Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 2

Fréttablaðið - 14.12.2015, Side 2
Enn snjallara heyrnartæki heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Nýja Beltone Legend heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Pantaðu ókeypis heyrnarmælingu í síma 568 7777 og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýriker. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Ókeypisheyrnarmælingsíðan 2004 Veður Sjálfsmynd með sveini Samfélag „Alvöru jólasveinarnir koma á hverjum degi til okkar fram að jólum. Þeir koma alltaf klukkan ellefu þegar þeir eru búnir að gefa í skóinn,“ segir Helga Vollertsen, safnfræðslufulltrúi á Þjóðminja- safni Íslands en gömlu íslensku jólasveinarnir heimsækja safnið á hverjum degi síðustu þrettán daga fyrir jól, einn í einu. Árið 1988 bauð Þjóðminjasafn Íslands jólasveinunum í fyrsta skipti formlega í heimsókn fyrir jólin. Síðan þá hafa þeir verið fasta- gestir í desember og heimsækja nú safnið 27. árið í röð. „Í dag kemur Stúfur til okkur en í gær kom Giljagaur. Þeir eru rosalega skemmtilegir allir og segja börnum og foreldrum þeirra skemmtilegar sögur af sér. Þá útskýra þeir líka hvaðan nöfn þeirra eru komin,“ segir Helga og bætir því við að jólasveinarnir eigi frekar erfitt með að átta sig á tækni- væddri nútímaveröld og finnist gott að koma í Þjóðminjasafnið. „Stekkjastaur útskýrði fyrir börn- unum hvað hann væri hissa að sjá mjólk í kassa á Íslandi í dag. Áður fyrr reyndi hann oft að sjúga ærnar í fjárhúsunum hjá bændum til að fá mjólk.“ Að sögn Helgu koma um þrjú hundruð manns á hverjum degi í Þjóðminjasafnið í þeim tilgangi að hitta jólasveinana. Hún býst ekki við öðru en að aðsóknin haldist fram að jólum. „Nú þegar þetta hefur staðið yfir í 27 ár þá er gaman að fylgjast með foreldrum sem komu í Þjóðminjasafnið að hitta jólasveinana sem börn, koma með börnin sín að hitta þá. Fólki finnst þetta greinilega mjög skemmti- legt,“ segir Helga. Jólasveinarnir eru klæddir í þjóðlegu fötunum sínum en ekki í rauðu sparifötunum. Að sögn starfsfólks reyna þeir að krækja sér í það sem þá langar helst í enda eiga þeir það enn til að vera svolítið þjófóttir þó þeir séu hin vænstu skinn. nadine@frettabladid.is Sveinarnir hafa komið og hitt börnin í 27 ár Gömlu íslensku jólasveinarnir heimsækja Þjóðminjasafniðsíðustu þrettán dagana fyrir jól. Stúfur kemur í dag. Árið 1988 bauð safnið þeim í fyrsta skipti í formlega heimsókn fyrir jólin. Um þrjú hundruð manns mæta á hverjum degi. Giljagaur heimsótti Þjóðminjasafnið í gær. Hann var klæddur í þjóðlegu fötunum sínum en ekki í rauðu sparifötunum. MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Nú þegar þetta hefur staðið yfir í 27 ár þá er gaman að fylgjast með foreldrum sem komu í Þjóðminjasafnið að hitta jólasveinana sem börn, koma með börnin sín að hitta þá. Fólki finnst þetta greinilega mjög skemmtilegt Helga Vollertsen, safnfræðslufulltrúi á Þjóðminjasafni Íslands Í dag gengur í sunnan 5 til 10 metra á sekúndu með snjókomu eða slyddu, en eftir hádegið verður rigning á láglendi og það hlánar. Sjá SÍðu 44 Jólastemning Þessi herramaður vildi ólmur ná mynd af sér með Hurðaskelli á Laugaveginum í gær. Þriðji í aðventu var jafnan fyrsti sunnudagurinn með lengri opnunartíma en gengur og gerist, en opið var til sex í sumum verslunum og jafnvel til tíu í öðrum. FréttAblAÐIÐ/ANtoN brINk Samfélag „Þetta er úti um allt,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, um rottugang í Vest- urbænum í Reykjavík en hún vakti athygli á rottugangi í Vesturbænum á samfélagsmiðlunum. Ásthildur hefur lengi verið með annan fótinn í Vesturbænum og á íbúð á Hagamel og þekkir því vel til hverfisins. Hún segir að lengst af hafi hún aldrei orð vör við rottugang en það hafi breyst á undanförnum árum. „Í gamla daga, þegar ég var lítil, þótti rottugangur vera það hræðilegasta sem hægt var að vita um. Ég hef orðið vör við þetta síðastliðin þrjú ár en áður sá maður þetta varla,“ segir Ásthildur. Skemmst er að minnast þess að rott- ur virtust leika lausum af hala af mikl- um móð í sumar og síðastliðið sumar og skelltu sér í sund í Vesturbæjarlaug eins og sannir Vesturbæingar. Steinar Smári Guðbergsson, mein- dýraeyðir, segist sinna rottuútköllum nokkrum sinnum í hverri viku. „Það er meira af rottum í Reykjavík og það virðist vera meira um þetta síðastliðin tvo ár. Það hefur verið mikið af fram- kvæmdum víðsvegar í borginni, opin skólprör og annað sem fylgir því. Það ýtir undir það að fólk verði vart við þetta.“ -tpt Rottugangur í Vesturbænum SlyS Þrír voru fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður, eftir tveggja bíla árekstur á Suðurlands- vegi á fimmta tímanum í gær. Slysið varð skammt frá afleggjaranum að Gunnarshólma. Tveir dælubílar og fjórir sjúkra- bílar fóru á vettvang en beita þurfti klippum til að koma hinum slösuðu út úr bílflökunum. Allir voru fluttir á sjúkrahús en einungis einn þeirra alvarlega slasaður, hinir tveir voru með minniháttar áverka. Mikil örtröð myndaðist á Suður- landsvegi báðum megin við slysið. Vegurinn var lokaður í um það bil eina og hálfa klukkustund og fjöl- mörgum vegfarendum vísað frá. – snæ Einn alvarlega slasaður Það hefur verið mikið af fram- kvæmdum víðsvegar í borginni, opin skólprör og annað sem fylgir því. Það ýtir undir það að fólk verði vart við þetta Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir Undanfarin tvö ár hefur verið meira af rottum í reykjavík. 1 4 . d e S e m b e r 2 0 1 5 m á N u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A C -8 B 8 4 1 7 A C -8 A 4 8 1 7 A C -8 9 0 C 1 7 A C -8 7 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.