Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.2012, Blaðsíða 18
Á dögunum var tekin upp draugamynd á Vest- fjörðum sem verður að segjast að lofar góðu. Myndin ber nafnið Gláma og er byggð á sönnum atburð- um. Hún fjallar um kokk sem fenginn er til að setja upp veislu á sumarhóteli að vetri til. Einhver misskilningur verður og þegar kokkurinn mætir á staðinn uppgötvar hann að hann er þar einn og þá byrjar fjörið, að því er fram kemur á Facebook-síðu myndarinnar. Elfar Logi Hannesson leik- ari er einn þeirra sem koma að þessari mynd en hún er samstarfsverkefni hans, Bald- urs Páls Hólmgeirssonar og Eyþór Jóvinssonar. „Okkur hefur lengi langað til að gera kvikmynd og létum verða af því,“ segir Elfar Logi en mynd- in gerist í gamla héraðsskól- anum á Núpi í Dýrafirði. Elfar segist hafa gengið með þessa hugmynd í þó nokkurn tíma. „Ég var sjálfur á Núpi og man nú eftir að ég lenti í sérstökum atburði þar sem margir hafa lent í líka. Þegar fólk kemur í íþróttasalinn heyrir það dripl í bolta. Ég var þarna í skólanum ásamt Jóhannesi Kr. Kristjáns- syni fréttamanni. Þegar við ætluðum einu sinni að stelast inn í íþróttasalinn að nóttu til heyrðum við þetta dripl. Við urðum dauðhræddir og hlup- um til baka,“ segir hann. Elfar segir hópinn sem stendur að myndinni hafa haft samband við Sigurð Arn- fjörð, staðarhaldara á Núpi, sem sagði þeim nokkrar sér- stakar sögur af staðnum sem fólk hefur heyrt og lent í. Úr þessu varð svo handritið sem klárað var á milli jóla og nýárs í fyrra. Tökunum er lokið og er eftirvinnsla í gangi hjá hópn- um núna. Ráðgert er að frumsýna myndina um páska á Ísafirði í Ísafjarðarbíó. Verður mynd- in, sem er um 25 mínútur að lengd, sýnd á miðnætti miðvikudaginn fyrir páska, sem þykir sæmandi fyrir svo draugalega mynd. birgir@dv.is Sannsöguleg draugamynd n Kokkur í klandri á Núpi í Dýrafirði 18 Menning 8. febrúar 2012 Miðvikudagur Frumsýnd á Ísafirði Myndin gerist í gamla héraðsskólanum á Núpum. Skuggalegt í skammdeginu Draugar, vættir og útilegu- menn lifna við í tónum og tali í dagskránni Skugga- legt í skammdeginu. Það eru félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju sem standa fyrir dagskránni og flytja þeir þjóðlög og önnur verk íslenskra tón- skálda þar sem þjóðsagna- arfurinn er viðfangsefn- ið. Dagskráin fram fer í Norræna húsinu fimmtu- daginn 9. febrúar klukkan 20.30 og er haldin í tilefni Vetrarhátíðar í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis. Hilary snýr aftur Bandaríska fiðlustjarnan Hil- ary Hahn spilar á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Eldborgarsal Hörpu á fimmtudagskvöld klukkan 19.30. Hilary sló í gegn í fyrra þegar hún lék með hljóm- sveitinni og lét strax í ljós ósk um að leika í Hörpu. Stjórnandi er Peter Oundjian sem lærði á fiðlu hjá Itzhak Perlman og var fyrsti fiðlu- leikari Tókýó- strengjakvar- tettsins um fjórtán ára skeið. Flutt verða verkin Orion eftir Claude Vivier, Fiðlukons- ert nr. 4 eftir W.A. Mozart og Sinfónía nr. 11 eftir Dmitríj Sjostakovitsj. Í trúnaði með Ellen Spjalltónleikaröðin Af fingr- um fram undir stjórn Jóns Ólafssonar í Salnum í Kópa- vogi byrjar á ný nú í febrúrar. Jón leggur mikið upp úr því að hafa tónleikana persónu- lega og komast áhorfendur í nálægð við tónlistarmenn- ina. Á fimmtudagskvöldið fær Jón til sín eina ástsælustu söngkonu landsins, Ellen Kristjánsdóttur, sem meðal annars hefur sungið með Ljósunum í bænum, Manna- kornum, Borgardætrum og fleiri. Aðgansgeyrir er 3.300 krónur og tónleikarnir hefj- ast klukkan 20.30. Þ essa dagana stendur yfir samsýning níu götulistamanna í samstarfi við netgall- eríið Muses.is í Nor- ræna húsinu. Listamennirnir hafa fært listsköpun sína frá veggjum götunnar inn í hið hefðbundna sýningarrými gallerís. Verkin eru undir sterkum áhrifum frá götulist- inni og birtast þau í ýmsum formum. Sýningin er sögð tengja saman tvær kynslóðir götulistamanna í Reykjavík og markmiðið með henni er að endurspegla gerjun síðustu ára. Stelpur viðkvæmar fyrir strákamenningunni Einn þeirra listamanna sem sýna verk sín á sýningunni er Andrea Helgadóttir. Ein af fáum stelpum sem leggja stund á þetta listform. „Það eru einhverjar stelpur sem leggja stund á þetta list- form, en þær eru ekki margar, ég veit svo sem ekki af hverju en ég reikna með að það sé vegna þess að þær eru við- kvæmar fyrir strákamenning- unni í kringum þetta. Það er oft þannig, það er eins með hjóla- brettin og annað slíkt. Strák- arnir eiga til að taka svona yfir og stelpurnar eru þá ekki eins til í þetta,“ segir Andrea um mögulegar ástæður þess að fáar konur stunda veggjalist. Taka veðurguðina með í reikninginn Andrea er einn af upphafs- mönnum þessarar listar og byrjaði að spreia aðeins 12 ára gömul. „Ég var að elta stóra bróður minn og það er lík- lega vegna þess sem ég byrj- aði svona snemma. Þetta var árið 1989 og það hefur margt breyst síðan þá. Í þá daga var þetta ekki viðurkennt listform en í dag er svo komið að götu- list er afar virt og það var gam- an að því að færa listsköpun frá veggjum götunnar og fá að spreia beint á vegg innanhúss. Eiginlega alveg frábært. Það sem mér fannst reynd- ar merkilegast er að þarna fann ég fyrir því hversu mik- ill áhrifavaldur veðrið er í sköpuninni. Við erum vön því að taka regn og vinda með í reikninginn en inni í galleríinu er bara logn og því stórkostlegt að vinna öll smáatriði.“ Aldrei komist í kast við lögin Viðhorf til götulistar hafa breyst mikið síðustu árin. Andrea segir aukna virðingu fyrir veggja- og götulist í krafti mikillar gerjunar á því sviði í alþjóðlegum listaheimi. „Ég hef aldrei komist í kast við lögin. Ég þurfti þess ekki,“ segir hún og hlær. Og bætir við að sem betur fer hafi Austur- bæjarskóli gert henni kleift að skreyta nokkra veggi skólans. Þannig hafi hún hreinlega komist hjá því að stunda sína list ólöglega. „Persónulega fæ ég heldur ekkert út úr því að stunda mína listsköpun á ólöglegan máta.“ Lifandi karaktersköpun er það sem heillar Andreu mest og hún hefur skreytt marga stóra veggi á höfuðborgar- svæðinu. Á meðal veggja sem Andrea hefur málað eru stórir fletir í grennd við Loftkastalann og veggur við svonefnt Hjarta- torg í miðbænum. Andrea kall- ar sig Atom og segir listamenn sem vinna að götulist oft taka sér táknrænt listamannsnafn. Í hennar tilfelli táknar nafnið samvinnu. „Við vinnum verkin okkar ekki ein, þau eru oftast unnin í samvinnu. Þess vegna valdi ég mér þetta nafn.“ kristjana@dv.is Aldrei komist í kast við lögin n Andrea byrjaði að spreia 12 ára n Virðing fyrir götulist hefur aukist Á Hjartatorgi Andrea Helgadóttir við eitt verka sinna á Hjartatorgi. Hún byrjaði að spreia aðeins 12 ára. MyND SigTryggur Ari „Persónulega fæ ég heldur ekkert út úr því að stunda mína list- sköpun á ólöglegan máta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.