Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Síða 24
Sandkorn E Einhvern veginn verður það alltaf þannig að samfélagið skiptist í gáfaða fólkið, sem veit sannleikann, og heimska fólkið, sem veit ekki nóg. Í hugsjóninni um hinn fullkomna frjálsa markað er gert ráð fyrir því að allir hafi aðgang að sömu upplýsing­ unum. Lög sem banna innherjavið­ skipti eru tilraun til að viðhalda þeirri hugsjón í verki. Undir lok góðærisins á Íslandi var heimska fólkinu stöðugt sagt að allt væri í lagi. Föðurlegir ráðamenn og trúverðugir bankamenn sögðu það statt og stöðugt. Þeir sem gáfu annað til kynna voru skammaðir, því heimska fólkið höndlaði ekki sannleikann. Það myndi bara gera illt verra. Gáfaða fólk­ inu var hins vegar sagður sannleikur­ inn á fundum, því það þurfti að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir hálfvitana. Einn af þeim upplýstu var Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjár­ málaráðuneytinu. Hann sat á fundum með breskum ráðamönnum, sem fjöll­ uðu um að Landsbankinn væri að fara á hliðina, með hrikalegum afleiðingum fyrir íslenska skattgreiðendur. Baldri og félögum mistókst að bjarga íslenskum skattgreiðendum, en Baldur náði í það minnsta að selja hlutabréfin sín í Landsbankanum fyrir 190 milljónir króna mánuði áður en bankinn féll. Útgerðarkonan Guðbjörg Matt­ híasdóttir seldi hlutabréfin sín í Glitni fyrir þrjá og hálfan milljarð síðasta virka daginn fyrir fall bankans. En það var vegna samnings sem hafði verið gerður löngu áður. Hún hafði bara vit á að nýta sér hann. Nokkrum mánuðum síðar réð hún seðlabankastjórann, sem hafði varað við hruninu á einkafund­ um, í ritstjórastól á Morgunblaðinu, sem hún hafði þá nýverið keypt. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er líka einn af gáfaða fólkinu. Eftir að samflokks­ menn hans, Davíð Oddsson og Geir Haarde, höfðu rætt hættulega stöðu efnahagslífsins á einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, settist Bjarni niður með Illuga Gunnarssyni, stjórnarmanni í Sjóði 9 hjá Glitni, og ræddi alvarlega stöðu bankanna. Þeir þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðis­ flokknum skrifuðu grein um yfirvof­ andi vanda íslensks efnahagslífs. Það var vel gert af þeim. Bjarni passaði sig á að selja 120 milljóna króna hluta­ bréfin sín í Glitni áður en grein þeirra birtist. Enda var samanlögð þekk­ ing Bjarna og Illuga framúrskarandi. Bjarni hafði þá tekið þátt í plotti með Milestone, sem snerist um að bjarga Glitni frá bráðu gjaldþroti. Hann seg­ ist reyndar ekki hafa skilið plottið og bara hafa skrifað undir skjöl umbeð­ inn. Bjarni er auðvitað hneykslaður á því að DV skyldi hafa fjallað um aðkomu hans að viðskiptum. „Hel­ sjúk umræða,“ sagði hann og kallaði á upplýstari borgara til að berjast gegn umræðunni. Sjóður 9 breyttist í ruslakistu fyrir slæmar eignir Glitnis og keypti meðal annars skuldabréf Milestone, Gnúps og FL Group. Á sama tíma voru starfs­ menn Glitnis að hringja í eldri borg­ ara og þá sem vissu ekki neitt, til að fá ævisparnað þeirra inn í Sjóð 9. Um leið heyrðist af því að margir aðstand­ endur starfsmanna í bönkunum voru svo upplýstir að þeir björguðu sér áður en hrunið var orðið að veruleika. Í krafti þekkingar sinnar seldi gáfaða fólkið hlutabréfin sín um það leyti sem útvaldir vissu að vand­ inn væri óumflýjanlegur. Sumt þess skipti peningunum sínum yfir í er­ lenda gjaldmiðla. Annað lagði þá inn á bankabók. Þegar hrunið kom voru skattpeningar almennings notaðir til að bjarga innistæðum gáfaða fólksins. Þeir sem höfðu hins vegar sent pen­ ingana sína til útlanda, eða bara skipt yfir í erlenda gjaldmiðla, tvöfölduðu eign sína í krónum. Hér hafa hinir hæfustu lifað af. Afkoman snerist ekki endilega um að lifa á frjálsum markaði, heldur að vera upplýstur. Og nú er upplýsta fólk­ ið að kaupa upp fasteignirnar okkar, kvótann okkar og fyrirtækin, enda er það útvalið til að taka ákvarðanir fyrir hönd okkar hinna. Þið, sem fenguð ykkar upplýsingar frá Lárusi Welding, Ingibjörgu Sólrúnu, Geir Haarde og fréttatímunum, töpuðuð. „Komdu þá með hana“ n Óhætt er að segja að vel hafi hitnað undir Ögmundi Jónassyni, innaríkisráðherra og fyrrverandi stjórnarfor­ manni Lífeyrissjóðs ríkis­ starfsmanna, í viðtali við Helga Seljan í Kastljósi. Ög­ mundur á í ferilskránni að hafa lagt upp stórtap sjóðsins. Þá mærði hann ákaflega Ex­ ista­bræður sem mikla snill­ inga. Ögmundur hljóp undan spurningum Helga og svar­ aði stundum út úr kú. Hann var mjög áfram um að segja frá ferðum á vegum sjóðs­ ins til útlanda og vildi endi­ lega segja frá þeirri þriðju. „Komdu þá með hana,“ sagði Helgi þá þreytulega. Ömmi valtur n Ögmundur Jónasson hefur aldrei á ferli sínum staðið eins tæpt. Margir setja sama­ sem merki á milli þess að hann sé kominn í lið með Geir Haarde og því að hann var sjálfur á kafi í rugli með Líf­ eyrissjóð rík­ isstarfsmanna og þannig hluti af spillta Íslandi. Ög­ mundur getur ekki reiknað með minnsta stuðningi frá vopnabróður sínum, Steingrími J. Sigfús- syni, sem glaður myndi hjálpa honum út úr pólitík eftir ára­ langt stríð þeirra tveggja. Ræfillinn Össur n Vel gustaði um sali þegar Steingrímur J. Sigfússon, ráð­ herra sjávarútvegsmála, fundaði í Vestmannaeyjum um kvótamálin og fleira að­ kallandi. Steingrímur mun hafa staðið sig ágætlega líkt og þingmennirnir Björn Valur Gíslason og Róbert Marshall sem einnig mættu Vest­ mannaeyingum gráum fyrir járnum. Einn fundarmanna hneykslaðist á því að ekki væri sparað með fækkun sendiráða. Björn Valur kom strax til varnar Össuri Skarp- héðinssyni og sagði að ýmis­ legt mætti segja um „ræfilinn Össur“ en þarna hefði hann staðið sig. Lilja í klandri n Framboð Lilju Mósesdóttur fer frekar brösuglega sf stað. Þingmaðurinn og félagar hans höfðu valið sér nafnið Samstaða til að sigra Ísland en fyrir liggur að sveitar­ stjórnarmenn á vinstri væng í Vesturbyggð eiga nafnið, að minnsta kosti ef litið er til hefðar. Það er nauðsynlegt fyrir Lilju að ná sátt við þá um að nota nafnið. Andrés Jóns- son almannatengill kom með þá hugmynd að vinstrimenn í Vesturbyggð gengju allir sem einn til liðs við Lilja. Ólíklegt er að svo geti orðið. Ég hef nóg að gera Það er sérstakt að eiga skóla Fanney Þ. Guðmundsdóttir hefur náð ótrúlegum bata eftir alvarlegt skíðaslys. – DV Jón Ólafsson athafnamaður opnar tískuskóla. – DV Gáfaða og heimska fólkið„Í krafti þekkingar sinnar seldi gáf- aða fólkið hluta- bréfin sín Ý msum þótti stjórnlagaráði vera naumt skammtaður tími af hálfu Alþingis, sem gaf ráðinu fjóra mánuði til að endurskoða stjórn­ arskrána í fyrra. Tíminn reyndist þó duga. Ráðið gat stytt sér leið með því að nýta vandlega undirbúningsskýrslu stjórnlaganefndar Alþingis. Því skýtur skökku við, að þrír af sjö nefndar­ mönnum í stjórnlaganefnd – minni hluti nefndarinnar – skuli fjargviðrast út í frumvarp stjórnlagaráðs, skilgetið afkvæmi stjórnlaganefndarinnar og fólksins að baki fulltrúunum. Heggur sá, er hlífa skyldi. Það tók ekki heldur nema fjóra mánuði að semja stjórn­ arskrá Bandaríkjanna 1787, sem var lengi vel ein helzta fyrirmynd nýrra stjórnarskráa víðs vegar um heiminn. Vörn fólksins Bandaríska stjórnarskráin hefur marga góða kosti. Hún er brjóstvörn fólksins gegn hættunni á ofríki yfirvalda. Hún reisir eldveggi milli löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds með því að láta valdþættina skarast, svo að þeir geti haft eftirlit hver með öðrum. Forsetinn skipar dómara, en þingið þarf að staðfesta skipun þeirra. Bandaríkin eru réttarríki, sem skirrist ekki við að ákæra og dæma háa sem lága. Þar eru allir jafnir fyrir lögum. Samt eru dómsmál í ólestri þar vestra að því leyti, að blökkumenn eru nú fleiri í bandarískum fangelsum (þ.m.t. reynslulausn) en nam fjölda þræla fyrir afnám þrælahalds í landinu fyrir um 150 árum. Fleiri Bandaríkjamenn – röskar sex milljónir – eru nú í fangels­ um (þ.m.t. reynslulausn og annað sam­ bærilegt eftirlit) en voru í gúlagi Stalíns í Sovétríkjunum, þegar mest var. Ákvæðum um mannréttindi er að ýmsu leyti ábótavant í bandarísku stjórnarskránni. Þar vantar t.d. ákvæði um ferðafrelsi, réttinn til að vera talinn saklaus, unz sekt er sönnuð, og réttinn til lífsviðurværis, menntunar og heil­ brigðisþjónustu. Allt þetta er að finna í frumvarpi stjórnlagaráðs, en margt af þessu vantar í stjórnarskrána frá 1944, einnig eftir endurskoðun hennar með nýjum ákvæðum um mannrétt­ indi 1995. Hins vegar tryggir banda­ ríska stjórnarskráin mönnum rétt til að bera vopn. Aðeins tvö önnur lönd hafa slík byssuverndarákvæði, Gvate­ mala og Mexíkó. Vopnaburðarákvæð­ ið er furðuleg tímaskekkja af sjónar­ hóli flestra nútímamanna, enda falla Bandaríkjamenn langt umfram aðrar þjóðir fyrir stjórnarskrárvernduðum byssukúlum. Skipun dómara Bandaríski hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg sagði í sjón­ varpsviðtali í Egyptalandi um dag­ inn, að stjórnarskrá Bandaríkjanna sé nú að ýmsu leyti úrelt fyrirmynd. Hún mælti frekar með stjórnar­ skrám Suður­Afríku og Kanada og Mannréttindasáttmála Evrópu. Framsækin mannréttindaákvæði eru aðalsmerki þessara skjala. Þang­ að sótti stjórnlagaráð ýmsar fyrir­ myndir. Bandaríska stjórnarskráin er elzt allra gildandi stjórnarskráa og ber aldurinn með sér. Frá 1789 til 1970 sátu hæstaréttardómarar að jafnaði um 15 ár í embætti. Frá 1970 hafa dómararnir setið að jafnaði 26 ár í embætti. Hægari endurnýjun dóm­ ara veikir tengsl Hæstaréttar við al­ menning. Richard Nixon náði að skipa fjóra dómara í Hæstarétt þau fimm ár, sem hann var Bandaríkja­ forseti 1968­74, en Jimmy Carter skipaði engan dómara þau fjögur ár, sem hann var í Hvíta húsinu 1976­ 80. Gildandi skipan leggur þá freist­ ingu fyrir forsetann, að hann skipi til setu í réttinum unga menn, sem sitja þar til æviloka og standa í vegi fyrir endurnýjun réttarins. Örari endurnýjun Sú hugmynd hefur lengi verið uppi, að breyta þurfi bandarísku stjórnar­ skránni á þann veg, að elzti dómarinn í Hæstarétti víki fyrir nýjum dómara annað hvert ár, en haldi þó launum. Þannig myndi rétturinn endurnýjast til fulls á 18 ára fresti, þar eð dómararnir eru níu. Við þessa breytingu myndi rétturinn færast nær fólkinu, þar eð tryggt væri, að allir forsetar gætu skip­ að tvo nýja dómara til 18 ára í senn á hverju kjörtímabili. Þannig næðist jafn­ ræði meðal forseta og milli kynslóða. Hæstiréttur gæti þá aldrei náð að teygja hugsanlega úreltar skoðanir sínar yfir margar kynslóðir. Slík skipan myndi auka sjálfstæði Hæstaréttar, draga úr sífellt þrálátari þaulsetu í réttinum og slæva áhuga dómara á að tímasetja brottför sína úr réttinum með stjórn­ málahagsmuni í huga. Hægt væri að leiða þessa hugmynd í lög hér heima í samræmi við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Góðir alþingis­ menn: gerið svo vel. Fölnuð fyrirmynd „Bandaríska stjórnar- skráin er elzt allra gildandi stjórnar- skráa og ber ald- urinn með sér Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.