Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Page 27
Viðtal 27Helgarblað 10.–12. febrúar 2012
Sér lífið í nýju ljósi
Stjórnmálablinda hættuleg
Hann segir það skemmtilegasta við
starfið að ferðast og hitta nýtt fólk.
„Það er það sem heldur manni gang
andi í þessu – að það séu þúsundir
manna um allt land sem eru í pólitík af
því að það vill láta gott af sér leiða. Og
ég efast ekki um að það sé slíkt fólk í
öðrum flokkum líka. Þess vegna sárnar
manni þegar verið er að tala um flokk
ana sem sérhagsmunasamtök,“ segir
hann en bætir við að hann muni vel
hvernig sé að standa fyrir utan pólitík
ina.
„Það getur verið óþægilegt þegar
maður heldur einhverju fram og veit
um leið að ef maður hefði ekki sjálf
ur farið í pólitík væri maður sjálfur á
annarri skoðun. Þannig upplifir mað
ur sig oft eins og í andstöðu við sjálfan
sig. Ég velti oft fyrir mér hvort ég hefði
trúað því sem ég er að segja sjálfur, ef
ég stæði enn utan við stjórnmálin,“
segir hann og bætir við að ástæðan
fyrir þessu sé tvískipt. „Í fyrsta lagi þá
eru hlutirnir ekki jafn slæmir og mað
ur ímyndar sér og í öðru lagi þá snýst
þetta um stjórnmálablindu – þegar
stjórnmálamenn ímynda sér að allir
sjái hlutina eins og þeir.
Við þingmenn erum dag eftir dag
að spjalla um og velta hlutunum fyr
ir okkur og förum að ímynda okkur
að annað fólk hafi sömu forsendur og
líti því málin sömu augum. Þetta getur
verið hættulegt og erfitt að eiga við. Ég
þarf að passa mig á þessu sjálfur.“
Inn í annan veruleika
Aðspurður segir hann að foreldrum
sínum hafi líklega ekki litist á blikuna
þegar hann tilkynnti þeim að hann
ætlaði sér frama innan stjórnmála.
„Ég hugsa að þau hafi ekki verið hrifin
framan af. Hvorugt þeirra hvatti mig
til að fara út í stjórnmál enda held ég
að flestir stjórnmálamenn myndu ekki
hvetja börn sín til að fara í þetta starf.
Þau studdu mig hins vegar þegar út í
þetta var komið,“ segir hann og viður
kennir að það hafi verið undarleg til
finning að vera orðinn formaður elsta
flokks landsins.
„Þetta var bara eins og að stíga inn í
annan veruleika, aðra vídd, og það tók
mig smá tíma að venjast þessu. Ég fékk
sendar hamingjuóskir og blóm frá for
mönnum annarra flokka og ég man að
ég hugsaði með mér að ég hafði ekki
fengið heillaskeyti frá þeim formanni
sem ég vildi helst fá kveðju frá en fatt
aði fljótt að það var ég sjálfur.“
Aðspurður segist hann ekki hafa
stefnt á að ílengjast í stjórnmálunum.
„Ég ætlaði mér ekki að verða gamall
pólitíkus þegar ég fór út í þetta en ég
held að ég verði í þessu töluvert áfram.
Hlutirnir gerast mjög hægt í þessum
heimi en vonandi get ég breytt því ef
ég kemst í ríkisstjórn.“
Topp 10 listi kjaftasagna
Líkt og aðrir í sviðsljósinu hefur Sig
mundur ekki farið varhluta af slúðri.
Hann segist hafa verið ýmsu vanur
eftir að hafa starfað sem fréttamaður
en að netið auki verulega á sögurnar.
„Maður venst þessu eins og öllu öðru,“
segir hann enda ýmsu vanur þar sem
bæði faðir hans og tengdafaðir hafa
verið áberandi í umræðunni og um
deildir á stundum. „Í fyrstu ætlaði ég
mér að skrifa fáránlegustu sögurnar –
vildi eiga topp tíu lista yfir bullið. Þetta
varð bara fljótt það mikið að ég hætti
að geta haldið utan um það.
Ég skil bara ekki hvernig þetta verð
ur allt saman til. Stundum er enginn
fótur fyrir þessu. Annaðhvort er mér
ruglað saman við einhvern annan eða
slúðrið búið til frá grunni. En það þarf
svo lítið til að sögurnar spinnist,“ seg
ir hann og tekur dæmi um það þegar
hann og aðstoðarmaður hans voru
staddir á Síldarævintýrinu á Siglu
firði og fóru út að borða með hjónum
af staðnum. „Við sátum þar eins og
aðrir gestir þar til staðnum var lokað.
Næsta morgun gekk sú saga um bæinn
að bæjarstjórinn og formaður Fram
sóknarflokksins hefðu látið opna lok
aðan stað fyrir sig og setið þar fram
eftir nóttu. Ég var ekki einu sinni með
bæjarstjóranum. Þetta er samt eins og
með margt í pólitíkinni sem er líklega
erfiðara fyrir aðstandendur en mann
sjálfan.
Ég er hættur að fylgjast með þessu.
Annars fengi ég á tilfinninguna að ég
þyrfti að eltast við og leiðrétta bullið og
ég hef engan tíma í það. Það væri bara
best ef þeir sem heyra sögur sem þeir
hafa áhyggjur af spyrji mig út í þær. Ég
get þá farið yfir það með viðkomandi.
Annars gæti ég trúað því að þetta væri
erfiðara fyrir mann sem er ekki vanur
því að þekkjast úti á götu.“
Lífið undirlagt
Sigmundur segir starf formannsins
verða til þess að hann geti ekki sinnt
heimavígstöðvunum sem skyldi.
„Reyndir menn segja mér að það sé
nauðsynlegt að komast í frí inn á milli
til að sinna fjölskyldu og hlaða batt
eríin og ég er farinn að trúa því að
það sé rétt. Ég hef töluvert samvisku
bit enda er það oft þannig að maður
umgengst þingmennina meira þann
hluta sólarhringsins sem maður er
vakandi en konuna sína. Það er ekki
nógu gott.
Konan mín hefur sýnt mér mikið
umburðarlyndi og mun meira en hægt
er að ætlast til. Lífið er ansi undirlagt af
þessu,“ segir hann en bætir aðspurður
við að hann telji ekki að barnið muni
breyta sambandi þeirra Önnu Sigur
laugar. „Það er einmitt eitt af mörgu
sem maður velti fyrir sér þegar mað
ur vissi að barn væri á leiðinni. En ég á
ekki von á því. Það hefur allavega ekki
gert það til þessa þótt það hafi augljós
lega ekki skaðað það.
En svo er spurning hvort maður
geti búist við sama umburðarlyndi
varðandi starfið nú þegar barn er
komið inn í myndina. Fram að þessu
hefur ekki borið á öðru en maður má
ekki ganga á lagið,“ segir hann og bætir
við að hann eigi það til að vera róman
tískur. „Ég vil meina að ég sé það inni
við beinið en ég veit ekki hvort öðr
um finnist það. Ég vil að minnsta kosti
vera rómantískur og vildi vera að gera
eitthvað óvænt og skemmtilegt þótt
reyndin sé ekki í samræmi við það sem
er eðlilegt og maður ætlaði. Ég var fyrir
löngu, á meðan ég var enn barn, far
inn að hugsa um rómantíska hluti sem
maður gæti framkvæmt með konunni
sinni.
Vandamálið er bara að ég fylgdi
ekki planinu þó konan sem ég svo
kynntist ætti það svo miklu meira skil
ið en maður ímyndaði sér þegar mað
ur var að bollaleggja þetta. Þetta spjall
er hins vegar ágætis áminning um að
fara að hrinda einhverju af þessu í
framkvæmd.“
Langar í fleiri börn
Aðspurður segist hann langa í fleiri
börn. „Strax og hún fæddist fór ég að
spá í hvað það gæti verið gaman að
eignast fleiri. Ég held samt að frúin vilji
lengri tíma og eftir að hafa fylgst með
því hvernig þetta gengur fyrir sig skil
ég það,“ segir hann og bætir við að til
þess verði þurfi hann að læra að slaka
meira á og njóta þess sem heimilið
hafi upp á að bjóða. „Maður er alltaf
meira og minna með hugann við póli
tíkina en ég ætla að reyna að bæta úr
því á þessu ári. Hugurinn opnast fyrir
nýjum hugmyndum ef maður nær að
slaka á. Sumir segja að maður eigi að
fara í jóga eða slíkt og það er aldrei að
vita nema maður prófi það. Nú þegar
maður er orðinn pabbi sér maður lífið
í nýju ljósi.“ n
„Þetta var hrika-
lega ógeðslegt.
Þarna var úldið kjöt og
alls kyns viðbjóður og
lyktin eftir því.
Stoltur faðir Sigmundur Davíð og eigin-
kona hans eignuðust sitt fyrsta barn í janúar.
Sigmundur býst við að föðurhlutverkið hafi
breytt honum til frambúðar.
mynd Eyþór ÁrnaSon