Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 06.11.2015, Blaðsíða 18
Þ Það er alþjóðlegur svipur á miðborg Reykja- víkur þessa dagana en nú stendur yfir tónlist- arhátíðin Iceland Airwaves. Talið er að gestir hátíðarinnar séu um níu þúsund, að meðtöld- um tónlistarmönnum og fjölmiðlafólki. Það er raunar ekki nýtt, sé litið til undanfarinna missera og ára, að fjöldi erlendra ferðamanna spóki sig á götum borgarinnar. Þessir gestir okkar hafa hleypt lífi í borgina og fjöldi veit- ingahúsa, verslana og ýmissa þjónustufyrir- tækja nýtur góðs af. En ferðamennirnir eru ekki bara á borgarstrætum, þeir ferðast um land allt og sækja í íslenska náttúru og víðerni, auðlind sem er ákaflega dýr- mæt. Fagrir staðir hér á landi vekja æ meiri athygli. Í liðinni viku bættist enn við en þá birti ferðabókaútgáfan Lonely Plan- et árlegan lista sinn yfir eftir- sóknarverðustu áfangastaði komandi árs í f lokki landa, landsvæða og borga á heimsvísu. Þar var Vesturland í öðru sæti í flokki landsvæða. Bent var á náttúru svæðisins og dýralíf, jökla, fossa og hraun og sérstaklega á íshellinn í Langjökli, Snæfellsjökul, lunda- og hvala- skoðun, auk hestaferða. Vestlendingar mega því í framhaldinu búast við auknum ferðamannastraumi enda hefur val sem þetta áhrif. Vesturland hefur upp á margt að bjóða en hefur ekki verið eins mikið í sviðsljósinu og Suðurland, þangað sem flestir ferðamenn leita, ekki síst til þess að skoða Gullfoss, Geysi, Skógafoss, Dyr- hólaey, Jökulsárlón og aðrar náttúruperlur. Varla minnkar áhuginn á sunnanverðu land- inu í kjölfar nýs myndbands kanadíska ungst- irnisins Justin Bieber sem frumsýnt var fyrr í vikunni. Myndbandið með lagi söngvarans var tekið á Suðurlandi fyrr í haust og má sjá stjörnuna víða við þekkt kennileiti, Skóga- foss, Seljalandsfoss, Sólheimasand, Jökulsár- lón og Fjaðrárgljúfur. Söngvarinn nýtur aðdáunar ungs fólks víða um lönd og má greinilega sjá á skrifum aðdá- endanna að íslenskt landslag vekur athygli, ekki síður en söngur poppstjörnunnar. Þar spyrja sumir hvort slíkt landslag sé í raun- inni til og hvar það sé að finna. Til gamans má birta eitt „kommentið“ en það er lýsandi fyrir þau áhrif sem landslagið í myndbandinu hefur á aðdáendur – greinilega skrifað með hjartanu og viðeigandi tungutaki ungmenn- is: „omg what place is this?? i wanna go man.. this place is heaven dude!“ Ósagt skal látið hvort ungt fólk streymir hingað til lands í kjölfar myndbandsins en dropinn holar steininn. Einhverjir geyma minninguna um landið og koma þegar þeir verða eldri en myndbandið er vissulega óvænt landkynning sem gríðarlega margir sjá. Strax á fyrstu dögum horfðu milljónir manna á það og mun fjölga verulega ef að líkum lætur, slík er frægð Justin Bieber. Nefna má sem dæmi að horft hefur verið á vinsælasta myndband hans yfir 1.200 milljón sinnum. Allar líkur eru á því að næsta ár toppi yfirstandandi ár í ferðamannafjölda, líkt og verið hefur ár hvert að undanförnu. Reikna má með því að erlendir ferðamenn sem hingað koma á þessu ári verði nálægt 1250 þúsund. Það má því reikna með því, sé varlega reiknað, að hingað komi um og yfir ein og hálf milljón erlendra ferðamanna á næsta ári. Þetta hefur mikil og jákvæð áhrif á efnahagsmál hér á landi, enda er gjaldeyr- isinnflæði mikið. Mikill vöxtur er í ferða- þjónustufyrirtækjum um land allt, stórum og smáum, en verður einna best lýst í um- fangi íslensku flugfélaganna. Hagnaður Icelandair Group nam um 13,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs, var 20% meiri en í fyrra. Þá tilkynnti WOW air fyrr í vikunni að það muni hefja áætl- unarflug til Los Angeles og San Fransisco næsta sumar og bæta af því tilefni við þrem- ur nýjum breiðþotum í flugflota sinn. Með þessari aukningu mun WOW air meira en tvöfalda sætaframboð sitt á næsta ári, frá 900 þúsund sætum í ár í tæplega 2 millj- ónir sæta. Vesturland og Suðurland í sviðsljósinu Landkynning stórstjörnu Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu KOMIN AFTUR 18 viðhorf Helgin 6.-8. nóvember 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.