Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2013, Blaðsíða 15
Þetta er alrangt Mér þykir vænt um fólk Ekki beint ofvirk – en vel virk Tryggvi Þór Herbertsson segir íslenska stjórnmálamenn ekki siðlausa eiginhagsmunaseggi. – DV Kári Stefánsson undrast að fólk geti verið hrætt við hann. – DVHildur Karlsdóttir mamma Sollu í Gló lýsir dóttur sinni. – DV Ofbeldi Eyjamanna Spurningin „Já.“ Hulda Hlíf Ragnars 36 ára kennari „Já, mér finnst þær góðar.“ Tinna Sól 9 ára nemandi „Ég ætla að borða mikið af bollum.“ Steinþór Gunnarsson 60 ára byggingaiðnfræðingur „Já. Ég hef unun af vatnsdeigs- bollum.“ Hildur Harðardóttir 16 ára nemi „Ég er búin að borða svo mikið af bollum að ég hugsa að ég sleppi því.“ Hlíf Ásgrímsdóttir 56 ára myndlistarkona Ætlar þú að borða bollur? 1 Björgvin Ingimarsson er látinn Björgvin Ingimarsson lést á laugardag, 47 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. 2 Ben Stiller vildi fá Sollu með sér til New York Sólveig Eiríks- dóttir var einkakokkur Hollywood- stjörnunnar í haust. 3 „Það er margt sem truflar mig í þessu máli“ Margrét Tryggvadóttir gagnrýnir uppsagnir byggðar á fíkniefnaprófum. 4 „Núna fyrst fer að reyna á þetta hjá okkur“ Tryggvi Þór Herbertsson ætlar að verja meiri tíma með fjölskyldunni eftir þingmennsku. 5 Hallgrímur á hálum ís Jón Viðar Jónsson svarar gagnrýni Hallgríms Helgasonar. 6 Condoleezza Rice rotaði áhorfanda Fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna spilar golf. 7 Anna Mjöll gekk í það heilaga DV birti myndir af nýgiftu hjónunum Önnu Mjöll Ólafsdóttur og Luca Ellis. Mest lesið á DV.is E n þegar kemur að eftirliti með fíkniefnum og þegar kemur að velferð barnanna okkar, Eyja­ manna og annarra Íslendinga, þá finnst mér réttlætanlegt að mæla hvort notuð eru ólögleg lyf,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest­ mannaeyjum, í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudaginn, um boðuð fíkniefna­ próf hjá starfsmönnum bæjarins. Um­ ræðan kemur í kjölfarið á uppsögnum nokkurra starfsmanna útgerðarfélags­ ins Vinnslustöðvarinnar eftir að fíkni­ efni fundust í blóði þeirra í kjölfar prófa. Svo virðist sem samfélagið í Vest­ mannaeyjum ætli að skera upp herör gegn „fíkniefnavandanum“, eins og Elliði orðar það, en auk bæjarfélagsins sjálfs ætlar útgerðin Ísfélagið að fram­ kvæma slík próf. Elliði segir líka að mikilvægt sé að koma þeim skilaboð­ um út í samfélagið að hvorki neysla né sala „fíkniefna sé samfélagslega viður­ kennd“ og að ætlunin með prófun­ um sé ekki að „refsa“ fólki heldur að „hjálpa“ því. Teygja sig út fyrir lögin Nú er það svo að það er ákveðinn laga­ legur munur á því að vera með fíkni­ nefni í fórum sínum og neyta þeirra; ólöglegt er að vera með þau í förum sínum en eftir að þeirra hefur verið neytt er ekki hægt að refsa neytandan­ um afturvirkt. Á þessu tvennu, vörslu og neyslu fíkniefna, er því grundvallarmunur í lögum sem hlýtur að skipta máli þegar fyrirtæki og opinberar stofnanir taka ákvörðun um að grípa með þessum hætti inn í einkalíf starfsmanna sinna. Vinnslustöðin teygir sig því lengra en armur laganna: Lögreglan fer ekki um, almennt séð, og framkvæmir fíkniefna­ próf á fólki til að athuga hvort það hafi neytt fíkniefna. Í þessum skilningi hefur fyrirtækið tekið sér vald sem einkaaðilar í at­ vinnulífinu hafa yfirleitt ekki; opinberir aðilar eins og lögreglan hafa einkarétt á því í vestrænum samfélögum að sjá til þess að lögunum sé framfylgt og að beita menn nauðung, refsingum eða ofbeldi, til að sjá til þess að lögin séu ekki brotin. Einkafyrirtæki hafa ekki þessa heimild almennt séð. Að hjálpa og að refsa Elliði Vignisson og aðrir stjórnendur stórra vinnustaða í Eyjum virðast hins vegar telja að þessi grundvallarmun­ ur skipti ekki máli og að réttlætan­ legt sé hjá stofnunum og fyrirtækjum að setja skýrar reglur um hvers konar fólk þeir vilji ekki hafa í vinnu: Fólk sem ekki notar fíkniefni, án þess þó að spyrja hversu oft það hafi gert það eða að velta því upp hvort notkun þess á efnunum hafi einhver neikvæð áhrif á störf þess eða daglegt líf. Elliði er alveg skýr á því að slík próf séu til að „hjálpa“ fólki og aðgerðirnar í heild sinni séu liður í því að berjast gegn „fíkninefna­ vandanum“. Þetta getur hann fullyrt án þess þó að spyrja sig að því hvort fíkniefna­ notkun viðkomandi einstaklinga sé dagleg, regluleg, eingöngu til hátíða­ brigða eða hvort notkunin er vanda­ mál að mati fólksins sjálfs. Þó er heldur ekki spurt að því hvort fólkið framleiði eða rækti sjálft þau fíkniefni sem það notar, til dæmis marijúana – ég veit ekki hvort ég myndi flokka það undir „fíkniefnavandann“ ef einhver einstak­ lingur væri með eina hassplöntu á hlýjum stað heima hjá sér og klippti af henni til einkanota endrum og eins. Orð Elliða má skilja sem svo að allir sem neyti fíkniefna, einu sinni eða oft­ ar, eigi við vandamál að stríða og þurfi hjálp. Sá möguleiki er ekki skoðaður að fólk getur notað fíkniefni hóflega endr­ um og sinnum, með sama hætti og áfengi, og að þetta fólk hvorki kæri sig um né þurfi „hjálpina“ sem Elliði full­ yrðir að allir notendur fíkniefna þurfi, sama hversu mikil notkun þeirra er og sama hversu gamlir þeir eru. Hjón á sextugsaldri sem reykja saman jónu einu sinni í mánuði til að lyfta sér upp þurfa sennilega ekki á neinni hjálp að halda, ekki frekar en ef sömu hjón myndu deila tveimur rauðvínsflöskum sér til slökunar. Þau eru ekki nauðsynlega dópistar eða alkóhólistar; þau ættu auðvitað ekki að reykja gras eða drekka áfengi en maðurinn er breysk vera sem breytir ítrekað gegn betri vitund og þekkingu á því hvað er gott fyrir hann sjálfan að gera. Hvernig „hjálpar“ það þeim að vera rekin úr vinnunni fyrir grasreyk­ ingarnar mánaðarlegu? Þessi miðaldra hjón hefðu getað lent í uppsögnun­ um hjá Vinnslustöðinni út af áramóta­ jónunni sem þau fíruðu upp í yfir ára­ mótaskaupinu. Hvaða afleiðingar hafa slíkar grasreykingar fyrir „börnin okk­ ar“ og „aðra Íslendinga“? Engar, eða í það minnsta sé ég þær ekki. Ef marka má orð Elliða þá vill hann „hjálpa“ fólki, ekki „refsa því“, fyrir eitt­ hvað sem ekki einu sinni lögin geta refsað fólki fyrir og hvað þá hjálpað því með. Hasshausinn hengdur en spíttfríkið sleppur Þá verður að hafa í huga að ummerki eftir „mjúk“ fíkniefni eins og gras og hass eru miklu lengur að fara úr líkam­ anum en ummerki „harðra“ eiturlyfja eins og spítts og kókaíns. Ummerki um kannabis geta fundist í líkamanum allt upp að þremur mánuðum eftir neyslu þess á meðan ummerki eftir spítt og kókaín eru talin hverfa úr líkamanum á tveimur til tíu dögum. Seinni efnin eru hins vegar meira ávanabindandi, dýrari, hættulegri og hafa verri áhrif á neytendurna í þeim skilningi að þeir geta orðið árásargjarnir og vænisjúkir. Þá er varsla á kannabisefnum víða ekki ólögleg, til dæmis í Hollandi, og er notkun þess samfélagslega almenn og nánast viðurkennd í ýmsum fylkjum Bandaríkjanna og í löndum Evrópu, til dæmis á Spáni og Ítalíu. Slíkt gildir ekki um vörslu á „hörðum“ fíkniefnum sem alls staðar er ólögleg. Fordæmi Vinnslustöðvarinnar býð­ ur því upp á að „mjúki“ kannabisnot­ andinn sé staðinn á verki og missi starf sitt á meðan „harði“ kókaínnotandinn getur sloppið því efnið fer svo fljótt úr líkama hans. Hasshausinn getur því verið hengdur á meðan spíttfríkið sleppur. Sérstakar aðstæður í Eyjum Þegar blaðamaður Fréttablaðsins gekk á Elliða eftir réttlætingu fyrir þessum aðgerðum kom upp úr dúrn­ um að bæjarstjórinn byggði hinar boðuðu aðgerðir meðal annars á smæð samfélagsins í Eyjum: „Ég held að vímuefnavandinn í Vestmanna­ eyjum sé síst verri en annars staðar. Hins vegar búum við það vel að við erum mjög náið samfélag þar sem samfélagsleg vitund er mjög mikil. Það er sá styrkur sem við hyggjumst reyna að nota.“ Ég veit ekki almennilega hvern­ ig smæð Vestmannaeyja getur verið réttlæting fyrir slíkum inngripum í einkalíf fólks þar sem gengið er lengra en lög kveða á um. Elliði virðist vera að segja að sátt sé um það í samfé­ laginu að þeir sem hafi notað fíkni­ efni séu óæskilegir í þessari „sam­ félagslegu vitund“ sem er ríkjandi í Eyjum. Eru sambærilegar aðgerð­ ir einkafyrirtækja þá ekki mögu­ legar eða æskilegar í Reykjavík, eða á Norðurlöndunum, annars staðar í Evrópu eða í Bandaríkjunum, út af stærð þeirra samfélaga í samanburði við smæð Vestmannaeyja? Og ef þessi meginregla Eyjamanna um inngrip einkaaðila í einkalíf fólks á ekki við annars staðar um lönd segir það þá ekki eitthvað um réttmæti hennar al­ mennt séð? Þeir í Vestmannaeyjum geta nú varla verið svo einstakir þrátt fyrir allt talið um „okkur Eyjamenn“, til aðgreiningar frá okkur hinum Ís­ lands sauðum. Hættulegt fordæmi Hvað kemur næst hjá þeim í Vest­ mannaeyjum? Ætla þeir að bregðast með sama hætti við áfengisdrykkju fólks, sem örugglega er miklu stærra og dýrara samfélagsböl í Eyjum en fíkniefnavandinn, líkt og alls staðar annars staðar á Íslandi? Verða reyk­ ingar á tóbaki svo gerðar útlægar með sama hætti og loks munn­ og nef­ tóbak? Verður svo ákveðið hvaða trúar­ brögð fólk á að aðhyllast eða jafnvel hvaða stjórnmálaflokk það á að kjósa? Hvar liggja mörk forsjárhyggjunnar þegar menn eru komnir út fyrir arm laganna við upprætingu á óæskilegum þáttum í lífi annars fólks? Þetta fordæmi sem Vinnslustöðin hefur sett, og Vestmannaeyjabær og Ísfélagið hyggjast fylgja, er hættu­ legt. Fordæmið er hættulegt því það er fyrsta skrefið inn friðhelgi einka­ lífs fólks þar í bæ; fordæmi sem felur það í sér að opinberir og óopinberir atvinnurekendur eru farnir að fylgj­ ast með og hafa áhrif á einkalíf starfs­ manna sinna sem þó á að vera þeim óviðkomandi, líkt og það er lögun­ um og lögreglunni óviðkomandi ef einstaklingur hefur fengið sér jónu fjórum vikum áður. Þetta fordæmi er í eðli sínu ekkert annað en ofbeldi gegn einstaklingsfrelsi fólks. Umræða 15Mánudagur 11. febrúar 2013 „Hins vegar búum við það vel að við erum mjög náið samfélag þar sem samfélagsleg vitund er mjög mikil. Kjallari Ingi Freyr Vilhjálmsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.