Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 18
55 kílóum léttari 18 Lífsstíll 11. febrúar 2013 Mánudagur n Grét í hljóði í aftursætinu eftir verslunarleiðangur n Tók sig á fyrir ófæddan son A nnie Marin Guð- mundsdóttir breytti algjörlega um lífsstíl fyrir um þremur árum. Hún er 23 ára, á eitt barn og stundar nám á félags- fræðibraut. Hún segir það ekki hafa breytt persónu sinni að missa þessi 55 kíló en hún upplifi fleiri gæðastundir og lífsgæðin séu miklu betri en áður. Dagurinn hefst ekki lengur á því að pæla í hverju eigi að klæðast og hvað hún eigi að láta ofan í sig held- ur sé lífið miklu léttara í orðsins fyllstu merkingu. Hvernig fórstu að því að létta þig og á hve löngum tíma? „Það var þannig að ég var rosa- lega þung og hafði verið of þung alla mína ævi. Ég man eftir að fara með mömmu minni í Kringluna að leita að fötum og ekkert passaði. Og síðan var bara grátið í hljóði í aftursætinu á leiðinni heim. Svo þegar ég var 19 ára þá var ég sem þyngst og sem mest. Það þung að ég fór til læknis og hann sagði við mig, án þess að það tengdist eitthvað ástæð- unni fyrir læknisheimsókn- inni, að ef mig myndi einhvern tímann langa í börn þyrfti ég að létta mig. Lítið vissi hann að ég var ólétt í þeim töluðu orð- um. Í raun byrjaði þetta ferli og þessi hugarfarsbreyting hjá mér þegar ég var ólétt. Ég fór í sykurþolspróf (vegna stærðar) þegar ég var ólétt og þar kom í ljós að ég var með meðgöngu- sykursýki. Læknirinn talaði við mig og sagði að ég þyrtfi að koma aft- ur í prufu tæpum mánuði seinna. Og mælti með hollu mataræði og hreyfingu á meðan. Ég man hvað ég var miður mín og ákvað á þeim degi að ég ætlaði ekki að vera „feita“ mamman. Ég ætlaði ekki að vera mamman sem getur ekkert gert með barninu sínu. Ég ætlaði að vera mamman sem fer með barnið í fót- bolta og er virk og er ekki barninu sínu til skammar,“ segir Annie. Sleppti lyftunni og gekk stiga „Ég fór til næringarráðgjafa og byrj- aði á ströngu hollu matarplani ásamt því að fara í meðgöngusund 2 sinnum í viku. Þetta hafði strax góð áhrif og ég svindlaði aldrei í mataræðinu eða hreyfingunni. Þegar ég fór aftur í sykurþolspróf voru niðurstöður þær að ég væri ekki með meðgöngusykursýki. Ég tók af mér 10 kíló á meðgöngunni en þau komu aftur hægt og rólega undir enda meðgöngunnar. Ég var jafn þung daginn sem ég komst að því að ég væri ólétt og daginn sem ég átti. Eftir að sonur minn fæddist var þessi hugsun að ég ætlaði að vera mamma sem hann gæti ver- ið stoltur af brennimerkt í höfuðið á mér. Ég byrjaði á mataræðinu og viðhélt hollu, góðu mataræði í þrjá mánuði. Síðan bætti ég við göngu- ferðum og léttum æfingum heima. Alltaf taka stigana og þannig smá hluti. Ég hafi lítið þol og fór ekki fram úr mér í æfingum. Heldur reyndi ég að byggja mig upp hægt og rólega,“ segir Annie. Stundaðir þú einhverja líkams- rækt í upphafi átaksins? „Ekki fyrstu vikurnar, en seinna meir bætti ég við hnitmiðuðum æfing- um í ræktinni. Ég fór í „rpm“-tíma sem eru spinning-tímar og algjör snilld. Ég prófaði Hot Yoga, Body Combat, Body Pump og einnig magadans í Baðhúsinu. Svo benti vinkona mín mér á súludans/ súlufitness. Þá loksins fann ég eitt- hvað sem ég hafi virkilegan áhuga á. Fyrir utan það að vera í hörku líkamsrækt þá leið manni alltaf svo vel eftir æfingu,“ segir hún. Hvað varstu lengi að ná takmarki þínu? „Ég tók tvö ár í að grennast og styrkjast. Eitt ár í að viðhalda þeirri þyngd og halda áfram að æfa og svo er ég aftur að núna. Ég hef miklu meiri orku og er miklu virkari en ég var. Auðvitað eru öll dagleg verk miklu auðveldari! Öll hreyfing er auðveldari. Ég hef meira þol og verk sem virtust virkilega erfið ef ekki ógerleg eru ekkert mál í dag. Enda er maður ekki að burðast með auka 55 kíló á sér. Þegar maður hefur verið of þung- ur og ekki passað inn í fegurðar- stuðul samfélagsins þá hefur það óneitanleg áhrif á sjálfsmyndina og sjálfsöryggið. Það er mikil breyting þar. Í dag er ég sjálfsörugg og veit hver ég er og hvað ég vil. Að kaupa föt er allt annað, áður var Evans eina búðin sem ég gat verslað í og núna get ég farið í hvaða búð sem er! Það er ótrúlega frelsandi að hafa þetta val,“ segir Annie. „Leitt að segja en já, ég finn verulegan mun á hvernig fólk kem- ur fram við mig,“ segir Annie þegar hún er spurð út í fordóma. „Að fara í fatabúð of þung og fá augnaráð eða jafnvel bara þau svör að þau ættu ekkert fyrir þig þar. Eða vorkunnaraugnaráð, það er öm- urlegt. Ég finn mun á almennu við- móti í minn garð. Ég finn mun þegar ég fer að versla. Fæ betri þjónustu í sumum tilvikum. Ég held að það séu fitufordómar og ég held að þeir séu frekar duldir í mörgum tilvik- um. Því miður,“ segir hún. Hvað ráðleggur þú þeim sem standa í þeim sporum að eiga langan veg fyrir höndum og finnst engin leið út úr þessum vítahring ofþyngdar? „Ekki gefast upp áður en þú byrjar! Það er svo ótrúlega erfitt að byrja en um leið og þú ert komin í gegnum fyrstu vikuna þá verður það léttara! Ég þekki þessa tilfinningu að hugsa að ekkert eigi eftir að breytast eða að ég eigi aldrei eftir að vera grönn eða bara venjuleg. En það er bara ekki satt! Jafn væmið og það hljómar þá er svo mikill sannleikur í þeim orð- um að þetta sé maraþon, ekki sprett- hlaup. Fáðu vin eða fjölskyldumeðlim með þér. Stuðningur í gegnum þetta ferli er ómetanlegur. Byrjaðu hægt og rólega. Eitt skref í einu jafnvel þótt þú dettir í óhollustu, ekki gefast upp. Einn dagur í einu,“ segir Annie. Hvernig er dæmigerður dagur í lífi þínu? „Vakna með Krumma og gera okkur til fyrir skólann og leikskólann.Skutl- ast með hann og svo koma mér í skól- ann. Ef það er gat í stundaskránni minni nýti ég tímann og fer í rækt- ina. Eftir skólann sæki ég Krumma og við leikum okkur eða förum í heimsókn til Evu Rósar, bestu vin- konu hans. Síðan er það bara heim að elda kvöldmat, skella Krumma í bað og svo lesum við saman tvær bækur og hann fer að sofa. Eftir að hann er sofnaður nýti ég tímann í að læra eða slappa aðeins af.“ Eitthvað að lokum? „Það sem skiptir máli er að líða vel í eigin skinni og vera sáttur við sig. Maður á bara eitt líf og einn líkama. Berðu virðingu fyrir þér og þínum líkama,“ segir Annie að lokum. n „Það sem skiptir máli er að líða vel í eigin skinni og vera sáttur við sig. Forljót græn kápa og goji-ber í uppáhaldi Lumar þú á einhverjum fegrunarráðum? Já, að borða hollan mat og drekka vatn er besta ráðið held ég bara, annars er fátt jafn fallegt og sjálfsöryggi og bros. Lumar þú á uppskrift að fitusnauðum hádegismat? Í augnablikinu er eitt salat í uppáhaldi. Það er virkilega hollt og gott. Ég tek það oft með sem nesti í skólann. n 1 lárpera n Hálf rauð paprika n 4 sveppir n 1 stöng sellerí n Smá rauðlaukur n Rauð vínber n 1 gulrót n 1–2 msk. fetaostur, ósaltaðar kasjúhnet- ur, goji-ber Grænmetið skorið niður í bita og blandað vel saman. Ein matskeið af feta út á og svo hnetunum og berjunum. Uppáhaldssmoothie? Ég elska að fá mér smoothie og er dugleg að breyta uppskrift- um. Um þessar mundir er þessi í uppáhaldi. n Goji-djúsinn með skrúftappanum n Góð lúka af frosnum berjum n Próteinduft n 1 msk. chia-fræ n Minta, ef ég á Blandað saman í blandara, svo bætt út í þetta 1 msk. af hörfræjum og hrært saman og drukkið. Ef peningar væru engin fyrirstaða hvernig væri þín fullkomna helgi og með hverjum? „Mín fullkomna helgi væri að stökkva með litla kút til Bandaríkjanna til að heimsækja stjúpsystur mína og börnin hennar. Fara með strákana í vatnagarð og kíkja í verslanir.“ Hvað er í veskinu þínu í þessum töluðu orðum? „Í veskinu mínu er jarðar- berjatyggjó, snuð, maskari og sólarpúður. Plástrar og gjafabréf á Tommaborgara, svo eru lyklarnir mínir fastir á veskinu því ég týni öllu og er að reyna nýja aðferð til að halda í lyklana.“ Þér er boðið á stefnumót með 30 mín- útna fyrirvara, í hverju ferð þú og hvað gerir þú til að vera sjúklega sæt? ,,Ég fer í svarta hlýralausa kjólinn set á mig sjúklega smart vængjahálsmenn frá Gyllta kettinum. Skelli mér í litla sæta leðurjakkann minn og er klár.“ Dýrmætasta flíkin í fataskápnum? „Dýr- mætasta flíkin í skápnum mínum er forljót græn kápa sem ég gekk mikið í áður en ég var ólétt. Ástæðan er sú að ég get alltaf farið í hana til að minna mig á hversu dugleg ég er. Og hversu langt ég er komin.“ Best í heimi? „Að sjá son minn hlæja óstjórnlega. Ekkert er betra en að sjá barnið sitt hamingjusamt.“ Léttara líf Annie segir lífið léttara í orðsins fyllstu merkingu. MynD SigtryggUr ari 23 kíló farin Hér er Annie búin að missa um 23 kíló. annie í upphafi átaks annie og sonurinn Þessi mynd er tekin af Annie og syni hennar Krumma, en hér var hún búin að missa um 10 kíló Fyrir um 55 kílóum síðan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.