Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Qupperneq 22
S tjórnvöld á Filippseyjum eru ekki vongóð um að björg- unarsveitum og hermönn- um takist að finna fleiri eft- irlifendur í rústum borga og bæja eftir að öflugur jarðskjálfti upp á 6,9 varð í Negros-héraði á mánudag. Nær þrjátíu lík hafa fundist en á átt- unda tug er enn saknað. Flestir þeirra sem saknað er eru grafnir í skriðu- haugum sem féllu í kjölfar skjálftans. Illa byggðir vegir Benigno Aquino, forseti Filippseyja, heimsótti hamfarasvæðið á miðviku- dag og var sleginn vegna eyðilegg- ingarinnar. Hann fyrirskipaði að um- svifalaust skyldu hjáleiðir byggðar þar sem mikilvægar samgönguæðar fóru í sundur og gagnrýndi harðlega ömurlega illa byggða vegi á svæðinu. Auk þess sem fjölmargir vegir fóru í rúst eins og sjá má meðfylgjandi myndum, skemmdust ellefu brýr í Negros Oriental, þar af þrjár algjör- lega. Vantar líkkistur Jarðfræðingar hafa viðurkennt að hafa ekki vitað af því neðansjávar- misgengi sem jarðskjálftinn stóri átti upptök sín í og varð til þess að grjót- hnullungar, tré og annað brak féll með gríðarlegum þunga í skriðum á tvær borgir sem verst urðu úti, Gui- hulngan og La Libertad. Bæjarstjórinn í Guihulngan hefur látið hafa eftir sér, í ljósi þess að enn er á þriðja tug einstaklinga saknað þar, að yfirvöld standi frammi fyrir þeim raunveruleika að skortur verði á líkkistum fyrir fórnarlömb hamfar- anna. Filippseyjar eru staðsettar í hin- um svokallaða „Eldhring“ Kyrrahafs- ins þar sem öflugir jarðskjálftar og eldgos eru tíð. Mannfall er iðulega mjög mikið og skemmdir miklar þeg- ar skjálftar verða á hinum fátæku Fil- ippseyjum þar sem mikið erum illa byggð hús og byggingar sem standast engar reglugerðir. Árið 1990 létust nærri tvö þúsund manns í risaskjálfta sem mældist 7,7 stig. 22 Erlent 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað Ofsóttur eftir skrif á Twitter n Hamza Kashgari efaðist um Múhammeð spámann Í slamskir öfgamenn krefjast þess að ungur Sádi-Arabi verði tekinn af lífi fyrir færslu á Twitter-síðu sinni sem vakti hörð viðbrögð í Sádi-Arabíu. Hamza Kashgari er 23 ára múslimi sem virðist efast um trú sína og þorði að tala um það opinberlega. Á Twitter skrifaði hann um Múhammeð spá- mann. „Ég hef alltaf elskað uppreisn- armanninn í þér. Þú hefur alltaf veitt mér innblástur. Mér líkar hins vegar ekki geislabaugurinn og heilagleikinn í kringum þig. Ég mun ekki biðja fyr- ir þér. Ég mun ekki kyssa hönd þína. Hins vegar mun ég taka í höndina á þér eins og jafningjar gera. Ég mun brosa til þín þegar þú brosir til mín. Ég mun ekki tala við þig sem vin minn lengur.“ Allt ætlaði um kolla að keyra þegar þegar Kashgari birti færsluna á Twitter. Hann fékk meira en 30.000 svör á ein- um degi. Mörg þeirra komu frá æva- reiðum samlöndum hans sem kröfð- ust þess að hann yrði líflátinn hið snarasta. Kashgari hefur reyndar eytt út reikningi sínum á Twitter og beð- ist afsökunar. Það dugði þó skammt til þess að lægja óánægjuöldurnar. Heimilisfang hans var birt á Youtube og æstur múgur hefur leitað hans og haldið til fyrir utan moskvuna hans. Einn frægasti klerkur Sádi-Arabíu hefur krafist þess að réttað verði yfir Kashgari fyrir guðlast, en við því liggur dauðarefsing. Þegur hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur honum í heimalandinu, en hann flúði land vegna þess að hann óttast um líf sitt. „Ég er hræddur og ég veit ekkert hvert ég á að fara,“ sagði Kashgari. Bloggari í Sádi-Arabíu segir að við- brögðin við færslunni hafi verið ótrú- leg. Ungi maðurinn hafi vissulega far- ið yfir strikið en málið minni á mál Salmans Rushdie sem skrifaði bókina Söngvar Satans, sem gerði að verkum að Íransstjórn gaf út morðtilskipun á hendur honum. Rushdie hefur að mestu farið huldu höfði undanfarin ár. n Tuga er enn saknað eftir öflugan jarðskjálfa á Filippseyjum Líkkistuskortur á hamfarasvæðum „Flestir þeirra sem saknað er eru grafnir í skriðuhaugum. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Líkbíll í vanda Jarðskjálftinn, sem var öfl- ugur, gjöreyðilagði vegakerfi í La Libertad. Hér má sjá magnaða mynd af bifreið sem reynir að þræða rústir vegar til að flytja lík. Mokað Hermenn og björgunarsveitarmenn hafa leitað eftirlifenda í aurskriðum sem féllu. 71 er enn saknað. Gjörónýtar brýr Eins og sjá má kubbuðust brýrnar á Negros Oriental bara í sundur. Mikil neyð Tugþúsundir urðu að yfirgefa heimili sín og annar eins fjöldi missti heimili sín vegna hamfaranna. Æstur múgur Öfgamenn hafa hundelt unga manninn og vilja hann feigan. Mynd úr safnI. Illa lyktandi nemandi Kennari í barnaskóla á Nýfundna- landi gæti verið í vondum málum eftir að hann tók þátt í að stríða tíu ára nemanda. Forsaga máls- ins er sú að drengurinn, Christian, kom með fisk í skólann sem hann borðaði í hádegismat. Lyktin af fiskinum fór eitthvað fyrir brjóstið á samnemendum hans og gerðu þeir óspart grín að honum vegna þess hversu mikil fiskilykt var af honum. Í stað þess að stöðva stríðnina ákvað kennarinn að taka þátt í henni. Kennarinn tók drenginn út úr kennslustofunni og úðaði á hann Febreze sem er efni sem eyðir vondri lykt. „Ég er mjög sár út af þessu og finnst eins og ekki hafi verið kom- ið fram við hann eins og mann- eskju,“ segir móðir drengsins, Patti Rideout, í samtali við CBC News. Hún vill að umræddur kenn- ari verði rekinn úr starfi en sam- kvæmt frétt CBC staðfestu skóla- yfirvöld að kvörtun hefði borist vegna málsins og að málið sé í at- hugun. Óhugnanleg upptaka: Sjö ára slapp frá morðingja Myndband sem sýnir sjö ára stúlku, Brittany Baxter, berjast á móti karlmanni sem reyndi að nema hana á brott úr Walmart- verslun í Bandaríkjunum á dög- unum hefur vakið mikla athygli. Atvikið átti sér stað í bænum Bre- men í Georgíu- ríki en mað- urinn, Thomas A. Woods, sem er með dóm fyrir manndráp á bakinu, sést lyfta stúlkunni upp og ganga með hana áleiðis út úr versluninni. Stúlkan bregst skiljanlega illa við og öskrar og sparkar í Woods sem verður til þess að hann sleppir henni og hleypur út úr versluninni. Lög- reglan fór yfir myndir úr eftirlits- myndavél verslunarinnar en á þeim sást meðal annars bílnúmer bifreiðar hans. Því átti lögregla auðvelt með að hafa hendur í hári hans. „Ég var að skoða prinsessu- og álfadót. Svo sparkaði ég eins fast og ég gat,“ segir stúlkan í sam- tali við Sky News. Maðurinn var á skilorði vegna manndráps þegar atvikið átti sér stað en hann á nú yfir höfði sér ákæru fyrir tilraun til mannráns. „Það er skelfilegt að hugsa til þess hversu hratt þessir hlutir geta gerst. Ég fékk gæsahúð þegar ég sá myndbandið,“ segir Keith Pesnell, lögreglustjóri í Bremen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.