Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 6. febrúar 2012 H agnaður af sölu aflaheim- ilda mun framvegis renna til sveitarfélaga í hlutfalli við úthlutun kvótans árið 1991, gangi hugmynd- ir Hreyfingarinnar um breytt fisk- veiðistjórnunarkerfi eftir. Í frum- varpinu segir að markmið laganna sé að breyta skipulagi fiskveiði- stjórnunar og sölu sjávarafla og tryggja með því ríka aðkomu sveit- arfélaga að úthlutun aflaheimilda og eflingu byggðar. Frumvarp Hreyfingarinnar gerir ráð fyrir að allar heimildir útgerða verði innkallaðar í heild sinni og kvótinn verði í raun þjóðnýttur. Um leið skal stofnaður sérstakur Kvótaskuldasjóður sem tekur við skuldum „sem sannanlega eru til komnar vegna kaupa eða leigu á aflaheimildum“. Sjóðurinn mun því yfirtaka skuldir útgerðarfélaga vegna kvótakaupa en samkvæmt ákvæði í frumvarpinu verða engir vextir greiddir til kröfuhafa. Sjóð- urinn verður fjármagnaður með fimm prósenta hlutdeild í kvóta- sölu sveitarfélaganna. Að auki stefna lögin að fjárhags- legri endurskipulagningu útgerðar á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Loks stefna lögin að eflingu umhverfisvænna handfæraveiða. Róttæk breyting á tekjuöflun sveitarfélaga Verði frumvarpið að lögum er ljóst að í því felst afar róttæk breyting á tekjustofnum sveitarfélaga. Frum- varpið gerir ráð fyrir að hagnað- ur af leigu og sölu aflaheimilda renni óskiptur til sveitarfélaga en að hlutdeild þeirra verði ákveðin út frá veiðireynslu sem myndaðist á árunum fyrir gildistöku núverandi kerfis. „Markmið þessa frumvarps er að færa úthlutun á aflaheimildum úr sameiginlegum fiskveiðiauð- lindum þjóðarinnar til þess horfs sem hún var í áður en framsal afla- heimilda kom til árið 1991,“ segir í frumvarpinu en fram að þeim tíma byggði úthlutunin á veiðireynslu. Fyrir mörg sveitarfélög hefði þessi breyting í för með rúmlega tvöföldun á tekjum. Til dæmis má gera ráð fyrir að Ísafjarðarbær fengi tvo til fjóra milljarða í sinn hlut vegna leigu aflaheimilda. Fjárhags- áætlun bæjarins er í dag tæpir þrír milljarðar. Kvótaverð lækkar Verði frumvarpið að lögum er lík- legt að kvótaleiga lækki nokkuð. Fyrst og fremst vegna þess að los myndast á markaði og aðgengi að kaupum á aflaheimildum eykst. Frumvarpið skyldar sveitarfé- lögin til að selja kvóta á opnum markaði. „…skal sveitarfélögum heimilt að selja allt að helmingi aflaheimilda sem þau hafa yfir að ráða hverju sinni með fram- virkum samningum um sölu afla- heimilda til allt að fimm ára í senn til einstaklinga eða lögaðila sem hafa gert samninga um fjárfest- ingar í nýjum fiskiskipum. Verð aflaheimilda í slíkum samningum skal vera hið sama og meðalverð í uppboðum sveitarfélagsins. Slíkir samningar eru óframseljanlegir án sérstaks samþykkis viðkom- andi sveitarfélags,“ segir í frum- varpinu. Stóraukning á strandveiðum Verði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir margföldun á lönd- uðum afla vegna strandveiða. I dag er heildarkvóti strandveiða tæplega sjö þúsund tonn en til- lögur Hreyfingarinnar lögfesta 40 þúsund tonna strandveiði- kvóta. „Handhafar strandveiði- leyfis skulu greiða því sveitarfé- lagi þar sem þeir landa afla gjald, auðlindagjald, við löndun afla. Gjaldið skal lagt á miðað við hvert kíló landaðs sjávarafla. Fjárhæð gjaldsins skal miðast við með- alkílóverð síðasta þekkta upp- boðsdags aflaheimilda í sveitar- félaginu.“ Ekki hrifinn af hugmyndunum Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor segist ekki mjög hrifinn af hugmyndum Hreyfingarinnar. „Hagfræðingar geta yfirleitt ekki talað fyrir þjóðnýtingu. Það er heldur harkalegri aðgerð en til dæmis fyrning,“ sagði hann. „Þegar útgerðarfélög eru skoðuð þarf að hafa í huga að í hverju útgerðarfélagi sem á kvóta eru í raun starf- andi tvö félög: Eignarhaldsfélag sem á kvóta en á efnahagsreikningi þess er kvóti eigna- megin og skuldir og eiginfé skuldamegin. Eignarhaldsfélagið leigir rekstrarfélaginu kvóta. Efnahagsreikningur rekstrarfélagsins er fimm til tíu sinnum minni en efnahagsreikningur eignarhaldsfélagsins. Það skiptir engu máli fyrir afkomu rekstrarfélagsins hvort það borgar eignarhalds- félaginu leigu fyrir kvótann eða eiganda auðlindarinnar, þjóðinni, auðlindagjald. Tillaga Þórs gengur út á að ríkið eða réttara sagt ríkið fyrir hönd þeirra sveitar- félaga sem upp eru listuð taki öll eignarhaldsfélögin eignarnámi. Ég held svei mér þá að Þór geri sér ekki fulla grein fyrir hvað hann er að leggja til. Fyrningarleið eða veiðigjaldsleið hefur þann kost að vera almenn aðgerð, eins og álagning tekjuskatts eða virðisaukaskatts og rennur í ríkissjóð. Þaðan hugsanlega í jöfn- unarsjóð sveitarfélaga eftir fyrirsjáanlegum og fyrirfram ákveðnum reglum.“„Frumvarp Hreyf- ingarinnar gerir ráð fyrir að allar heimildir útgerða verði innkallaðar í heild sinni. Vilja þjóðnýta allan kVótann n Hreyfingin leggur til róttækar breytingar á kvótaúthlutun Róttækt frumvarp Tekjustofnar sveitarfélaganna myndu gjörbreyt- ast ef frumvarpið yrði að lögum. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Áfallið eftir slysið n Sálfræðingur segir að eftirköstin af alvarlegum slysum geti reynst meira áfall en atvikið sjálft kemur sáttur frá þessu þá var þetta rétt ákvörðun fyrir hann.“ Baráttan við tryggingar- félögin „Svo getur þessi elsku maður átt- að sig á því að mesta áfallið felst kannski í því að þurfa að eiga við tryggingarfélagið. Þannig að við vitum ekki hvað verður harðast þegar upp er staðið.“ Björn segir að það sé alltaf erf- itt að sjá menn þjást vegna þess að þeir þurfa að berjast við trygg- ingarfélagið. „Það er vont þegar menn öðlast von aftur en fá þá þær fréttir að þeir fái ekki mannsæm- andi bætur. Þá þurfa þeir að fá sér lögfræðing og fara ítrekað á fund með tryggingarfélaginu. Stundum þurfa þeir að standa í málaferlum og þá þurfa þeir að bíða í ár eða mánuði eftir niðurstöðu. Það er annað áfall og þá geta menn misst vonina og allt fer til helvítis. Þeir upplifa slysið aftur og vakna upp á næturnar með slæmar minn- ingar. Það er áfallavaldandi. Að vera þvingaður til að endurupplifa reynsluna,“ segir Björn og bendir á mál Þórarins Björns Steinssonar. Þórarinn Björn slasaðist og varð 75 prósenta öryrki við að bjarga samstarfskonu sinni í Norðuráli þegar 620 kílóa járnbiti féll á hana. „Svona mál eru sett í dóm eins og það sé ekkert mál en um leið er verið að þvinga viðkomandi til að upplifa atvikið aftur og aftur. Í raun ætti að tífalda bæturnar þeg- ar mál fara í svona rugl.“ Núna skiptir öllu málið að Ei- ríkur Ingi fái bata og geti haldið áfram með líf sitt. „Nú er spurn- ing hvað gerist næst. Það er áríð- andi að það verði unnið vel úr þessu en það er jafnvel enn meira áríðandi að það verði búið svo um hnútana að hann þurfi ekki að höggva í þetta aftur og aftur. Það verður að gera þeim hjón- um kleift að fara út í lífið og halda áfram – án þess að þau verði of upptekin af þessu atviki. Það er of sorglegt að sjá tilvik þar sem áfallastreitan kemur til þegar fólk er að bíða eftir bótum.“ n Bjargað Rússneskum sjó- manni bjargað við Noreg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.