Fréttablaðið - 14.12.2015, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 14.12.2015, Blaðsíða 49
20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur virka efnið ómeprazól sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast „prótónpumpuhemlar“ og verka með því að draga úr sýruframleiðslu magans. Omeprazol Actavis er ætlað til notkunar hjá fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Frábendingar: Ofnæmi fyrir ómeprazóli eða öðru innihaldsefni lyfsins. Ofnæmi fyrir lyfjum sem innihalda aðra prótónpumpuhemla. Ef þú tekur lyf sem inniheldur nelfinavír (við HIV sýkingu). Varúð: Ekki taka Omeprazol Actavis lengur en í 14 daga án samráðs við lækni. Ef einkennin minnka ekki, eða ef einkennin versna, skaltu ræða við lækninn. Omeprazol Actavis getur dulið einkenni annarra sjúkdóma. Því skaltu ræða strax við lækninn ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir þig áður en þú tekur eða meðan þú tekur Omeprazol Actavis: Ef þú léttist að ástæðulausu og átt í erfðleikum með að kyngja, færð magaverk eða meltingartruflanir, kastar upp mat eða blóði, hefur svartar hægðir (blóðlitaðar hægðir), ert með alvarlegan eða langvarandi niðurgang (ómeprazól hefur verið tengt við lítillega aukningu á smitandi niðurgangi), hefur verið með magasár eða gengist undir skurðaðgerð á meltingarfærum, ert á samfelldri meðferð við einkennum meltingartruflana eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, þjáist stöðugt af meltingartruflunum eða brjóstsviða í 4 vikur eða lengur, ert með gulu eða alvarlegan lifrarsjúkdóm, ert eldri en 55 ára með ný eða nýlega breytt einkenni. Sjúklingar skulu ekki nota ómeprazól í fyrirbyggjandi tilgangi. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga og brjóstagjöf: Segðu lækninum frá því ef þú ert barnshafandi eða ert að reyna að verða barnshafandi áður en þú tekur Omeprazol Actavis. Læknirinn mun ákveða hvort óhætt sé fyrir þig að nota Omeprazol Actavis ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Skömmtun: Sýruþolnu hylkin má taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Mælt er með að hylkin séu tekin inn að morgni dags. Venjulegur skammtur er eitt 20 mg hylki eða tvö 10 mg hylki einu sinni á sólarhring í 14 daga. Hafðu samband við lækninn ef einkennin hafa ekki horfið á þessum tíma. Nauðsynlegt getur verið að taka hylkin í 2–3 daga samfellt áður en einkennin réna. Hylkin á að gleypa með glasi af vökva. Ekki má tyggja eða mylja hylkin. Aukaverkanir: Hafðu samband við lækni strax ef eftirfarandi einkenni koma fram: Öndun verður skyndi- lega hvæsandi, þroti í vörum, tungu og hálsi eða líkama, útbrot, yfirlið eða kyngingarörðugleikar (alvarleg ofnæmisviðbrögð). Roði í húð með blöðrum og húðflögnun. Einnig getur verið um að ræða verulega blöðrumyndun og blæðingar í vörum, augum, munni, nefi og kynfærum. Þetta getur verið „Stevens- Johnsons heilkenni“ eða „eitrunardrep í húðþekju“. Gul húð, dökkt þvag og þreyta sem geta verið einkenni lifrarsjúkdóms. Algengar aukaverkanir: Höfuð- verkur. Áhrif á maga eða þarma (niðurgangur, magaverkur, hægðatregða, vindgangur). Ógleði eða uppköst. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Nóvember 2015. Omeprazol Actavis – Við brjóstsviða og súru bakflæði H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 5 1 1 1 4 0 Hvað? Jólafönn Hvenær? 20.30 Hvar? Sauðárkrókskirkja Swing Kompaníið heldur í jóla- tónleikaför um landið í desember og kemur fram í kirkjum með kórum á hverjum stað. Tónleikaförin ber yfirskriftina Jólafönn og er óhætt að fullyrða að þar sé eitthvað á boðstólnum fyrir alla. Skemmtilegar og hress- andi útsetningar á jólalögum í bland við hátíðleika skapa ein- stakan atburð sem enginn má láta fram hjá sér fara. Hvað? DJ Anna Brá Hvenær? 21.00 Hvar? Lebowski Bar Plötusnúðurinn Anna Brá snýr skífum á Lebowski Bar í kvöld. Hvað? Sætabrauðsdrengirnir á Selfossi Hvenær? 20.00 Hvar? Selfosskirkju Sætabrauðsdrengirnir Bergþór Pálsson, Gissur Páll Gissurarson, Hlöðver Sigurðsson og Viðar Gunnarsson ásamt Halldóri Smára- syni, útsetjara og píanóleikara, verða í jólastuði í kvöld á Selfossi. Vinnustofur og sýningar Hvað? Vinnustofa í kertagerð Hvenær? 16.00 Hvar? Loft Hostel Námskeiðið hefst kl. 16. Þetta er í annað sinn sem svona námskeið er haldið á staðnum. Hvað? Gáttir – Gleym mér ey Hvenær? 13.00 Hvar? Listasafni ASÍ Sýningin mótast í innblæstri og samræðu þriggja listamanna. Aðskildar í tíma og rúmi mætast þær í formi og viðfangi. Með sendingum á borð við hreyfingar, takt, liti og form. Hún hefur verið í gangi frá 28. nóvember og stendur fram til 20. desember. Hvað? Kanill Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarstræti 16 Kanill er jólasýning félagsmanna Sambands íslenskra myndlistar- manna, árið 2015. Lagt var upp með að setja upp fjölbreytta samsýningu þar sem stærð, verð og miðill verk- anna væri frjáls. Einnig voru lista- menn eindregið hvattir til að sýna annað en hefðbundin „listaverk“, s.s. bækur/bókverk, fjölfeldi, inn- rammaðar skissur og svo framvegis. Uppákomur Hvað? Grín á Gauknum Hvenær? 21.00 Hvar? Gaukurinn, Tryggvagata Opinn míkrafónn á Gauknum, grín og glens á ensku. Allir grínistar eru velkomnir. Þessi kvöld hafa heppnast vel og er um að gera fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér í uppi- standi að stíga á svið. Hvað? Stúfur í Þjóðminjasafninu Hvenær? 11.00 Hvar? Myndasalur Þjóðminjasafnsins Jólasveinarnir skemmta börnum í Þjóðminjasafninu daglega frá því þeir fara að koma til byggða. Í dag ætlar Stúfur að ræða við þau. Jólasveinarnir mæta á ýmis söfn. Í dag verður Stúfur meðal annars á Þjóðminjasafninu. M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 29M Á n U D A g U R 1 4 . D e s e M B e R 2 0 1 5 1 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 A C -C 6 C 4 1 7 A C -C 5 8 8 1 7 A C -C 4 4 C 1 7 A C -C 3 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.