Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 11. febrúar 2013 Mánudagur
Fékk glæsilega myndavél
n Rannveig tók mynd ársins 2012 að mati lesenda DV.is
R
annveig Hera Finnbogadóttir,
sem fór með sigur af hólmi í
Myndasamkeppni Sigga storms
á DV.is, sótti glæsileg sigurverð-
laun sín í höfuðstöðvar DV á föstu-
dag. Það voru lesendur síðunnar sem
völdu bestu myndirnar og varð Rann-
veig Hera hlutskörpust.
Hún var að vonum himinlifandi
þegar hún vitjaði vinningsins enda var
hann ekki af verri endanum. Fullkom-
in 10.1 milljón pixla stafræn mynda-
vél af gerðinni Nikon 1 með skipt-
anlegri linsu frá Heimilistækjum að
verðmæti rétt tæplega 110 þúsund
króna. Vélinni fylgir 1 NIKKOR CR
10-30mm f/3.5-5.6 linsa og er hún
gædd öllum helstu og nauðsynlegustu
eiginleikum; FullHD-myndbands-
upptöku, þriggja tommu 460 þúsund
punkta LCD-skjá, háhraðamyndatöku
sem leyfir allt að 60 ramma á sekúndu.
Rannveig Hera sagði í samtali við
DV fyrir helgi að það hafi verið al-
gjör tilviljun að hún náði vinnings-
myndinni sem bar yfirskriftina Þáttur
sápukúlunnar. Myndina tók hún síð-
astliðið sumar á ferð um Reykjanes á
Vestfjörðum.
Rannveig Hera íhugar að leggja
fyrir sig ljósmyndun og sagði DV að
hún væri að skoða ljósmyndaskóla
hér á landi. DV þakkar Rannveigu og
öllum þeim fjölmörgu sem sendu inn
myndir fyrir þátttökuna.
mikael@dv.is
Sigurvegari Rannveig Hera sést hér
með hina glæsilegu Nikon 1 myndavél sem
hún fékk í verðlaun fyrir að vinna Mynda-
samkeppni Sigga storms á DV.is á dögunum.
Bænir og hlýhugur
færðu frið og værð
B
jörgvin Ingimarsson, eigin-
maður Vilborgar Davíðs-
dóttur rithöfundar, lést
snemma á laugardags-
morgun. Hann var 47 ára.
Vilborg greindi frá þessu á blogg-
síðu sinni.
Björgvin, sem var kennari
og sálfræðingur, hafði barist við
heilakrabbamein frá árinu 2006.
Bloggsíða Vilborgar hefur vakið
mikla athygli en þar hefur Vilborg
rætt opinskátt um veikindi Björg-
vins og hans hinstu daga.
„Ég er sannfærð um að hans bíð-
ur nýtt ævintýri þegar hann gengur í
gegnum hliðið og stígur inn í Guðs-
ríki. Eitthvað sem er svo stórkostlegt
að við sem enn erum hérna megin
getum ekki einu sinni gert okkur
það í hugarlund. Þar ríkir kærleik-
urinn öllu ofar,“ sagði Vilborg á síðu
sinni á föstudag, degi áður en hann
féll frá.
Góður aðbúnaður á líknardeild
„Bænirnar og hlýhugurinn sem hef-
ur umvafið okkur að undanförnu
hefur fært Björgvin frið og værð,“
sagði hún enn fremur og lýsti að-
búnaði á líknardeild þar sem fjöl-
skyldunni gafst kostur að eiga
saman kvöldstund stuttu fyrir and-
látið.
„Við áttum öll notalegt kósíkvöld
saman inni á stofunni,“ sagði Vil-
borg um samveru fjölskyldunnar og
sagði aðbúnað á líknardeild góðan.
„Á líknardeildinni er ekki að-
eins búið vel að þeim sem er deyj-
andi heldur einnig aðstandend-
um. Á herberginu er aukarúm og
að kvöldi er það fært að rúmi Míns
heittelskaða þannig að við hjónin
getum sofið ,,í einni sæng“ líkt og
við erum vön.
„Þurfum að geta talað um
dauðann“
Blogg Vilborgar hefur vakið mikla
athygli langt út fyrir stórfjölskylduna
og snert við fjölmörgum. Í viðtali við
DV nýverið sagðist hún vilja tala
um dauðann. Á honum ætti ekki að
hvíla bannhelgi.
„Það er í hverfulleika lífsins sem
gildi þess er falið. Við elskum líf-
ið vegna þess að því lýkur, líkt og
við hrífumst af fegurð blómsins
vegna þess að það á eftir að fölna
og dögunina vegna þess að við vit-
um að sólin á eftir að hníga í sæ. Við
þurfum að geta talað um dauðann,
á honum á ekki að hvíla bannhelgi,“
sagði Vilborg æðrulaus. n
kristjana@dv.is
n Björgvin Ingimarsson fallinn frá n Fjölskyldan átti góða samverustund
Friður og værð „Bænirnar og hlýhug-
urinn sem hefur umvafið okkur að undan-
förnu hefur fært Björgvin frið og værð,“
sagði Vilborg um andlát eiginmanns síns.
„Hans
bíður
nýtt ævintýri
Hjónin Vilborg og eiginmaður hennar, Björgvin Ingimarsson. Vilborg hefur skrifað
opinskátt um veikindi eiginmanns síns sem lést árla morguns, 9. febrúar.
Fjórum manns-
lífum bjargað á
einni nóttu
„Aðgerðir næturinnar tóku enda
klukkan að ganga sex í morgun og
hafði þá fjórum mannslífum verið
bjargað,“ segir Erla Björk Birgis-
dóttir, skurðhjúkrunarfræðingur á
Landspítalanum við Hringbraut,
í bréfi til fjölmiðla þar sem sagt
er frá atburðum á skurðdeild
Landspítalans aðfaranótt laugar-
dags. Í bréfinu er því lýst hvernig
fjórum mannslífum var bjargað.
Þá lýsir Erla áhyggjum sínum
vegna þróunar mála á spítalan-
um. „Af fjórum skurðhjúkrunar-
fræðingum sem stóðu vaktina í
nótt eru þrjár að hætta og ein er
komin á eftirlaunaaldur. Allir þrír
svæfingahjúkrunarfræðingarnir
sem unnu með okkur í nótt hafa
sagt upp og hætta 1. mars.“
Um var að ræða fjórar að-
gerðir, þar af tvær bráðaaðgerð-
ir. Í annarri þeirra var tveggja ára
barni bjargað úr andnauð og í
hinni hafði 36 ára kona, þriggja
barna móðir, fengið hjartaáfall.
Erla telur að ekki hefði verið hægt
að bjarga lífi hennar ef hún hefði
þurft að gangast undir aðgerðina á
erlendri grundu.
Árni Páll á
Beinni línu
Árni Páll Árnason verður á Beinni
línu á DV.is á þriðjudaginn klukk-
an 13. Þar gefst lesendum DV.is
færi á að spyrja nýkjörinn formann
Samfylkingarinnar spjörunum úr.
Árni Páll sigraði Guðbjart Hann-
esson velferðarráðherra nokkuð
örugglega í formannsslag á lands-
fundi flokksins á dögunum og tók
þar við af Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra. Árni Páll hefur
þegar gefið tóninn fyrir breyttar
áherslur hjá flokknum og þykir sýnt
að hann hyggist ekki feta sama veg
og forveri hans á formannsstóli. Í
aðdraganda alþingiskosninganna í
vor verður formönnum allra stjórn-
málaflokka boðið að sitja fyrir svör-
um á Beinni línu á DV.is.
Björgvin Ingimarsson
Fæddur 16.11. 1965 Dáinn 09.02. 2013