Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 6
MAGNÚS REKINN Í ÞROT 6 Fréttir 6. febrúar 2012 Mánudagur Gunnar vill verða biskup n Sóknarprestur í Digraneskirkju hefur boðað framboð S éra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digranes- kirkju, hefur ákveðið að bjóða sig fram í komandi biskupskjöri. Í tilkynningu sem séra Gunnar hefur sent frá seg- ist hann ekki telja sig vera bet- ur til þess fallinn að verða bisk- up en aðrir. Hann bjóði sig fram vegna þess að hann beri traust til alls þess góða fólks sem hafi hvatt hann áfram í starfi sínu. „Ég vil taka höndum saman með þeim sem vinna vilja Þjóðkirkjunni til heilla með því að gera veg Krists sem mestan meðal fólks.“ Hann segir að hlutverk þjóðkirkjunn- ar sé fyrst og síðast að greiða Jesú Kristi veg á meðal fólks, að miðla orði hans og kærleika hans í verki, ekki síst til þeirra sem halloka fara í samfélagi manna. Það eigi að vera kirkjunni leiðarljós. Öll störf hennar eigi að miða að því einu og þjóna því marki. Sex aðrir hafa einnig lýst yfir framboði til embættis biskups Ís- lands en þau eru Sigríður Guð- marsdóttir, sóknarprestur í Graf- arholti, Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, Þór- ir Jökull Þorsteinsson prestur, Sigurður Árni Þórðarson, prest- ur í Neskirkju, Kristján Valur Ing- ólfsson, vígslubiskup í Skálholti, og Þórhallur  Heimisson, sóknar- prestur í Hafnarfjarðarkirkju. Þess má geta að á DV.is fer fram kosning á milli tíu einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar þegar DV ósk- aði eftir tilnefningum frá lesend- um, nú í janúar. M agnús Jónatansson, at- hafnamaður og einn stærsti skuldari spari- sjóðsins Byrs, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði Magnús gjaldþrota þann 26. janúar síðastliðinn. Tilkynning um gjald- þrotið var birt í Lögbirtingablaðinu á föstudaginn. Skiptastjóri er Flosi Hrafn Sigurðsson héraðsdómslög- maður. Magnús var einna þekktastur fyrir að vera einn af aðstandendum eign- arhaldsfélaganna Góms og Lind- bergs, ásamt Ólafi Garðarssyni lög- manni,sem keyptu tugi fasteigna í Örfirisey í lok árs 2006 og byrjun árs 2007. Stærstu hluthafarnir voru Magnús og Sparisjóðabankinn, Ice- bank, sem báðir voru með 35 pró- senta eignarhlut. Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á sínum tíma að falla frá forkaupsrétti sínum á fasteignunum og veita félög- unum leyfi til að kaupa þær. Fasteign- irnar eru fyrst og fremst við Fiskislóð, Hólmaslóð og Eyjarslóð. Hugmynd- ir Reykjavíkurborgar á þeim tíma gengu út á að þróa íbúðabyggð í Ör- firisey. Efnahagshrunið setti í strik í reikninginn hjá félögunum, líkt og gilti um mörg önnur fasteignafélög á Íslandi, og ekki var ráðist í þá upp- byggingu úti í Örfirisey sem fyrirhug- uð var. Kröfuhafar félaganna, sem áttu veð í eignunum, meðal annars Icebank og fjárfestingarfélagið Gift, hafa nú yfirtekið þessar eignir. Skuldaði Byr 1.900 milljónir Magnús, sem fyrst og fremst stund- aði fasteignaviðskipti í fjárfestingum sínum, var áttundi stærsti skuldari sparisjóðsins Byrs í nóvember 2008. Skuldir hans og félaga tengdra hon- um námu þá nærri 1,9 milljörðum króna. Þetta kom fram í lánabók Byrs sem DV greindi frá síðastliðið sumar. Í úttekt sem innri endurskoðun Byrs vann fyrir sjóðinn árið 2009, eftir íslenska efnahagshrunið, kom fram að Magnús var kominn í vanskil upp á 200 milljónir króna við Byr árið 2009. DV greindi frá úttektinni um svipað leyti og lánabók sparisjóðs- ins var opnuð. 72 milljónir króna af skuldum Magnúsar við sparisjóðinn voru færðar á afskriftareikning en að- gerðin var liður í 8,5 milljarða króna afskriftum hjá Byr árið 2009 vegna tapaðra útlána. Í úttektinni voru vinnubrögð lána- nefndar Byrs gagnrýnd: „Við skoðun á aðilum sem teljast til 30 stærstu lánþega, og eru í vanskilum, hefur lítið eða ekkert verið bókað um mál- efni þeirra í fundargerðum áhættu- nefndar [...] er það álit IE [Innri end- urskoðunar, innskot blaðamanns] að bókanir í fundargerðir um veruleg vanskil einstakra viðskiptavina verði að vera markvissari og eftirfylgni mála betri.“ Vinnubrögðum Byrs var því ábótavant, meðal annars vegna útlána til Magnúsar. Mikil áhætta að lána Magnúsi Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað um Lindberg og önnur fé- lög sem tengjast Magnúsi. Þar kemur fram að heildarskuldir þessara félaga í bankakerfinu hafi numið 5,9 millj- örðum króna í október 2009. Önnur félög sem voru í eigu sömu aðila voru Kambaland ehf. og Kambalind ehf. en þau voru stofnuð utan um jarða- kaup í Mosfellsbæ og Hveragerði. Í skýrslunni er vitnað til þess að um sumarið 2007 hafi lána- nefnd Sparisjóðabankans ákveðið að hækka lán til Magnúsar úr 1.300 milljónum og upp í 1.500 milljón- ir. Hækkunin var vegna fasteigna- verkefnisins í Örfirisey. Á þessum tíma var ekki ljóst hvort fjárfesting- in myndi skila tekjum þar sem ekki var ljóst hvenær uppbyggingin gæti hafist. Í skýrslu er vitnað til þess að Sparisjóðabankinn hafi verið með- vitaður um þá áhættu sem fylgdi því að lána Magnúsi og félögum honum tengdum en að samt hafi það verið gert. Orðrétt segir um þetta í skýrslu um stærstu útlán Sparisjóðabankans sem unnin var árið 2009: „Að sögn bankastjóra var ljóst þegar farið var í þessar fjárfestingar að einu veð- in sem yrðu á bak við þessi verkefni væru þau lönd sem voru fjármögn- uð í upphafi. Því var það meðvituð ákvörðun að kalla ekki eftir auknum tryggingum þrátt fyrir að trygginga- þekja væri undir viðmiðum (125%). Stjórnendur gerðu sér grein fyrir því að bankinn væri að taka alla áhætt- una. Verið var að fjárfesta í tækifæri sem Magnús Jónatansson átti hug- myndina að.“ Því er ljóst að bæði Byr og Spari- sjóðabankinn sýndu af sér talsvert grandvaraleysi í viðskiptum sínum við Magnús Jónatansson og félög honum tengd á árunum fyrir hrunið. Ætla má að stærstu kröfuhafar Magn- úsar séu Byr og Sparisjóðabankinn. „Stjórnendur gerðu sér grein fyrir því að bankinn væri að taka alla áhættuna. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Vissu af áhættunni Sparisjóðabankinn vissi af þeirri áhættu sem fólst í því að lána Magnúsi Jónatanssyni vegna ætlaðrar uppbyggingar í Örfirisey. Samt voru lán til hans aukin um 200 milljónir króna, Magnús hefur nú verið úrskurðaður gjaldþrota. Grandi Efnahagshrunið setti í strik í reikninginn eins og hjá mörgum öðrum. n Fyrirhugaði uppbyggingu í Örfirisey n Skuldaði Byr tæpa tvo milljarða Uppnám meðal ljósmyndara Talsvert uppnám hefur skap- ast meðal meðlima í Blaðaljós- myndarafélagi Íslands vegna vals á myndum í keppnina Myndir ársins 2011. Félagar geta sent inn myndir sem dómnefnd velur svo úr og tilnefnir í nokkrum flokkum. Í ár var valin 71 mynd sem er tals- vert minna en hefur verið fyrri ár en vanalega hafa myndirnar verið í kringum 150–180 talsins. Þá er engin mynd tilnefnd í flokkn- um íþróttamynd ársins en reglur félagsins kveða á að um að slíkt skuli gert. Einungis átta frétta- myndir voru valdar af dómnefnd- inni en í fyrra voru þær 29 í þeim flokki. Hefur þetta valdið talsverðu uppnámi meðal félagsmanna sem samkvæmt heimildum DV hafa þrýst á almennan félagsfund til þess að ræða málin. Fundurinn mun fara fram í kvöld, mánudags- kvöldið 6. febrúar, klukkan 20. Þar verður farið yfir stöðu mála varðandi sýninguna. Ljósmynd- arar sem eiga myndir sem voru tilnefndar áttu að fá tilkynningar um það um helgina en því hefur verið frestað þar til eftir fundinn. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála og mun félagið ræða dóm- nefndina sem skipuð var. Nýsveinar heiðraðir Iðnaðarmannafélagið í Reykja- vík, IMFR, hélt sína sjöttu verð- launahátíð á laugardaginn í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. Hátíðin var haldin til heiðurs 23 nýsveinum sem luku burtfarar- prófi í iðngreinum með afburðaár- angri 2011. Undanfarin fimm ár hefur IMFR heiðrað 78 nýsveina úr 21 iðngrein frá 12 verkmennta- skólum. Verðlaunahafar 2012 eru 23 úr tíu iðngreinum. Ragnar Ax- elsson ljósmyndari var jafnframt heiðraður sem iðnaðarmaður árs- ins. Einnig var veitt viðurkenning fyrir samstarf hönnuða og fram- leiðenda sem fyrirtækin Go Form Design Studio og Brúnás innrétt- ingar hlutu. Háskólinn í Reykja- vík bauð þremur nýstúdentum til náms með niðurfellingu skóla- gjalda á haustönn 2012. iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is Séra Gunnar Sigurjónsson Hann ber traust til þess góða fólks sem hefur hvatt hann áfram í starfi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.