Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 16
Varastu Verðbólguna Algengt verð 260,5 kr. 263,3 kr. Algengt verð 260,3 kr. 263,1 kr. Höfuðborgarsv. 260,2 kr. 263,0 kr. Algengt verð 260,5 kr. 265,3 kr. Algengt verð 262,9 kr. 263,3 kr. Melabraut 260,3 kr. 263,1 kr. Eldsneytisverð 10. febrúar Bensín Dísilolía Einn besti staðurinn í Reykjavík n Lofið að þessu sinni fær nýopn- aður Stúdentakjallari við Háskóla- torg í Reykjavík. Ánægður við- skiptavinur vill lofa ódýran mat og gott andrúmsloft. „Þessi staður er frábærlega innréttaður, matur- inn er ljúffengur en fyrst og fremst ódýr,“ segir viðskiptavinurinn. „Ég hef gert mér ferð þangað nokkrum sinnum eftir að hann var opnað- ur. Alltaf kemur á óvart hversu frá- bær dagskrá er á kvöldin, en alltaf er ókeypis inn. Bjórinn er mjög ódýr og góður og maturinn líka. Ég get ekki annað sagt en að þetta sé einn besti staðurinn í Reykjavík, ef ekki sá besti.“ Fékk gamla köku n Óánægður viðskiptavinur hafði samband við DV en hann hafði keypt kökusneið í Hámu á Há- skólatorgi. Þegar hann beit í kök- una reyndist hún vera þurr og ein- kennileg á bragðið, líkt hún væri gömul. „Ég hef smakkað þessa köku áður og það er engum vafa undirorpið að þessi sneið var að minnstu dagsgömul ef ekki eldri,“ sagði viðskiptavinurinn. Rebekka Sigurðardóttir, upp- lýsingafulltrúi hjá Félagsstofnun stúdenta, segir atvikið leiðinlegt en ólíklegt sé að gamalt bakkelsi sé á boðstólum í Hámu: „Ef svo hef- ur verið þá er það mjög leiðinlegt og óvenjulegt, því þetta er lítil veitingasala með mikið rennsli. Það fer mikið af vörum þarna í gegn. Það er eiginlega enginn staður til þess að geyma gamlar kökur.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is 16 Neytendur 11. febrúar 2013 Mánudagur n Verðbólgan étur upp sparnaðinn n Fimmtíu þúsund króna rýrnun eða sjötíu þúsund króna ávöxtun eftir reikningum E f þú geymir fjármuni inni á veltureikningi skaltu endur- skoða þá ákvörðun. Það getur munað rúmum sjötíu þúsund krónum að geyma fjármunina inni á réttum reikningi frekar en röngum yfir tveggja ára skeið, eins og dæmi hér síðar sýnir. Samkvæmt verðbólguspá Seðlabankans, sem þó gerir ráð fyrir hóflegri verðbólgu, munu fjármunirnir bókstaflega gufa upp inni á óverðtryggðum reikning- um með lágum vöxtum. Ferlið verð- ur enn hraðara ef verðbólgan reynist hærri. Vextir bankanna eru slappir og því þarf að varast verðbólguna. ein milljón á sparireikningi Dæmið sem hér verður notað til út- reikninga á hagkvæmni reikninga er ein milljón króna sem lögð er inn á sparireikning eða sjóð og fjár- munirnir ávaxtaðir yfir tvö ár. Inn í dæmið er tekin verðbólga, verðbæt- ur og umsýslugjöld bankanna ásamt árlegum vöxtum. Upphæðirnar sem hér sjást eru ekki tölulegar upphæð- ir heldur upphæðir að raunvirði, þær byggja á kaupmætti dagsins í dag. Ríkisskuldabréf – og þá sérstak- lega verðtryggð – eru langhagkvæm- asti kosturinn sem býðst hjá íslensku bönkunum. Bankarnir fara með um- sýslu á kaupum bréfanna en auðvelt er að nálgast skuldabréfin þannig. Þó skal athuga að bankarnir eru með sjóði sem eru blanda af ríkisskulda- bréfum, bæði verðtryggðum og óverðtryggðum, íbúðarlánabréfum og innlánum og bankarnir eru með mismunandi sjóði. Ríkisskuldabréfin eru traustasta fjárfesting sem býðst enda er ríkið traustasti skuldarinn. Séu þau verðtryggð ertu að tryggja þig gegn verðbólgunni. Bankinn tekur þóknun Umsýslugjöld bankanna eru mis- munandi, Landsbankinn tekur 0,8 prósent, Arion banki eitt prósent og Íslandsbanki 0,9 prósent. Allir bank- arnir leggja eitt prósent aukalega á vegna gengismunar eða viðskipta- kostnaðar á skuldabréfareikninga. Þessi kostnaður er tekinn inn í reikn- inginn hér. Skammtímasveiflur á ríkisskulda- bréfum geta þó verið allnokkrar, enda hefur ávöxtunin verið frá um fimm prósentum og upp í sextán á ári síð- ustu þrjú árin. Fer það til að mynda eftir gengissveiflum en til langs tíma eru ríkisskuldabréf besti kosturinn. Verðtryggðir reikningar skjólið Einnig eru verðtryggðir reikn- ingar bankanna hagstæðir, en helsti ókostur þeirra er að innistæðan er læst í þrjú ár hið minnsta. Þú munt ávaxta fjármunina verr en með rík- isskuldabréfum inni á verðtryggðum reikningi og þú hefur ekki aðgengi að þeim yfir þennan tíma, ríkisskulda- bréf getur þú hins vegar leyst með eins dags fyrirvara hjá bankanum þínum. Þar sem neyðarlögin eru enn í gildi eru þessir reikningar jafn tryggir og ríkisskuldabréf, enda tryggir ríkið allar innistæður. Aðrir reikningar, svo sem vaxtabótareikningar, eru ekki eins hagkvæmir og skuldabréfasjóð- urinn og ávöxtun háð verðbólgu. Sé hún 3,7 prósent eða meira ávaxtar þú fjármunina betur inni á verðtryggðu reikningunum. Ýmsir sjóðir eru í boði hjá bönkun- um en hér eru teknir einn hlutabréfa- sjóður og einn skuldabréfasjóður hjá þremur stærstu bönkunum sem Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Tugþúsundir Það munar um 75 þúsund krónum á óhagstæðasta reikningi og þeim hagstæðasta, séu vextir yfir tveggja ára tímabil reiknaðir. Fituríkar kaloríubombur n skoðaðu næringarinnihald á vefsíðu Matís Á vefsíðu Matís; hvaderimatn- um.is má finna tölur um inni- hald matvæla. Upplýsingar á síðunni er fengnar úr ÍSGEM- gagnagrunninum sem geym- ir tölur um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði, útflutt matvæli og hráefni. Þar er að finna upplýs- ingar um rúmlega 1.100 fæðutegund- ir. Nefna má fitu í matvælum, prótein, kolvetni og viðbættan sykur. Nú er engin afsökun lengur. Þeir sem huga að heilsunni geta litið á inn á síðuna á bolludag og sprengidag. Í ljós kemur að í 100 grömmum af vatndeigs- bollu með rjóma eru 409 kaloríur og í 100 grömmum af gerdeigsbollu 342 kaloríur. Fituinnihaldið er feikihátt – 100 gramma vatndeigsbolla inniheld- ur 67 prósent fitu. orka í 100g: n kJ: 1.702 n kcal: 409 orkudreifing: n Prótein 5% n Fita 67% n Kolvetni 26% n Trefjar 0% orka í 100g: n kJ: 1.430 n kcal: 342 orkudreifing: n Prótein 5% n Fita 48% n Kolvetni 44% n Trefjar 1% Rjómabolla vatnsdeigsbolla, með sultu Rjómabolla gerdeigsbolla, með sultu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.