Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Síða 41
Lífsstíll 41Helgarblað 10.–12. febrúar 2012
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
Þ
að eru komnir þrettán mán-
uðir frá því ég hóf yfirstand-
andi heilsuátak. Þetta er lang-
mesta úthald mitt frá því ég
hóf ævilanga baráttu gegn offitu.
Megrunará-
tak mitt hófst
2. janúar 2011
þegar helvítis
vigtin sýndi
135 kíló. Seinni
tíma saman-
burðarrannsókn
hefur að vísu leitt í ljós að hún
sýnir hálfu öðru kílói of mikið en
það kemur til góða á hinum end-
anum. Fyrsta mánuðinn léttist
ég um 9 kíló. Það var frábært. Á
hverjum morgni kúgaðist ég við
að slafra í mig léttri AB-mjólk með
múslí. Eftir fjallgöngu dagsins var
síðan hrökkbrauð með örþunnu
lagi af smjöri og osti á boðstól-
um. Um kvöldið borðaði ég fisk
eða kjöt og fullt af grænmeti. Á
stundum greip mig söknuður eftir
sætindum og öðru sem er á bann-
lista. En ég stóðst freistinguna og
beit á jaxlinn.
F
ebrúarmánuður
skilaði fínum ár-
angri. Ég nálgað-
ist 120 kíló og var
sæll með sykurleysið
og fjallgöngurnar. Svo
kom mars. Ég var svo
óheppinn að mér var boðið í tvær
fermingarveislur sama daginn. Og
þvílíkt fall. Ég lét greipar og góma
sópa um kalt borð og kökur með
rjóma og heilu sykurhaugunum
hurfu ofan í mig. Þetta gerðist fyrst
um miðjan dag og aftur síðdegis.
Megrunarátak mitt hafði spurst út
og mér fannst sem veislugestir væru
að pískra um örlög mín þar sem ég
sat útkámaður með rjómatauma úr
munnvikunum. Innra með mér var
sársaukinn allsráðandi. Ég velti fyrir
mér að gera eins og Díana prinsessa
og kasta upp gumsinu til að geta
borðað meira. En ég sleppti því og
hélt heimleiðis úttroðinn af gröfn-
um laxi, rjómatertum, léttsteiktu
hreindýri og brauðtertum. „Ég er
fallinn,“ hugsaði ég og ropaði.
M
orguninn eftir fermingar-
veislurnar tvær vaknaði ég
saddur og sorgmæddur yfir
örlögum mínum. Ég horfði í
sokkinn naflann á mér og hugsaði
minn gang. Svo komst ég að þeirri
niðurstöðu að fall væri fararheill. Ég
svældi í mig hlandsúrri AB-mjólk-
inni og brá mér á fjall. Lífið eftir
fermingarveislurnar hélt áfram. Ég
var aftur kominn á sporið. Mars-
mánuður bar keim af fallinu og ég
léttist mun minna en mánuðina á
undan. En þó fuku fjögur kíló. Stóri
sigurinn var sá að falla og standa
aftur upp í stað þess að hætta
heilsuátakinu.
N
æsta fall varð ekki fyrr en
á Þorláksmessu. Þá datt ég
ofan í konfektkassa og inn-
byrti 32 mola auk þess að
skata og hnoðmör fylltu restina af
magarýminu. Á aðfangadag hélt
fallið áfram og ég tók við jólunum
með galopinn munninn. Á hádegi
á jóladag spyrnti ég við fótum og
ákvað að nóg væri komið. Ég fór á
fjall og það sem eftir lifði hátíðanna
var hófsemin í öndvegi. Niður-
staðan varð sú að ég þyngdist um
tvö kíló um hátíðarnar en komst á
sporið aftur. Kílóin fóru í janúar og
gott betur. 41 kíló var farið. Og fram
undan er fullt af hrökkbrauði, AB-
mjólk og grænmeti. Öruggt er að ég
á eftir að falla aftur en þá
mun ég standa upp
aftur.
41 kíló fokið
Klífur hæstu
fjöll veraldar
Þ
etta er sem sagt verkefni
sem ég byrjaði á árið 2005
og gengur út á að klífa hæstu
fjöll allra heimsálfa,“ seg-
ir Ásgeir. „Það hefur reynd-
ar breyst í einni heimsálfu síðan ég
byrjaði. Núna er hæsta fjall í Eyjaálfu
Carstensz Pyramid sem er í Papúa
Nýju-Gíneu sem ég er fyrsti Íslend-
ingurinn til að klífa.“ Auk þess hef-
ur hann klifið fjöllin Elbrus sem er
hæsta fjall Evrópu, Kilimanjaro sem
er hæsta fjall Afríku og á eftir fjöll-
in Denali, hæsta fjall Norður-Amer-
íku, Vinson Massif, hæsta fjall Suð-
urskautslandsins, og Everest, hæsta
fjall Asíu.
Andlega heilsan mikilvæg
Hann segist hafa sýkst fyrir alvöru
af fjallabakteríunni þegar hann kleif
Mont Blanc 2005. „Ég hafði ekkert ver-
ið að gera þetta af neinni alvöru. Ég fór
á Hvannadalshnjúk 2005 og svo lang-
aði mig að taka Mont Blanc því það er
fjall sem ég hafði heyrt um frá því ég
var lítill. Svo bara gerðist eitthvað þar.
Á leiðinni niður af toppnum fann ég
bara einhverja ólýsanlega tilfinningu
og bara vá, þetta er það sem ég lifi fyrir,
mín ástríða.“
Fyrsta fjallið af fjöllunum sjö kleif
hann svo árið 2006 og árið 2007 var
hann búinn með þrjú. „Ég tók þetta
hratt fyrst en síðan lenti ég meiðslum
og hremmingum. Og síðan er þetta
líka dýrt og það spilar auðvitað inn í
líka, maður þarf að safna upp í næstu
ferð.“
Hann segir skipta höfuðmáli að
vera vel undirbúinn andlega. „Maður
þarf að vera í góðu formi hérna uppi,“
segir hann og bendir á höfuð sitt. „Það
er aðalmálið.“
Mikilvægt að fara hægt
Í janúar kleif hann fjallið Aconcagua
í Argentínu ásamt vini sínum Sigurði
Sóleyjarsyni og kanadískri vinkonu
hans, Katelyn Merrett. „Hún varð veik
þegar við vorum á leið á toppinn um
morguninn svoleiðis að þau fóru á
toppinn fjórum dögum seinna en ég.
Það sem hún klikkaði á er að það er
ekki nóg að taka þetta í þrepum heldur,
þegar maður er að hækka sig, þá þarf
að labba það rólega, það er ekki nóg
að fara það á tveimur tímum, hún vildi
ekki hlusta á það og það kom í bakið
á henni en þetta var hennar fyrsta háa
fjall,“ segir Ásgeir.
Ferðin upp á fjallið tók 17 daga en
niðurleiðin tók einungis þrjá daga.
„Ástæðan fyrir því að maður er svona
marga daga upp er sú að það þarf að
venjast hæðinni til þess að fá ekki há-
fjallaveiki. Inn á milli geta svo komið
dagar þar sem maður gerir ekki neitt,
er bara í tjaldinu að borða og slaka á.
Það er ekki nema 40 prósent súrefni
þarna miðað við það sem er niðri. Fólk
deyr þarna helst út af því að það fer of
hratt og fær háfjallaveikina.“
Þann 18. janúar klukkan 14.10 að
staðartíma stóð hann svo á toppnum.
„Tilfinningin var ólýsanleg. Þetta var
alveg mergjað.“
Smyglað í gegnum námu
Ásgeir hefur lent í ýmsu í fjallgöngum
sínum. Meðal annars komst hann á
slóð mannætna þegar hann kleif fjall-
ið Carstensz Pyramid. „Það var ein-
stakt ferðalag. Þar vorum við á slóðum
mannætna. Við ætluðum fyrst að taka
þyrluna í grunnbúðirnar en þá brutust
út óeirðir milli frumstæðra ættbálka og
við gátum ekki lent. Þá urðum við að
smygla okkur í skjóli myrkurs og borga
mútur til þess að komast í gegnum
stærstu gull- og koparnámu veraldar
sem þarna er staðsett. Það er banda-
rískt fyrirtæki í New Orleans sem á
þessa námu og þeir vilja ekki neina
túrista. Það eru miklar sögusagnir
sem eru þarna um að það sé alls konar
misnotkun í gangi, barnaþrælkun og
annað og þess vegna vilja þeir engan
þarna inn. Meðal annars var blaða-
kona skotin til bana í námunni, en hún
hafði smyglað sér inn,“ segir hann um
hættuförina.
Á slóð mannætna
Þeir komust á ævintýralegan hátt í
grunnbúðirnar. „Þar var minnisvarði
um þrjá háskólanema sem voru étn-
ir þarna árið 1987. Þeir voru að læra
mannfræði í háskólanum í Djakarta
og héldu að þeir gætu talað við frum-
byggjana sjálfir því þeir töldu sig vita
allt um mannskepnuna. Þeir fóru að
hitta þá en voru með leiðsögumenn
með sér en vildu stjórna ferðinni sjálf-
ir. Það fór ekki betur en svo að þeir
voru teknir af lífi og étnir en lókal-fólk-
ið fékk að fara,“ segir hann og er bless-
unarlega feginn að hafa ekki komist í
kynni við mannæturnar.
Ásgeir vinnur mikið til þess að
safna fyrir næstu ferð en hann von-
ast til að geta klifið fimmta fjallið í vor.
„Ég vonast til þess að komast á Denali,
hæsta fjall Norður-Ameríku í vor. Þetta
er bara svo ótrúlega gaman.“
viktoria@dv.is
Fjallagarpurinn Ásgeir Jónsson kleif í janúar fjallið Aconcagua sem er hæsta fjall Suður-Ameríku en árlega
deyja að meðaltali fimm manns þar uppi. Hann hefur nú þegar klifið hæstu fjöll fjögurra heimsálfa og á þrjú
eftir til þess að ná hæstu fjöllum allra heimsálfanna.
Stemming Góð stemming hjá
ferðafélögunum.
Ólýsanleg tilfinning
Ásgeir segir það vera
ólýsanlega tilfinningu að
komast á toppinn.
Ferðalög
Tjöldin í baksýn Ásgeir við tjaldbúðirnar.
Þrír tindar eftir
Ásgeir hefur klifið hæstu tinda fjögurra
heimsálfa af sjö.
EverestAsía
AconcaguaS-Ameríka
DenaliN-Ameríka
KilimanjaroAfríka
ElbrusEvrópa
Vinson MassifAntartíka
Carstensz Pyramid
Eyjaálfa
8.850 m
6.962 m
6.194 m
5.895 m
5.642 m
4.892 m
4.884 m
Á Aconcagua Ásgeir segir mikilvægt
að fara hægt upp fjallið til þess að fá ekki
háfjallaveiki.