Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 11
V ið munum reyna að flytja bara eins og áætlunin segir til um. Það ræðst ekki endi­ lega af garðinum sem slík­ um heldur frekar af því að allt sé komið eins og það á að vera á deild­ inni,“ segir Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á réttargeðdeildinni að Sogni. Til stendur að flytja starf­ semina á Sogni yfir á Klepp og gera áætlanir ráð fyrir að því verði lok­ ið fyrir 1. mars næstkomandi. Nú standa yfir framkvæmdir á Kleppi til að undirbúa flutninginn en at­ hygli vekur að engin öryggisgirðing er komin upp fyrir utan Klepp líkt og er á Sogni. Aðspurður segir Sigurður að til standi að reisa girðinguna en að­ aláherslan sé á að innrétta deild­ ina sem slíka. „Við erum með fal­ lega baklóð og munum hafa garð þar samkvæmt teikningum. Það verður gerður garður inni í fallega garðinum sem snýr á móti suðri á Kleppslóðinni. Þetta verður innri og ytri garður þannig að þetta verður smekklegt og fallegt,“ segir Sigurður og bætir við að yfir vetrarmánuðina sé garðurinn á Sogni jafnan lítið notaður. „Þörfin fyrir garð er nátt­ úrulega mest á vorin á sumrin. En það má hins vegar ekki gleyma því að þegar við náum fólki inn í bata­ ferli hefur okkar fólk á Sogni feng­ ið að fara í ferðir með starfsmönn­ um og á Kleppi verður nákvæmlega sama fyrirkomulag,“ segir hann. Þá fari enginn vistmaður út úr húsi nema í fylgd starfsmanns og þeir allra veikustu fari ekki einu sinni út í garð. Þannig þurfi íbúar ekki að kvíða því þó ekki verði búið að reisa öryggisgirðingu á Kleppi áður en deildin á Sogni flytur. Sigurð­ ur segir að deildin verði flutt í einu lagi og segist hann vona að hægt verði að ljúka því fyrir tilsettan tíma. „Við vonum að það muni ekki skeika mörgum dögum.“ Átti að vera um borð í Hallgrími Fréttir 11Mánudagur 6. febrúar 2012 n „Maður spyr sjálfan sig hvort þetta hefði farið öðruvísi“ H afþór Þórðarson, sjómað­ ur í Reykjanesbæ, átti að vera um borð í skipinu Hallgrími SI, sem fórst á miðvikudaginn í síðustu viku á leið til Noregs. Hann segist hins vegar hafa verið hlaðinn verk­ efnum og því ekki komist í sigl­ inguna örlagaríku. Í hans stað var því kallaður annar maður í áhöfn­ ina. „Málið er að ég og skipstjór­ inn sem fór með skipið, Magnús Daníelsson, höfðum verið að taka að okkur að sigla svona skipum frá Íslandi. Við erum búnir að fara með nokkuð mörg úr landi. Í þetta skiptið var ég bara hlaðinn verk­ efnum og komst ekki, afhendingin á skipinu var búin að tefjast. Það var byrjað að semja um þetta í des­ ember og ég bara komst ekki út af því að ég hafði bara nóg annað að gera,“ segir Hafþór í samtali við DV. Blendnar tilfinningar Þrír þaulreyndir sjómenn fórust þeg­ ar Hallgrímur SI sökk undan strönd­ um Noregs á miðvikudaginn í síðustu viku. Einn komst lífs af, Eiríkur Ingi Jóhannsson, sem var í sjónum í um þrjár klukkustundir áður en honum var bjargað af norsku strandgæslunni. Hafþór og Magnús skipstjóri höfðu verið að vinna saman í Noregi og kynnst þar útgerðarmönnum. Í gegn­ um þá eða skipasölur höfðu þeir ráðið sig til þess að sigla skipum til Noregs. Þó að Hafþór hafi ekki sjálf­ ur verið um borð í skipinu í sigl­ ingunni örlagaríku leita á hann spurningar eftir þennan voveiflega atburð. „Það eru blendnar tilfinn­ ingar. Við Magnús höfðum siglt áfallalaust yfir hafið og átt gott samstarf. Hann var minn besti vin­ ur og maður spyr sjálfan sig hvort þetta hefði farið öðruvísi hefði maður farið sjálfur eða ekki, en maður fær víst ekki nein svör við því. Það er svolítið erfitt að hugsa þessi mál.“ Hafþór var úti á sjó á Kristínu sem útgerðarfélagið Vísir í Grinda­ vík gerir út, þegar DV ræddi við hann. „Þetta er verkefni sem kom upp með stuttum fyrirvara og það var ekki hægt með nokkru móti af aflýsa því. Það var bara að drífa sig af stað aftur.“ Skipið í góðu standi Hallgrímur SI var að sigla sína síð­ ustu ferð yfir hafið þegar það sökk, en skipið átti að fara í brotajárn í Noregi. Skipið var með gilt haffær­ isskírteini sem Siglingastofnun gaf út í ársbyrjun. Til þess að skip fái skrírteinin þurfa þau að standast skoðun og öryggismál vera viðun­ andi í skipinu. Formaður rannsóknarnefndar sjóslysa hefur sagt að skipið hafi verið í góðu ástandi og að enginn aukafarmur hafi verið um borð, einungis troll og vírar. Samkvæmt frétt Vísis er stýrisbúnaður talinn hafa bilað. Sjór hafi safnast fyrir í skipinu og dælur skipsins slegið út. Tveir mannanna komust ekki í björgunargalla, þar sem atburða­ rásin var mjög hröð, en Eiríkur og annar sjómaður náðu því. Hinn sjómaðurinn náði hins vegar ekki að loka búningnum almennilega þegar hann fór í sjóinn. Skipið fór á hliðina og komust skipverjar ekki í björgunarbát. Af­ takaveður var á svæðinu og öldu­ hæð 10 til 15 metrar. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „Hann var minn besti vinur Hallgrímur SI Var í sinni síðustu ferð yfir hafið þegar hann sökk. Ekki búið að reisa girðingu n Undirbúningur að flutningi réttargeðdeildarinnar á Sogni í fullum gangi Undirbúa flutning Sigurður segist vonast til þess að flutningnum verði lokið fyrir 1. mars. Þáðu boðsferðir og keyptu svo n Starfsfólk lífeyrissjóða þáði boðsferðir frá fyrirtækjum og fjárfesti svo í þeim ugir, faglega reknir og dæmi um svið þar sem okkur Íslendingum hefur tekist sérlega vel til í saman­ burði við aðrar þjóðir.“ Í sömu yfir­ lýsingu kemur einnig fram að „… fjárfestingarstefna lífeyrissjóða á ábyrgð Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna er ákveðin á faglegum grunni sem byggist á því sem best er vitað á sviði fjármála­ fræði og reynslu innan lands sem utan. Fagfólk er fengið til að reka sjóðina sem tekur langflestar ein­ stakar ákvarðanir um fjárfestingar á grunni markaðrar stefnu.“ Engu að síður hefur það komið á dag­ inn að sjóðirnir töpuðu samtals um 500 milljörðum króna. Haukur Hafsteinsson Starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fóru í 30 boðsferðir og framkvæmdastjórinn svarar ekki fyrirspurnum um þær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.