Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2012, Side 44
44 Lífsstíll 10.–12. febrúar 2012 Helgarblað FLÍSAÚTSALA 20-50% afsláttur Bæjarlind 4 - Kópavogi Njarðarnes 9 - Akureyri www.vidd.is Vill lækna skalla Svo gæti farið að læknirinn George Cotsarelis tryggi að enginn maður verði sköll- óttur. Cotsarelis starfar við læknavísindaháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjun- um og hefur þar rannsakað í nokkur ár orsakir þess að menn verða sköllóttir. Enn fremur hefur hann reynt að finna lækningu við skallan- um. Veftímaritið AskMen er með heilmikla umfjöllun um störf Cotsarelis sem hefur ekki rætt við neina blaða- menn í mörg ár. Er þó vitað að hann er að prófa ýmis lyf á músum á rannsóknarstofu sinni. Hattar fyrir herramenn Til ársins 1950 þótti ekki sómasamlegt fyrir alvöru karlmenn að láta sjá sig á götum úti án hatts. Á seinni hluta tuttugustu aldarinn- ar fóru hins vegar vinsældir hattanna að dvína og nú þyk- ir það heyra til undantekn- inga ef karlar sjást með slík höfuðföt. Nú eru þó blikur á lofti fyrir aðdáendur hatt- anna því þeir þykja með því allra heitasta í herratískunni. Ekkert er herramannlegra en fallegur hattur og því um að gera að fjárfesta í slíkum grip. Anna Hlín Sekulic-Lewis söngkona Arnar Jónsson söngvari Brynhildur Oddsdóttir tónlistarkona Edgar Smári Atlason söngvari Erna Hrönn Ólafsdóttir söngkona Hafdís Huld söngkona Jógvan Hansen söngvari Matthías Matthíasson söngvari Ragnheiður Gröndal söngkona Örlygur Smári tónlistarmaður Álitsgjafar:D V leitaði til tíu málsmet- andi álitsgjafa í leitinni að sigurstranglegasta laginu í Söngvakeppni Sjónvarpsins en úrslitakeppnin fer fram á laugardagskvöldið. Álitsgjafar blaðs- ins hafa flestir komið nærri söngva- keppninni og eru sammála um að lagið Mundu eftir mér komi, sjái og sigri í keppninni að þessu sinni. Það eru þau Greta Salóme Stefánsdótt- ir og Jón Jósep Snæbjörnsson sem flytja lagið. Álitsgjafahópurinn er sérstaklega hrifinn af Gretu Salóme sem stígur nú hratt upp stjörnuhim- ininn. Á laugardaginn verður spenn- andi að sjá hvort reynsluboltarnir hafi rétt fyrir sér. Greta Salóme er stjarnan n Listamenn spá Gretu Salóme og Jónsa sigri í Söngvakeppni Sjónvarpsins „Besta popplagið. Svo heilsteypt og nútímalegt lag sem er ekki hugsað út frá formúlu. Pottþétt ballaða.“ „Ég hef á tilfinningunni að þjóðin sameinist um Magna í ár. Hann er frábær flytjandi með gott lag í farteskinu. Annars skilst mér að dómnefnd sé að störfum í ár til móts við símakosningu og því mun erfiðara að spá fyrir um úrslit en oft áður.“ „Magni hefur oft komist nálægt því að keppa fyrir Íslands hönd. Hann á góða möguleika í ár. Sterkt lag sem hæfir honum vel. Yrði þjóðinni til sóma.“ „Lagið er ekkert sérstakt í grunninn en Magni er svo sterkur flytjandi að hann gæti fleytt því áfram.“ Hugarró Flytjandi: Magni 2 Hjartað brennur Flytjandi: Regína Ósk „Bakraddirnar eru „outstanding“ góðar. Virkilega „pro“ manneskjur í þessu liði. Að vísu er þetta ekkert nýtt hjá Regínu, lagið er svolítið eins og þrjár síðustu plötur hennar. Svona íslenskt R&B. Mjög flott.“ 5 „Skothelt lag. Flottur flutningur. Svo vandað. Ég held að það væri flott fyrir okkur að senda þetta út.“ „Rosalega grípandi. Fallegt atriði sem er öðruvísi en við höfum verið að senda frá okkur.“ „Lagið hans Ingós gæti komið á óvart. Það er fjörugt, yngra fólk gæti kosið það.“ „Gæti komið sterkt inn, með hjálp yngri kynslóðarinnar. Minnir á fótboltalagið hennar Shakiru, það er eitthvað við þetta sem festist í hausnum á manni.“ Aldrei sleppir mér Flytjendur: Heiða Ólafs og Guðrún Árný 3-4Stattu upp Flytjandi: Blár ópal 3-4 „Æðislegt lag og atriði. Að hún skuli syngja og spila á fiðlu er ofboðslega sterkt. Flottir flytjendur. Öðruvísi fyrir okkur Íslendinga að vera með svona hæfileikaríkt fólk á sviði.“ „Gréta er langflottust. Það er löngu kominn tími á að gefa konum tækifæri.“ „Öll lögin eru frekar slök en ég held að þetta sé það sigurstranglegasta. Íslenskur þjóðlagakeimur á því. Þau flytja lagið mjög vel og það er vel útsett.“ „Kraftmikið og flott lag, flottur flutningur. Greta semur bæði lag og texta. Ég get ekki annað en haldið með henni.“ „Flottasta Eurovision-lagið. Alveg ekta júró-fílingur. Þetta lag er líklegt til að vinna vegna þess að svona lög vinna þessa keppni.“ „Mjög sterkt lag. Greta Salóme er að koma rosalega sterk inn, bæði sem flytjandi og höfundur.“ „Eina lagið sem var sungið vel „live“. Af mörgum allt í lagi kostum er þetta sigurstranglegast.“ „Útsetningin og öll framsetning á at- riðinu var mjög flott og flutningurinn til fyrirmyndar.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem maður sér Jónsa yfirvegaðan á sviði, eitt- hvað sem hann á að leggja fyrir sig, því hann syngur betur og æðin er til friðs. Greta sýnir og sannar að hún er frábær listamaður.“ Mundu eftir mér Flytjendur: Greta Salóme og Jónsi 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.