Fréttablaðið - 14.12.2015, Page 1

Fréttablaðið - 14.12.2015, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 9 2 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 4 . d e s e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri Thorsson skrifar um Kevi. 16 sport Draumadráttur fyrir strákana okkar í París. 18-20 Menning Af sjónvarpsóperu. 26 lÍfið Ólafur Darri leikur í nýrri stuttmynd Nönnu Kristínar. 34 plús 2 sérblöð l fólk l  lÍfið *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 10 DAGAR TIL JÓLA OPIÐ TIL 22 Í KVÖLD Í S L E N S K H Ö N N U N O G R I T S N I L L D Í Þ Á G U F A T L A Ð R A B A R N A O G U N G M E N N A S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A Sölutímabil 5. – 19. desember S K Y R G Á M U R saMfélag Hópur fólks vinnur nú að því að koma albanskri fjölskyldu, sem flutt var úr landi aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku, aftur heim til Íslands. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir að fundað verði í dag um fjármögnun og utanumhald verkefnisins með lögmönnum. Brottflutningur fjölskyldunnar hefur vakið reiði í samfélaginu vegna þess að sonur hjónanna Kastrijot og Xhuliu, hinn þriggja ára gamli Kevi, er með slímseigjusjúk- dóm. Sjúkdómurinn er lífshættu- legur og veldur sýkingum í líffærum. Barnalæknirinn Kristján Dereksson tjáði sig um sjúkdóminn á föstudag og sagði ólíklegt að Kevi myndi lifa til tíu ára aldurs. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er fjölskyldan komin til Albaníu og líður vel miðað við aðstæður. Þau hafa verið í sambandi við íslenska hópinn og fengið fréttir um þeirra mál þýddar yfir á móður- málið. Katrín Oddsdóttir lögmaður seg- ist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að fjölskyldan sæki um hæli hér að nýju. „Þau eru ekki búin að klára allar kæruleiðir miðað við það sem komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er einnig sá möguleiki fyrir hendi að sækja um ríkisborgararétt fyrir fjölskylduna í stað þess að sækja um hæli. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að allsherjarnefnd Alþingis ætli að skoða mál fjölskyldunnar og hvort rétt hafi verið staðið að umsókn þeirra. – snæ Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjár- mögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands  Það stendur í lögunum að það skuli tryggja hælisleitendum nauðsynlega heilbrigðis- þjónustu. Að sjálfsögðu er það nauðsynleg heilbrigðis- þjónusta fyrir þetta barn að fá aðstoð. Það er fráleitt að halda því fram að hann hefði ekki átt að fá hana endur- gjaldslaust á meðan hann var hérna.“ Katrín Oddsdóttir lögmaður uMhverfi Almenn ánægja ríkir með nýtt loftslagssamkomulag sem sam- þykkt var í París á laugardag. Umhverfisráðherra segir að erfitt sé að meta til hvaða aðgerða íslensk fyrir- tæki og almenningur þurfi að grípa svo að markmið um losun gróðurhúsaloft- tegunda náist. Fyrst og fremst þurfi að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Markmið samkomulagsins er að hlýnun jarðar verði ekki meiri en tvær gráður á Celsius. – snæ / sjá síðu 8 Loftslagsmálin komin í höfn Jólasýning Listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur fór fram í gær í Skautahöllinni í Laugardal. Sýningin var hin glæsilegasta en nemendur sýndu sína útgáfu af Jóla- sögu eftir Charles Dickens. Þessar skautadrottningar renndu sér tignarlega eftir svellinu íklæddar búningum sem minna á þriðja áratug síðustu aldar. FRéttabLaðið/anton 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 A C -8 6 9 4 1 7 A C -8 5 5 8 1 7 A C -8 4 1 C 1 7 A C -8 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.