 6,5 milljónum eintaka. Tækni 36.271 1,4 Um hvað snúast SOPA og PIPA? Þetta eru þær leiðir sem bandarískum stjórnvöldum verða færar ef frumvörpin ná fram að ganga. n Fyrirskipa vefþjónustufyrirtækjum að breyta DNS-skráningum á vefþjónum sínum til að loka á vefsíður utan Banda- ríkjanna sem hýsa ólögleg afrit af mynd- böndum, tónlist og myndum. n Fyrirskipa leitarvélum á borð við Google að breyta leitarniðurstöðum og loka á vefsíður utan Bandaríkjanna sem hýsa ólöglegt efni. n Fyrirskipa greiðsluþjónustuaðilum á borð við PayPal að loka á greiðslur og reikninga tengda vefsíðum utan Banda- ríkjanna sem hýsa ólöglegt efni. n Fyrirskipa auglýsingaþjónustuað- ilum á borð við AdSense frá Google að auglýsa eða greiða fyrir auglýsingar tengdar vefsíðum utan Bandaríkjanna sem hýsa ólöglegt efni. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Tækni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.