Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 4
Þ að er hálfasnalegt að slasast úti í Noregi og að maður þurfi að fara á hausinn,“ segir Al- bert Þór Jónsson sem slasað- ist illa á fæti um borð í bátn- um Ástu B þann 1. apríl í fyrra þegar hann rakst utan í hlífðarlausan rafal. Báturinn er í eigu norsku útgerðar- innar Eskøy AS sem er í eigu Íslend- inga. Albert þurfti að vera frá vinnu í mánuð vegna slyssins en hefur hvorki fengið greidd laun fyrir þann tíma né bætur og leitar nú réttar síns. Hann er kominn með lögfræðinga í málið, bæði norska og íslenska, og er þeg- ar búinn að leggja út næstum hálfa milljón króna í lögfræðikostnað. „Maður hefur ekkert efni á því að leggja út fleiri hundruð þúsund til að ná í launin sín,“ segir Albert sem gerir ráð fyrir að kostnaðurinn hækki enn frekar. Með varanlegan taugaskaða Þegar Albert hóf störf hjá Eskøy AS var honum tjáð að hann væri að fullu tryggður, eins og lög gera ráð fyrir. Þrátt fyrir það hefur það reynst hon- um þrautin þyngri að sækja launin sem hann telur sig eiga rétt á. Hann segist ekki vita hvort hann eigi einnig rétt á einhverjum bótum vegna slyss- ins en telur það þó líklegt. Albert er með varanlegan taugaskaða í fætin- um sem veldur honum óþægindum. Hann segist þó harka það af sér og er í fullri vinnu í dag. Vill bara fá launin „Ég er voðalega lítill bótakall. Ég hef alltaf bara unnið fyrir mínu og hef aldrei þegið einn dag í veikindalaun eða atvinnuleysisbætur. Ég hef allt- af borgað mína skatta og skyldur. Ég hef alltaf verið á sjó og maður vill hafa svona í lagi ef maður slasast eitthvað.“ Albert bendir á að skylda sé að hafa hlífar á rafölum, líkt og hann slasaði sig á, en þær hafi ekki verið á sínum stað þegar slysið varð. Það eina sem hann fer þó fram á er að fá greidd laun fyrir þann tíma sem hann var frá vinnu. Fyrirframgreiðsla dregin af launum Þegar Albert kom aftur til vinnu eft- ir slysið fékk hann fyrirframgreidd laun sem hann taldi eiga að fara upp í launakröfuna. Að sögn hans var sú upphæð þó dregin af honum við næstu launaútborganir. Í kjölfarið hætti hann hjá útgerðinni, en hann segist ekki hafa viljað tala neitt meira við forsvars- menn fyrirtækisins eftir þetta. Staðan í dag er þannig að Eskøy AS vísar á tryggingafélag sitt sem ber hins vegar fyrir sig að útgerðarfyrir- tækið hafi ekki skilað inn fullnægj- andi gögnum vegna slyssins og því sé ekki hægt að greiða út launakröfuna, að sögn Alberts. Þrátt fyrir þann kostnað sem af málinu hefur hlotist ætlar Albert ekki að leggja árar í bát fyrr en hann hefur fengið laun sín greidd. Hann telur á sér brotið og að málið eigi því að vera auðsótt. Segir Albert skulda peninga Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eskøy AS, segir útgerðina alfarið hafa fylgt norsku sjómannasamningunum í máli Alberts. Þeir hafi greitt honum það sem hann átti rétt á og rúmlega það. Staðan sé í raun þannig að Al- bert skuldi útgerðinni peninga. „Við greiddum honum fyrir- fram á hlutinn hans þegar hann lenti í slysinu í þeirri trú að þeg- ar bæturnar kæmu færu þær inn í útgerðina, eins og siður er hér, í gegnum launakerfið og svo er greiddur skattur af þessu,“ útskýr- ir Bjarni. Hann segir ekki rétt það sem Albert heldur fram að öll fyrir- framgreiðslan hafi síðar verið dregin af launum hans. Bjarni segir það hafa komið flatt upp á starfsmenn útgerðarinnar þeg- ar Albert hætti skyndilega hjá þeim og mætti ekki til skips og lét ekki nokk- urn vita. „Það sem hann skuldar okkur fáum við líklega aldrei nema í gegn- um þetta tryggingauppgjör.“ Útgerðin krefst þess því að Albert skili inn um- boði sem heimili að bæturnar sem hann á rétt á gangi beint inn í Eskøy AS. Bjarni segir málið stranda á því, en það standi ekki á útgerðinni að af- henda gögn. 4 Fréttir 6. febrúar 2012 Mánudagur „Pólitískur hryðjuverkamaður“ n Björn Valur er harðorður í garð Davíðs Oddssonar F áir stjórnmálamenn hafa unnið þjóð sinni jafn mik- ið tjón og Davíð Oddsson hefur gert. Hann er því rétt- nefndur pólitískur hryðjuverka- maður.“ Þetta er á meðal þess sem þingmaðurinn Björn Valur Gísla- son skrifar í stuttum pistli á blogg- síðu sinni á Smugunni sem birtist á laugardaginn. Eru þessi hörðu ummæli við- brögð við Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins sem birtust í blaðinu um síðustu helgi, en þar fór Dav- íð hamförum og kom til að mynda fram með alvarlegar ásakanir í garð rannsóknarnefndar Alþingis og forsvarmanna stjórnarflokkanna. Björn Valur segir jafnframt að það sé mikilvægt fyrir Davíð að komast undan vitnaleiðslum fyrir lands- dómi, þar sem hann beri svo mikla ábyrgð á ástandinu sjálfur, en eins og kunnugt er var Davíð um ára- bil forsætisráðherra, þá utanríkis- ráðherra og loks seðlabankastjóri þegar hrunið varð. „Enginn stjórn- málamaður á því jafn mikið undir því og Davíð Oddsson að komast undan vitnaleiðslum fyrir lands- dómi. Það er ótrúlegt hvað marg- ir eru viljugir að aðstoða hann við það. Hvers vegna ætli það sé?“ spyr þingmaðurinn. gunnhildur@dv.is „Ég er voðalega lítill bótakall. Ég hef alltaf bara unnið fyrir mínu og hef aldrei þegið einn dag í veikindalaun eða atvinnuleysisbætur. Slasaðist á sjó og fær ekki laun n Albert Þór hlaut taugaskaða n Hálf milljón í lögfræðikostnað Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Leitar réttar síns Albert hefur barist fyrir því í tíu mánuði að fá greidd laun fyrir þann tíma sem hann var frá vinnu vegna vinnuslyss. Ljótt sár Taugaskaði í fætinum veldur Alberti óþægindum. Ölvunarakst- ur og ofbeldi Rétt fyrir hádegi á sunndag var bifreið stöðvuð í austurborginni þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur. Í tilkynningu frá lögreglu segir að í það mál hafi einnig blandast heimilisofbeldi þar sem ung börn komu við sögu. Ökumaður var færður á næstu lögreglustöð þar sem málið allt var meðhöndlað samkvæmt reglum og hann síðan vistaður í fanga- klefa til viðræðna eftir að rynni af honum. Vanhæfni og áhættusækni Ólína Þorvarðardóttir segir eðli- legt að stjórnarmenn áhættu- sæknustu lífeyrissjóðanna, sem sitji enn í sætum sínum, segi af sér í kjölfar útkomu skýrslu um tap sjóðanna. Hún sagði að niður- stöður skýrslunnar hefðu kannski ekki komið á óvart og að hana hefði grunað að svona gæti málið verið vaxið. „Það sem er óþægi- legt við þetta er þessi mikla van- hæfni og áhættusækni sem maður sér að hefur viðgengist í stjórnum sjóðanna,“ sagði hún í Silfri Egils á sunnudaginn og bætti við að þessi hagsmunatengsl og boðsferðir og óþægilega meðvirkni væri mikið umhugsunarefni. Vildi ekk yfirgefa fangaklefann Fáheyrt atvik átti sér stað í fanga- geymslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu aðfaranótt sunnu- dags. Um klukkan hálf tvö um nóttina var tæplega þrítugur karl- maður handsamaður eftir að hafa lent í átökum við dyraverði á árshátíð sem haldin var í austur- borginni. Hann var fluttur á lög- reglustöð í kjölfarið en þar neitaði hann alfarið að gefa upp nafn og var því vistaður í fangaklefa. Nokkru síðar fundust á honum skilríki og þegar kona hans kom loksins til að sækja hann neitaði hann að yfirgefa fangageymsluna. Margir vilja hjálpa Davíð Björn Valur segir að seðlabankastjórinn fyrrverandi eigi mikið undir því að komast undan vitnaleiðslum. Engin hlíf Hér má sjá rafalinn sem Albert rakst í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.