Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 9
Fréttir 9Mánudagur 6. febrúar 2012 Sitja þrátt fyrir risatap Svona skiptist tapið Tap lífeyrissjóðanna á hluta- og skuldabréfum nam á árunum 2008 og 2009 389 milljörðum króna. Lauslega áætlað samsvarar það þeirri upphæð sem fimmtíu þúsund einstaklingar í fullri vinnu á meðallaunum greiða í lífeyrissjóð alla sína ævi, miðað við núverandi verðlag. Fram kemur í skýrslunni að tap sem rekja má til félaga tengdum Exista nam 171 milljarði króna og Baugi Group 77 milljörðum. Tapið á þessum viðskipta- blokkum vegi langþyngst í heildartapi lífeyrissjóðanna. Grafið sýnir á hvaða hlutabréfum lífeyrissjóðirnir töpuðu mest, stjórnendur félaganna og hvað upphæðin jafngildir ævi-lífeyrisgreiðslum margra launamanna. Forsendurnar útreikninganna miðast við launamann sem hefur 350 þúsund krónur í laun á mánuði. Hann greiðir um 170 þúsund í lífeyrissjóð á ári. Á 47 ára starfsævi greiðir hann rétt liðlega 8 milljónir í lífeyrissjóð. Kaupþing banki 95 milljarðar Ævilífeyrisgreiðslur 11.900 manns Forstjóri: Hreiðar Már Sigurðsson Glitnir banki 48 milljarðar Ævilífeyrisgreiðslur 6.000 manns Forstjóri: Lárus Welding Bakkavör Group 39 milljarðar Ævilífeyrisgreiðslur 4.900 manns Stjórnendur: Lýður og Ágúst Guðmundssynir Exista 37 milljarðar Ævilífeyrisgreiðslur 4.600 manns Aðaleigendur: Lýður og Ágúst Guðmundssynir Landsbanki Íslands 30 milljarðar Ævilífeyrisgreiðslur 3.800 manns Bankastjórar: Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson Straumur-Burðarás 26 milljarðar Ævilífeyrisgreiðslur 3.300 manns Aðaleigandi: Björgólfur Thor Björgólfsson Landic Property 12 milljarðar Ævilífeyrisgreiðslur 1.500 manns Aðaleigendur: Jón Ásgeir Jóhannesson (FL Group) og Pálmi Haraldsson (Fons) Þ etta þýðir mesta skerðingu til þeirra sem eru komnir á eða fara fljótlega á eftir- laun. Sjóðirnir hafa verið að skera niður lífeyrisgreiðslur og það kæmi mér ekki á óvart ef það væri að jafnaði 20 til 30 prósenta skerðing,“ segir Ingólfur H. Ingólfs- son, fjármálaráðgjafi og stjórnar- formaður Sparnaðar. Hvað varð- ar yngra fólk segir Ingólfur að það þurfi að bæta upp skaðann og það sé tíminn sem vinni það upp. „Því yngri sem menn eru því minni áhrif. Þeir sem eru hins vegar að fara á líf- eyrinn á næstu tíu árum munu ekki fá eins mikinn lífeyri og þeir hefðu fengið ef lífeyrissjóðirnir hefðu ekki tapað þessum fjárhæðum.“ Tefur um 10 til 15 ár Hann segir að menn hafi talað um að sjóðirnir yrðu fullburða og gætu uppfyllt ýtrustu kröfur um lífeyris- greiðslur þegar inngreiðslur yrðu jafnar lífeyrisgreiðslunum. „Þetta áfall mun tefja þetta um 10 til 15 ár frá því sem reiknað var með fyrir hrun. Það mun því taka miklu lengri tíma fyrir fólk að ná fullum lífeyris- réttindum.“ Auk þess gera útreikn- ingar lífeyrissjóðanna ráð fyrir að ávöxtun þeirra sé 3,5 prósent um- fram verðbólgu. Nái þeir því ekki yfir ákveðinn tíma verði þeir að grípa til aðgerða, eins og að skerða lífeyris- réttindi. Höggvið í sjóðinn Ingólfur segir að lífeyrissjóðunum hafi aldrei verið ætlað að greiða elli- lífeyrisþegum meira en 56 prósent af fyrri tekjum þeirra. „Þess vegna var viðbótarlífeyrissjóðinum komið á til þess að brúa bilið. Með því gæti fólk komist jafnvel upp í 80 prósent af fyrri launum. Nú hefur aldeilis verið höggvið í þann sjóð.“ Sjóðirnir ættu þó að geta unnið þetta upp með tím- anum en það muni líklega taka 10 til 15 ár. Allir finna fyrir þessu Aðspurður hvort þeir sem eru með viðbótarlífeyrissparnað hjá bönk- um eða tryggingarfélögum muni Eldri maður fær 80 þúsund á mánuði: Helmingurinn hefur gufað upp Margrét Tryggvadóttir birti frásögn á bloggsíðu sinni sem bar yfirskriftina „Hvað varð um peningana hans afa“. Þar segir kona frá þeirri stöðu sem afi hennar er í og hve lítið hann fær í lífeyris- greiðslur þrátt fyrir að hafa borgað í líf- eyrissjóð í 59 ár. Um er að ræða sjötugan mann sem hefur greitt í lífeyrissjóð frá því hann var 11 ára. Fram kemur að hann þurfi að verða 103 ára til að fá alla upp- hæðina, en meðal lífslíkur karlmanna á Íslandi eru 79 ár. Ef maðurinn félli frá núna fengi eiginkona hans 7 milljónir fyrir skatt. Maðurinn gæti fengið eingreiðslu núna upp á 11 milljónir króna, en af þeim færu tvær milljónir í skatt. Ef hann hefði lagt upphæðina inn á lágvaxtabók ætti hann 48 milljónir króna. Hann hefur því með öðrum orðum tapað stórlega á því að leggja peninginn í lífeyrissjóð. Hefur greitt 31 milljón Á inni 14,4 milljónir Fær á mánuði 80 þúsund Gamla fólkið verst úti sleppa við skerðingu segir Ingólf- ur að allir muni finna fyrir þessu. „Það hefur verið það sama. Hvort sem vörsluaðilinn er lífeyrissjóð- ur eða banki þá hafa menn orðið fyrir skerðingu á viðbótarlífeyris- sparnaði, bara í mismiklum mæli.“ Hann bendir á að þeir einu sem hafi ekki orðið fyrir neinum áföllum séu þeir sem greiddu í erlendu sjóðina, til dæmis Allianz. Hann hafi alltaf mælt með því að fólk borgi í erlenda sjóði. „Maður á aldrei að leggja allan sparnaðinn í sömu körfuna. Þar sem innlendi lífeyrissparnaðurinn er í ís- lenskum krónum hef ég ráðlagt fólki að hafa viðbótarlífeyrissparnaðinn í erlendri mynt. Ingólfur H. Ingólfsson Segir að því yngri sem þú ert því minna finnir þú fyrir tapinu. Skerðing Líf- eyrisgreiðslur munu skerðast í kjölfar taps lífeyrissjóðanna. Árni Guðmundsson Gildi Tap: 75,5 ma.kr. Laun 2009: 19,6 milljónir Árni hefur framkvæmdastjóri frá stofnun sjóðsins. Gunnar Baldvinsson Almenni lífeyrissjóðurinn Tap: 29,7 ma.kr. Laun og hlunnindi 2010: 15,8 milljónir Gunnar hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 1990. Ólafur Sigurðsson Stafir Tap: 29,4 Laun 2009: 17,2 milljónir Ólafur hefur verið framkvæmdastjóri sjóðsins frá stofnun. n Framkvæmdastjórar þeirra fimm sjóða sem töpuðu mest unnu allir hjá sjóðunum fyrir hrun n Eru með um fjórföld laun meðalmanns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.