Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2012, Blaðsíða 23
Í tísku að eiga tvíbura n Tvíbura-afabörn forsetans fæddust hvort sinn daginn G uðrún Tinna Ólafsdótt- ir og eiginmaður henn- ar, Karl Pétur Jónsson, eignuðust tvíbura í síð- ustu viku og sá einstaki at- burður gerðist að annað barnið kom fyrir miðnætti en hitt eftir miðnætti. Börnin, drengur og stúlka, eiga því sinn afmælis- daginn hvort. Samkvæmt heimildum DV gekk fæðing tvíburanna vel og hafa börn og móðir það gott á kvennadeild Landspítalans. Stelpan var 12 merkur og 54 sentimetrar og fæddist 11 mín- útur í miðnætti. Bróðir hennar kom svo 42 mínútum síðar og var 15,5 merkur og 54 senti- metrar. Tinna, eins og hún er oftast kölluð, er dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og Guðrúnar Katrínar heitinnar. Tinna sem er viðskiptafræð- ingur er sjálf tvíburi en systir hennar, Svanhildur Dalla, er stjórnmálafræðingur og lög- fræðingur. Systurnar eru fædd- ar árið 1975 og verða því 37 ára á árinu. Tinna og Karl Pétur eiga fyrir tvær dætur, fjögurra og átta ára. Í viðtali við DV í september sagðist Tinna hafa það ótrúlega fínt. Þá var hún komin 18 vikur á leið og vissi ekki hvaða kyn hún bæri undir belti. Ólafur Ragnar Gríms- son var ekki á landinu þegar barnabörnin komu í heiminn þar sem hann er nú staddur á Suðurskautslandinu. Þar er hann í boði Nóbelsverðlauna- hafans og fyrrverandi varafor- seta Bandaríkjanna Al Gore í leiðangri vísindamanna og forystufólks í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Með í för eru einnig leikstjórinn James Cameron og auðmaðurinn Ted Turner. Fleiri þjóðþekktar konur eiga von á tvíburum. Nafna Tinnu, leikkonan Hrafnsdótt- ir, á von á sínum fyrstu börn- um ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Sveini Geirssyni, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra á einnig von á tvíbur- um með sínum manni, Bjarna Bjarnasyni, en báðar eru sett- ar á allra næstu dögum. Söng- konan Íris Kristinsdóttir von á tvíburastrákum með sínum manni, Gretti Adolf Haralds- syni byggingatæknifræðingi, en parið á von á fimmta og sjötta barninu í apríl. Þá eignuðust fjölmiðlaparið Andrés Magnús- son og Auðna Hödd Jónatans- dóttir tvíburasyni í desember. Fólk 23Mánudagur 6. febrúar 2012 Blómleg Myndin var tekin á þrettándanum, 6. janúar, þegar hjónin skelltu sér á frum- sýningu á Fanný og Alexander á Stóra sviði Borgarleikhússins en þá hefur Tinna verið komin tæpa átta mánuði á leið. É g sagði upp í síðustu viku. Ég er búinn að vera í 20 ár þannig að þetta er bara komið gott. Ég er búinn að vera meira en helming ævinnar í þessu,“ segir útvarpsmaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali á FM eins og hann er gjarnan kallaður. Hann ákvað að yfir- gefa útvarpsstöðina FM957 eftir að hafa starfað þar í rúm- lega tvo áratugi. „Ég ákvað það fyrir mörg- um árum að ef ég myndi vera í 20 ár þá væri það bara orðið gott,“ segir hann og tekur fram að þetta sé allt gert í góðu. Hann vilji fá tilbreytingu í líf sitt. „Ég er búinn að prófa allt á FM. Hef verið útvarpsstjóri, dagskrárstjóri, tónlistarstjóri, unnið í söludeildinni. Hvern einasta klukkutíma sólar- hringsins hef ég verið á vakt og þetta er í raun og veru bara komið fínt,“ segir hann. CrossFit heillar „Þetta er bara spurning um að breyta til án þess að ég viti nákvæmlega hvað ég komi til með að gera. Það er svo margt annað sem ég er að gera.“ CrossFit hefur átt hug hans allan undanfarin ár og síðasta árið hefur hann ver- ið að þjálfa sjálfur. „Ég er að þjálfa á fullu í CrossFit og allt í kringum það er farið að heilla mig mjög mikið. Ég er alltaf að vinna meira og meira í því. Mig langar að fókusera meira á það eins og staðan er í dag. Verkefnin eru orðin svo mörg. Það er svo margt annað þarna úti sem hægt er að skoða en maður gerir það ekki ef mað- ur er á fullu að vinna alltaf all- an daginn. Þannig að þetta er líka spurning um að minnka aðeins við sig. Svo sér maður bara hvað gerist og svo verður það bara að koma í ljós.“ Hann segist þó ekki vera með nein ákveðin verkefni í huga fyrir utan CrossFit. „Ég veit að það er fullt af tækifær- um til þess að vinna að þrátt fyrir að staðan sé eins og hún er. Mig langar bara að ráðast á þetta fjall og vera með í því.“ Spilaði plötur þegar hann byrjaði Svali hefur upplifað tímana tvenna á FM957. „Hún er búin að fara oft á hausinn og margs konar vesen í gegnum árin en maður hefur alltaf náð að hanga með. Þetta er starf sem maður þarf að hafa mikla ástríðu fyrir ef maður ætlar að gera þetta. Ef hún er ekki til staðar þá hefur maður ekkert í þetta að gera og fær leiða strax.“ Margt hefur breyst síðan árið 1991 þegar Svali hóf út- varpsferilinn. „Þegar ég byrjaði mætti ég með plötur á vaktina,“ segir hann hlæjandi og bæt- ir við: „Þá var ég plötusnúður og var alltaf að spila. Það voru reyndar alveg komnir geisla- diskar en við vorum enn að spila 12 tommu plötur og „re- mixa“. Þá réð maður líka meira hvað maður spilaði þó að það þyrfti að fylgja einhverjum tón- listarramma.“ Erfiðast að missa síma- númerið Ekki hefur verið tekin loka- ákvörðun um það hvenær Svali hættir. „Við erum ekki búnir að fastnegla það en það verður einhvern tímann á bilinu núna og eftir þrjá mánuði. Við erum bara ekki alveg búnir að lenda því.“ Hann segist þó ekki úti- loka að hann muni snúa aftur í fjölmiðlana. „Ég á nú ábyggi- lega eftir að fara einhvern tím- ann aftur í fjölmiðil.“ Svali segist ekki búast við að koma til með að sakna útvarps- starfsins þótt hann muni sakna vinnufélaganna og símanúm- ersins sem hann hefur haft í 16 ár og endar á tölustöfunum 957. „Ætli það verði ekki einna erfiðast að skila því inn. Ég er búinn að vera með þetta sama númer síðan 1996 en fyrirtæk- ið á númerið. Ég þarf að finna mér eitthvert rándýrt númer,“ segir hann hlæjandi. Hann er þakklátur fyr- ir reynsluna á FM. „Þetta eru svo víðtæk svið sem maður er að vinna við í útvarpi og margt sem þarf að spá í. Hvernig eigi að selja hlutina, búa þá til og hvernig maður geti látið þá virka. Það eru alls konar hlutir sem maður áttar sig ekki á fyrr en maður stígur út úr kassan- um og sér að maður er búinn að læra allt þetta. Þannig að ég tel mig vera til í nánast hvað sem er.“ viktoria@dv.is Svali hættir á FM957 n Starfaði þar í 20 ár n Vill breyta til n CrossFit heillar Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 SUBARU FORESTER 06/2007, ekinn aðeins 36 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 2.590.000. Raðnr.284057 - Fjór- hjóladrifni fákurinn er á staðnum! FORD EXPLORER LTD 4X4 Árgerð 2006, ekinn 86 Þ.km, sjálf- skiptur, leður, sóllúga, topp þjónusta. Verð 3.390.000. Raðnr.283890 á www.bilalind. is - Jeppinn er á staðnum! SUZUKI GRAND VITARA XL-7 11/2003, ekinn aðeins 97 Þ.km, 7 manna, sjálfskiptur. Verð 1.690.000. Raðnr. 321783 á www.bilalind.is - Jeppinn er á staðnum! JEEP GRAND CHEROKEE NEW STYLE Árgerð 2011, ekinn 4 Þ.KM, 3,6L (nýja vélin) sjálfskiptur, leður, panorama ofl. ofl. Verð 10.490.000. Raðnr.117475 á www.hofdahollin.is - Jeppinn er í glæsilega salnum okkar! TOYOTA LAND CRUISER 90 VX 50TH ANEVERSERY 8 manna. 07/2001, ek- inn 239 Þ.km, dísel, 5 gírar. Verð 2.960.000. Raðnr.118248 á www.hofdahollin.is - Jeppinn er í glæsilegum salnum! FORD EXCURSION LTD 4WD 35“ breyttur Árgerð 2003, ekinn 185 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, einn eigandi frá 2004. Verð 3.890.000. Raðnr.134935 á www.hofdahollin.is - Jeppinn er á risastóra planinu okkar! TOYOTA COROLLA W/G SOL 06/2005, ekinn 95 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.540.000. Raðnr.135507 - Bíllinn er á risastóru planinu! TOYOTA HIACE 01/2006, ekinn 108 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 2.490.000. Raðnr.321930 á www. bilalind.is - Sendibíllinn er á staðnum! MAZDA 6 04/2005, ekinn aðeins 62 Þ.km, sjálfskiptur, sóllúga. Verð 1.790.000. Raðnr.321939 á www.bilalind.is - Gullmolinn er á staðnum! M.BENZ E240 Árgerð 1998, ekinn 218 Þ.km, sjálfskiptur, topp þjónustusaga. Mjög gott verð 990.000. Raðnr. 284060 á www.bilalind. is - Þýski fákurinn er á staðnum! Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! Kveður eftir tuttugu ár Svali hefur sagt upp á FM 957 eftir 20 ára starf og stefnir á ný tækifæri. Mynd SigTryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.