Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 11
enda eru þau hjónin nýkominn frá Tenerife með níu manna fylgdarlið. „Krakkarnir eru ótrúlega réttinda- meðvituð því það er það sem þau geta hangið í. Þau hafa verið svipt rétti sín- um til þess að vera með foreldrunum og þetta er þeirra aðferð til þess að sýna að þau eiga víst einhvern rétt.“ Misstu fyrsta barnið sitt Stundum standa þau frammi fyrir spurningunni hvort þau séu að leggja of mikið á börnin sín. „Við þurfum að svara því hvort það sé eðlilegt að þau þurfi að alast upp við allt sem geng- ur á hér, þar sem þau þurfa að horfa upp á mótþróa, sjálfsskaða, strok og ýmislegt sem væri börnum í bóm- ull mjög framandi. Á móti kemur að börnin okkar fá að upplifa það að það hafi það ekki allir jafn gott og þau, þau þurfa að deila með öðrum og sýna umburðarlyndi. Þau fá innsýn inn í líf annarra og tengjast þessum börnum eins og systkinum.“ Alls hafa þau eignast fimm stráka auk þess sem Guðbergur á eina dóttur. Elsti strákurinn er dáinn, dó þegar hann var bara þriggja ára, á fjórða árinu. „Fyrsta barnið okkar fórst af slysförum. Eftir það breyttist allt. Við lærðum að meta hlutina allt öðruvísi. En við vorum bara kettlingar,“ segir Anna. Aðspurð hvort það hafi gert það að verkum að þau hafi opnað hjartað sitt fyrir öllum þessum börnum svara þau bæði játandi og neitandi. Þetta er ekki svo einfalt, það er fleira sem kemur til. Anna fór til dæmis til Afríku á veg- um ABC-barnahjálpar þar sem hún fór í skóla í barna- og þróunarhjálp árið 2009. Hún fór líka á stúlknaheim- ili í Hondúras þar sem hún kynnist stúlkubörnum sem höfðu verið mis- notuð og orðið fyrir sýruárásum og lent í ótrúlegustu hlutum. Guðberg- ur fór aftur á móti með trúboða til Afr- íku, flakkaði um Úganda, Rúanda og Kenía, tók myndir og gerði vídeó. Það var í senn lærdómsríkt og skemmti- legt. „Þetta spilar allt saman,“ seg- ir hann. „Í grunnin þá hefur mað- ur þetta hjarta, ég veit ekki af hverju. Þetta er bara svona. Við höfum fengið löngun til að hætta og einu sinni stóðum við frammi fyrir þeirri ákvörðun. Þá var mikið búið að ganga á og búið að vera erfitt. Þá hugsaði ég af alvöru hvort það væri mannskemmandi að standa í þessu rugli, ég væri fínn í því að reka fyrirtæki og ætti að fara að gera eitt- hvað annað. En þegar ég fór virkilega að skoða það þá fann ég að það er ekkert annað sem ég vildi frekar gera. Mig langar að gera þetta.“ Fóru en fengu að koma aftur Við sitjum í eldhúsinu þar sem boð- ið er upp á nýbakaðar smákökur. Fyrir utan þau hjónin og flaðrandi hund þá er enginn í húsinu þennan morgun, börnin eru öll í skóla eða vinnu. Hér eru engin smábörn lengur, börnin eru öll á aldrinum tólf til átján ára. Hús- ið er stórt og mikið og veitir ekki af. Elsta daman býr reyndar í litlu húsi á lóðinni, en eins og fyrr segir eru fimm fósturbörn á heimilinu ásamt tveimur börnum þeirra hjóna. Fósturbörnin hafa aldrei verið fleiri, alla jafna eru þau ekki fleiri en þrjú, oftast tvö sem dvelja á heimilinu í senn. Hins vegar eru þau börn sem hafa einu sinni verið tekin inn alltaf velkomin aftur. „Það stóð aldrei til að þau yrðu svona mörg. Ein var hér í tvö ár en fór í uppreisn og fór. Þegar hún var rétt að verða átján ára bað hún um að fá að koma aftur. Þannig að hún er hér núna og er búin að vera í tæpt ár. Annar var ofsalega reiður ungur drengur þegar hann kom á sínum tíma og það var ekki hægt að hafa hann á heimilinu svo hann fór á með- ferðarheimili þar sem hann var í heilt ár. En þótt hann væri farinn þá vor- um við alltaf í sambandi við hann og tengdumst honum sterkt, hann bara tilheyrir okkur. Hann átti ekkert að fara á sínum tíma og vildi koma aft- ur. Þannig að hann gerði það. Það eru þessi tvö börn sem eru einu börnin sem hafa farið áður en okkur fannst verkefni okkar vera lokið. Við fundum það. Og nú eru þau bæði komin aftur. Heimili okkar er alltaf opið fyrir þeim fósturbörnum sem hafa ver- ið hjá okkur. Við erum í þessu á þeim forsendum, en ekki peninganna vegna. Hjartað okkar er þarna.“ Vanræksla algengasta ástæðan Ástæðan er skýr. Krakkarnir sem til þeirra koma eru að koma úr misjöfn- um aðstæðum. Þau sem eru í styrktu fóstri eru yfirleitt með alls kyns grein- ingar frá greiningarmiðstöðinni, barna- og unglingageðdeild og Stuðl- um. „Ég á bara ADHD-krakka þannig að ég er ekkert að fara í neitt nýtt,“ seg- ir Anna hlæjandi, „ég held að ég sé sú eina sem er ekki greind hérna.“ Svo koma aðrir vegna þess að þeir hafa farið út af sporinu, eru byrjað- ir í neyslu eða komnir í óæskilegan félagsskap þannig að það er ákveðið að kippa þeim út úr aðstæðunum í smá tíma, aðrir hafa verið á heim- ilum þar sem sjúkdómar hafa tek- ið völdin, og enn aðrir eiga foreldra sem eru vanhæfir vegna neyslu og í sumum tilfellum hafa börnin búið við ofbeldi. Þannig að það eru marg- víslegar ástæður sem liggja að baki fósturvistinni en krakkarnir eiga það sammerkt að það er búið að eyði- leggja margt fyrir þeim. „Flest þessara mála eru vegna vanrækslu en svo höf- um við fengið til okkar börn sem eiga foreldra sem hafa staðið sig eins og hetjur en hafa tekið þessa ákvörðun í þágu barnsins. Það getur verið mjög erfitt en mikilvægt skref,“ seg- ir Anna en þegar hún stendur upp til þess að sækja vatn grípur Guðbergur orðið: „Sem fósturforeldrar þurfum við að geta sett okkur í spor annarra og forðast það að dæma aðra. Ég get ekki trúað því að neitt foreldri vilji að barnið sitt fari í fóstur. Flestir foreldrar vilja hugsa vel um börnin sín en sumir geta það kannski ekki. Fósturbörnin vilja líka vera hjá for- eldrum sínum og þótt þau eigi sinn stað í okkar hjarta þá verðum við aldrei blóðforeldrar þeirra og við töl- um aldrei gegn þeim. Því ef þú talar gegn foreldrum barnsins þá ertu far- inn að tala gegn barninu sjálfu, það tekur því alltaf persónulega. Þannig að við tölum aldrei illa um þetta fólk.“ Tala í þau líf Að þeirra mati mætti barna- verndarnefnd þó grípa fyrr inn í mál- in í sumum tilfellum. Krakkarnir eru orðnir of brotnir þegar þeir koma í fóstur til þeirra og stundum verður skaðinn aldrei bættur að fullu, krefst í það minnsta mikillar vinnu ævilangt. „Traustið er mesta vandamálið, í 98 prósent tilvika þá treysta þessi börn ekki. Þau geta líka átt erfitt með að finna sig því þau eru orðin flöt eftir langan og erfiðan slag. Í ofanálag eru mörg með erfiðar raskanir sem gera það að verkum að þau eiga erfitt með að finna fyrir samkennd og um- hyggju. En auðvitað er það mjög mis- jafnt. Fyrir okkur er það alveg skýrt á hvaða forsendum við gerum þetta. Við erum alltaf til staðar fyrir þessa krakka og reynum að byggja þá upp. Stundum þurfum við að ná utan um einhvern hegðunarvanda, komast að rótinni og vinna út frá því. Við setjum okkur alltaf markmið varðandi það sem við viljum ná fram, hvort við ætl- um að koma þeim í framhaldsskóla eða hjálpa þeim af stað í atvinnulíf- inu. Þegar krakkarnir koma hingað hafa þeir fæstir einhverja framtíðar- sýn. Það er okkar hlutverk að reyna að tala líf inn í þau, von og trú. Við reynum að undirbúa þau fyrir lífið. Það besta við þetta er að fá að eignast hlutdeild í lífi þessara krakka og fá að taka þátt í því. Svo vonum við að geta haft áhrif til góðs,“ segir Guð- bergur og Anna grípur orðið. „Þetta er líka spurning um það hvar hæfileik- ar manns liggja. Ég hef meira úthald gagnvart börnum og unglingum sem eru að gera einhverja steypu heldur en fullorðnu fólki. Ég tek ofan fyrir kon- um í umönnunar störfum og kennslu. En þótt við séum að taka þessa krakka heim til okkar, þó að þetta sér erfitt og illa launað, þá gerum við það af því að okkur finnst þetta þess virði. Mér finnst það ákveðin forréttindi að fá að vera heima og fylgja börnunum eftir. Þetta er ákveðinn fjársjóður sem við höfum í höndunum.“ Vilja skipta máli Hvorugt þeirra gæti unnið úti á með- an heimilið er fullt af fósturbörnum. Guðbergur Grétar er með rekstur sem hann getur fjarstýrt. „Þú þarft ekki að vera með nema einn erfiðan einstakling í styrktu fóstri til þess að það sé útilokað að vinna úti. Þú þarft alltaf að vera við. Þetta er svo sundur- leitur hópur að við getum aldrei skilið krakkana eftir eina heima. Þetta krefst þess að þú sért til staðar og ég veit að dóttir mín, sem er sjálf komin með börn, saknar okkar. Sömuleiðis strák- arnir okkar sem eru farnir að heiman. Það er ákveðin fórn sem við færum. Eins og allt annað í lífinu þá hef- ur þetta sína kosti og galla. Mér finnst þetta skipta máli, það er það sem við viljum, við viljum öll skipta máli. Við erum kannski góð í þessu og finnum að við getum gert gagn. Við sjáum að þetta skilar alltaf einhverju. Ein sem fór héðan og var týnd í einhvern tíma er fyrst núna farin að segja hvað þetta skipti hana miklu máli. Við sáum fræjunum og uppsker- um kannski ekki fyrr en löngu seinna,“ segir Guðbergur. „Þetta eru dugleg- ir krakkar og þeir sem hafa verið hjá okkur eru að gera góða hluti í dag. Við erum mjög stolt af þeim. Þess vegna erum við að þessu. En ég veit að þetta er ekki öllum gefið, þú þarft að elska þessa krakka og þú þarft að elska þá í gegnum þetta. Þú þarft að sjá að á bak við villinginn er rosalega góður krakki. Það er það sem okkur tekst að gera, að sjá bak við skjöldinn.“ n Fréttir 11Mánudagur 11. febrúar 2013 Hafa fóstrað fimmtán börn n „Þú þarft að elska þessa krakka“ n Heilmikill hasar á heimilinu n Oft þurft að kalla til lögreglu n Erfitt en gefandi n Með fjársjóð í höndunum Mismunandi fósturgerðir n Tímabundið fóstur: Markmið tímabundins fósturs er að búa barni tryggar uppeldisaðstæður þann tíma sem fóstri er ætlað að vara og skapa aðstæður til að veita barninu og foreldr- um þess þegar það á við nauðsynlegan stuðning þannig að barnið muni geta snúið aftur til foreldra sinna. Tímabund- ið fóstur skal vara í afmarkaðan tíma og samanlagt ekki lengur en tvö ár nema í algerum undantekningartilvikum þegar það þjónar hagsmunum barns. n Varanlegt fóstur: Um varanlegt fóstur er að ræða þegar barni er komið í fóstur sem varir þar til það nær sjálf- ræðisaldri. Fara fósturforeldrar þá að jafnaði með forsjárskyldur nema annað þyki betur henta þörfum barns og hags- munum að mati barnaverndarnefndar. n Styrkt fóstur: Styrkt fóstur á við þegar barn á við verulega hegðunar- erfiðleika að etja, uppfyllt eru skilyrði fyrir vistun á meðferðarstofnun en fóstur þykir betur þjóna hagsmunum og umönnunarþörf barns. Gert er ráð fyrir að annað fósturforeldri sé heima og sinni viðkomandi barni og greiðir ríkið hluta af fósturlaunum. Markmið með styrktu fóstri er að barn njóti sérstakrar umönnunar og þjálfunar á fósturheimili og að barnaverndarnefnd veiti barni, fósturheimili og foreldrum þess þegar það á við nauðsynlegan stuðning þannig að barnið muni geta snúið aftur til foreldra sinna. Börn í fóstri Á fjórða hundrað börn dvöldu hjá fóstur foreldrum að jafnaði á tímabilinu 2007–2011. Á þessum tíma hefur börnum í varanlegu fóstri fækkað og börnum í styrktu fóstri fjölgað. Fleiri piltar en stúlkur dvöldu að jafnaði hjá fósturforeldrum. Guðbergur Grétar er formaður Félags fóstur- forelda. Um 54 fósturfjölskyldur víðs vegar um landið eru aðilar að félaginu en á annað hundrað fósturforeldrar eru á landinu. Fjöldi barna í fóstri árið 2011 VF TF ST Alls 165 140 30 335 Piltar 91 76 19 186 Stúlkur 74 64 11 149 *VF: Varanlegt fóstur, TF: Tímabundið fóstur, ST: Styrkt fóstur. Á góðri stund Hér eru þau hjónin á Tenerife með níu manna fylgdarliði, börnum og fósturbörnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.