Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Page 6
6 Fréttir 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað
Hraunar yfir skýrsluna
n Lífeyrissjóðurinn Stapi gagnrýnir rannsóknarnefndina
Þ
að blasir hins vegar við, við
lestur skýrslunnar, að svokall-
að tap lífeyrissjóðanna er mjög
gróflega ofmetið í skýrslunni. Á
það meðal annars við um þá umfjöll-
un sem er um Stapa lífeyrissjóð, auk
þess sem að talsvert er af villum og
rangfærslum í þeim kafla,“ segir í frétt
á vef lífeyrissjóðsins Stapa. Forsvars-
menn sjóðsins gagnrýna harðlega starf
rannsóknarnefndar um lífeyrissjóðina
og segja margar villur í nýútkominni
skýrslu.
„Þar má til að mynda nefna um-
fjöllun um tiltekna sölu á gjaldeyri
og viðbrögð stjórnar við tilkynningu
endurskoðanda til eftirlitsaðila vegna
þeirra. Í skýrslunni er rangt skýrt frá
málsatvikum eða því sem máli skipt-
ir sleppt. Til að mynda er ekki skýrt
frá því að tilkynningin hafi verið send
eftir að endurskoðandinn hafði lok-
ið endurskoðun, sinni, skilað endur-
skoðunarskýrslu og tilkynnt stjórn að
engin mál væru útistandandi. Þetta
hafi hann gert án þess að kynna sér
þau gögn sem til voru hjá sjóðnum um
þessi viðskipti. Þá er ekki frá því greint
að náin samskipti voru við gjaldeyris-
eftirlit Seðlabankans þegar viðskiptin
fóru fram né að Seðlabankinn skoðaði
viðskiptin eftir að þau höfðu verið til-
kynnt og gerði ekki við þau neinar at-
hugasemdir. Allar þessar upplýsing-
ar hafði nefndin, en hún kýs samt að
skilja við málið þannig að áhöld séu
um hvort lög hafi verið brotin í þessu
tilviki. Þetta er aðeins eitt dæmi um
óvönduð vinnubrögð við gerð skýrsl-
unnar.“
Á vef Landssambands lífeyrissjóða
er einnig fjallað um skýrsluna á sam-
bærilegan hátt. Þar segir að höfundar
skýrslunnar fari með rangt mál þegar
þeir halda því fram að eignarýrnun
sjóðanna vegna bankahrunsins hafi
verið 480 milljarðar króna. Tapið sé
frekar 380 milljarðar. valgeir@dv.is
R
annsókn lögreglunnar á
tveimur nauðgunarkærum
á hendur Agli „Gillz“ Einars-
syni er langt komin og von-
ast lögregla eftir að geta sent
bæði málin til saksóknara í næstu
viku.
Vildi skerpa á nokkrum atriðum
Það var í lok nóvember í fyrra sem 18
ára stúlka kærði Egil og kærustu hans
fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér
stað á heimili Egils í Kópavogi. Önn-
ur stúlka lagði fram nauðgunarkæru
á hendur Agli í janúar síðastliðnum,
en samkvæmt heimildum DV segir
stúlkan að það brot hafi átt sér stað
fyrir nokkrum árum.
Eins og áður hefur verið greint frá
sendi saksóknari fyrri kæruna aftur
til lögreglunnar og óskaði eftir frekari
rannsókn á málinu. Björgvin Björg-
vinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu, segir að ekki sé óalgengt að sak-
sóknari óski eftir frekari rannsókn á
ákveðnum þáttum er varða einstök
mál. Aðspurður hvort það séu mörg
atriði sem saksóknara fannst þurfa
að rannsaka betur segir Björgvin
að þau hafi verið nokkur. „Það voru
nokkur atriði sem saksóknari ósk-
aði eftir að fá skýrari mynd af og við
erum langt komin með það. Málið
verður síðan sent til saksóknara eins
fljótt og við mögulega getum,“ segir
hann.
Hátt hlutfall kæra fær ekki
framgang
Rannsókn á seinni kærunni er á
lokastigi og vonast Björgvin eftir
að hægt verði að senda málið til
ríkissaksóknara í næstu viku. Enn
eigi þó eftir að ræða við nokkra að-
ila sem tengjast rannsókninni og
staddir eru erlendis. Það fari því
eftir hvenær næst til þeirra hve-
nær hægt verður að senda mál-
ið áfram til ríkissaksóknara. Hjá
ríkissaksóknara fara að minnsta
kosti tveir saksóknarar yfir mál-
ið og meta það hvort ákæra verði
gefin út eða málið fellt niður. Til að
ákæra sé gefin út verður saksókn-
ari að meta gögn málsins líkleg til
sakfellis, enda er það meginregla
íslensks réttarfars að sakfella ekki
sakborning nema lögfull sönnun
komi fram. Sönnunarstaða í kyn-
ferðisbrotamálum er afar veik, og
er hlutfall nauðgunarkæra sem
berast embættinu og fá ekki fram-
gang í kerfinu hátt. Sem dæmi um
það má nefna að árið 2008 bárust
embættinu 46 nauðgunarkærur.
32 voru látnar niður falla. Ákært
var í fjórtán málum og sakfellt í
sjö.
Óskiljanleg kæra
Í yfirlýsingu sem Egill „Gillz“ Einars-
son, sendi fjölmiðlum eftir að greint
var frá annarri kæru á hendur hon-
um, kemur fram að hann telur að
rannsóknargögn lögreglunnar varð-
andi fyrri nauðgunarkæru á hend-
ur honum sýni að kæran eigi ekki
við rök að styðjast. Þá segir hann að
hann muni óska eftir því að rann-
sókn verði hafin á röngum sakar-
giftum. Í yfirlýsingunni kom einn-
ig fram að Egill telur sig ekki þekkja
til konunnar sem sakar hann um að
hafa nauðgað sér og sé hún því „enn
óskiljanlegri en fyrri kæran““
Gillz-mál til
saksóknara
í næstu
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Það voru nokkur at-
riði sem saksóknari
óskaði eftir að fá skýrari
mynd af og við erum langt
komin með það.
viku
Til rannsóknar Egill „Gillz“ Einarsson, segir báðar kærurnar á hendur sér
vera „óskiljanlegar“. Hjá ríkissaksóknara fara að minnsta kosti tveir saksókn-
arar yfir málið og meta það hvort ákæra verði gefin út eða málið fellt niður.
n Rannsókn á nauðgunarkærum á hendur Gillz eru á lokastigi
Kári Arnór Kárason framkvæmda-
stjóri Stapa Stapi lífeyrissjóður kallar tap
vegna bankarhunsins „svokallað tap“.
Strokupiltar
í veiðihúsi
Björgunarsveitarmenn fundu
laust fyrir miðnætti á mið-
vikudagskvöld tvo unglings-
pilta sem strokið höfðu af með-
ferðarheimili í Skagafirði fyrr
um kvöldið. Þegar drengirnir
fundust í veiðihúsi við Skeggja-
staði voru þeir kaldir og þrek-
aðir. Drengirnir höfðu brotist
inn í veiðihúsið. Björgunar-
sveitarmenn vissu að þeir væru
illa búnir og var óttast um þá
þar sem veður fór ört kólnandi á
svæðinu. Því var lögð enn meiri
áhersla á að finna þá sem fyrst
og þegar mest lét voru sextíu
björgunarsveitarmenn að leita
að þeim.
Piltarnir voru þrír sem struku
frá meðferðarheimilinu, en einn
þeirra hafði gefið sig fram fyrr
um kvöldið.
Fjölskylda
slapp úr
eldsvoða
Betur fór en á horfðist þegar
eldur kom upp í íbúðarhúsi á
Siglufirði á fjórða tímanum að-
faranótt fimmtudags. Fjögurra
manna fjölskylda var heima en
tókst að koma sér út þegar elds-
ins varð vart. Fólkið vaknaði við
reykskynjara, hringdi á slökkvi-
liðið og kom sér sjálft út úr hús-
inu. Eldurinn reyndist loga í
þvottahúsinu og var staðbund-
inn en reyk lagði um allt húsið.
Svo virðist sem eldurinn hafi
kviknað út frá rafmagnstæki.
Slökkviliðið á Siglufirði kom
fljótt á staðinn og réð niðurlög-
um eldsins.