Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 6. febrúar 2012 Mánudagur Kletthálsi 7 - Reykjavík Fuglavík 18 - Reykjanesbæ Furuvöllum 15 - Akureyri Pallettu tjakkur EP Pallettu-tjakkur 2 tonna lyftigeta 31.990,- S tarfsmenn og stjórnendur lífeyrissjóðanna þáðu boðs- ferðir í boði banka og fjár- málafyrirtæki. Fjölmörg dæmi sýna fram á að slíkar ferðir hafi verið farnar. Um er að ræða bæði kynningarferðir og boðsferð- ir. Þær fyrri eru þá borgaðar af sjóð- unum sjálfum en boðsferðir af þeim sem bjóða. Í nýútgefinni skýrslu um lífeyrissjóðina kemur fram að flestir sjóðir hafi sett sér siðareglur um slík- ar ferðir, eftir hrun, en það sé áber- andi að einungis örfáir sjóðir hafi sett slíkar reglur fyrir hrun. Í tengslum við það eru nefndir Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. 800 milljónir færðar eftir ferð Í Kastljósi Sjónvarpsins á föstudags- kvöld sagði Hrafn Bragason, einn skýrsluhöfunda, að ákveðið hefði ver- ið að fjalla ekki um boðsferðir í skýrsl- unni. Hann svaraði því til að ekki hefði þótt þörf á því þar sem lífeyrissjóðirn- ir hefðu í flestum tilfellum sjálfir sett sér nýjar siðareglur sem sneru að þess konar ferðum. Með því hefðu stjórn- endur sjóðanna sjálfir tekið afstöðu til þessara ferða og viðurkennt að þær væru ekki í lagi. Töldu skýrsluhöfund- ar þar af leiðandi óþarft að rannsaka ferðirnar frekar. „Bæði fannst okkur að þetta væri ekki mikilvægt fyrir það verkefni sem okkur var fengið. Líka hafði rannsóknarnefnd Alþingis verið á þessum nótum. Við töldum að okk- ar kraftar væru betur settir í því sem við vorum að gera,“ sagði Hrafn í Kast- ljósinu. „Hljómar auðvitað ekki vel“ Margt er þó á huldu varðandi boðs- ferðirnar og hvort þær hafi haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem stjórnuðu sjóðunum. Í Kastljósinu kom einn- ig fram að fengist hefði staðfest hjá framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins að tveir starfs- menn á vegum sjóðsins hefðu farið til Tékklands í september árið 2008 í boði Straums. Þar kom fram að heimildir hermdu að stuttu eftir að starfsmennirnir hefðu komið heim úr boðsferðinni hefðu þeir skipt bréf- um úr bönkunum fyrir bréf í Straumi fyrir nærri 800 milljónir króna. Hrafn lýsti grunsemdum um við- skiptin í Kastljósinu. „Að þeir geri þetta strax eftir þessa ferð hljómar auðvitað ekki vel... Þegar við komum að þessu þá eru þeir búnir að setja þessar reglur þannig að við töldum þá bara að þetta væri viðurkenning á því að þeir teldu þetta hafa verið óeðlilegt.“ Tvísaga forstjóri Og þetta er ekki eina dæmið. Árið 2009 varð talsverð umræða um boðs- ferðir lífeyrissjóðanna. Í frétt DV frá október 2009 var Sævar Helgason, forstjóri Íslenskra verðbréfa, spurð- ur hvort mönnum á vegum lífeyris- sjóðanna hefði verið boðið í laxveiði í Ytri-Rangá. Forstjórinn neitaði í fyrstu og sagði að þeim hefði ekki verið boðið heldur hefðu þeir borg- að fyrir ferðina sjálfir. Seinna um daginn leiðrétti hann sig og játaði að fyrirtækið hefði kostað ferðina. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga sagðist hafa þegið slíka ferð ásamt öðrum starfsmanni sjóðs- ins. Fleiri lífeyrissjóðstarfsmenn staðfestu að þeir hefðu þegið slíkar boðsferðir í boði Íslenskra verðbréfa fyrri ár en þeir hefðu borgað fyrir ferðina í þetta skiptið. Þáði boð í laxveiðiferð Í samtali við Fréttablaðið í mars árið 2009 staðfesti Sigrún Braga- dóttir, framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, að hún hefði farið í fjögurra daga ferð til Moskvu árið 2007 á vegum Glitnis. Í þessa sömu ferð fór einnig starfsmaður frá Lífeyrissjóði bænda og framkvæmdastjóri Almenna líf- eyrissjóðsins ásamt tveimur stjórn- armönnum. Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Stafa lífeyrissjóðs, staðfesti einnig í þessari sömu grein að starfs- menn á vegum sjóðsins hefðu farið í fjórar utanlandsferðir og eina inn- anlandsferð árið 2007 og þrjár ferð- ir 2006. Hjá Stöfum hefðu verið tekn- ar upp nýjar siðareglur árið 2008 og eftir það gilti sú meginregla að Stafir borguðu kostnað við þess konar ferð- ir en dæmi væru um að sá sem byði í ferðina borgaði ferðir og uppihald. Sjálfur þáði framkvæmdastjórinn boð í laxveiðiferð innanlands árið 2006 áður en lögin tóku gildi og eft- ir að lögin tóku gildi hafði hann þeg- ið boð í allavega tvær ferðir, tveggja daga ferð á vegum verðbréfafyrir- tækis 2008 og dagsferð í boði erlends fyrirtækis. Ferðir í boði íslenskra banka Stjórn lífeyrissjóðsins Stapa sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var frá því að árið 2005 hefðu starfsmenn sjóðsins farið sjö sinnum til útlanda, ein þeirra ferða hefði verið boðsferð á vegum íslensks banka. Árið eftir var sömu sögu að segja, ein boðsferð greidd af banka. Árið 2007 þáði sjóð- urinn þrjár boðsferðir á vegum ís- lenskra banka. Árið á eftir voru tvær boðsferðir þegnar, ein á vegum ís- lensks banka og hin á vegum íslensks fyrirtækis. Í yfirlýsingunni tóku þeir fram að stjórnarmenn í sjóðnum hefðu ekki farið í þessar boðsferðir. Gefa ekki upplýsingar Fram kom í DV þann 23. janúar síð- astliðinn að starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hefðu samtals farið í alls 30 boðsferðir til útlanda á árunum 2004–2008. Þær voru greidd- ar af öðrum en sjóðnum sjálfum, svo sem útgefendum verðbréfa eða sölu- aðilum þjónustu. Þeir sem fóru í ferðirnar voru sex núverandi og fyrr- verandi starfsmenn við eignastýr- ingu hjá sjóðnum. Þessar ferðir voru farnar í samstarfi við fjórtán fyrirtæki og sum þeirra voru með starfsstöðv- ar í fleiri en einu landi. Heimildir eru fyrir því að starfsmenn sjóðsins hafi farið í ferðir í boði Landsbank- ans og Straums-Burðaráss. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðsins, svaraði ekki fyrirspurn DV, þar sem beðið var um upplýsing- ar um ferðirnar. Óskað var eftir dag- setningu hverrar ferðar, hvert var far- ið og hverjir fóru fyrir hönd sjóðsins. Þá var spurt um í hversu mörgum tilfellum LSR fjárfesti í fyrirtækjum sem buðu starfsmönnum sjóðsins í slíkar ferðir. Haukur hefur enn ekki svarað fyrirspurninni, mánuði eftir að hún var send. Í apríl árið 2008 fjallaði DV um boðsferðir lífeyrissjóða. Aðspurð- ur sagði Haukur þá að stefna sjóðs- ins væri að þiggja ekki boðsferðir. „Varðandi vinnuferðir starfsmanna þá er meginreglan sú að lífeyris- sjóðurinn stendur að fullu straum af kostnaði við þær. Í undantekn- ingartilfellum getur verið um aðra kostnaðarskiptingu að ræða í sam- bandi við kynningar á vegum fyrir- tækja sem lífeyrissjóðurinn er hlut- hafi í eða á í viðskiptum við,“ sagði hann þá. „Faglega reknir“ Í kjölfar umræðunnar sem fór af stað um boðsferðirnar árið 2009 sendi Vilhjálmur Egilsson, formað- ur Samtaka atvinnulífsins, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að lífeyrissjóðirnir væru „… í senn öfl- Þáðu boðsferðir og keyptu svo n Starfsfólk lífeyrissjóða þáði boðsferðir frá fyrirtækjum og fjárfesti svo í þeim „Að þeir geri þetta strax eftir þessa ferð hljómar auðvitað ekki vel. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Vilhjálmur Egilsson Sagði fjárfestingar lífeyrissjóðanna byggjast á því sem „best er vitað á sviði fjármálafræði“. Hrafn Bragason Skýrsluhöfundar töldu ekki vera þörf á að skoða boðsferðirnar nánar þar sem flestir lífeyrissjóðirnir hefðu sett sér siðareglur er sneru að þeim. Fóru í laxveiði Íslensk verðbréf buðu stjórnendum lífeyrissjóða í laxveiði í Ytri Rangá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.