Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 15
Neytendur 15Mánudagur 6. febrúar 2012 Ferðin búin til í kringum Londonmiðann A mma og afi vinkonu minn- ar ætluðu til Kanarí í fyrra og vildu fá allt innifalið. Svo við bókuðum fyrir þau flug til London og gistingu fyrir þau þar í tvær nætur. Ferðina sjálfa fundum við hjá travelrepublic.co.uk og bók- uðum tvær vikur á 4 stjörnu hóteli á Kanarí. Þau borguðu fyrir allt þetta 160.000 krónur,“ segir Jana Maren Óskarsdóttir. Hún segist sjálf hafa farið nokkr- um sinnum í ferðalag með þessum hætti og hefur alltaf notað sömu síðuna. „Fyrst þegar ég reyndi þetta var ég á annarri síðu og var á síðasta skrefinu þegar kom í ljós að ég yrði að vera frá Bretlandi og þá þurfti ég að byrja á öllu upp á nýtt. Eftir það hef ég alltaf notað Travelrepublic.“ Hún hefur sjálf gist í London áður en hún hefur haldið áfram og segir það mjög hentugt. Það séu til dæm- is fjölmörg hótel og gistiheimili ná- lægt Gatwick-flugvelli. „Við vorum einu sinni þrjár samn og borguð- um 5.000 krónur saman á nóttina. Á flugvellinum er listi með hótelunum og maður hringir þangað og það er sendur bíll eftir manni. Svo er far- þegum skutlað aftur út á völl dag- inn eftir. Þá þarf maður ekki að fara inn í London sem getur verið mjög dýrt,“ segir hún og bætir við að í 10 mínútna fjarlægð frá hótelunum sé verslunarkjarni með öllum helstu búðunum, svo sem TopShop og Primemark. Það sé því tilvalið fyr- ir þá sem fara með morgunflugi að eyða deginum þar. Jana segist alltaf byrja á því að kaupa flug til London áður en annað er ákveðið. Oft séu góð tilboð á flugi þangað, þá sé gott að kaupa farmið- ann og búa til ferðina í kringum það. Að koma sér frá Íslandi sé því fyrsti hluti plansins og oft sá dýrasti. Aðspurð hvort slík leit á netinu sé flókin eða erfið segir hún að fólk verði að hafa gaman af því að leita og skoða. „Maður gerir þetta ekkert einn, tveir og bingó. Það þarf að lesa yfir allt og vera viss um að maður sé að gera rétt. Það er samt voða gam- an að búa til sína eigin skemmtilegu ferð og ekki er verra ef maður sparar pening í leiðinni,“ segir hún að lok- um. Ódýrari sÓlarferðir á netinu n Þú getur sparað töluvert ef þú leitar að ferðum á netinu n Gefðu þér góðan tíma við leitina n Íslenskar pakkaferðir ekki dýrastar Hafðu þetta í huga þegar kemur að ferðalögum Ferðamistök kosta okkur bæði tíma og peninga. Alveg frá því að ákvörðun um ferðalag er tekin og þar til að ferðadeg- inum kemur, geta alls kyns vandamál komið upp og mistök verið gerð. Á windowseatblog.com voru tekin helstu mistökin sem við gerum og hér eru birt nokkur þeirra. 1 Beðið með að kaupa flugmiðann Þú getur tapað heilmiklu á þessu. Verð á flugi hækkar venjulega þegar nær dregur og þá eru margir að reyna að fá ódýrt flug. Passaðu þig á því að bíða ekki með að kaupa miðann og gakktu í málið um leið og þú ert kominn með dagsetningarnar á hreint. Þú færð lægra fargjald og fleiri möguleika. 2 Einblínt á dagsetninguFlugfélögin vita að dagsetningar eru misvinsælar og hafa verðin hærri á þeim vinsælustu. Sniðugt hjá þeim en slæmt fyrir okkur. Það er hægt að komast hjá þessu með því að vera sveigjanlegur í sambandi við ferðadagsetningar. 3 Gleymist að skoða alla flugvelli sem koma til greina Í mörgum borgum koma nokkrir flugvellir til greina. Gleymdu ekki að skoða alla flugvellina og hvort þú getir keypt ódýrara flug með flugfélagi sem flýgur á annan flugvöll en þann stærsta. 4 Ekki nægur tími á milli flugferða Ef þú kemst hjá því að kaupa fleiri en eitt flug er það kostur því það er alltaf meiri hætta á að eitthvað fari úrskeiðis þegar verið er að púsla flugferðum saman. Ef þú kemst ekki hjá því, vertu viss um að þú hafir nægan tíma í millilendingu. 5 Of mikill farangurEkki pakka of miklum farangri! Næstum öll flugfélög rukka fyrir yfirvigt. 7 Mikilvægir hlutir settir í ferðatöskur Þegar þú pakkar passaðu þig á því að setja ekki í ferðastöskuna hluti sem eru nauðsynlegir á ferðalaginu, til dæmis lyf, hleðslutæki fyrir farsíma og annað sem þú getur ekki verið án, taktu það með í handfarangri. 8 Innritun á netinu ekki nýttHjá fjölmörgum flugfélögum er hægt að innrita sig á netinu allt að 24 tímum fyrir brottför. Þetta spara heilmik- inn tíma, þú losnar við innritunarröðina og kemst fyrr að öryggishliði. Pantar sér alltaf flug til London fyrst Jana Maren hefur sparað sér dágóðan pening á því að skipta við Travelrepublic. Tyrkland Hotelopia Hotel Zeytinada, Torba Hálft fæði í 14 nætur: 253.000 kr. Flug til Tyrklands: 367.000 kr. Samtals: 620.000 kr. (ferðir til og frá flugvelli ekki innifalið) Booking.com Club Blue Dream, Torba Morgunmatur í 14 nætur: 332.000 kr. Flug til Tyrklands: 367.000 kr. Samtals: 699.000 kr. (ferðir til og frá flugvelli ekki innifalið) Pakkar Thomson Club Blue Dream, Torba Allt innifalið í 14 nætur: 467.000 kr. Flug til London, Luton: 142.000 kr. Samtals: 609.000 kr. Apollo rejser Alba Queen Allt innifalið í 14 nætur: 873.000 kr. Flug til Kaupmannahafnar: 145.000 kr. Samtals: 1.018.000 kr. Heimsferðir Club Shark, Gumbet Allt innifalið í 10 nætur: 635.200 kr. Tenerife Booking.com Dream Hotel Villa Tagoro 14 nætur: 253.000 kr. Flug til Tenerife: 263.000 kr. Samtals: 516.000 kr. (ferðir til og frá flugvelli ekki innifalið) Hotelopia Hotel La Siesta Allt innifalið í 14 nætur: 219.000 kr. Flug til Tenerife: 263.000 kr. Samtals: 482.000 kr. (ferðir til og frá flugvelli ekki innifalið) Pakkar Úrval Útsýn Marylanza Aparthotel Allt innifalið í 14 nætur: 986.936 kr. Expedia.co.uk Be Live Playa La Arena Morgunmatur innifalinn í 14 nætur: 299.000 kr. Flug til London: 196.440 kr. Samtals: 495.440 kr. Appollo rejser Melia Jardines Del Teide Allt innifalið í 14 nætur: 966.000 kr. Flug til Kaupmannahafnar: 145.000 kr. Samtals: 1.111.000 kr. Spánn, Alicante Hotelopia Complejo Bellavista Residencial Ekkert innifalið í 14 nætur: 410.000 kr. Flug til Alicante: 257.000 kr. Samtals: 667.000 kr. (ferðir til og frá flugvelli ekki innifalið) Booking.com Hotel Husa Alicante Ekkert innifalið í 14 nætur: 350.000 kr. Flug til Alicante: 257.000 kr. Samtals: 607.000 kr. (ferðir til og frá flugvelli ekki innifalið) Pakkar Thomson Polynesia Hotel Allt innifalið í 10 nætur: 424.000 kr. Flug til London, Luton: 142.000 kr. Samtals: 566.000 kr. Sumarferðir Gran Hotel Bali La Cala Allt innifalið í 14 nætur 522.270 kr. Apollo rejser Ferrera Blanca Allt innifalið í 14 nætur: 812.000 kr. Flug til Kaupmannahafnar: 145.000 kr. Samtals: 957.000 kr. Ódýrar ferðir á síðustu stundu Á holidays.lastminute.com er hægt að fá ferðalagi á mikið niðurgreiddu verði. Til dæmis gaf fyrsta leit blaðamanns upp ferð frá London til Marokkó á einungis 70.000 krónur en um ræðir ferð frá 16. febrúar til 23. febrúar á fjögurra stjörnu hóteli. Önnur dæmi um ferðir fyrir 4 manna fjöl- skyldu 27. febrúar til 5. mars og flogið frá Gatwick-flugvelli í London: Spánn Lloret De Mar Ekkert innifalið: 146.000 kr. Portúgal Vilanova Resort Ekkert innifalið: 154.000 kr. Egyptaland Royal Albatros Moderna Allt innifalið: 367.200 kr. *Hér þarf að bæta við flugi frá Íslandi Síður þegar leitað er að draumafríinu: n is.hotels.com n booking.com n hrs.com n cheaphotels.com n travelzoo.com n cheapholidays.com n booking.buddy.com n thewire.com n expedia.com n travel-ticker.com n kayak.com n edreams.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.