Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Page 12
12 Erlent 8. febrúar 2012 Miðvikudagur Fundu stöðuvatn og týndust n Vatnið er einangrað í 15 milljónir ára R ússneskir vísindamenn hafa náð að bora í gegnum þykka íshellu á Suðurskautsland- inu niður að stöðuvatni sem hefur verið algjörlega einangrað frá umhverfinu síðustu 15 milljónir ára. Stöðuvatnið undir íshellunni hefur fengið nafnið Vostok-vatn og binda vísindamenn vonir við að í þessu einstaka umhverfi muni finnast vís- bendingar um þróun lífs á jörðinni. Jafnvel eru bundnar vonir við að al- gjörlega óþekktar lífverur, sem feng- ið hafa að þróast í friði við þessar ótrúlegu aðstæður, finnist í vatninu. Það er hins vegar óhugnanlegt að ekkert hefur heyrst frá vísindamönn- unum í heila viku. Miklar frosthörk- ur eru á svæðinu og er óttast um af- drif þeirra. Íshellan á Suðurskautsland- inu er 3.768 metra þykk og komust vísindamennirnir frá rússneskri jöklarannsóknarmiðstöð niður að yfirborði stöðuvatnsins á sunnu- daginn. Vostok-vatn er stærsta af mörg hundruð stöðuvötnum und- ir þykkri íshellu á Suðurskauts- landinu. Það sem vakti sérstakan áhuga vísindamannanna er að á und- anförnum árum hafa fundist bakteríur og einfrumungar sem hafa þróast við aðstæður sem eng- ar aðrar lífverur gætu þróast við. Algjört myrkur er undir íshellunni og telja vísindamennirnir að slíkar aðstæður gætu verið griðasvæði fyrir slíkar örverur. Þeir stefndu að því að taka sýni af vatninu en þurftu að bíða í nokkra mánuði á meðan veturinn gekk yfir. Ísland á pari við Lettland S kuldatryggingarálag ríkis- sjóðs Íslands lækkaði tals- vert í janúarmánuði líkt og skuldatryggingarálag ann- arra Vestur-Evrópuríkja. Samkvæmt upplýsingum frá efna- hags- og viðskiptaráðuneytinu stóð skuldatryggingarálag ríkissjóðs í 292 punktum 1. febrúar en 317 punktum um áramótin. Skuldatryggingarálag er álag sem leggst ofan á grunnvexti skuldabréfs. Tilgangurinn er að mæla hvað það kostar fjárfesta að kaupa vátrygg- ingu gegn því að útgefandi viðkom- andi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Miðað við skuldatryggingarálag ríkissjóðs í dag þurfa fjárfestar því að reiða fram um 2,92 prósent af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda bréfsins fyrir greiðslufalli á næstu 5 árum. Erum við meðaltalið Ísland stendur ágætlega í samanburði við önnur Evrópuríki sem DV kann- aði skuldatryggingarálagið hjá. Nor- egur stendur af þeim ríkjum langbest en skuldatryggingarálag norska ríkis- ins stendur í ekki nema 30 punktum. Svíar og Finnar koma þar næst á eft- ir af Evrópuríkjunum en skuldatrygg- ingarálag þeirra stendur í 55 punktum og 62 punktum. Samkvæmt upplýsingum frá Deutsche Bank um 29 Evrópuríki er meðalskuldatryggingarálag ríkja í Evrópu 564,5 punktar. Inni í þeim út- reikningum er Grikkland en skulda- tryggingarálag gríska ríkisins er sex sinnum hærra en næsta ríkis á eftir. Sé Grikkland ekki tekið með inn í með- altalsútreikninginn er meðaltalið 301 punktur. Skuldatryggingar álagið er því um það bil á pari við meðaltalið. Erum eftirbátar hinna Norðurlandanna Skuldatryggingarálag sveiflast mik- ið dag frá degi og á það jafnt við um ríkissjóð Íslands og hinna ríkjanna sem hér um ræðir. Upplýsingarnar miðast út frá stöðunni eins og hún var fyrstu dagana í febrúar. Miðað við þær tölur er Ísland á svipuðu reki og Lettland, Búlgaría og Litháen, sem eru þau öll með nokkrum punktum hærra skuldatryggingarálag heldur en Ísland. Skuldatryggingarálag er ágætt viðmið þegar bera á saman stöðu ríkja víða um heim. Það segir að nokkru leyti til um traust og tiltrú markaðarins á ríkissjóðum hvers lands fyrir sig. Af því að dæma hef- ur markaðurinn ekki mikla trú á ís- lenska ríkissjóðnum sem kemst ekki með tærnar þar sem hin Norður- löndin hafa hælana. Norðurlöndin Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk eru öll meðal þeirra tíu landa sem hafa hvað lægst skuldatryggingarálag. Aðeins Ísland og Danmörk fara yfir 100 punkta múrinn. Skuldatryggingarálag danska ríkissjóðsins er 119 punktar. n Skuldatryggingarálag ríkissjóðs Íslands helst nokkuð stöðugt HEiMild: dEutscHE BaNk og EfNaHags- og ViðskiptaráðuNEytið. Skuldatryggingarálag Evrópuríkja 0–200 punktar 200–400 punktar 400– Króatía 460 Ungverjaland 555 Írland 578 Úkraína 820 Portúgal 1.286 Grikkland 7.930 Rússland 215 Belgía 221 Pólland 230 Tyrkland 255 Slóvakía 267 Ísland 292 Lettland 307 Búlgaría 312 Litháen 312 Spánn 354 Rúmenía 372 Slóvenía 385 Ítalía 390 Noregur 33 Svíþjóð 55 Finnland 62 Bretland 74 Þýskaland 85 Holland 98 Danmörk 119 Eistland 127 Tékkland 137 Austurríki 164 Frakkland 167 „Skuldatrygg- ingarálag er ágætt viðmið þegar bera á sam- an stöðu ríkja víða um heim. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Höldum dampi Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur haldist nokkuð stöðugt samanborið við önnur ríki á undanförnum mánuðum. Íshella Vísindamenn hafa borað niður á stöðuvatn á Suðurskautslandinu. MyNd rEutErs Fjallaljón réðst á dreng Betur fór en á horfðist þegar sex ára drengur lenti í klóm fjallaljóns í Big Bend-þjóðgarðinum í Texas í Bandaríkjunum um helgina. Drengurinn var á gangi ásamt þremur öðrum þegar ljónið kom aðvífandi og réðst á hann. David Elkowitz, talsmaður þjóðgarðsins, segir í samtali við AP-fréttastofuna að drengurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús vegna meiðsla sinna en hann hafi þó sem betur fer ekki slasast illa. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa haft í nógu að snúast síðan atvikið átti sér stað og reynt að rýma þjóð- garðinn. Leitin að ljóninu hefur engan árangur borið. Amma Obama lenti í bílslysi Sarah Obama, 91 árs amma Baracks Obama Bandaríkjafor- seta, slapp með minniháttar meiðsl þegar bíll sem hún var farþegi í valt. Atvikið varð nálægt heimabæ Söruh í Afríkuríkinu Kenía og var hún flutt á slysadeild vegna áverka sem hún fékk. Þeir voru þó minniháttar og þakkaði Sarah Guði fyrir það. Hún sagði í samtali við ABC-fréttastofuna að bifreiðin hefði verið mjög illa far- in eftir veltuna og enginn nema Guð hefði getað bjargað henni og þeim sem voru í bifreiðinni. Sarah er önnur eiginkona föður- afa Baracks Obama en sjálfur hefur forsetinn ávallt kallað hana ömmu sína. Upp komast svik um síðir Kona sem býr í Devon í Bretlandi hefur verið sektuð fyrir að til- kynna um innbrot á heimili sitt. Konan tilkynnti að innbrotsþjófar hefðu brotið sér leið inn á heimili hennar í gegnum glugga og haft á brott með sér 52 tommu flatskjá sem þeir komu út í gegnum sama glugga. Þegar lögregla fór að rann- saka vettvang komust þeir að því að þjófarnir hefðu aldrei getað komið tækinu út um umræddan glugga þar sem hann var allt of lít- ill. Lögregla gerði húsleit á heim- ili konunnar í kjölfarið og fannst flatskjárinn kyrfilega innpakkaður undir rúmi hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.