Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 18
18 Menning 6. febrúar 2012 Mánudagur Keppa í listdansi Þriðjudaginn 7. febrúar fer fram listdanskeppni í Gamla bíói. Um er að ræða undan­ keppni fyrir Stora Daldan­ sen, norræna einstaklings­ keppni í klassískum listdansi sem fram fer í Falun í Svíþjóð 8.–10. mars næstkomandi. Félag íslenskra listdansara stendur fyrir undankeppn­ inni hérlendis en sigurveg­ arar keppninnar keppa svo fyrir Íslands hönd í Svíþjóð. Ellefu þátttakendur eru skráðir til leiks en minn­ ingarsjóður Svandísar Þulu Ásgeirsdóttur styrkir vinn­ ingshafa til ferðarinnar út. Miðaverð á keppnina er 2.000 krónur, 1.500 krónur fyrir danskortshafa og hefst keppnin klukkan 20. Kexjazz heldur áfram Þriðju tónleikar jazztón­ leikaraðarinnar Kexjazz fara fram á Kex hostel á þriðjudagskvöldið. Á tón­ leikunum kemur fram tríó saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar. Auk hans eru í tríóinu Valdimar K. Sigurjónsson á kontra­ bassa og Scott McLemore á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis. LomoKino- æði Nýjung frá Lomo­ graphy vekur mikla athygli um þessar mynd­ ir. Á markað er nú komin Lomo­vél sem getur tekið kvikmyndir í gamla stíln­ um. Vélin heitir LomoKino og er afar einföld í notkun. Í hana er sett venjuleg 35 mm filma og á hlið vélarinnar er sveif sem er snúið og þannig er kvikmyndin tekin upp. Filman er síðan einfaldlega framkölluð og myndbrotin sett á geisladisk. Kvikmynda­ gerðarmaðurinn getur svo fært myndbrotin yfir í Quick­ time­myndvinnsluforrit og klippt þau á stuttum tíma í kvikmynd. Annaðhvort á tölv­ unni, spjaldtölvunni eða sím­ anum. Vélin er ódýr, kostar rétt á annan tug þúsunda og er nýjasta æðið hjá áhugafólki um ljósmyndir og kvikmyndir. Þ að var fullt hús á frumsýningarkvöldi Íslenska dansflokks­ ins síðustu helgi. Tvö verk voru sýnd. Fyrst var flutt verkið Grostadtsaf­ ari. Það verk hefur verið flutt áður, í marsmánuði á síðasta ári og fékk góðar viðtökur. Verkið er samið af Jo Ström­ gren. Tónlistin sem er frá rokk­ sveitinni The Young Gods er kraftmikil rokkmúsík með þungarokksundirtónum. Tón­ listin er bein vísun í streitu og þéttleikinn táknar hversu stutt andrými við höfum stundum í annríki dagsins. Við hugsum og gerum á undan okkar eigin hjartslætti og sumum reynist það ofviða. Um það fjallar verk Jos Strömgren. Dansararnir sýna þessar tilfinningar með því að dansa kraftmikinn dans en við sjáum köld og líflaus and­ lit þeirra. Án allrar ástríðu. Áhorfandinn skynjar sterkt að eitthvað er að og fer jafn­ vel í hugleiðingar um eigin annmarka í streitu. Hvern­ ig það er jú einmitt þann­ ig að í streitu verður kraftur og áreynsla ætíð án ástríðu. Ágætis hugvekja. Allir dansararnir feikna- sterkir Búningarnir vöktu sérstaka ánægju mína. Heiðurinn af þeim á Hrafnhildur Hólm­ geirsdóttir, kölluð Raven, og naut hún aðstoðar systur sinnar Báru Hólmgeirsdóttur. Leður, pallíettur, nælonsokka­ buxur og rokkaðir samfesting­ ar gáfu verkinu kynþokkafullt og spennandi útlit sem tengdi vel við rokkmúsíkina. Dansarar verksins gáfu allt í dansinn og það verður að segjast að kraftmikil tjáning fer dönsurum flokksins vel í það heila. Unnur Elísabet Gunnars­ dóttir hafði einstaklega sterka útgeislun í þessu verki. Hún býr yfir mikilli mýkt sem skil­ ar sér í fallega kraftmiklum dansi. Þá er það Emilía Bene­ dikta Gísladóttir sem má án efa telja til færustu listdans­ ara landsins. Túlkun hennar stelur ávallt athygli áhorfand­ ans og sú varð einnig raunin í þessu verki. Sem og því síðara sem var sýnt eftir leikhlé. Dansarar verksins voru reyndar allir feiknasterkir. Þó með misgóða færni í að túlka tilfinningu verksins. Ein af þeim sem tókst það best var Aðalheiður Halldórsdóttir. Hún er þroskaður dansari og gríðarlega nákvæmur. Lýsingin þótti mér ekki þjóna verkinu. Það tókst ágætlega að lýsa upp andlit dansaranna svo ásjóna þeirra varð draugaleg. Á stundum fannst mér þó lýsingin hálf­ hversdagsleg og flöt þegar dramatík hefði átt betur við. Eða er það ekki meginkjarni streitunnar? Innihaldslaus dramatík? Byltingarkennd sýning Eftir dynjandi rokkmúsíkina var von á meira rokki eftir hlé. Á dagskrá var verkið Mi­ nus 16 sem er sagt eftir sann­ kallaða rokkstjörnu dans­ heimsins, Ohad Naharin. Sjálf hafði ég farið á rennsli fyrir frumsýningu og vissi því hvers var von og beið spennt í sætinu eftir framvindunni. Þegar gestir sneru til sætis eftir hlé var Brad Sykes á sviðinu og dansaði glettilega í stíl Deans Martin um sviðið. Andrúmsloftið var létt og leikandi. Fleiri dansarar bættust í hópinn. Jakkafata­ klæddir með hatta. Þarna var eins og annar dansflokkur væri á ferðinni. Þvílík dans­ gleði og þvílík orka. Ohad hefur sagt sjálfur frá því að verkið sé endurunnið úr eldri verkum. Það er því brota­ kennt og sveiflast á milli alls kyns stíla. Dansarar fara með cha­cha­cha spor, dansa þess á milli eins og þeir séu á snarvitlausu techno­reifi og þá túlka þeir hefðbundna þjóðlagatónlist Ísreala með sínum hætti í atriði sem hefur slegið í gegn hvar sem verkið hefur verið sýnt. Falleg frásögn Dansarar sitja þá í hálfhring og syngja eina línur þjóð­ söngs aftur og aftur og rífa af sér höftin. Fötin, hattinn, skóna þar til þeir standa eftir berskjaldaðir á nærfötunum. Og einmitt þá er komið að miðju verksins. Og það er viðeigandi að dansarar séu búnir að slíta af sér ytri lög­ in. Því þessi dans snýst um innsta lagið, sem er hjarta­ lagið. Dúett þeirra Emilíu og Ásgeirs Helga Ingvarssonar er geysifallegur ástardúett sem kveikir á hughrifum um ást sem sveiflast frá gleði til sársauka. Tvær sálir sem eru samtengdar og gleðja hver aðra eða meiða. Á meðan þau tvö dönsuðu var sem áhorfendur héldu niðri í sér andanum. Dans þessi er sprottinn úr sorg danshöfundarins sem missti sálufélaga sinn, Mari, fyrir meira en áratug. Eftir þessa berskjölduðu og fallegu frásögn um ástina bregða dansarar aftur á leik. Komnir í jakkafötin aftur og setja upp hattana í leit að ævintýrum. Þeir ganga út í salinn und­ ir undirspili baráttusöngsins Somewhere over the rain­ bow og skima í kringum sig. Skyndilega eru þeir komnir inn í áhorfendaraðirnar og hver á eftir öðrum teygja þeir sig í einn áhorfanda og teyma þá síðan á eftir sér upp á svið. Þingkonur og borgarstjóri á svið Ólína Þorvarðardóttir þing­ kona var meðal þeirra sem voru teymd uppi á svið, sem og Þórólfur Árnason, fyrrver­ andi borgarstjóri. Útkoman var stórglæsileg og kom virkilega á óvart. Þeir áhorfendur sem fóru upp á svið stóðu sig ekki síður vel en dansarar flokksins. Eldri kona í leðurstígvélum sýndi karakter og var svo flott að ég og sessunautur minn stóð­ um upp til að klappa fyrir henni af einskærri hrifn­ ingu. Ólína Þorvarðardóttir dansaði eins og fagmaður og var afslöppuð og flott í þessum aðstæðum. Þórólfur Árnason var léttur í bragði og hafði greinilega af þessu mikið gaman. Þeir áhorf­ endur sem sátu eftir í salnum fögnuðu gríðarmikið. Klöpp­ uðu, blístruðu og hrópuðu. Ég hef aldrei upplifað aðrar eins tilfinningar á danssýn­ ingu. Þetta var byltingar­ kennt. Eins og að sjá í fyrsta skipti uppáhaldshljómsveit­ ina sína. Verkið er gríðar­ lega mikilvægt og skilur eftir sig reynslu og skilaboð í undirmeðvitundinni sem er frek. Skilaboðin snúa að því hversu mikilvægt það er að vera frjáls og aftur og aftur og aftur fékk áhorfandinn sömu áminningar í mismunandi formi, stíl eða bragði. Eða um það hversu mikilvægt það er að vera berskjaldaður og frjáls. Þessa sýningu verða allir að sjá. Bara ein spurning til dansara! Hvernig stóðust þið freistinguna að taka Geir Haarde úr áhorfendasal upp á svið að dansa? Það hefði verið bæði fallegt og epískt. Mögnuð lífsreynsla n Íslenski dansflokkurinn sýnir tvö verk í Borgarleikhúsinu Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Dans Großstadtsafari Danshöfundur: Jo Strömgren Tónlist: The Young Gods Ljósahönnum: Aðalsteinn Stefánsson Búningar: Raven (Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir) Aðstoð við búninga: Bára Hólmgeirs- dóttir Hár og förðun: Ísak Freyr Helgason Aðstoð við danshöfund: Maria Henriette Nygård, Gianluca Vincentini Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta Gísladóttir, Guðmundur Elías Knudsen, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á. Johnson, Steve Lorenz. Minus 16 Danshöfundur: Ohad Naharin Tónlist: Dean Martin, Yma Sumac, Rolley Polley, Dick Dale, Tractor’ s Revenge, Ohad Naharin, James Bowman, the Academy of Ancient Music, Marusha, og Chopin Ljósahönnun: Avi Yona Bueno Búningahönnun: Ohad Naharin Umsjón með búningum, leikmunum og sviðsmynd: Elín Edda Árnadóttir Æfingastjóri: Osnat Kelner Aðstoðarmaður æfingastjóra: Michal Sayfan Íslenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsinu Frábært verk Gott kvöld í Borgarleikhúsinu. MynD EyÞór ÁrnAson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.