Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 6. febrúar 2012 Mánudagur Tekur ekki ábyrgð á tapi Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrver- andi aðaleigandi Baugs, hafnar því alfarið að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á Glitni. Hann hefur sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við því sem fram kemur í lífeyrissjóðaskýrslunni um að Baugur Group hafi borið ábyrgð á 77 milljarða tapi sjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarps- ins. Jón Ásgeir fellst ekki á að hægt sé að kenna sér eða Baugi um tap sjóðanna á Glitni. Það sé meðal annars tilkomið vegna fjárfest- inga fyrir 2007 þegar hann og að- ilar honum tengdir höfðu engan snertiflöt við bankann. Hvorki þá né seinna hafi þeir stjórnað fjárfestingum lífeyrissjóðanna og framsetning skýrslunnar á tengslum sé villandi. Vélsleðamaður slasaðist TF Gná, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, sótti vélsleðamann sem varð fyrir óhappi í fjallshlíðum Esjunnar á sunnudag. Fékk vél- sleðamaðurinn höfuðhögg þegar hann féll af sleða sínum á akstri og kvartaði yfir verk í höfði, hálsi og baki. Um tuttugu björgunarsveit- armenn tóku þátt í björgunarað- gerðinni en hluti þeirra aðstoðaði ferðafélaga þess slasaða við að koma sér til byggða. Hjónarifrildi í Reykjavík Áberandi mörg tilfelli heimiliserja voru aðfararnótt sunnudagsins síðasta. Lögreglan var óvenju oft kölluð til þar sem hjón, sambýlis- fólk eða fyrrverandi voru að kítast. Ekki urðu nein meiðsli í þessum málum að vitað sé en að sögn lög- reglu er ljóst að sumir þurfa að taka sig á áður en dagur ástarinn- ar, 14. febrúar, gengur í garð. Áfallið eftir slysið n Sálfræðingur segir að eftirköstin af alvarlegum slysum geti reynst meira áfall en atvikið sjálft B jörn Vernharðsson, sál- fræðingur hjá Hugfari, hef- ur reynslu af því að veita áfallahjálp eftir slys. Hann segir að þegar menn lenda í áföllum sambærilegum þeim sem Eiríkur Ingi Jóhannsson lenti í þeg- ar Hallgrímur SI-77 sökk í aftaka- veðri við Noregsstrendur sé besta ráðið að taka bómullina úr eyrunum og hlusta bara. „Fólk þarf að endur- segja söguna oft og fara yfir það sem gerðist. Það gerist eitthvað í líkaman- um og allt er breytt, það þarf að koma honum aftur í ró. Fólk finnur fyrir spennu sem það getur fundið fyrir aftur og aftur. Þú sérð það hvernig Eiríkur Ingi lifði sig inn í frásögnina í Kastljósi. Þetta var ævintýraleg frá- sögn sem stendur yfir í áttatíu mínút- ur. En hann situr bara þarna og segir söguna og gerir það með þeim hætti að maður getur ekki hætt að hlusta. Svona getur hann haldið áfram því hann er að upplifa það í rólegheit- unum hvað er að gerast í raun og veru. Eftir svona áfall er svo erfitt að þegja. Þörfin fyrir að tala getur kom- ið upp hvenær sem er. Spennan líka. Hann gæti þess vegna fundið næst fyrir henni eftir tvö ár þegar hann er í stressi og það er eitthvað að gerast hjá honum, hann er kannski að sækja um vinnu og á að mæta í atvinnuvið- tal og þá kemur þetta allt í einu upp aftur og þessi minning verður sterk.“ Þetta kom til dæmis í ljós þeg- ar bandarískir hermenn sneru aft- ur heim frá Víetnam. Þar höfðu þeir verið í mikilli nálægð við sprengj- uregnið sem dundi yfir þá. Mörg- um árum seinna vöknuðu þeir upp við vondan draum – að sprengju- fallið væri að koma. „Það á líka eftir að koma í ljós hvað gerist næst. Við erum svo oft upptekin af því sem ger- ist fyrst eftir áfallið. Svo getur vel ver- ið að það reyni ekki á fyrr en annað áfall dynur á. Við sáum það til dæmis að margir sem höfðu upplifað slæma jarðskjálfta eða lent í snjóflóði end- urupplifðu þessa sáru reynslu þegar hrunið varð árið 2008. Það er eins og þröskuldurinn sé lægri ef fólk hefur lent í alvarlegum áföllum. En það er þó langt í frá algilt. Stundum er þetta allt í lagi, stundum finnur fólk fyrir þessu seinna og aðrir ekki. Það getur líka skipt máli hvað við höfum upp- lifað í æsku.“ Óvissan jafnvel verst Björn bendir líka á annað sem dæmi sem hægt er að heimfæra yfir á að- stæður Eiríks Inga og fjölskyldu hans og vert er að íhuga, þótt aðstæðurnar séu vissulega ólíkar. Þetta var í Dan- mörku fyrir fimmtán, tuttugu árum. Þá fór óður maður inn í skóla í hádeg- inu og tók hálfan bekkinn sem gísla. Þar sem gíslarnir voru var hægt að sjá aðeins fram. Bekkjarfélagarnir sátu hins vegar þannig að þeir sáu ekki það sem fram fór. Lögreglan brást við í rólegheitunum því hún vildi ekki að árásarmaðurinn yrði hennar var. Svo leið dagurinn og klukkan sjö um kvöldið gafst maðurinn upp og þessu lauk. En þegar farið var að skoða hvað gerðist á meðal barnanna var áfallið mest á meðal þeirra sem sáu ekki fram og vissu ekki hvað væri að gerast. Þau vissu ekki hvað væri að gerast inni í skólastofunni eða að lögreglan væri komin. Þau voru allt- af að ímynda sér eitthvað sem var jafnvel enn verra en það sem átti sér raunverulega stað. Eins fannst þeim þau vera að svíkja bekkjarfélaga sína sem haldið var í gíslingu og hugsuðu með sér, af hverju þeir en ekki ég? „Þannig getur áfallið jafnvel verið meira fyrir fjölskylduna ef hún vissi að hann væri lentur í þessum að- stæðum en vissi ekki hvað hefði orð- ið um hann. Bara að hann hafi ver- ið týndur í hafinu í einhvern tíma. Eins getur það verið áfall að heyra að hann sé kominn á sjúkrahús ef þú veist ekki hvað er að honum. Þann- ig að við vitum ekki nákvæmlega hvar spennan er mest. Svo þarf hann kannski að fara á sjóinn aftur eða að kafa. Þá getur þessi minning vaknað upp aftur. Þarna eru fjölskyldur í sár- um. Ég sé það líka að hann er alltaf að tala um skipsfélaga sína og það er eins og honum þyki það erfiðast að hafa ekki getað bjargað þeim. Al- veg eins og krakkarnir töldu að þeir ættu að vera inni með bekkjarfé- lögum sínum. Það fylgir því ákveðið vonleysi að geta ekki gert neitt. Það er sárari bitinn af þessu öllu saman. Hitt er svo að berjast í sjónum. En þetta afrek minnir mig einna helst á Guðlaugarsundið.“ Ekkert rangt við að segja söguna Björn veltir því líka fyrir sér af hverju hluttekningin verður svona mikil þegar sjóslys eiga sér stað. „Alla síð- ustu öld var þetta fjölmenn stétt. Af hverjum fimm þúsund dóu kannski 35. Þeir sem voru alla ævi á sjó upp- lifðu kannski þrjú til fjögur bátsslys. Sjálfur fór ég sextán ára á sjó og einn skipsfélagi minn dó. En ég hugs- aði aldri um hættuna. Mér fannst það bara töff að fara á sjó og fá fullt af peningi. Þetta er það sem þú ert búinn til úr. Við eigum öll einhverja tengingu við þessa sögu sem verður okkur kær. Við eigum öll eitthvað í þessu.“ Líkt og alþjóð veit sagði Eiríkur Ingi sögu sína í Kastljósi á miðviku- dagskvöld. Áhorfið var svo mikið að vefsvæði Ríkisútvarpsins réð ekki við aðsóknina í netútgáfu viðtals- ins daginn eftir. Eiríkur Ingi þótti koma vel frá þessu viðtali en ein- staka gagnrýnisraddir heyrðust á Kastljós, að það væri rangt að birta viðtal við mann sem væri svo ný- kominn frá stóráfalli. Björn segir að það sé ekkert rétt eða rangt í svona aðstæðum. „Sumir vilja gera það. Hann fór í Kastljós og gerði það vel. Vonandi fer það vel. Það er ákveðin áhætta að tala svo opinberlega eins og í Kastljósi. Stundum þykir fólki prívat mál bara vera prívat. Gagn- rýnin liggur í því að hann er í losti og hefur þörf fyrir að tala núna, spurn- ingin er hvort hann eigi að gera það í Kastljósi eða í meðferð, ég veit það ekki. Það er allavega engin ástæða til að tala um skúrka í því samhengi. Ef við tökum dæmi af fólki sem er í losti eftir jarðarför, hugsar órök- rétt og gerir eitthvað sem okkur þykir skrýtið þá hefur það alveg rétt á því. Það má bara gera það. Það er ekk- ert rétt eða rangt við svona aðstæð- ur. Við vitum ekkert hvað virkar best fyrir hvern og einn. Ef Eiríkur Ingi „Það er vont þegar menn öðlast von aftur en fá þá þær frétt- ir að þeir fái ekki mann- sæmandi bætur. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Í raun ætti að tífalda bæturnar þegar mál fara í svona rugl Eiríkur Ingi með móður sinni Mamma hans hafði slæma tilfinningu fyrir ferðinni og vildi ekki að Eiríkur færi. Sálfræðingur segir að óvissan fyrir fjölskylduna geti verið verri en áfallið sem Eiríkur upplifði þegar hann lenti í sjónum. Þarna séu fjölskyldur í sárum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.