Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 14
E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 245,9 kr. 253,5 kr. Algengt verð 245,5 kr. 253,1 kr. Höfuðbsv. 245,4 kr. 253,0 kr. Algengt verð 245,7 kr. 253,3 kr. Algengt verð 247,5 kr. 253,3 kr. Melabraut 245,6 kr. 253,3 kr. 14 Neytendur 6. febrúar 2012 Mánudagur Stóðu við stóru orðin n Eirvík fær lofið að þessu sinni fyrir góða þjónustu en DV fékk eft- irfarandi sent: „Ég vil þakka Eirvík, umboðsaðila Miele-þvottavéla, fyrir að standa við stóru orðin um endingu vélanna. Þegar mótorinn hrundi í sex ára vél minni sendu þeir hann til fram- leiðandans og gerðu við vélina mér að kostnað- arlausu. Stórkostlegt fyrirtæki, takk,“ segir viðskiptavinurinn þakkláti. Komst ekki út í hléi n Lastið fær Kringlubíó en bíógest- ur er afar ósáttur við að komast ekki út í hléinu. „Í Kringlubíó er maður læstur inni þar til myndin er búin og ekki hægt að fara neins staðar út í hléi. Við fengum þau til að opna fyrir okkur aðaldyrnar um daginn til að fara að reykja en svo þegar við komum aftur til baka þurftum við að banka og bíða svo- lítið lengi eftir að einhver tæki eftir okkur,“ segir bíógesturinn. DV hafði samband við skrif- stofu Sambíóanna og fékk þau svör að það sé aðstaða fyrir reyk- ingafólk sem vilji fara út hléi. „Þetta hefur líklega verið einhver misskilningur því það er hægt að fara út að reykja í hléinu en dyrnar eru rétt hjá klósettunum. Það er fín aðstaða á svölum og stubba- hús og allt. Við lokum alltaf á meðan á sýningum stendur inn í Kringluna en það er til þess að Kringlugestir séu ekki að ana inn á sýningar. Hafi bíógesturinn farið út um aðaldyrnar gæti hann hafa lent í vandræðum en ef hann var með mið- ann á sér hefði það ekki átt að vera neitt vesen,“ sagði Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Ódýrari sÓlarferðir á netinu n Þú getur sparað töluvert ef þú leitar að ferðum á netinu n Gefðu þér góðan tíma við leitina n Íslenskar pakkaferðir ekki dýrastar Þ ú getur sparað allt að 50 pró- sent á sólarlandaferðum ef þú nennir að eyða smátíma á netinu. DV lagðist í könn- unarleiðangur á netinu og bar saman verð á sólarlandapökk- um íslenskra ferðaskrifstofa, erlendra ferðaskrifstofa og flugfargjaldi og hót- elverði á þessum stöðum sem finna má á netinu. Fyrir valinu urðu þrír áfangastaðir; Tenerife, Alicante og Tyrkland, og tekið var saman verð á 4 stjörnu hótelum. Tímabilið var fyrri hluti júnímánaðar og einnig voru skoðuð verð hjá Icelandair og Iceland Express í sumar en þau geta verið breytileg eftir dögum og tíma svo þau eru einungis til að fá verðhugmyndir. Það skal ítrekað að um óformlega könnun var að ræða og ómögulegt að skoða alla ferðamöguleika á netinu. Í fljótu bragði virðist munurinn vera lítill en með þolinmæðina að leið- arljósi geta sólardýrkendur sjálfsagt fundið hagstæðari kosti. Aukakostnaður Þegar sólarlandaferðir eru skipulagð- ar er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Panti maður pakka frá erlendri ferða- skrifstofu þarf að gera ráð fyrir kostn- aði við að koma sér til landsins sem viðkomandi ferðaskrifstofa er í. Fari maður þá leið að panta einungis hótel þarf að huga að öllu ferðalaginu. Fólk þarf því að spyrja sig hversu mikið það er tilbúið til að leggja á sig til að kom- ast á áfangastað. Dönsku dýrastar Fyrir hjón með börn er líklega örugg- ast að panta sér pakkaferð með ís- lenskri ferðaskrifstofu en pakkarnir innihalda flug, gistingu og flutning á milli flugvallar og hótels. Með því að kaupa slíkan pakka er fjölskyld- an örugg með ferðalagið og það er einungis eitt flug á áfangastað. DV skoðaði mun á verði slíkra pakka og pökkum hjá breskum og dönskum ferðaskrifstofum. Kom í ljós að þær dönsku eru yfirleitt töluvert dýrari en þær íslensku að því gefnu að fjölskyld- an þurfi að kaupa sér flugfar til Kaup- mannahafnar aukalega. Þær bresku eru hins vegar mun ódýrari og getur það borgað sig að kaupa sólarland- apakka með þeim þrátt fyrir að þurfa að kaupa flug frá Íslandi til London. Tímasetning mikilvæg Fólk sem er ekki bundið við ákveðnar dagsetningar og setur ekki bið á flug- völlum fyrir sig gæti fundið töluvert ódýrari sólarlandaferðir ef það skoð- ar ferðasíður vel og vandlega, gefur sér góðan tíma og heldur þolinmæð- inni. Netið er yfirfullt af ferðasíðum sem auglýsa sólarlandaferðir en hér er einnig bent á nokkrar þeirra. Þeg- ar kemur að leitinni er tímasetningin mikilvæg, bæði hvað varðar flug og hótel. Flugfélögin bjóða upp á ýmis tilboð og það gera hótelin líka eins og blaðamaður komst að. Fyrir hádegi var verð á gistingu fyrir fjóra í fjór- tán nætur á Club Blue Dream hótel- in í Torba á Tyrklandi 449.375 krón- ur. Nokkrum tímum síðar var búið að lækka verðið í 346.000 krónur. Ótal valmöguleikar á netinu Það eru ýmsir valmöguleikar þeg- ar kemur að því að velja ferðina. Til eru síður sem finna fyrir þig ódýr- asta flugið og ódýrustu gistimögu- leikana. Ein þessara síðna er dohop. is sem leitar hjá hund ruðum flug- félaga og ferðaskrifstofa að verðum og lággjaldatengingum fyrir þig. Með því að setja inn óska áfangastað og -dagsetningu færðu upp fjölda valmöguleika. Á öðrum síðum, svo sem booking.com og hotelopia. com, getur þú leitað að því hóteli sem hentar best fyrir þig. Þá er vert að benda á síður eins og holidays. lastminute.com en þar er að finna mikið lækkað verð fyrir þá sem geta stokkið út með stuttum fyrirvara. Flug Tenerife – Hvorki Icelandair né Ice- land Express fljúga til Tenerife svo það er ekkert beint flug þangað fyrir utan leiguflug með ferðaskrifstofum. Leiti maður eftir ódýrasta fluginu hjá dohop.com kemur í ljós að hagstæð- asta verðið er 263.464 krónur fyr- ir hjón með tvö börn. Flogið er með Icelandair til Hamborgar og þaðan á áfangastað með Condor. Á leið heim er flogið með Ryan Air til London Lu- ton og með Easy Jet til Íslands. Tyrkland – Eina beina flugið til Bo- drum í Tyrklandi er með Heimsferð- um en hjá þeim er hægt að kaupa ein- ungis flugið. Það kostar 94.400 fyrir fullorðna og 88.900 fyrir börn og ger- ir því í heildina 367.600 krónur. Sam- kvæmt Dohop er ódýrasta flugið með Iceland Express til London, EasyJet frá London til Bodrum, Transavia frá Bodrum til London og að lokum með Icelandair til Íslands. Fyrir þetta borg- ar fjölskyldan 485.000 krónur. Alicante – Iceland Express flýgur beint til Alicante og fjölskyldan greiðir 257.000 krónur fyrir flugið dagana 13. til 27. júní. Ákveði hún að fljúga með Icelandair kostar það hana 326.000 krónur. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Panti maður pakka frá erlendri ferðaskrifstofu þarf að gera ráð fyrir kostnaði við að koma sér til landsins sem viðkomandi ferða- skrifstofa er í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.