Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 22
Nýtt ofurpar n Halldór Helgason snjóbrettakappi er byrjaður með Stefaníu Ingadóttur Tæmir fataskápinn n Stílistinn Alda B. þarf að koma nýjum fötum fyrir og heldur fatamarkað É g eiginlega þarf að gera þetta til að koma nýju fyr- ir,“ segir Alda B. Guðjóns- dóttir stílisti þegar hún er spurð af hverju hún ætli að tæma fataskápinn sinn með því að halda fatamarkað. Alda er líklega einn þekktasti stílisti landsins og ætlar að selja fötin sín, föt sem hún hefur sankað að sér vegna vinnunnar og föt allrar fjölskyldunnar á mark- aðnum. „Við eigum alveg fullt af dóti og þarna inni á milli er mikið af gersemum,“ segir Alda og bætir við að til sölu verði meðal annars föt, skart, skór, töskur og jakkar. „Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað því þetta er í öllum stærðum. Sjálf hef ég flakkað úr stærðum 10 og 14 og svo á ég fjögur börn svo þarna verða barnaföt á nýfædd alveg upp að unglingsaldri. Konufötin eru mikið „second hand“ en svo eru þarna dýrir hönnuðir inni á milli eins og Marjan Pe- joski, Marc Jacobs, Vivienne Westwood, Sonia Rykiel, Aft- ur, Steinunn, Threeasfour og auk þess fullt af Boss-herra- skyrtum.“ Aðspurð um verðið segist hún ætla að vera sanngjörn. „Það verður bara Kolaports- verð á þessu. Ég hef tvisvar haldið svona áður og þeir sem mættu þá voru bæði ánægðir með það sem þeir fengu og á hvaða verði þeir fengu það.“ Alda segist varla geta valið sína uppáhaldsverslun. „Ég kaupi mér alltaf mjög mikið af fötum, bæði heima og úti. Ég geymi alltaf einhverja klass- ík sem ég veit að ég get not- að ár eftir ár en mér finnst fínt að leyfa öðrum að njóta þess sem maður er hættur að nota. Annars liggur þetta bara uppi í skáp og safnar ryki. Ég skoða mikið „second hand“ búðir og markaði þegar ég er í útlönd- um og svo finnst mér líka bara fínt að fara í Urban Outfitters og jafnvel Topshop.“ Markaður Öldu B. verður haldinn á fimmtudaginn milli 17 og 20 í portinu hjá Smur- stöðinni Klöpp, Suðurlands- braut 16. 22 Fólk 6. febrúar 2012 Mánudagur Leita að íbúð í miðbænum Fjölmiðlakonan Tobba Marinósdóttir er að missa leiguhúsnæði sitt í Kópavogi. Hún leitar því logandi ljósi að annarri íbúð í miðbæ Reykjavíkurborgar þar sem hún hyggst flytjast inn með kærasta sínum, borgar- fulltrúanum Karli Sigurðs- syni. Tobba segir Karl eiga litla íbúð í miðbænum sem rúmi ekki skóna hennar, því leita þau að tveggja til þriggja herbergja íbúð fyrir barnslaust par og gullfisk. Tobba og Kalli hafa skoðað fjölda íbúða. „Þetta er eins og að vera í biðröð eftir strætó þegar það er opið hús, það fyllist allt,“ segir hún. Helgi og límmiðinn Límmiðamál Já.is vakti tölvuverða athygli í síðustu viku. Fyrirtækið lét hanna límmiða fyrir notendur símaskrárinnar sem vildu hylja Egil Einarsson sem prýðir forsíðuna ásamt fim- leikastúlkunum úr Gerplu. Þessi límmiðaframleiðsla Já.is fór svo sannarlega ekki fram hjá fréttamanninum Helga Seljan sem ákvað að setja gulan kassa yfir andlit sitt sem prýðir forsíðumynd hans á samskiptasíðunni Facebook. Minnti þetta svo sannarlega á þann gula miða sem Já.is framleiddi til að líma yfir Egil á forsíðu síma- skrárinnar. Alda B. Alda býður upp á notuð föt auk dýrari merkja á borð við Marjan Pejoski, Marc Jacobs, Vivienne Westwood, Sonia Rykiel og Aftur. Tók viðtal á Tenerife Silfurkappinn Logi Geirs- son er staddur á Tenerife þessa dagana í æfinga- og viðskiptaferð. Á Facebook- síðu sinni sagði hann frá áhugaverðum manni sem hann kynntist. „Kynntist manni sem var á himn- um, sagði mér frá öllu og hvernig hann kom inn í gufuhvolfið sem rafeind,“ ritaði Logi. Logi hefur sjálfur farið í mörg viðtölin á lífsleiðinni en nú snéri hann blaðinu við. „Ég er að fara í sundlaugargarð- inn að taka við- tal við hann. Hann gekk með Jesú í Nasaret, spáði heims- endi og fleira skemmtilegu,“ skrifaði Logi. S njóbrettakappinn ungi og efnilegi Halldór Helgason og Stefanía Ingadóttir hafa opin- berað samband sitt á Fa- cebook-síðum sínum og heyrst hefur að hér sé næsta ofurpar Ís- lands á ferðinni. Halldór er einn mesti afreksíþróttamaður Ís- lendinga og orðinn vel þekktur á heimsvísu þótt íþróttin sé ekki sú þekktasta hér á landi. Það má því segja að Halldór sé einn efnilegasti íþróttamaður Íslands og hefur hann náð lengra í sinni grein en margir aðrir. Stefanía tók þátt í Ungfrú Norðurlandi árið 2009 og lenti í öðru sæti. Þau eru bæði fædd árið 1991 og búa saman í Mónakó. Með bestu snjóbrettamönn- um heims Halldór hefur verið búsettur í Mónakó ásamt bróður sínum Eika sem einnig er mikill snjó- brettakappi. Þeir bræðurnir hafa tekið snjóbrettaheiminn með trompi og eru einir allra bestu snjóbrettamenn heims. „Stefanía og Halldór hafa alltaf vitað hvort af öðru þar sem þau eru jafnaldrar og bæði frá Akur- eyri,“ segir Snædís Malmquist, vinkona Stefaníu. Hún segir að Stefanía hafi flutt til Mónakó til þess að vera með Silju, mágkonu Halldórs, á meðan þeir Eiki voru að ferðast út af snjóbrettabrans- anum en Stefanía og Silja eru vinkonur. Halldór og Stefanía hafi byrjað saman í kjölfar þess. „Þau byrjuðu saman í nóvem- ber, umboðsmanni Halldórs til mikils ama, þar sem Halldór er mjög dáður af kvenfólkinu. Um- boðsmaðurinn taldi því sam- bandið ekki vera gott fyrir frama Halldórs. Stefanía er búin að fá nokkur „hótunarbréf“ síðan þau gerðu sambandið opinbert á Face book í síðustu viku en hún tekur nú bara létt í það.“ Krúttlegt par Svo virðist sem fjölskyldur og vinir parsins séu ánægð með ráðahaginn en það má sjá á hamingjuóskum sem rignir yfir þau á Facebook. „Fjölskylda Halldórs og Eika fóru í heim- sókn til þeirra í Mónakó og tóku Stefaníu mjög vel enda eru þau mjög krúttlegt par,“ segir Snæ- dís og bætir við að  Stefanía búi nú með Halldóri í Mónakó ásamt Silju og Eika.  Atvinnumaður í þrjú ár Eins og fyrr segir hafa þeir bræður vakið athygli í snjó- brettaheiminum með frammi- stöðu sinni. Þeir eru úr Hörg- ársveit í Eyjafirði og ólust upp á bænum Sílastöðum. Eftir grunnskóla fór Halldór til Sví- þjóðar og gekk í snjóbretta- skóla og eftir þrjú ár þar fékk hann sinn fyrsta styrktarað- ila. Hann hefur verið atvinnu- maður í íþróttinni síðan þá. Hann  er á leið á heimsmeist- arakeppnina sem fram fer í Osló í mánuðinum. Halldór er einn af fjórum sem fá boð um að taka þátt án þess að hafa unnið rétt til þess á fyrri mót- um. Aðrir keppendur hafa þurft að vinna sér inn keppnisrétt. Hann vann einnig gullverð- laun í Big Air á Vetrar X-leikun- um  árið  2010  og er hann fyrsti Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á þessum leikum. Reka saman nokkur fyrirtæki Bræðurnir eru nú staddir í Japan vegna viðtals við tíma- rit en snjóbrettaiðkun er ekki það eina sem þeir hafa vakið athygli fyrir heldur reka þeir nokkur fyrirtæki saman. Þar má nefna Hoppipolla Headwear sem selur ýmiss konar höfuð- fatnað, Lobster Snowboarding sem framleiðir snjóbrettalínu og Sevennine13. Nýjasta fyrir- tæki bræðranna heitir Switch- backbindings og reka þeir það í samvinnu við ýmsa aðra úr snjóbrettaheiminum. „Stefanía og Halldór hafa alltaf vitað hvort af öðru þar sem þau eru jafnaldrar og bæði frá Akureyri. Halldór og Stefanía Myndarlegt ungt par. Eiki og Silja Silja er vinkona Stefaníu og mágkona Halldórs. Halldór með verðlaunin Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á einu stærsta jaðaríþróttamóti heims, Winter X Games, árið 2010.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.