Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Qupperneq 16
16 Fréttir 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað
E
ignarhaldsfélag Ólafs Ólafs
sonar, Ker hf., sem var einn af
kaupendum Búnaðarbankans
í ársbyrjun 2003, afsalaði sér
húsi á Hverfisgötu 33 til Fram
sóknarflokksins í desember 2002.
Húsið hýsir skrifstofur Framsóknar
flokksins í dag. Kaupverðið var greitt
með yfirtöku skulda upp á 45 millj
ónir króna þó svo að fasteignamat
þess hafi verið talsvert hærra. Þetta
kemur fram í afsölum hússins frá því
19. desember 2002 sem DV hefur
undir höndum.
Tæpum mánuði síðar, þann 16.
janúar 2003, var Ólafur Ólafsson einn
þeirra sem skrifuðu undir kaupsamn
ing við íslenska ríkið þar sem Shóp
urinn svokallaði, meðal annars eign
arhaldsfélagið Egla sem var í eigu
Kers hf., keypti Búnaðarbankann af
íslenska ríkinu. Ker var á þessum tíma
eigandi olíufélagsins Esso. Ólafur
Ólafsson var einn stærsti hluthafinn í
Kaupþingi, áður KaupþingiBúnaðar
banka, þar til bankinn féll um haustið
2008.
Pólitísk afskipti af sölunni
Framsóknarflokkurinn var í ríkis
stjórn með Sjálfstæðisflokknum á
þessum tíma og stóð fyrir einkavæð
ingu ríkisbankanna tveggja, Búnaðar
bankans og Landsbankans. Um
fjöllun um einkavæðingu bankanna
síðastliðin ár hefur rennt stoðum
undir það að ríkisstjórnarflokkarnir
hafi skipt bönkunum á milli sín; að
Landsbankinn hafi verið seldur til
manna sem voru handgengnir Sjálf
stæðisflokknum á meðan Búnaðar
bankinn hafi verið seldur til aðila
sem voru handgengnir Framsóknar
flokknum.
Meðal annars bar Valgerður Sverr
isdóttir, viðskiptaráðherra Framsókn
arflokksins sem skrifaði undir kaup
samningana vegna Landsbankans og
Búnaðarbankans fyrir hönd íslenska
ríkisins, því við í skýrslu rannsókn
arnefndar Alþingis að Davíð Odds
son forsætisráðherra hefði viljað „að
Samson keypti Landsbankann“ og að
Halldór Ásgrímsson, formaður Fram
sóknarflokksins, hefði hugsanlega
„orðið fyrir einhverjum þrýstingi“ um
að selja Búnaðarbankann til Shóps
ins. Valgerður vitnaði einnig til þess,
sem áður hefur komið fram í opin
berri umræðu, að Halldór hefði gjarn
an viljað að Shópurinn og Kaldbakur,
fjárfestingarfélag KEA og Samherja á
Akureyri, myndu bjóða saman í Bún
aðarbankann. Af þessu varð þó ekki
og Shópurinn keypti Búnaðarbank
ann einn. Aðalsamningamaður S
hópsins í sölunni á bankanum var
Ólafur Ólafsson en Finnur Ingólfs
son, fyrrverandi ráðherra Framsókn
arflokksins og fyrrum aðstoðarmað
ur Halldórs Ásgrímssonar, var einnig
mikilvægur þátttakandi í viðskiptun
um.
Afsalað í tveimur hlutum
Í afsölunum kemur fram að þann 19.
desember 2002 afsalaði Ker hf. sér
fasteigninni í tveimur hlutum. Afsöl
in voru útbúin af Kristni Hallgríms
syni, lögmanni Ólafs Ólafssonar, sem
hafði yfirumsjón með kaupum S
hópsins á Búnaðarbankanum á ár
unum 2002 til 2003, og undirrituð af
Geir Magnússyni, forstjóra Kers,
fyrir hönd þess félags. Athygli
vekur að kaupverð hússins
virðist einungis hafa verið
45 milljónir króna út frá
afsölunum að dæma en
hugsanlegt er að frekari
fjármunir hafi skipt um
hendur þó ekki komi
það fram í afsalinu.
Ker afsalaði sér
rúmlega 62 pró
sentum hússins til
Skúlagarðs ehf. eign
arhaldsfélags í eigu
Framsóknarflokksins. Í
afsalinu kemur fram að
kaupverð hins selda hafi
verið að fullu greitt við
undirritun kaupsamn
ingsins, meðal annars
með yfirtöku á 20 milljóna
veðskuld við Landsbankann
og yfirtöku á 9,5 milljóna veð
skuld við Búnaðarbankann sem
var á 2. veðrétti. Ákvæðin í hinu af
salinu eru svipuð en þar kemur
fram að Húsbyggingasjóður
Framsóknarfélaganna í
Reykjavík eignist með
afsalinu nærri 38
prósent í hús
inu. Yfirtaka
á skuldum
vegna þessa
hluta húss
ins nam 25 milljónum og voru þær
einnig við Landsbanka Íslands. Ekki
er tekið fram hvort og þá hversu mik
ið reiðufé Framsóknarflokkurinn átti
að greiða fyrir húsið, aðeins er rætt
um yfirtöku skulda.
Nefndarmaður í einkavæðingar
nefnd skrifaði undir afsalið
Sérstaka athygli vekur að einn af
þeim sem skrifa undir afsalið af
síðarnefnda hluta hússins fyrir hönd
Húsbyggingasjóðs Framsóknarfélag
anna í Reykjavík var Sævar Þór Sigur
geirsson endurskoðandi. Á þessum
tíma var Sævar einnig fulltrúi Fram
sóknarflokksins í framkvæmdanefnd
um einkavæðingu, nefndinni sem
seldi Shópnum Búnaðarbankann
ásamt ráðherranefnd um einkavæð
ingu þar sem fjórir ráðherrar ríkis
stjórnarflokkanna sátu, þau Davíð
Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór
Ásgrímsson og Valgerður Sverris
dóttir.
Fasteignamat hússins í dag er
rúmlega 110 milljónir króna. Skúla
garður á ennþá stærri hluta húss
ins en hluturinn sem var í eigu Hús
byggingasjóðs Framsóknarfélaganna
færðist yfir til Glitnis árið 2006. Engir
ársreikningar eru til fyrir Húsbygg
ingasjóðinn og því er ekki hægt að
sjá kaupverð hússins.
Ker veitti Framsókn veðleyfi 2007
Hluti af skuldunum sem hvíldu á
húsinu var vegna 9,5 milljóna króna
láns frá Búnaðarbankanum til Fram
sóknarflokksins árið 1999. Lánið var
til fimm ára. Olíufélagið hf., síðar Ker
hf., veitti Framsóknarflokknum skil
yrt veðleyfi til að veðsetja fasteignina
fyrir láninu og fólst það meðal annars
í skilyrðum veðleyfisins að 9,5 millj
ónirnar yrðu greiddar inn á banka
reikning Olíufélagsins hf. Þetta kemur
fram fram í veðleyfinu sem undirrit
að var af Geir Magnússyni í septem
ber 1999. Framsóknarflokkurinn virð
ist því hafa orðið að greiða umrædda
fjárhæð til Olíufélagsins samkvæmt
veðleyfinu. Hugsanlegt er að 9,5 millj
ónirnar hafi átt að ganga upp í kaup
verð hússins. Framsóknarflokkurinn
varð hins vegar ekki eigandi hússins
fyrr en nokkrum árum síðar.
9,5 milljóna króna skuldabréfinu
útgefnu af Búnaðarbankanum var
Ólafur afsalaði sér húsi
til Framsóknarflokksins
n Meðlimur í S-hópnum seldi Framsókn hús mánuði fyrir sölu Búnaðarbankans 2003„Tilfinning mín er
sú að kaupin hafi
verið ákveðin nokkrum
árum áður en gengið var
frá þessu þarna.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Ólafur Ólafsson Eignarhaldsfélag Ólafs Ólafssonar, Ker, seldi Fram-
sóknarflokknum hús á Hverfisgötu sem í dag hýsir skrifstofur flokksins.
Mánuði áður Halldór Ásgrímsson var for-
maður flokksins á þessum tíma. Framsókn
eignaðist húsið mánuði fyrir einkavæðingu
Búnaðarbankans.
Gekk frá afsalinu Kristinn Hallgrímsson,
lögmaður S-hópsins og Ólafs Ólafssonar,
gekk frá afsalinu þar sem Framsóknar-
flokkurinn eignaðist húsið.