Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 8
F jögur hundruð og áttatíu milljarða króna tap lífeyris- sjóðanna þrjátíu og tveggja vegna efnahagshrunsins jafn- gildir því að hver þeirra 250 þúsund Íslendinga sem eiga réttindi í sjóðunum tapi um tveimur milljón- um króna. Það samsvarar iðgjöldum meðal launamanns í heil tólf ár. Þrátt fyrir þetta og harða gagnrýni sem birtist í nýútkominni skýrslu um lífeyrissjóðina sitja fjórir af fimm framkvæmdastjórum þeirra sjóða sem mestum peningum töpuðu enn við stjórnvölinn. Sá fimmti tók við árið 2009, Guðmundur Þ. Þór- hallsson hjá Lífeyrissjóði verslunar- manna, en hann hafði áður starfað í 12 ár hjá sjóðnum, meðal annars sem forstöðumaður eignastýringar. Framkvæmdastjórarnir hafa á bilinu 15 til 20 milljónir í laun á ári, eða samtals 89,1 milljón króna. Með- allaun á Íslandi eru um 4,2 milljónir króna á ári. Laun og hlunnindi þess- ara fimm manna jafngilda árslaun- um 21 Íslendings með meðaltekjur. Hver þeirra hefur að jafnaði tekjur sem nema um fjórföldum launum meðalmannsins. Hér til hliðar má sjá hvaða menn um ræðir. Hörð gagnrýni skýrsluhöfunda Svört skýrsla um lífeyrissjóðina kom út á föstudag. Í henni eru alvarleg- ar athugasemdir gerðar við fjárfest- ingar lífeyrissjóðanna, eftirlit með sjóðunum 32 og lagaumhverfi þeirra í aðdraganda efnahagshrunsins. Í skýrslunni kemur fram að innra eft- irliti sjóðanna og eftirliti Fjármála- eftirlitsins hafi verið ábótavant og ráðast þurfi í heildarendurskoðun á lögum í kjölfar skýrslunnar. Heimild- ir til fjárfestinga voru rýmkaðar á ár- unum fyrir hrun án nægjanlegrar að- gátar og endurskoðendur litu ekki á það sem hlutverk sitt að fylgjast með aðferðum sjóðanna við mat eða gæð- um fjárfestinga. Óvarlega hafi verið farið með gjaldmiðlavarnir og mati á gæðum fjárfestinga, áhættuþáttum og eftirliti með þeim hafi víða verið ábótavant. Í ályktunum nefndarinnar segir einnig að of mikið hafi verið fjárfest í tengdum fyrirtækjum og óvarlega hafi verið fjárfest í óhefðbundnum fjármálagerningum, svo sem vafn- ingum og skuldabréfastrúktúrum. Í skýrslunni segir að endurskoð- endur þeirra virðist almennt ekki hafa talið það í sínum verkahring að fylgjast með aðferðum þeirra við mat né gæðum fjárfestinga. Telur nefndin einsýnt að slíkt eftirlit hefði þó verið á færi endurskoðendanna. Gagnrýna rekstrarkostnaðinn Margir af stærstu lífeyrissjóðunum hafa sætt gagnrýni vegna hás rekstr- arkostnaðar. Þær raddir eru orðnar háværari nú þegar fyrir liggur að líf- eyrisgreiðslur skerðist verulega, að- allega vegna glataðra eða óvandaðra fjárfestinga. Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR, hefur verið dug- legur að benda á það sem betur má fara. Í samantekt sem hann gerði árið 2010 um rekstur sex stærstu líf- eyrissjóðanna árið 2009 kemur fram að rekstrarkostnaðurinn nam rúm- lega 2,1 milljarði króna, þar af nam launakostnaður rúmlega 1,1 milljarði króna. Æðstu stjórnendur fengu rúm- lega 105 milljónir króna í laun, sem rímar við þær upphæðir sem koma fram hér að ofan. Ragnar Þór lýsti launakostnaðinum sem glórulausum en úttektina vann hann upp úr árs- skýrslum sjóðanna. Lífeyrissjóðirn- ir sem um ræðir eru Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stapi líf- eyrissjóður og Stafir. Hætti því lækka átti launin Þrátt fyrir gríðarlegt tap stærstu líf- eyrissjóðanna og svimandi há laun framkvæmdastjóra þeirra hefur ekki komið fram vilji meðal þeirra eða stjórnarmanna til að lækka launin. Þvert á móti má nefna að Þorgeir Eyj- ólfsson, fyrrverandi forstjóri Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna, sem tapaði 80 milljörðum króna í hruninu, mest á innlendum hlutabréfum, hætti hjá sjóðnum í mótmælaskyni við að laun- in hans áttu að taka mið af launum viðskiptaráðherra. Hann fékk greidd- ar 33 milljónir samkvæmt starfsloka- samningi og gerðist framkvæmda- stjóri eignastýringasviðs MP banka. DV greindi einnig frá því í febrú- ar 2009 að Þorgeir æki um á þrettán milljóna króna lúxusjeppa af gerð- inni Cadillac Escalade – í boði sjóðs- ins. Bíllinn var keyptur í janúar 2008. „Þetta er hluti af mínum starfskjör- um,“ sagði Þorgeir en fram kom að eldsneytiskostnaður væri líka hluti af þeim. Fram kom að svona bíll eyddi um 25 lítrum á hundraði í akstri inn- anbæjar. Það tæki láglaunamanneskju meira en 100 ár að borga lúxusjepp- ann með fjögurra prósenta iðgjöldum. Einn sjóður í 30 boðsferðir á fjórum árum Eins og fjallað er um á næstu opnu er nokkuð algengt að þeim sem stýra sjóðunum sé boðið í utanlandsferð- ir af þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir fjárfesta í. Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR, kemur fram að á árunum 2004 til 2008 hafi starfsmenn sjóðsins far- ið í alls 30 boðsferðir til útlanda á tímabilinu sem um ræðir. Þær voru greiddar af öðrum en sjóðnum, svo sem útgefendum verðbréfa eða sölu- aðilum þjónustu. Þeir sem fóru í ferðirnar voru sex núverandi og fyrr- verandi starfsmenn við eignastýr- ingu hjá sjóðnum. DV spurði Hauk Hafsteinsson, framkvæmdastjóra sjóðsins, nánar út í þessar boðsferðir í byrjun janúar en svar við þeim fyrirspurnum hefur ekki borist þrátt fyrir að mánuður sé nú liðinn. 8 Fréttir 6. febrúar 2012 Mánudagur Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is Ektafiskur hefur ætíð og eingöngu notað vottað matvælasalt frá Saltkaupum í allar sínar vörur! Þessigamligóði virðing gæði Sitja þrátt fyrir risatap Haukur Hafsteinsson Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Tap: 101,5 ma.kr. Laun 2009: 18,3 milljónir Guðmundur Þ. Þórhallsson Lífeyrissjóður verzlunarmanna Tap: 80,3 ma.kr. Laun 2009: 18,2 milljónir Guðmundur hafði áður starfað í tólf ár hjá sjóðnum og verið framkvæmdastjóri frá því í júní 2009. Þar áður starfaði hann sem for- stöðumaður eignastýringar hjá sjóðnum. n Öllum starfandi mönnum er skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði og greiða til hans ákveðinn hundraðshluta af launum sínum. n Sjóðfélagi greiðir 4 prósenta iðgjald af launum og launagreiðandi 8 prósenta mótframlag. n Réttindi þín í lífeyrissjóðum miðast við þau iðgjöld sem þú hefur greitt til þeirra á starfsævinni. n Almannatryggingakerfið tryggir öllum lágmarkslífeyri, einnig þegar lítið eða ekkert hefur verið greitt í lífeyrissjóð. n Lífeyrir lífeyrissjóða er verðtryggður. n Réttindi eru misjöfn eftir lífeyrissjóðum. n Mikilvægt er að fylgjast vel með hvort iðgjöld sem dregin eru af launum skili sér. n Launamenn og sjálfstæðir atvinnu- rekendur geta greitt allt að 4 prósent af heildarlaunum sínum sem viðbótariðgjöld til lífeyrissparnaðar. n Töku viðbótarlífeyris má hefja þegar 60 ára aldri er náð og má þá taka hann út í einu lagi. n Greiðslur úr viðbótarlífeyrissparnaði skerða ekki bætur frá almannatrygg- ingum. Svona virka lífeyrissjóðirnir n Framkvæmdastjórar þeirra fimm sjóða sem töpuðu mest unnu allir hjá sjóðunum fyrir hrun n Eru með um fjórföld laun meðalmanns „Hver þeirra hefur að jafnaði tekjur sem nema um fjórföldum launum meðalmannsins. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Svört skýrsla Í skýrslunni eru lífeyris- sjóðirnir harðlega gagnrýndir fyrir fjár- festingar sínar. Eftirliti FME var ábótavant og lagaumhverfið þarf að endurskoða. Margt fór aflaga, ef marka má skýrsluna. Heildartap lífeyrissjóða LSR og LH: 101.528 m.kr. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: 80,3 ma.kr. Gildi: 75,5 ma.kr. Almenni lífeyrissjóðurinn: 29,7 ma.kr. Stafir: 29,4 ma.kr. Mótmælti með því að hætta Þorgeir Eyjólfsson, fyrrverandi forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hætti þegar til stóð að lækka launin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.