Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Qupperneq 14
14 Fréttir 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað Páll lesi ekki fréttir n Lagabreytingar um RÚV Æ tlun nefndarinnar er að ítreka að fólk gangi ekki í önnur störf og einbeiti sér að sínu starfssviði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, í samtali við DV.is um drög að frumvarpi til laga um Ríkis- útvarpið sem nefnd um endurskoðun laga stofnunarinnar hefur skilað af sér. Í drögunum stendur orðrétt að út- varpsstjóri Ríkisútvarpsins skuli ekki gegna öðrum störfum á vettvangi Rík- isútvarpsins. Páll Magnússon er út- varpsstjóri en hann er einnig frétta- þulur Sjónvarpsins. Í samtali við vef Morgunblaðsins segir Páll að með þessu sé verið að fara krókaleið að augljósu marki. Seg- ir hann ráðamenn eiga að segja það hreint út ef þeir vilji ekki að hann lesi fréttir. „Það má auðvitað draga þá álykt- un líkt og hann gerir,“ segir Katrín við DV.is en ítrekar að ætlun nefndarinn- ar sé að ítreka að fólk gangi ekki í önn- ur störf og einbeiti sér að sínu starfs- sviði.  birgir@dv.is Ó lafi F. Magnússyni mátti sem borgarstjóra vera ljóst að Frjálslynda flokknum bar að fá framlagið sem Ólafur lét Reykjavíkurborg greiða inn á reikning í sinni umsjá árið 2008. Þetta kemur fram í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur sem á mið- vikudag dæmdi borgina til að greiða Frjálslynda flokknum liðlega 6,8 milljónir króna. „Þetta er dýrt fyrir borgina,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður flokksins, sem gagnrýnir harkalega að borgarstjóri hafi ekki reynt að leysa málið utan dómstóla. Sagði skilið við frjálslynda Frjálslyndi flokkurinn stefndi borg- inni vegna þess að fjárframlag ársins 2008, vegna kosninganna 2006, var millifært á félag Ólafs F. Magnússonar. Ólafur náði kjöri sem fulltrúi Frjáls- lynda flokksins árið 2006 þegar flokk- urinn fékk um 10 prósent atkvæða. Ólafur varð borgarstjóri í kjölfarið en sagði svo skilið við frjálslynda. Hann stofnaði Borgarmálafélag F-lista og lét borgina millifæra peningana, 3,4 milljónir, inn á það félag í óþökk sinna gömlu flokksfélaga. Í áliti samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytisins kom fram að borg- inni hefði borið að greiða Frjálslynda flokknum fjárframlagið en ekki fé- lagi Ólafs. Sigurjón Þórðarson, for- maður Frjálslynda flokksins, lýsti óánægju sinni með framgöngu borg- arstjóra í málinu í DV fyrir skemmstu. Hann lítur svo á að ráðuneytið hafi falið Reykjavíkurborg að leysa málið utan dómstóla. Það hafi borgarstjóri ekki reynt að gera. Ekki stendur ber- um orðum í álitinu að borginni beri að leysa málið utan dómstóla en þar segir þó að óumdeilt sé að Frjálslynda flokknum hafi borið að fá framlagið. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, sagði við DV í janúar að forsvarsmönnum Frjálslynda flokks- ins væri frjálst að leita réttar síns, eins og þeir væru að gera. Afdráttarlaus dómur Borgarlögmaður hélt því fram að á þeim tíma sem greiðslan var innt af hendi hefði ekki legið annað fyrir en að Ólafur hefði verið til þess bær að vísa á þann reikning sem fram- lagið átti að fara inn á. Hann hefði verið oddviti Frjálslynda flokksins. Í dómnum er ekki fallist á þessi rök og er hann raunar mjög afdrátt- arlaus. „Samkvæmt þeirri stöðu var hann æðsti yfirmaður starfsmanna stefnda [Reykjavíkurborgar] og var meðal annars prókúruhafi borgar- sjóðs […] Samkvæmt þeim gögn- um sem liggja fyrir í málinu mátti honum vera ljóst að stefnandi [Frjálslyndi flokkurinn] sem var rétthafi fjárframlagsins, æskti þess að framlagið yrði greitt inn á til- tekinn reikning í eigu stefnanda. Í ljósi þeirrar stöðu sem réttargæslu- stefndi Ólafur gegndi hjá stefndu telur dómurinn hana ekki geta bor- ið því við að hafa verið grandalaus um að hann skorti heimild rétthafa greiðslunnar til að ákveða hvert henni yrði ráðstafað.“ Krefur borgin Ólaf um féð? Sigurjón segist í samtali við DV afar ósáttur við Jón Gnarr borgarstjóra. „Mér finnst þetta endanlega stað- festa það að það þurfi annan borg- arstjóra með Jóni Gnarr. Það þarf að vera manneskja sem getur og nennir að setja sig inn í hluti og mál. Þetta er dýrt fyrir borgina.“ Hann segir dóminn umhugsunarefni fyrir Reyk- víkinga og stjórnkerfið. Það hljóti að vera hægt að gera kröfu um bætt samskipti. „Mér finnst þetta alveg með ólíkindum og svona gera menn ekki,“ segir hann. Borgarlögmaður hefur sagt í fréttum að næstu skref hafi ekki ver- ið ákveðin. Niðurstaðan verði lögð fyrir borgarráð. Ekki er hægt að útiloka að Reykja- víkurborg geri þá kröfu á Ólaf að hann afhendi peningana sem hann ranglega fékk. Frjálslyndi flokkurinn stefndi Ólafi til réttargæslu í málinu, til að gera honum kleift að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það nýtti hann sér ekki fyrir dóm- inum. n Ólafur F. lét ranglega leggja peninga inn á sig n Var prókúruhafi borgarsjóðs Mátti vita að hann átti ekki að fá féð „Mér finnst þetta endanlega stað- festa það að það þurfi annan borgarstjóra með Jóni Gnarr. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Deilt fyrir dómi Sigurjón Þórðarson og félagar höfðu betur gegn borginni. Hún þarf að reiða fram á sjöundu milljón króna. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400. Listmuna- uppboð Hjalti Parelius 2012 Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Opnun kl. 15 laugardag 11. febrúar Allir velkomnir Sýning Krókaleið Heyra má á Páli að hann er ósáttur við breytingarnar. 270 milljónir í skólalóðir Á næsta ári stendur til að gera endurbætur á skólalóðum við Hamraskóla, Réttarholtsskóla og leikskólana Árborg og Laugasól. Jafnframt verður ráðist í annan áfanga við endurbyggingu lóðar við Seljaskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en samhliða þessum endurbótum á skólalóðum verður ráðist í ýmsar framkvæmdir á lóðum leikskól- anna Barónsborgar, Hólaborgar, Nóaborgar og Stakkaborgar. Þá verða gerð boltagerði við Folda- skóla og Breiðagerðisskóla. Gert er ráð fyrir að þessar framkvæmdir muni kosta 270 milljónir króna. Klapparstígur fær andlitslyft- ingu í sumar Miklar framkvæmdir eru fyrir- hugaðar á Klapparstíg í sumar en endurnýja á götuna frá grunni ofan Laugavegar að Skólavörðustíg. Þegar framkvæmdum verður lokið í sumar er ráðgert að útlit götunnar verði svipað og er á Skólavörðustíg. Þetta kemur fram á vef Reykja- víkurborgar. Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað, ásamt lögnum sem komnar eru á tíma. Þá verður sett snjóbræðslu- kerfi í götu og gangstéttar. Göngu- leiðir verða breikkaðar og akbraut mjókkuð, auk þess sem hún verður upphækkuð á gatnamótum. Meginþungi framkvæmda verður frá miðjum marsmánuði til loka júní. Að því loknu er áætlað að gróðursetningu ljúki í sept- ember. Í frétt Reykjavíkurborgar kemur fram að kynning á fram- kvæmdinni hafi verið send til íbúa og hagsmunaaðila. Verkið verður boðið út á næstunni í takt við inn- kaupareglur Reykjavíkurborgar að því er fram kemur á vef borgar- innar. Var æðstur Sam- kvæmt dómnum mátti Ólafi vera ljóst að Frjáls- lyndi flokkurinn ætti að fá peningana.. Sætir gagnrýni Sigurjón hefur gagnrýnt Jón Gnarr harðlega fyrir að leitast ekki við að leysa málið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.