Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Þ að er samþykki fyrir því að þeir sem bera mesta ábyrgð í samfé- laginu fái hærri laun en aðrir. Framkvæmdastjóri einn tapaði 41 milljarði króna af peningum almennings. En hann missti ekki vinnuna. Ekki aðeins hélt hann vinnunni, heldur fékk hann hærri laun en en Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri og Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra árið 2010. Yfir Lífeyrissjóði starfsmanna rík- isins er stjórn, sem hefur ákveðið að Haukur Hafsteinsson framkvæmda- stjóri beri ekki ábyrgð á 41 milljarðs tap- inu. Stjórnin hefði ekki haldið honum í starfi ef hún teldi að hann bæri ábyrgð- ina. Að því leyti fær framkvæmdastjór- inn há laun, án þess þó að bera ábyrgð. Allir helstu bankastjórar landsins hafa verið látnir fara. Stjórnendur helstu fjármálafyrirtækja líka. Ástæðan var að þeir þóttu bera hluta af ábyrgðinni fyrir því hvernig fór. Þeir reyndu þó og reyna enn að réttlæta störf sín með því að vandinn hafi verið utanaðkomandi og handan þeirra ábyrgðar. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra er ósáttur við Ríkisútvarpið. Ástæðan er að sagt var frá því í fréttum að hann hefði verið stjórnarformað- ur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem tapaði rúmlega hundrað milljörð- um króna. Ögmundi þótti fréttaflutn- ingurinn „fráleitur“. Því Ögmundur var stjórnarformaður árið 2007 og sjóð- urinn græddi þá 16 milljarða, eins og hann sagði sjálfur frá. Það var ekki fyrr en árið eftir sem eignabólan sprakk og eignirnar, sem sjóðurinn græddi áður á, urðu verðlausar. Eins og Ögmundur sagði þegar hann útskýrði skammir sín- ar: „Ég er einfaldlega að benda á hve frá- leitur fréttaflutningur Sjónvarpsins var... að tengja tap LSR í hruninu frá haustinu 2008, stjórnarsetu minni á árinu 2007.“ Hann var að vísu í stjórn 2008 líka og fékk fyrir það 1,2 milljónir í laun yfir árið, þótt honum þyki fráleitt að vera tengdur við sjóðinn nema árið áður. Á sama hátt mætti segja að það sé fráleitt að tengja saman góða stöðu rík- issjóðs í góðærinu, sem var hluti af sjúk- dómseinkennum bólunnar, og hrunið sem kom sem afleiðing af bólunni. „Staðreyndin er náttúrlega sú að heimur kapítalismans er heimur breyti- leika,“ útskýrði Ögmundur. Geir Haarde hefur líka bent á að þetta hafi verið al- heimsvandi og „fjárhagslegur fellibyl- ur“ sem hann réð ekkert við. En sú stað- reynd að það komi vond veður kemur ekki í veg fyrir að hópur fólks hefur þá ábyrgð að passa að veðrið skaði okkur ekki; að hús hrynji ekki, skip sökkvi ekki og flugvélar hrapi ekki. Útþynning ábyrgðarinnar er út- breidd vörn. Framkvæmdastjóri lífeyr- issjóðs ber ekki ábyrgð, stjórnarmenn ekki heldur og stjórnarformaður ekki heldur. Á endanum ber enginn ábyrgð. Það mætti færa rök fyrir því að banka- stjórarnir hefðu átt að fá að halda áfram sínum störfum, vegna þess að bank- arnir féllu vegna lausafjárskorts sem átti upptök sín í Bandaríkjunum. Hvers vegna hefur verið skipt um alla banka- stjóra, en framkvæmdastjóri sem tapaði 41 milljarði af almannafé situr ennþá? Sömu stjórnendur eru í flestum þeim lífeyrissjóðum sem töpuðu mestu. Þeir skulda okkur að lágmarki að segja allan sannleikann um það sem þeir gerðu eða gerðu ekki þegar þeir töpuðu peningunum okkar. Í nýrri úttekt á fjárfestingarstefnu og ákvarðanatöku lífeyrissjóðanna er samt ekkert fjallað um hvaða áhrif boðs- ferðir höfðu á fjárfestingarstefnu og ákvarðanatöku lífeyrissjóðanna. Þegar DV spurði Hauk framkvæmdastjóra út í boðsferðir í apríl árið 2008 sagði hann að reglan væri sú að starfsmenn lífeyris- sjóðsins þægju ekki boðsferðir. Á dög- unum kom í ljós á Alþingi að boðsferð- irnar voru þrjátíu hjá sjóðnum hans. Fyrir mánuði sendi DV aftur fyrirspurn á Hauk, þar sem hann var beðinn um lista yfir ferðirnar. Hann hefur ekki svar- að. Við vitum í það minnsta að í kapítal- ískum heimi breytileika hefur þetta ekki breyst. Þakka dómaranum n Umfjöllun DV um ráð- gjafarstörf Róberts Spanó, lagaprófessors við HÍ, fyrir Baldur Guðlaugsson vakti at- hygli. Róbert fjallar um mál Baldurs í nýrri lögfræðibók sinni. Í for- mála þakkar hann fjöl- mörgum fyrir aðstoð við vinnslu henn- ar. Meðal þeirra er Benedikt Bogason hæstaréttardómari en hann er einn af þeim sem mun dæma í máli Baldurs. Hafa margir af því áhyggjur að mál Baldurs fái ekki hlut- lausa meðferð í Hæstarétti þar sem bæði Benedikt og Ólafur Börkur Þorvaldsson, náfrændi Davíðs Oddssonar aldavinar Baldurs, dæma í máli hans. Faldi fréttina n Aðkoma Ólafs Barkar Þor- valdssonar að innherjasvika- máli Baldurs Guðlaugssonar í Hæstarétti hefur rifjað upp fyrir mönnum afskipti Dav- íðs Oddssonar af opinberri umræðu um málið. Blaða- menn Mogg- ans voru fyrst- ir til að þefa uppi rann- sóknina á sín- um tíma og unnu frétt um málið, sem var þó ekki birt í blaðinu í marga daga þar sem Davíð mun hafa talið að hún væri röng. Stöð 2 sagði fréttina um Baldur viku síðar. Davíð virðist hafa ætlað sér að þegja um rannsóknina á lögbrotum vinar síns. Bingi frímúrari n Sú saga gekk í síðustu viku að Björn Ingi Hrafnsson eigandi Vefpressunnar væri genginn í Frímúrara- regluna. Björn Ingi hefur átt í miklum erfið- leikum með rekstur fjöl- miðla sinna og gjaldþrota félag hans Caramba skilur eftir sig mörg hundruð millj- óna króna skuldir. Vitað er að félagar í Frímúrareglunni aðstoða gjarnan reglubræður þegar á móti blæs. Þegar DV spurði Björn Inga um málið kom í ljós að hann hefur verið meðlimur í Frímúrararegl- unni um margra ára skeið. Póstur á vergangi n Brynjar Níelsson lögmaður gengur mjög langt í störfum sínum fyrir umbjóðendur sína og fer gjarnan mikinn á bloggi og í blaðagreinum. Lögmann- inum er sérstaklega uppsigað við þá sem fjalla um helstu gerendur hrunsins enda starf- ar hann fyrir margra þeirra. Eitt sinn mun Brynjar hafa verið sérlega ánægður með að Sigurður Einarsson Kaup- þingsmaður hafi skotið á Sölva Tryggvason fjölmiðlamann í blaðagrein vegna umfjöllunar hans um bankann. Brynjar sendi Sigurði tölvupóst með skensinu og göntuðust þeir sín á milli. Póstarnir lentu óvart á röngu netfangi og fékk viðkomandi þar innsýn í hug- arheim þeirra félaganna. Drengirnir eru orðnir svo litaðir af klámi María Lilja Þrastardóttir um fyrstu kynlífsreynslu ungra kvenna. – DV Hann hefur ekki svarað Á síðasta ári fór fram undir- skriftasöfnun þar sem for- setinn var hvattur til að vísa Icesave-samningi Buchheits til þjóðarinnar. Slíkur nafna- listi gæti auðvitað talist vera góð og gild röksemd hjá forsetanum ef þetta verk hefði verið unnið af heilindum, en slíku var ekki til að dreifa í þessu tilfelli. Þegar farið var á netið sást hvernig tölur hækkuðu dag frá degi, en engar upplýsingar fengust um hverjir væru á listanum og því var ógjörningur að ganga úr skugga um hvort fjöldi þátt- takenda væri réttur. Auk þess gat hver sem er hlaðið inn nöfnum og kenni- tölum fjölskyldumeðlima sinna, vina, kunningja og vinnufélaga án þeirra samþykkis og vitneskju, því að leyndin sem umlukti listann var algjör. Þessi torkennilegi nafnalisti var kærður til Persónuverndar, sem úr- skurðaði að aðstandendur hans hefðu brotið lög um persónuvernd. Aðferðin við undirskriftasöfnunina var því dæmd ólögleg og þar af leiðandi var þessi undirskriftalisti ógildur. Rök- semd Ólafs Ragnars forseta til stuðn- ings hinum meingallaða lista stóðst þannig engan veginn. Skýlaust brot Nú er komin í gang undirskriftasöfn- un, þar sem skorað er á forsetann að bjóða sig fram á nýjan leik í sumar. Ekki er að sjá að stuðningsmenn Ólafs Ragnars hafi leitast á nokkurn hátt við að betrumbæta vinnubrögðin frá Icesave-málinu 2011, því að hér er ná- kvæmlega sama leynibruggið á ferð- inni: Engar upplýsingar eru gefnar um aðstandendur listans, engin vitneskja fæst um hverjir eru skráðir og því er alls óvíst hvort tölur um fjölda undir- skrifta séu réttar. Og vegna hinnar al- gjöru leyndar getur hver sem er sett inn nöfn og kennitölur annarra án þeirra vitundar og vilja. Leynibrallið er sem sagt alltumlykjandi þennan nafnalista, sem þýðir aðeins eitt: Þetta er skýlaust brot á lögum um pers- ónuvernd. Þessi undirskriftalisti er af þessum sökum jafn ólöglegur og list- inn í Icesave-málinu á síðastliðnu ári. Ætlar forsetinn að taka við þessum löglausa nafnalista og setja á laggirnar símhringingarþjónustu á vegum emb- ættisins í samstarfi við þá aðila sem standa að gerð listans, og taka nokkrar sýndar- stikkprufur á kolólöglegum leynilista, eins og átti sér stað fyrir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu? Þjóð- höfðinginn var þá kominn í bullandi hagsmunagæslu í eigin háttvirta þágu. Ætlar Ólafur Ragnar að endurtaka þann fáránlega skrípaleik um nafna- lista sem fer gegn lögum landsins? Og það má forsetinn vita, að sýndar- mennsku-kattarþvottur breytir engu um ólögmæti undirskriftalistans. Best geymdir á öskuhaugunum Í þessari stöðu virðist ráðlegast fyrir forsetann að hafa samband við léns- menn sína og skipa þeim að leggja þegar í stað af vinnslu þessa nafna- lista, sem er auðvitað ekkert annað en löglaus bastarður fyrir sakir hinna óheiðarlegu vinnubragða, er huldu- vinir Ólafs Ragnars hafa auðsjáanlega beitt eftir sinni bestu getu. Slíkir und- irskriftalistar eru best geymdir á ösku- haugunum. Persónuvernd þarf að fara í saumana á þessu máli. Þetta undirskriftasöfnunarmál tengist almannahag. Ráðamenn sam- félagsins mega ekki komast upp með bellibrögð og blekkingar til að gæta eigin valdahagsmuna. „Ætlar Ólafur Ragnar að endurtaka þann fáránlega skrípaleik um nafnalista sem fer gegn lögum landsins? Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 6. febrúar 2012 Mánudagur Aðsent Tryggvi Gunnarsson kennari Ólöglegur undirskriftalisti Gróðursetti ást- ina í hjarta mér Leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir um þriðja eiginmann sinn. – DV „Á dögunum kom í ljós á Alþingi að boðsferðirnar voru þrjátíu. Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.