Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Page 17
Fréttir 17Helgarblað 10.–12. febrúar 2012
Ólafur afsalaði sér húsi
til Framsóknarflokksins
n Meðlimur í S-hópnum seldi Framsókn hús mánuði fyrir sölu Búnaðarbankans 2003
síðan aflétt af fasteigninni árið 2004,
rúmu ári eftir einkavæðingu Búnað-
arbankans. Þá hafði bankinn sam-
einast Kaupþingi. Árið 2007 var hús-
ið svo veðsett hjá sparisjóðnum AFLi
fyrir rúmlega 57 milljónir króna. Um
var að ræða tryggingabréf. Þetta er
eina veðið sem hvílir á húsinu í dag
auk 20 milljóna króna skuldabréfsins
frá Landsbankanum frá árinu 1999.
Af þessu sést að Framsóknar-
flokkurinn var í beinum viðskipt-
um við einn helsta meðlim S-hóps-
ins, Ker, sem var einn af eigendum
eignarhaldsfélagsins Eglu sem hélt
utan um hlut í Búnaðarbankanum
eftir einkavæðinguna árið 2003:
Skrifstofur flokksins voru um árabil
í húsi sem Ker átti og sem selt var til
flokksins rétt áður en gengið var frá
kaupsamningnum á Búnaðarbank-
anum. Samþykki Kers, og annarra
hluthafa Eglu, þurfti á kaupsamning
S-hópsins og íslenska ríkisins í janú-
ar 2003 og skrifaði Kristján Loftsson
undir samninginn fyrir hönd Kers.
Segir kaupin hafa átt
sér langan aðdraganda
Geir Magnússon, fyrrverandi for-
stjóri Kers hf., segir að hann telji
að Ker hafi verið búið að ákveða að
selja Framsóknarflokknum húsið
nokkrum árum áður. Hann segist
þó ekki muna nákvæmlega hvernig
kaupin bar að. „Tilfinning mín er sú
að kaupin hafi verið ákveðin nokkr-
um árum áður en gengið hafi verið
frá þessu þarna. Framsóknarflokk-
urinn var kominn þarna inn nokkr-
um árum fyrir þetta. Svo fóru þeir
að vilja kaupa þetta smátt og smátt.
Ríkustu fyrirbæri landsins eru ekki
stjórnmálaflokkar,“ segir Geir.
Hann segist ekki muna af hverju
Ker gaf Framsókn veðleyfi á húsið
áður en búið var að selja flokknum
það en að veðleyfið styðji að búið
hafi verið að ganga frá því að Fram-
sókn keypti húsið. „Þetta var fyrsta
skrefið í kaupum.“ Forstjórinn fyrr-
verandi segist heldur ekki muna
hvort og þá hversu mikið Fram-
sóknarflokkurinn greiddi fyrir hús-
ið, hvort einungis hafi verið um
að ræða yfirtöku skulda eða hvort
flokkurinn hafi einnig greitt reiðufé
fyrir húsið. Geir segir hugsanlegt að
menn hafi viljað klára söluna á hús-
inu áður en hann léti af störfum á
árinu 2003. Ýmislegt um söluna á
húsi Kers til Framsóknarflokksins er
því á huldu.
Ljóst er hins vegar að Framsókn-
arflokkurinn varð ekki formlegur
eigandi hússins fyrr en tæpum mán-
uði áður en S-hópurinn keypti Bún-
aðarbankann í ársbyrjun 2003
Yfirtaka skulda Svo virðist sem stór hluti kaup-
verðsins á húsi Framsóknarflokksins við Hverfisgötu
hafi verið greiddur með yfirtöku skulda. Fasteigna-
mat hússins í dag er meira en 110 milljónir króna en
það er ríflega 800 fermetrar. mYnd SigtrYggur ari
S
kipið Hallgrímur SI-77, sem
fórst undan ströndum Nor-
egs fyrir rúmum hálfum
mánuði, var í góðu ástandi
þegar það var skoðað af
skipaskoðunarmanni hjá Frumherja
síðasta sumar. Þær athugasemdir
sem gerðar voru við ástand skipsins
voru að mestu smávægilegar.
Stefán Stephensen er yfirmaður
skipa- og bátaskoðana hjá Frum-
herja. Hann segir að skipið hefði
aldrei fengið haffærisskírteini ef ör-
yggismál um borð í skipinu hefðu
ekki verið í lagi. „Hallgrímur var
skoðaður í júní í fyrra. Þetta er skoð-
un sem er gerð einu sinni á ári. Við
gerðum sirka sjö athugasemdir í
skoðuninni í júní og skipið fékk því
stutta skoðun sem gilti fram í enda
júlí. Þá tókum við allar athugasemd-
irnar út nema að það stóðu eftir
þrjár. Það voru merkingar í rafbún-
aði og krana auk þess sem léttabát-
ur var í slæmu ástandi,“ segir Stefán
við DV.
Ónýtur léttabátur
Í kjölfar skoðunarinnar í júlí fékk
Hallgrímur SI-77 þriggja mánaða
haffæri sem gilti fram í október í
fyrra. „Um miðjan desember fékk ég
tölvupóst frá Siglingastofnun um að
þeir væru búnir að gefa sex mánaða
frest á þennan léttabát því hann hafði
verið dæmdur ónýtur þegar hann fór
í viðgerðina. Þeir þurftu því að fá nýj-
an. Svo rétt upp úr áramótum hafði
útgerðarmaðurinn samband við mig
og bað mig að setja þessar athuga-
semdir inn í skoðunarskírteinið. Þá
setti ég inn þessar athugasemdir að
Siglingastofnun hefði gefið þennan
frest fram í maí.“
Frumherji miðaði gildistíma
skoðunarinnar við þann tíma sem
ástandsskoðun gúmmíbjörgunar-
báts um borð átti að detta úr gildi. Í
kjölfarið gaf Siglingastofnun út haf-
færisskírteini á Hallgrím. Á skírtein-
inu, sem gefið var út 5. janúar, er
skráður eigandi skipsins Útgerðar-
félagið Ásvellir ehf. á Siglufirði. Eins
og fram hefur komið í DV segir Arnar
Sverrisson útgerðarmaður að hann
hafi selt skipið í janúar. Hann vildi
hins vegar ekki gefa upp hver kaup-
andinn væri. Ekkert afsal liggur fyrir
hjá Sýslumanninum á Siglufirði og
þar er Útgerðarfélagið Ásvellir enn
skráður eigandi skipsins.
Enginn laus farmur
Hallgrímur SI-77 átti tvö systurskip
hér á landi. Annað þeirra, Krossnes
SH-308, sökk á Halamiðum í febrú-
ar 1992, þegar slagsíða kom á skip-
ið. Þrír menn fórust í því slysi. Fram
kom í fréttum RÚV að samkvæmt
skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa
um Krossnesið hefði stöðugleiki
skipsins raskast og rýrnað. Óljóst
væri hins vegar með öllu hvernig það
hefði gerst.
Rannsóknarnefndin vildi að gerð
yrði rannsókn á stöðugleika Hall-
gríms en slík athugun fór hins vegar
aldrei fram. Í skjölum frá Siglinga-
stofnun frá því í janúar 1997, sem DV
hefur undir höndum, er gerð athuga-
semd við stöðugleika í Geysi BA-025,
öðru systurskipi Hallgríms. Þar segir:
„Eldsneytisgeymar undir lest skulu
alltaf vera fullir og innsiglaðir.“
Í öðru bréfi Siglingastofnunar
frá árinu 1982 er fjallað um stöðug-
leikaútreikninga fyrir sama skip. Þar
er einnig ítrekað að eldsneytisgeym-
ar undir lest verði ætíð að vera full-
ir. Fjarlægja átti eldsneytislagnir í
þá geyma og ganga þannig frá þeim
að ekki væri hætta á að geymarnir
yrðu tengdir aftur við eldsneytiskerfi
skipsins nema að yfirlögðu ráði.
Eiríkur Ingi Jóhannsson, skip-
verjinn sem lifði af þegar Hallgrím-
ur fórst, segir að enginn laus farm-
ur hafi verið um borð í skipinu og
að menn hafi ekki brennt olíunni í
neðstu eldsneytisgeymunum undir
lestinni. Þeir gerðu því ekkert sem
ætti að hafa getað raskað stöðugleika
skipsins.
„Þaulreyndir menn“
Stefán skoðunarmaður segir að Hall-
grímur hafi verið þykktarmældur,
bolskoðaður og vélskoðaður árið
2010 auk þess sem allir botnlok-
ar og síðulokar hafi verið skoðaðir.
„Það var allt í mjög góðu ástandi.
Þessi útgerðarmaður var búinn að
leggja alveg ómældan tíma til þess
að koma þessu í gott stand. Það er
auk þess rándýrt. Ég þekkti þessa
menn sem voru með skipið mjög
vel og þeir hefðu aldrei farið af stað
ef öryggisbúnaður hefði ekki verið í
lagi. Þetta voru þaulreyndir menn.“
Hallgrímur var
í góðu ástandi
„Eldsneytisgeymar
undir lest skulu allt-
af vera fullir og innsiglaðir.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
n Skipverjar röskuðu ekki stöðugleika skipsins
Hallgrímur Si Var í sinni
síðustu ferð yfir hafið þegar
hann sökk.
„Bjarni hefur sloppið“
n Fjölmiðlar gagnrýndir harðlega
B
jarni [Benediktsson, innsk.
blm.] hefur sloppið með stöðu
statista, eða öllu fremur trúðs-
ins, í þessari leiksýningu,“
skrifar rithöfundurinn og útvarps-
maðurinn Finnbogi Hermannson
í aðsendri grein í Morgunblaðinu í
gær með yfirskriftinni „Trúður eða
statisti. Um óheppilega undirskrift
Bjarna Benediktssonar.“ Þar fjallar
Finnbogi um Vafningsmálið og hlut
Bjarna, formanns Sjálfstæðisflokks-
ins, í því og segir Bjarna vera eina af
persónum og leikendum í málinu.
Finnbogi segir að Bjarni hafi kom-
ist upp með það að svara ekki spurn-
ingum fjölmiðla um málið. „For-
maður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni
Benediktsson, tók þátt í meintum
glæp en hefur komist upp með að
svara út úr spurður um aðkomu sína
að málinu,“ skrifar Finnbogi og hegg-
ur meðal annars til fréttastofu Rík-
isútvarpsins fyrir að hafa ekki tekið
á málinu. „Íslenskir fjölmiðlar hafa
staðið sig hraksmánarlega að inna
hann eftir gjörðum sínum þann 12.
febrúar þegar málið var fixað. Nema
DV.“
Fjölmiðlar gagn-
rýndir harðlega
„Trúður eða statisti“
er fyirsögn greinar-
innar um Bjarna og
Vafningsmálið.