Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 23
Fólk 23Mánudagur 11. febrúar 2013 S öngkonan Anna Mjöll Ólafs­ dóttir gekk í það heilaga á föstudeginum þegar hún gekk að eiga Luca Ellis í látlausri en fallegri athöfn í gömlu kirkj­ unni á Árbæjarsafninu. Söngkonan var glæsileg að vanda með hárið uppsett og í hvítum hné­ síðum kjól með perlufesti um háls­ inn. Það var móðir hennar, söngkon­ an Svanhildur Jakobsdóttir, sem leiddi Önnu Mjöll inn kirkjugólfið þar sem vatnsgreiddur brúðguminn beið. Eftir athöfnina gengu hin nýbökuðu brúð­ hjón saman út úr kirkjunni með ham­ ingjublik í augum inn í amerískan jeppa sem beið þeirra fyrir utan kirkj­ una. Luca er staddur hér á landi í fyrsta skiptið, eins og kom fram í Íslandi í dag á fimmtudagskvöldið. „Honum finnst þetta æði. Ég held að hann vilji flytja. Hann átti ekki orð yfir Bláa lón­ ið. Það var ekki hægt að draga hann upp úr,“ sagði Anna Mjöll í viðtalinu. Þegar Luca var spurður af hverju Ísland hefði orðið fyrir valinu fyrir stóra daginn. „Hún er héðan og fjöl­ skyldan er hérna. Við ætlum að hafa víkingabrúðkaup. Ég er hálfur Finni svo það er viðeigandi. Mamma var frá Finnlandi.“ Þetta er þriðja brúðkaup Önnu Mjallar. Margir muna eftir stuttu hjónabandi hennar og milljarðamær­ ingsins aldraða Cal Worthington. Anna Mjöll og Cal standa enn­ þá í málaferlum vegna peninga og annarra deilna. „Ég hélt að þetta yrði löngu búið en það virðist vera dreg­ ið og dregið. Við ætlum bara að halda áfram með okkar líf. Þeir gera bara það sem þeir ætla að gera,“ sagði Anna Mjöll um málaferlin í Íslandi í dag. „Ég ætlaði ekki að gifta mig aftur næstu árin en þetta bara einhvern veginn skeði. Þá allt í einu sögðum við „heyrðu eigum við ekki bara að gera það á Íslandi?“. Jú, og við keyptum miða. Þetta verður bara lítið og létt, […] bara nánasta fjölskylda, mamma, bróðir minn, kærastan hans og nokkr­ ir aðrir allra nánustu fjölskyldumeð­ limir. Svo er bara kaffi á eftir og hafa það „nice“,“ sagði Anna Mjöll. Aðspurð hvort fjölskylda Luca myndi fagna með þeim sagði Anna Mjöll að þau byggju of langt í burtu til þess. „Ekki í þetta skiptið. Við giftum okkur bara aftur þar. Það getur vel ver­ ið. En það varð að vera fyrst á Íslandi. Það er aðal. Ísland er alltaf aðal. Það er ekkert hægt að ræða það. Það er hægt að ræða ýmislegt en ekki þetta.“ Anna og Luca kynntust í mars. Í Íslandi í dag sagðist Anna Mjöll varla muna eftir bónorðinu. „Hann fór að tala um giftingu í apríl. Það gekk ekki upp. Við náum voða vel saman og get­ um ekki verið án hvors annars. Ég stóð inni á klósetti og var að þvo klósettið. Hann kom með kassa, tók utan um mig og spurði; „hvað heldurðu?“ Þetta var bónorðið. Það var hringur í kass­ anum. Ekkert svona Eiffelturnsbónorð uppi á efstu hæð eða neitt svoleiðis. Ég held að þetta sé best, eitthvað eðilegt, enginn glaumur, gleði og vesen,“ sagði Anna Mjöll sem er greinilega í skýjun­ um með Luca. „Hann er bestur. Hann er yndislegur. Ég ætla að halda hon­ um. Hann er eigulegur.“ n n Ástfangin á Árbæjarsafninu Fjölskyldumynd Fámennt en góð- mennt var við athöfnina. Á myndinni eru móðir og bróðir brúðarinnar ásamt nýgiftu hjónunum. Myndir: PressPhotos.biz Lyftu bæði fætinum Skemmtileg mynd af nýgiftu hjónunum þar sem þau lyfta bæði öðrum fætinum um leið og þau kyssast. eins og hollywood-stjarna Ellis er glæsi- legur karlmaður og minnti helst á Hollywood- stjörnu þegar hann tróð upp á Rósenberg á laugardagskvöldinu. eins og nýklippt úr hollywood Anna Mjöll og Luca Ellis eru bráðmyndarleg hjón. Fjarri glamúr Hollywood tónleikar Hjónin héldu saman tónleika á laugardagskvöldinu. Fullt var út úr dyrum og stemmingin góð. enginn glamúr Gamla kirkjan á Árbæjarsafninu varð fyrir valinu. Ástfangna parið lét hálku og slabb ekki á sig fá. Í dómsal Anna Mjöll og Cal Worthington deila um peninga og aðrar eignir. „Erfitt að vera með svona vand- ræðagemlingi“ Fjárfestirinn Skúli Mogensen og Margrét Ásgeirsdóttir eru að skilja eftir rúmlega tveggja ára­ tuga hjónaband. Skúli er að flytja til Lundúna þar sem hann ætlar að halda áfram uppbyggingu WOW air. Saman eiga Skúli og Margrét þrjú börn. Skúli var í viðtali í helgar­ blaði DV síðastliðið sumar og lýsti þá hjónabandi sínu og sagð­ ist heppinn. „Ég held að það sé stórkostlega erfitt að vera með svona vandræðagemlingi eins og mér,“ sagði hann þá. „Við höfum farið í gegnum öll þessi ár saman, búið á ansi mörg­ um stöðum og þvælst með börnin okkar hingað og þangað en einhvern veg­ inn hefur þetta allt geng­ ið.“ Lánaði Dorrit augnblýant Marta María Jónasdóttir er þekkt fyrir bæði smekkvísi og vingjarn­ leika. Hún gerði sannkallað góð­ verk á Listasafni Reykjavíkur fyrir helgi þegar hún lánaði forseta­ frúnni Dorrit Moussaieff augn­ blýantinn sinn. Hún sagði frá þessu á Face­ book: „Góðverk gærdagsins ­ Ég lánaði Dorrit Chanel­augnblýant­ inn minn á Listasafni Reykjavíkur.“ Góðverkið náðist á mynd af ljós­ myndaranum Sigurjóni Ragnari. Í gallabuxum á skíðum Á föstudaginn var haldinn sam­ eiginlegur fundur borgarstjórn­ ar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Borgarfulltrúar Reykjavíkur fóru í kynnisferð um Akureyri og skoðuðu að­ stöðuna í Hlíðarfjalli. Menn og konur mættu misvel undirbú­ in og eins og sjá má á meðfylgj­ andi mynd voru þau Dagur B. Eggertsson, formaður borgar­ ráðs, og Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi fremur kuldaleg í gallabuxum á skíðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.