Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Síða 44
44 Lífsstíll 11.–13. maí 2012 Helgarblað
Eldheitt í
veisluna
Jalapeño-pipar er tilvalinn til þess
að útbúa létta en eldheita bragð-
sterka rétti í veisluna. Piparinn á
sérstaklega vel við rjómaost.
Þessi uppskrift að bökuðum
jalapeño-pipar með rjómaosti og
kóríander er ljúffeng og afar ein-
föld í gerð.
Þetta þarftu í 24 skammta:
12 jalapeño-piparbelgir
1 ½ bolli rjómaostur
1 ½ bolli mozzarellaostur
¼ bolli kóríanderlauf, söxuð
1/8 tsk. salt
Brauðmolar, parmesanostur
Aðferð:
1. Skerðu jalapeño-piparinn í tvennt.
Fjarlægðu fræin.
2. Blandaðu saman osti, kóríander
og salti. Settu í piparbelgina. Þeir
sem vilja geta dýft belgjunum ofan í
brauðmylsnu eða parmesanost. Það
gefur fallega áferð.
3. Setjið á ofnplötu og bakið í 15
mínútur.
Gleymir þú að
drekka vatn?
Flestir gleyma því miður að drekka
nægilega mikið af vatni yfir dag-
inn. Lítil vatnsdrykkja dregur
úr afköstum og veldur þreytu
og sleni. Það er því heillaráð að
ákveða hversu mikið vatn skal
drekka yfir daginn og merkja tíma-
setningar á vatnsbrúsa. Vatns-
brúsanum er svo stillt upp á skrif-
borðinu. Athugaðu hvort líðanin
batnar ekki við þetta.
Gerðu það sjálf/ur:
Falleg
pappírsblóm
Falleg pappírsblóm eru prýðis-
skraut í veislum. Á myndinni fyrir
ofan eru sýndar nokkrar aðferð-
ir til þess að útbúa mismunandi
gerðir blóma.
Það þarf kreppappír í nokkrum
litum, prjóna sem eru jafnvel með
haus og pappír til að vefja með.
Gerðu fyrst stöngulinn og klipptu
út krónublöð. Vefðu krónublöðun-
um um stöngulinn og festu með
límbandi. Síðan eru blöðin dregin
í sundur og þau mótuð með fingr-
unum.
Auktu sjálfstraust unglingsins
n Hvatning er öflugt uppeldistæki og láttu hrósið hitta í mark
Þ
að er ekki einfalt skamm-
tímaverkefni að auka sjálfs-
traust unglings og það þarf
meira til en klapp á bakið og
stöku hrós. Hér á eftir fylgja nokkur
ráð, samantekin af samtökum félags-
ráðgjafa í Bandaríkjunum um hvern-
ig má á markvissan máta auka sjálfs-
traust unglinga.
Hreyfing og hollt mataræði
Hvettu unglinginn til að hreyfa sig og borða
hollan mat. Góð hreyfing vinnur gegn
þunglyndi og depurð og gefur unglingnum
betri líkamsvitund. Það fylgir menningu
unglingsáranna að sækja skyndibitastaði
og borða sælgæti. Á unglingsárum verða oft
til slæmar matarvenjur sem foreldrar þurfa
að sporna við.
Minna sjónvarp og net
Samkvæmt dr. David Walsh, verða ung-
lingar fyrir allt að 5.000 neysluskilaboðum
á dag. Stór ástæða fyrir lágu sjálfsmati
unglinga er mikið áhorf á sjónvarp.
Önnur rannsókn sýndi að þeir unglingar
sem verja miklum tíma á netinu eiga einnig
frekar á hættu að þróa með sér þunglyndi.
Eyddu tíma með unglingnum í staðinn.
Hrósaðu rétt og hvettu óspart
Á síðustu árum hefur umræða um inni-
stæðulaust hrós fengið hljómgrunn. Það er
hætta á því að unglingar þrói með sér slaka
sjálfsmynd ef þeim finnst þeir ekki standa
undir eigin væntingum eða annarra. Láttu
því hrósið hitta í mark og lærðu að hvetja.
Hvatning er öflugt uppeldistæki.
Vertu opinskár
Vertu opinskár og ræddu við unglinginn
um áhyggjuefni hans. Það er mikilvægt að
greina á milli þess að ræða við unglinginn
og að beita aga. Gagnkvæm virðing er það
sem gefur mestan árangur.
Grennandi matur
n Bættu þessum matvælum við mataræði þitt n Efnaskiptin verða hraðari
1
2
3
4
Ekki einfalt
verkefni Það
er langtíma-
verkefni foreldra
að byggja upp
sjálfstraust
unglingsins.
Hitaeiningarnar burt
Við brennum hitaeiningum með
því að tyggja matvæli eins og
grænmeti, ávexti og heilkorn.
Matur sem
þarf að tyggja
Fitulítið kjöt, hnetur,
ávextir og grænmeti
n Þessi matvæli láta
líkamann fara að vinna
frá því að þú stingur þeim
upp í þig. Til að hámarka
tyggingaráhrifin veldu mat-
væli sem eru eins nálægt upprunalegu
ástandi og mögulegt er. Borðaðu ávextina
eins og þeir eru en ekki í einhverri unninni út-
gáfu af þeim. Matvæli sem innihalda mikið
af próteini eru bandamenn þínir í þessu
mataræði þar sem þú ert lengur að
tyggja þau og maginn er lengur
að vinna á þeim. Það tekur því
lengri tíma að neyta þeirra
og þú upplifir seddukenndina
lengur.
Matur sem
fyllir magann
Ávextir, grænmeti, brún
hrísgrjón, heilkornavörur
og morgunkorn
n Fyrir utan þá orku
sem þú eyðir í að tyggja
þessi matvæli þá eru
þau stútfull af trefjum
svo þau taka meira pláss í
maganum, miðað við önnur
matvæli sem innihalda sama magn af
hitaeiningum. Þar með er minni hætta á
að maður fái sér auka skammt.
Matvæli sem þarf að tyggja
vel gera það að verkum að
munnurinn vinnur meira og
auka þar með brennsluna við
að borða og melta matinn.
Matur sem
gefur orku
Kaffi, svart og grænt te,
dökkt súkkulaði
n Koffín eykur brennsluna
en það fær maður úr kaffi
og svörtu tei; varastu
þó að setja mikla mjólk,
rjóma og sykur út í. Koffín
örvar miðtaugakerfið og þar með getur
daglegur kaffibolli aukið brennsluna um 5
til 8 prósent en það samsvarar 80 til 128
hitaeiningum á dag. Grænt te inniheldur
ekki jafn mikið af koffíni en þess í stað inn-
heldur það „catechin“, andoxunarefni sem
örvar brennsluna um allt að 4 prósent eða
80 hitaeiningar á dag. Í dökku súkkulaði má
bæði finna koffín og „catechin“ en haltu þig
við einungis um það bil 30 grömm á dag til
að forðast fituna og hitaeiningarnar sem í
því eru.
Matur sem lætur
mann svitna
Chili-pipar, kanill, engifer,
hvítlaukur, negull, sinnep, edik
n Til að þess að virkja sem
best hitaeiningarnar úr
matnum, er gott að bæta
smá hita í matinn. Virka efnið
„capsaicin“ sem finna má í
chili-pipar eykur úthald þeirra
sem neyta þess í marga klukku-
tíma og eykur þar með brennslu. Jafnvel
mildari tegundir af pipargrænmeti innihalda
efni sem hjálpa til við að eyða allt að 100
hitaeiningum á dag með því að
bindast við taugaviðtaka og
senda merki um að brenna
fitu til heilans. Kanill, negull,
lárviðarlauf og hvítlaukur eru
matvæli sem einnig eru
gagnleg í þessu samhengi.
Brennslan
Hitaeining er hitaeining og besta
leiðin til að léttast er að innbyrða
minna af þeim, eða svo er sagt.
Þeir sem aðhyllast mataræði virkra
hitaeininga (The Active Calorie Diet)
segja að sérstakar matartegundir
hjálpi til við að setja auka
orku í brennsluna, slá
á matarlyst og hjálpa
þannig fólki að léttast.
Samkvæmt kenningum
þeirra þá tekur það mikla
orku að borða sumar matartegundir
og þar af leiðandi brennir maður hita-
einingum við að borða þær. Bara það
að tyggja matvæli eins og grænmeti,
ávexti, heilkorn og þunnar kjöt-
sneiðar getur aukið brennsluna um 30
prósent. Kaffi og te og krydd eins og
chili-pipar, kanill og engifer setja meiri
kraft í miðtaugakerfið og
hraða þannig efnaskipt-
unum um allt að 12
prósent. Það er auðvelt
að bæta þessum mat-
vælum í mataræði okkar
og fá þar með örlítinn auka
kraft í brennsluna. Samkvæmt þessu
mataræði er matnum skipt niður í
fjóra hópa af virkum hitaeiningum.