Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2012, Qupperneq 10
10 Fréttir 20. febrúar 2012 Mánudagur J akob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og tónlistar- maður, hefur stefnt Landspít- alanum, Vísindasiðanefnd og Persónuvernd í þeim tilgangi að fá aðgang að lífsýni úr Davíð Stef- ánssyni frá Fagraskógi. Jakob telur að Davíð gæti hugsan- lega verið móðurafi sinn, en móðir Jakobs, Bryndís Jakobsdóttir, var ætt- leidd sem kornabarn af kaupmanns- hjónum á Akureyri og hefur faðerni hennar ætíð verið á huldu. Fyrirtaka í málinu verður í Héraðsdómi Reykja- víkur á morgun, þriðjudag. Móðirin bláfátæk Í ævisögu Jakobs Frímanns sem rituð var af Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur og ber nafnið Með sumt á hreinu, kemur fram að blóðmóðir Bryndís- ar, Þórunn Hanna Björnsdóttir, hafi verið bláfátæk stúlka frá Ólafsfirði. Hanna, eins og hún var kölluð, var tvítug að aldri þegar hún uppgötvaði að hún bæri barn undir belti. Hún starfaði þá sem framreiðslustúlka á Hótel Akureyri og bjó við það kröpp kjör að hún neyddist að gefa barnið frá sér. „Nafn föðurins er af einhverj- um ástæðum ekki inni í myndinni. Knúði hún til dyra hjá tilvonandi föð- ur og fékk þurrar viðtökur? Mikið hef ég velt þessu fyrir mér,“ segir Jakob Frímann í bók sinni. Barnsfaðirinn sveipaður dulúð Hann segir einnig að orðrómur hafi snemma verið á kreiki um tvo menn sem gætu hugsanlega verið barns- feður móður hans. Búið sé að úti- loka annan þeirra með samanburði á lífsýnum, en enn sé óvíst með hinn manninn. „Hinn maðurinn er sveip- aður dulúð og ég bara mannlegur, vil eins og allir menn þekkja hann afa minn. Til eru lífsýni en lagabók- stafurinn krefst þess að barn við- komandi sé lifandi, svo óvíst er hvort úr þessu fæst skorið. Fleiri móður- afa hefur orðrómur ekki borist í mín eyru.“ Hinn maðurinn sem Jakob tal- ar um í bók sinni er eins og áður seg- ir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, eitt ástsælasta skáld sem Ísland hef- ur alið. Landsþekktur og naut kvenhylli Davíð fæddist á bænum Fagraskógi á Galmaströnd í Eyjafirði árið 1895 og bjó mestan part ævi sinnar á Akur- eyri þar sem hann starfaði sem bóka- vörður á Amtbókasafninu frá 1925. Fyrsta bók hans, Svartar fjaðrir, kom út árið 1919. Hún vakti mikla hrifn- ingu og varð hann landsþekktur í kjölfarið. Davíð kvæntist aldrei og varð engra barna auðið, að minnsta kosti svo vitað sé. Hann naut þó alla tíð mikillar kvenhylli og hvort leiðir hans og dökkhærðrar ungrar framreiðslu- dömu hafi einhvern tíma legið sam- an, er ekki gott að segja. Sú eina sem veit svarið við því er Þórunn Hanna, sem kaus að taka nafn barnsföður síns með sér í gröfina. Davíð dulur á ástina Af orðum samtíðarmanns Davíðs, Páls Ísólfssonar, að dæma var Dav- íð ekki maður sem flíkaði tilfinning- um sínum og var dulur þegar kom að ástinni og kvenfólki. Í bókinni Í dag skein sól lætur Páll eftirfarandi orð falla um vin sinn: „Davíð var glæsi- menni og rétt er það sem hann segir – að allar vildu meyjarnar eiga hann. En mér er aftur á móti fátt kunnugt um „ástina hans“, því hann fór vel með hana eins og annað, sem hon- um var trúað fyrir, og flíkaði ekki þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans.“ Í bók sinni ýjar Jakob að því að faðirinn hafi ef til vill verið mikils- metinn maður sem stöðu sinnar vegna hefði ekki verið tilbúinn að gangast við barninu. „Faðirinn vildi ekki vamm sinn vita – mætti halda – svo megn þöggun varð um faðernið að hún ríkir enn. Það hefði kannski varpað skugga á hans góða rykti. Af þessum ávexti mátti ekki þekkja hann.“ Davíð lést árið 1964 á Fjórðungs- sjúkrahúsinu Akureyri, þá 69 ára að aldri. Banamein hans var blóðtappi í hjarta. Til eru lífsýni úr Davíðs, sem unnt er að bera saman við lífsýni úr Bryndísi, móður Jakobs til að skera úr um hvort skyldleiki sé til staðar, en Bryndís lést árið 1986, 54 ára að aldri. Sýni tekin til lækninga, ekki til faðernisrannsókna Lífsýni eru þó aldrei afhent til fað- ernisrannsóknar án undangengins dómsúrskurðar. Sýni í lífsýnasafninu eru fyrst og fremst fengin við sjúk- dómsgreiningar og aðra þjónustu við sjúklinga. Sýnin eru send til rann- sóknar frá læknum og berast sem frumu- eða vefjasýni og geta ver- ið tekið við rannsókn, skurðaðgerð eða krufningu. Jóhannes Björnsson, fyrrverandi yfirlæknir Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði, segir þannig safnið byggt upp af sýnum sem tekin hafa verið til sjúkdóms- greiningar eða lækninga, ekki til fað- ernisrannsókna. „Öll eigum við eftir að fara einhvern tímann til læknis og það getur verið tekinn úr okkur botn- langinn, tekinn af okkur fæðingar- blettur, lunga eða önnur líffæri við skurðaðgerð. Hluti af þessum sýnum er síðan geymdur í vaxkubbum. Lífs- ýni er aldrei tekið í þessum tilgangi og það er þess vegna sem þetta telst vera óvenjuleg notkun og er þá aldrei gert nema að einstaklingurinn sé lát- inn og að fengnum dómsúrskurði.“ Háð leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar Í níundu grein laga um lífsýnasöfn er kveðið á um að „safnsstjórn getur, að fengnu leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar, heimilað notk- un lífsýna í öðrum tilgangi en ætlað var þegar þau voru tekin, enda mæli brýnir hagsmunir með því og ávinn- ingurinn vegi þyngra en hugsanlegt óhagræði fyrir lífsýnagjafann eða aðra aðila.“ Jóhannes segir að að- gangur að lífsýnum í þessum tilgangi hafi einungis verið heimilaður í tíu til fimmtán tilvikum og þá eingöngu þegar spurning var um faðerni en ekki fjarri skyldleika. Spurning hvort orðrómur nægi Fyrsta grein barnalaga segir að barn eigi rétt á að þekkja báða foreldra sína, en engin lög eru til sem ná yfir annan ættlið. Það er þó ekki sjálfgef- ið að fá aðgang að lífsýnum einstak- lings, jafnvel þótt það sé um hugsan- legt barn viðkomandi að ræða. Jóhannes segist ætla, að dómar- ar vilji fá fram rökstudda vissu um hugsanlegt faðerni. „Það verður að leiða líkur að því fyrir rétti. Það þýð- ir líklega ekki fyrir einstakling að koma og segja að hann haldi að Jón Jónsson sé faðir sinn, eða hafi ver- ið. Það verður að leiða líkur að því að það hafi verið samdráttur á milli móður og eiganda lífsýnisins. Þau hafi verið á sama stað á tilteknum tíma og það hafi verið vitað að þau hafi verið ástvinir eða eitthvað á þá leið.“ Aðspurður hvort að orðrómur um faðerni nægi til að uppfylla laga- leg skilyrði segir Jóhannes að það sé dómara að ákveða. n Telur sig vera afabarn Davíðs Stefánssonar n Jakob Frímann Magnússon vill aðgang að lífsýni úr Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi Leitar upprunans Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og mið- borgarstjóri, stendur í málaferlum til að fá aðgang að lífsýni úr Davíð Stefáns- syni frá Fagraskógi. MynD Sigtryggur ari Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Stórskáld Davíð Stefánsson frá Fagraskógi er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar. Lúðvík gizurarson: Barðist fyrir réttu faðerni Lúðvík Gizurarson hæstaréttalögmaður barðist í mörg ár fyrir dómstólum fyrir að fá viðurkennt faðerni sitt, en hann taldi sig vera rangfeðraðan og að raunverulegur faðir sinn væri Hermann Jónasson, forsætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins. Í ágúst 2003 leitaði Lúðvík eftir því við Rann- sóknarstofu í réttarlæknisfræði að gerð yrði rannsókn á lífsýnum úr sér og foreldrum sínum. Rannsóknarstofan sannreyndi grun Lúðvíks um að Gizur Bergsteinsson væri ekki faðir hans. Þann 2. september 2004 var dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur að Gizur væri ekki blóðfaðir Lúðvíks og sat hann því eftir ófeðraður. Lúðvík krafðist þess fyrir dómstólum að borið yrði saman DNA- sýni úr honum og Hermanni og velktist málið á milli héraðsdóms og Hæstaréttar í fjölda ára. Árið 2007 fékk Lúðvík leyfi hjá Hæstarétti til að gerð yrði DNA-rannsókn á lífsýni úr Hermanni sem staðfesti að hann væri með réttu faðir Lúðvíks. Í september sama ár staðfesti héraðsdómur formlega faðerni Lúðvíks.„Hinn maðurinn er sveipaður dulúð og ég bara mannlegur, vil eins og allir menn þekkja hann afa minn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.