Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Qupperneq 3
Fréttir 3Miðvikudagur 8. febrúar 2012
Þ
etta er sérkennilegasta
meiðyrðamál sem höfðað
hefur verið á Íslandi,“ sagði
Jón Magnússon, lögmað-
ur Björns Bjarnasonar, við
aðal meðferð á máli sem Jón Ásgeir
Jóhannesson fjárfestir hefur höfðað
gegn Birni vegna meiðyrða. Aðal-
meðferð málsins fór fram á þriðju-
dag.
Málið snýst um staðreyndavillur
sem koma fram í bók Björns, Rosa-
baugur yfir Íslandi, þar sem Baugs-
málið svokallaða er rakið. Í bókinni
var til að mynda rangt farið með fyrir
hvað Jón Ásgeir var dæmdur í málinu
en hann var dæmdur fyrir bókhalds-
brot en ekki fjárdrátt líkt og sagði í
fyrstu prentun bókarinnar.
Ritvillur en ekki meiðyrði
Enginn ágreiningur er uppi um að
rangt sé farið með staðreyndir í bók-
inni. Björn viðurkenndi sjálfur nokkr-
um dögum eftir að hann fékk sent
bréf frá lögmanni Jóns Ásgeirs opin-
berlega að hann hefði ekki farið með
rétt mál í bókinni á nokkrum stöðum.
Björn vill hins vegar ekki meina að
staðreyndavillurnar séu neitt annað
en smávægilegar ritvillur. Björn vill
líka meina að hann hafi farið að öll-
um óskum Jóns Ásgeirs þegar hann
gerði athugasemd við villurnar eftir
að bókin kom út og því séu ekki for-
sendur fyrir málsókninni. Þessu hafn-
ar Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ás-
geirs, hins vegar algjörlega.
Gestur segir ekki um neina ritvillu
að ræða og bendir á að ritvilla sé það
sama og stafsetningarvilla og stað-
reyndavillur séu allt annar hlutur.
Hann segir að Jón Ásgeir hafi ekki fyr-
irgert rétti sínum til málsóknar þó að
hann hafi látið senda Birni bréf með
athugasemdum þar sem hann hafi far-
ið fram á að villurnar yrðu leiðréttar.
Afsökunarbeiðnin ekki nóg
Björn baðst afsökunar á ummælun-
um á vefsíðu sinni og í grein í Morg-
unblaðinu. Þar minntist hann hins
vegar ekkert á það að Jón Ásgeir
hefði sjálfur gert athugasemd við
málið heldur sagði hann orðrétt: „Við
undirbúning 2. prentunar sá ég mér
til leiðinda fáeinar villur, einkum
stafa- eða frágangsvillur.“ Þetta orða-
lag Björns kom til umræðu við með-
ferð málsins en ein ummælanna sem
honum er stefnt fyrir voru ekki meðal
þeirra sem Jón Ásgeir gerði athuga-
semd við. Furðaði lögmaður Björns
sig á því að stefnt væri fyrir ummæli
sem aldrei hefðu verið gerðar at-
hugasemdir við. Á móti benti lög-
maður Jóns Ásgeirs á að Björn lýsti
því opinberlega yfir að hann sjálfur
hefði verið að fara yfir bókina og leit-
ast við að leiðrétta þær villur sem í
henni væru og væri því ekki hægt að
skilja það þannig að Björn leiðrétti
aðeins það sem honum væri bent á.
Vill milljón frá Birni
Villurnar hafa að mestu leyti verið
leiðréttar í annarri prentun bókar-
innar. Það er hins vegar ekki nóg að
mati Jóns Ásgeirs sem vill fá miska-
bætur fyrir ærumeiðingarnar sem
birtust í fyrstu prentun bókarinn-
ar. Hann vill fá eina milljón króna
auk málskostnaðar. Jón Ásgeir vill
einnig að Björn borgi fyrir birtingu
dómsins opinberlega og að dómur-
inn dæmi Björn til refsingar vegna
ummælanna. Björn hefur hins veg-
ar krafist sýknu í málinu og sagði
lögmaður hans ótrúlegt að krafa
væri gerð um að ummælin yrðu
dæmd dauð og ómerk eftir að Björn
hafði sjálfur sagt ummælin röng og
beðist afsökunar á þeim.
Hvorki Jón Ásgeir né Björn
mættu í dómsal þegar málflutn-
ingur fór fram. Málið bíður nú
dóms.
Staðreyndavillur
„smávægilegar“
n Jón Ásgeir krefst miskabóta af Birni n Björn gerði villur í bók en leiðrétti
„Björn baðst afsök-
unar á ummælun-
um á vefsíðu sinni.
Pétur Blöndal íhugar að hætta
P
étur Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, útilokar
ekki að hætta á Alþingi vegna
lífeyrissjóðamálsins. Þetta
sagði Pétur í samtali við DV.is
á þriðjudag.
„Í fyrsta lagi að átta mig á því að það
voru mistök. Svo gæti ég hætt á þingi,“
sagði Pétur þegar hann var spurð-
ur hvernig hann hyggst bera ábyrgð
vegna lífeyrissjóðamálsins.
Sem kunnugt er töpuðu lífeyris-
sjóðirnir gríðarlegum fjármunum eins
og nýútkomin skýrsla um starfsemi
sjóðanna í aðdraganda hrunsins ber
vitni um. Í viðtali við Ríkisútvarpið
sagðist Pétur Blöndal, sem er fyrrver-
andi formaður efnahags- og skatta-
nefndar Alþingis, axla sína ábyrgð á
því að hafa átt þátt í lagabreytingum
á Alþingi sem juku heimildir lífeyris-
sjóða til að kaupa hlutabréf. Árið 1997
mátti 35 prósent af hreinni eign lífeyr-
issjóða liggja í hlutabréfum en rétt fyrir
hrun var þessi heimild komin upp í 60
prósent.
Líkt og Pétur segir við DV.is þá get-
ur það komið til greina að hann axli
ábyrgð með því að hætta á þingi. Þeg-
ar hann er spurður hvort að það muni
koma til þess svarar hann: „Ég veit
það ekki. Ef ég fengi tækifæri til þess
þá myndi ég hætta því,“ sagði Pét-
ur og bætti við: „Ég er alltaf að íhuga
það. Það er ekki eftirsóknavert að vera
á þingi ef menn skyldu halda það,“
sagði hann og bætti við að hann vissi
ekki hvort hann myndi klára kjör-
tímabilið.
„Mér þykir einnig ankanalegt að
stjórnmálamaður á að bera ábyrgð en
ekki stjórn sjóðanna sem tóku ákvarð-
anir um fjárfestinguna,“ sagði Pétur.
Hann benti á að lagabreytingunni,
þar sem lífeyrissjóðum var leyft að fjár-
festa meira í hlutabréfum, hafi einnig
verið fagnað af stjórnarandstöðunni
fyrir hrun.
Pétur sagði að það hefði vel mátt
setja spurningarmerki við þessar laga-
breytingar á þeim tíma. „Og þá sér-
staklega eftir á. Það er athyglisvert
hvað margir verða klókir eftir á,“ sagði
hann.
n Þingmaðurinn íhugar stöðu sína vegna lífeyrissjóðamálsins
Útilokar ekki að hætta Pétur segir að það sé ekki eftirsóknarvert að vera á Alþingi.
Hann íhugar stöðu sína í ljósi lífeyrissjóðamálsins.
Minniháttar mistök Í greinargerð Björns vegna málsins segir að um minniháttar villu sé
að ræða.
Vill milljón Jón Ásgeir vill eina milljón í
miskabætur frá Birni vegna ummælanna.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Ögmundur stýrði lífeyrissjóði sem fjárfesti fyrir milljarða í bönkum Björgólfsfeðga
að ráðstafa fjármagni sjóðsins og
er henni skylt að ávaxta það með
hliðsjón af þeim kjörum sem best
eru boðin á hverjum tíma með til-
liti til áhættu og langtímaskuld-
bindinga. Ákvarðanir í öllum
málum sem telja verður meiri-
háttar eru á forræði stjórnar.
Laun framkvæmdastjórans
hafa hins vegar lækkað, því árið
2007 voru þau um 1,6 milljón-
ir króna á mánuði. Haukur hef-
ur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,
neitað að svara spurningum DV
um boðsferðir sjóðsins á árun-
um fyrir hrunið. Fyrir mánuði
síðan spurði DV Hauk út í boðs-
ferðirnar en hann svaraði ekki.
Þrátt fyrir ítrekanir hefur hann
enn ekki séð tilefni til þess að
svara.
„Stjórnarmenn bera ábyrgð“
Björn Valur Gíslason, þingmaður
VG, segir að væntanlega muni
Ögmundur Jónasson ræða sína
aðkomu að málum LSR við þing-
flokkinn, sjái hann ástæðu til
þess. Hann segist ekki hafa óskað
eftir því að Ögmundur ræði mál-
ið. „Ég hef ekki gert það ennþá,
en ég reikna með því að hann
taki þetta upp við okkur og fari
yfir þessi mál þegar við hittumst
aftur.“
Spurður hvort honum finn-
ist Ögmundur hafa skýrt mál sitt
vel, svarar hann: „Almennt hafa
viðbrögð manna með niður-
stöðu skýrslunnar valdið pínu
vonbrigðum. Það virðast allir
hrökkva í sama gírinn alveg sama
við hvern er átt. Það ætti að sýna
okkur sem erum að greiða í þessa
lífeyrissjóði meiri auðmýkt.“
Björn Valur segir alveg ljóst að
stjórnarmenn LSR, Ögmundur
sem aðrir, beri ábyrgð á tapinu.
„Það er alveg sama hverjir þeir
eru. Menn sem bera ábyrgð verða
að axla ábyrgð. Það er eins það sé
meiri lenska hér á landi að menn
vilji bera ábyrgðina en síður axla
hana.“
Ekki náðist í Ögmund við
vinnslu fréttarinnar.
gagnrýndi bankana
en keypti samt í þeim