Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 20
Róttæk hönnum hjá Ferrari n Alonso ánægður með áhættuna F ernando Alonso, ökuþór Ferr- ari-liðsins í Formúlu 1, segist styðja sitt lið fullkomlega hvað varðar róttæka hönnun nýja keppnisbílsins fyrir árið 2012. Segir Alonso að hann geti alveg talist fal- legur. Nýi bíllinn hefur vakið upp mikið umtal og eru langflestir sam- mála um að aldrei hafi Ferrari hann- að jafnljótan bíl. Formúlublaða- menn breska blaðsins The Guardian komu sér beint að efninu þegar þeir skrifuðu um nýja bílinn eftir að hann var opinberaður í höfuðstöðvum liðsins síðasta föstudag og sögðu hann hreinlega ljótan. Bíllinn í ár er mikið breyttur frá fyrri árum en Alonso er ánægður með breytingarnar. „Mér leið vel með bíl- inn alveg frá því ég sá hann fyrst. Mér líkar lögun hans og hvernig hann er hannaður. Maður fær smá sjokk fyrst þegar maður sér hann, sem mér finnst jákvætt. Mér finnst hann flottur og vonandi er hann bara hraðskreið- ur líka,“ sagði Alonso við kynninguna. Liðsfélagi Alonsos, Felipe Massa, er einnig ánægður með bílinn og er feginn því að Ferrari hjakki ekki í sömu hjólförum og aðrir þegar kemur að því að smíða nýja bíla. „Útlitið á bílnum er mjög agressíft. Mér finnst frábært að við verðum með öðruvísi bíl og séum ekki eins og allir aðrir á brautinni. Við þurfum samt að venjast nýja nefinu. Það er svolítið sérstakt vegna nýju reglnanna. En að nefinu fráskildu er bíllinn mjög flottur og við vonumst til þess að hann verði samkeppnishæfur frá byrjun,“ segir Massa sem verður að standa sig í ár því annars fær hann ekki nýjan samning á næsta ári. 20 Sport 6. febrúar 2012 Mánudagur G ylfi Sigurðsson, landsliðs- maður í fótbolta, hefur margoft ítrekað hversu vel honum líður á Bretlands- eyjum og hversu vel hann kann við enska boltann. Hann hefur heldur betur verið að sanna það eft- ir endurkomu sína í enska boltann með Swansea. Áður en Gylfi hélt til Hoffenheim í Þýskalandi hafði hann skorað nánast að vild í Champions- hip-deildinni og nú hefur það tek- ið hann mettíma að aðlagast ensku úrvalsdeildinni. Um helgina skor- aði hann eitt og lagði upp sigurmark Swansea sem vann aðeins sinn ann- an útisigur á leiktíðinni er Wales- verjarnir lögðu West Brom á útivelli. Þjálfari Gylfa, Brendan Rodgers, er í skýjunum með sinn mann sem og stuðningsmenn liðsins sem létu heyra í sér eftir leikinn. Velska Barcelona WBA komst yfir á heimavelli á laug- ardaginn með marki Marcs Antoine- Fortune á 53. mínútu. Það voru ekki liðnar tvær mínútur þegar Gylfi jafn- aði metin fyrir Swansea með sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni. Fjórum mínútum síðar lagði Gylfi svo upp sigurmarkið fyrir Swansea og tryggði aðeins annan útisigur liðs- ins á leiktíðinni. Það var ekki bara að Gylfi ætti þátt í báðum mörkunum heldur drottnaði hann yfir miðjunni og átti varla feilsendingu. Hann var valinn maður leiksins á Sky og fékk 9 fyrir sína frammistöðu, hæstu ein- kunn allra. Það er ekki að ástæðulausu að sumir hafa grínast með að Swan- sea sé hið velska Barcelona. Brend- an Rodgers, stjóri liðsins, lætur sína menn spila boltanum á milli sín all- an leikinn til að reyna að lokka and- stæðinginn úr stöðu. Þessi spila- mennska hentar Gylfa vel enda er Gylfi bestur þegar boltinn er á jörð- inni og liðið hans spilar fótbolta. Til marks um það hafa yfir 80 prósent sendinga Gylfa á samherja heppnast í fyrstu fjórum leikjum hans í úrvals- deildinni. Leikstíll Swansea kristallaðist í sigurmarkinu því liðið hafði haldið boltanum í tæpar tvær mínútur og var sendingin sem Gylfi fékk sú átj- ánda í röð á milli liðsmanna Swan- sea. Sú nítjánda var svo stoðsending Gylfa á Danny Graham sem skoraði sigurmarkið. Sambabolti í snjónum. Þurfti ekki að sannfæra Gylfa Það er engin tilviljun að Gylfi end- aði í Swansea en þjálfari liðsins er Brendan Rodgers, sá hinn sami og gaf Gylfa sitt fyrsta tækifæri hjá Read- ing. Rodgers var himinlifandi eftir sigurinn á WBA og hrósaði íslenska landsliðsmanninum í hástert. „Gylfi er virkilega hæfileikaríkur leikmað- ur. Ég hef haldið sambandi við hann alveg síðan hann spilaði fyrir mig hjá Reading. Ég vissi að hann yrði frábær viðbót fyrir þennan klúbb og að hann myndi smellpassa í liðið,“ sagði Rod- gers á vefsíðu Swansea eftir leikinn. Hann bætti við: „Ég gaf honum tækifærið hjá Reading þannig að ég vissi allt um hann. Mér fannst við þurfa á sóknarsinnuðum miðju- manni að halda fyrir seinni hluta tímabilsins og hann er maðurinn sem okkur vantaði,“ sagði Rodgers sem þurfti ekki að sannfæra Gylfa um að ganga til liðs við Swansea. „Það þurfti ekkert að tala hann til. Hann veit hvernig ég starfa. Ef ég sé hæfileika vil ég nota þá í liðið. Eftir að ég setti hann í liðið hjá Reading skoraði hann rúmlega tuttugu mörk. Lífið hefur verið honum erfitt í Hof- fenheim að undanförnu því hann er búinn að vera með þrjá þjálfara þar. En Gylfi er klár strákur. Hann elsk- ar breska boltann og veit hvernig ég vinn,“ sagði Rodgers. Frábærar umsagnir „Gylfi Sigurðsson leiðir Swansea til aðeins annars útisigurs liðsins,“ var fyrirsögnin á leikskýrslu The Sunday Mirror um sigur Swansea á West Brom. Það var ekki þverfótað fyrir góðum umsögnum um Gylfa í leiknum enda ekkert annað hægt eftir frammistöðu hans. „Svalur Sig- urðsson heldur Swansea á siglingu,“ var fyrirsögnin í leikskýrslu blaðsins The Independent en Swansea hefur gengið vel eftir komu Gylfa. Í fyrsta leik sínum spilaði hann seinni hálf- Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Fótbolti Hannaður fyrir enska boltann n Gylfi Sigurðsson var maður leiksins í sigri Swansea á WBA um helgina n Twitter logaði Sérfræðingarnir n Adrian Durham, útvarpsmaður hjá talkSPORT: „Sigurðsson – bestu kaupin í félagaskiptaglugganum? Hver segir svo að það sé ekki að hægt að kaupa nein gæði í janúar? Gylfi hefur alltaf haft hæfileika.“ n Matt Law, fótboltapenni hjá The Daily Express: „Sigurðsson er virkilega góður. Flott hjá Swansea að fá hann á láni. Rodgers þjálfari er virkilega að hugsa út fyrir kassann.“ n John Bradley, fótboltalýsandi á ESPN: „Er mjög hrifinn af Gylfa Sigurðssyni. Var frábær í hvert einasta skipti sem ég sá hann hjá Reading. Virkilega góður á boltann.“ n Robert Lancaster, íþróttafréttamaður hjá Sky Sports: „Er mikill aðdándi stráksins Sigurðssonar eftir að hafa fylgst með honum hjá Swansea. Hann verður frábær kaup fyrir Swansea.“ Stuðningsmenn Swansea n Callum Barlow: „Ég vil fá Sigurðsson til frambúðar hjá Swansea. Teiknaðu upp samning EINS OG SKOT herra Rodgers.“ n Emily Lewis: „Vildi óska þess að við gætum fengið Sigurðsson til frambúðar. Svo fallegur.“ n Joe Grandon: „Við ÞURFUM að semja við Sigurðsson til frambúðar. Algjör topp- maður.“ n Adam Benito Galdo: „Gylfi Sigurðsson er búinn að vera frábær fyrir Swansea. Hef hann í miklum metum. Flottur strákur.“ n Liam Kiely: „Ég væri til í að Tólf dagar til jóla-lagið um Cantona væri fært yfir á Gylfa Sigurðsson. Hversu flott yrði það?“ Aðrir n S.P. Reilly: „Gylfi Sigurðsson gæti endað með því að verða bestu félagaskiptin í janúarglugganum.“ n Martyn Coffey: „Sigurðsson verður betri leikmaður en Gerrari að mínu mati. Besti leikmaður sem ég hef séð í Reading- treyjunni. Verður ekki lengi hjá Swansea.“ n Simon Charles: „Hoffenheim rétt nær að vinna Augsburg í þýsku deildinni en svo lána þeir leikmenn eins og Obasi og Sigurðsson sem skora mörk. Úthugsað.“ n Ricky Bent: „Var að horfa á Match of the day. Eins og ég hef sagt áður þá er Gylfi Sigurðsson í allt öðrum klassa en aðrir og mun spila fyrir eitt af toppliðunum bráðlega.“ Talað um Gylfa á Twitter Ekki gaman Gylfi var inn og út úr liðinu hjá Hoffenheim og vildi því komast burt. Umdeild hönnum Ekki finnst öllum nýi Ferrari-bíllinn flottur. MynD REUtERS Ronaldo vill aftur til Englands Enn einn ganginn er því slegið upp í breskum blöðum að Cris- tiano Ronaldo vilji fara aftur í ensku úrvalsdeildina. Um helgina greindi Sunday Express frá því að 27 ára gamli Portúgalinn hefði sagt vinum og vandamönnum frá því að hann saknaði United og væri óánægður með stuðnings- menn Real eftir að þeir efuðust um metnað hans fyrr á tímabilinu. Manchester City og Chelsea eru sögð vera tilbúin að slá félaga- skiptametið fyrir hann þó endur- koma til United sé ekki ólíkleg. Ronaldo spilaði með United frá 2003–2009 og vann deildina þrí- vegis. „Gerið mig að píslarvotti“ Breski ríkissaksóknarinn hefur staðfest að færslur vandræða- gemsans Joeys Barton á Twitter, sem hann ritaði um John Terry eftir að fyrirliðabandið var tekið af honum hjá enska landsliðinu, séu nú til rannsóknar. Barton fór ófögrum orðum um fyrirliðann en Barton er alveg sama. „Ég skal glaður fara í fangelsi í einn mánuð í nafni málfrelsis. Ég hef ekkert út á það að setja. Gerið mig að píslar- votti,“ ritaði Barton á Twitter eftir að hann heyrði fréttirnar. Barton hefur verið að gera allt vitlaust á Twitter síðan hann skráði sig þar og staðið í rifrildum við nánast alla blaðamenn á Englandi. Ekki á eftir Bale Andoni Zubizarreta, fyrrverandi markvörður Barcelona og núver- andi yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, neitar því staðfastlega að Katalóníurisinn sé í viðræðum við Tottenham um kaup á Gareth Bale. „Það er ekki satt að ég hafi verið í Lundúnum að semja við nokkurn mann. Ég hef sagt það þúsund sinnum að níutíu prósent þeirra leikmanna sem við viljum í aðalliðið okkar eru annaðhvort í því eða hluti af unglingastarfi okk- ar,“ sagði Zubizarreta við spænska fjölmiðla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.